Dagur - 22.12.1963, Blaðsíða 30

Dagur - 22.12.1963, Blaðsíða 30
30 JÓLABLAÐ DAGS skipti þarna nema sá, sem átti þar sæti og varð hann þá að gera sín viðskipti í heyranda hljóði þarna í „pyttinum“, á Hjilli kl. 9 til 1 hvern virkan dag. Aðalatvinnan þarna á skrifstofunum var fyrri part dagsins að taka við pönt- unum viðskiptavinanna og koma þeim á framfæri upp í „pyttinn" til miðlar- ans. í hverri skrifstofu var salur, þar sem verðskráningin var lesin af tækinu og skrifuð upp á veggtöflurnar. Þarna söðnuðust menn saman á morgnana, ræddu um viðhorfin í hveitimálunum og hvað bezt væri að gera þann daginn. Sjaldan voru menn sammála um gróða- möguleikana, enda byggðist þessi starf- semi á því. Þeir, sem héldu að hveiti- verðið mundi hækka — og hugðust kaupa til að geta grætt á að selja hærra síðar — voru kallaðir „bolar“ (Bulls). Hinir, sem héldu að það mundi lækka v.oru kallaðir „birnir“ (Bears). Eftir miklar vangaveltur og bollaleggingar var loks ákveðið hvað gera skyldi og pöntun gerð eftir því. En um leið og hver maður gerði sína pöntun, vai;ð hann að leggja fram ákveðna upphæð í peningum f.yrir hver þúsund bushel (1 bushel — cá. 27 kg.), sem hann pantaði, sem tryggingarfé. Ef þessi við- skipti gengu honum mót, svo að trygg- ingarféð glataðist, voru þau umsvifa- laust gerð upp, því samkvæmt lands- lögum gat miðlarinn ekki krafist greiðslu á skuld, er orsakaðist af svona tapi, umfram það tryggingafé, er hann hafði undir höndum. Hann varð því að verja sjálfan sig með því, að loka þess- um viðskiptum, strax og tryggingaféð var þorrið. — Seinnipart dagsins var aðalvinnan fólgin í því, að reikna út tap eða gróða þeirra viðskipta, er miðl- arinn hafði gert um daginn og færa þa'ð í bækur viðskiptavinanna. Sérstök deild, svokölluð „Clearing Iiouse“, var í byggingunni,- er rannsakaði öll kort miðlaranna yfir kaup og sölu daglega eftir lokun „pyttsins", til að sjá um að það væri allt rétt fært — magn og verð þess, sem seldi nákvæmlega sama og þess, sem keypti, — var strax leið- rétt ef vart varð við mistök. Einnig sá þessi deild um fjárhagsuppgjör milli miðlaranna daglega. Maður kynntist þarna möi-gum mönn- um, þar á meðal nokkrum íslenzkum, sem komu dags daglega á skrifstofuna til að braska. Sumir voru lítilþægir, voru ánægðir ef þeir gátu nurlað sam- an svosem 10 dollurum á dag eða svo. Þeir voru daglegir gestir, stundum svo árum skipti hjá okkur. Ég hefi grun um að þeir hafi, sumir hverjir, enga aðra atvinnu stundað, en getað séð sér far- boða með þessu þótt töp kæmu inn í milli. Aðrir voru stórtækari, spiluðu um stórar upphæðir en með vafasöm- um árangri. Sumir töpuðu öllu sínu, hurfu um tíma, en komu oftast aftur jafnskjótt og þeir höfðu unnið sér eitt- hvað inn, svo mikið aðdráttarafl hafði þessi starfsemi. Sumir vildu veiða ein- hverjar upplýsingar um markaðsútlit- ið upp úr okkur starfsmönnunum, fá hjá okkur „tips“ því þeir héldu að við værum öllum mönnum fróðari um slíkt, en við höfðum auðvitað ekki meira hugboð um það en hver annar. Einn landi minn trúði mikið á drauma sína. Hann var alltaf að dreyma birni eða bola. Þegar hann dreymdi bolann kom hann alltaf til okkar og keypti hveiti, þegar hann dreymdi björn, seldi hann. Ekki mun hann þó hafa verið neitt rikari þegar hann hætti þessum við- skiptum en þegar hann byrjaði. Þetta gekk svona á víxl fyrir honum og hélt honum við efnið. Einn kunningi minn byrjaði dag nokkurn að braska þarna, alveg vita ókunnugur öllum leikregl- um. Hélt hann því áfram um tíma og græddi vel. Steinhætti þessu allt í einu og fór heim til íslands fyrir peningana, sem hann hafði náð þarna í. Var hann heima í eitt til tvö ár, en kom svo vestur aftur og byrjaði um leið aftur að braska hjá okkur og með jafngóðum árangri og í hið fyrra skiptið, græddi aftui' vel og hafði vit á að hætta þeg- ar hann var búinn að græða vissa upp- hæð og mér er nær að halda að hann hafi aftur haldið heim til íslands fyrir þá peninga. Svona gekk þetta fyrir mönnum þarna í byggingunni um fjölda ára. Kauphallarviðskiptin blómstrúðu dag frá degi og margir græddu en fleiri töpuðu — allt þangað til brotið mikla kom 29. október 1929, sem varð upphaf kreppunnar upp úr 1930. Ég man enn eftir þessum degi og þeirri „panik“, sem greip um sig í Hveitikauphöllinni hjá okkur ekki síð- ur, en á verðbréfamarkaðinum í Wall Street í New York og í öðrum kaup- .höllum víðsvegar um álfuna. Ekki man ég þó eftir neinum sérstökum fyrir- bi'igðum í sambandi við verðútlitið þennan dag, sem gæti orsakað það, að yerðið félli niður úr öllu valdi, en þetta gerðist. Það voru mikil læti og fyrir- gangur í „pyttinum“ þennan dag, sér- staklega, er leið að lokum, því stór- kostlegar fj.árupphæðir voru í veði hjá hvei-jum miðlara og viðskiptavinum þpirra, en þeir voru flestir búnir að tapa ti'yggingafé sínu undir lokun og því „seldir út“. Sumir gátu þó bætt við tryggingafé, sem þeir svo töpuðu næsta dag eða daga. Vei'ðið hélt áfram að falla, með smávegis tilburðum til hækk- unar endrum og eins, sem ekkei't varð úr, unz það var komið lægra en það hafði nokkux-ntíma verið skráð, exr vei'ð skráning hveitis í Kanada mun hafa byrjað fyrir um það bil hundrað árum. Um allar jarðir voru menn, sem töpuðu öllu sparifé sínu og hættu að gefa sig að svona viðskiptum framvegis. Blóma- skeið þessarar starfsemi var búið. Kreppa, heimsstyi'jöld og stjórnarráð- stafanir settu smiðshöggið þar á. Ríkis- stjórnin afnam épákaupmennsku á hveiti, en ábii'gðist bændum lágmarks- vei'ð fyrir það. Ég heyri sagt að nú sé aðeins leyfilegt að spekúlera með hafra, bygg og rúg — svokallaður „coarse grains" eða grófari kornteg- undirnar, sem alltaf hefur vei'ið miklu minna af en hveiti. Er starfsemi þessi ekki nema svipur hjá sjón við það, sem áður var. En bændurnir þarna á Sléttunum lialda emr áfram að yrkja jörðina og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.