Dagur - 22.12.1963, Qupperneq 22

Dagur - 22.12.1963, Qupperneq 22
22 JÓLABLAÐ DAGS hafði landgöngubrúin verið sett niður og fólkið streymdi í land. Tröðningur var rneiri en nokkru sinni fyrr. Ferðamaðurinn og sá gráklæddi olnboguðu sig áfrarn í átt að brúnni. Þar stóð lávaxinn ungur maður, ljóshíerður og síð- hærður og hárið kembt frá enni og aftur í hársrætur. Félagi hans var með honum. Þeir virtust nú hafa talað út um vandamál sín og Iiorfðu löngum augum til lands. Þeir áttu fjögur fótmál óstigin að landgöngubrúnni, síðan í hvarf við manngrúann á bakkanum og svo upp í borgina. Ferðamaðurinn tróð sér fram hjá þeim, lagði hönd á handlegg grá- kla'dda mannsins og benti þegjandi og án þess að nema staðar, á unga manninn. Lijgreglumaðurinn í ljósu sumarfötunum lagði hönd sína á öxl þess sléttkembda og bað hann að finna sig. Þeir hurfu síðan inn á fyrsta farrými. Ferðamaðurinn gekk til félaga sinna. Honum leið illa. Hafði hann þekkt manninn rétt? Hvaða örlijg voru það, sem.hann ieyfði sér að grípa hér inn í? Hann fann til ríkr- ar löngunar að anda að sér hreinu fjallalofti og helzt af öllu að fara í kalt bað. Daginn eftir voru hinir sjötíu ferðalélagar aftur staddir á grænu grasi í einum af skemmtigörðum borgarinnar. Sól skein í heiði. Skuggi óhugnaðar og grunsemda var horfinn úr svip þeirra og fasi. Ung stúlka hafði fengið aftur sinn tapaða farareyri, færeyskur skip- stjóri hafði á ný undir hijndum stórt, mórautt umslag með skips- skjölum og fjármunum, danskur lánardrottinn hafði fengið fé sitt á ný úr skilvísri liendi. Ferðafélag- arnir höfðú fast land undir fótunr, gott land og hlýtt, algróið ævin- týraland. F.nginn hiiggormur leynist leng- ur í grasi. GIINNAR S. HAFDAL: Ljóðblik i. Blikar lieiði blómfögur. — Júnísól breiðir blæju gullna á laut og leiti, mó og mýri. Blómjurtir prýða bala og hjalla. Þótt gjörheill gangir á brattann, gleymdu ei að biðja, biðja af heitu hjarta Herrann þig að styðja, Guð, sem gefur máttinn, Guð, sem alla leiðir, Guð, sem gefur ljósið, Guð, sem myrkri eyðir. II. Brosið rauðra rósa, röðulskinið Ijósa, blikið blárra ósa blasir augum við. Sólríkt og blítt er sumarið með fegurð, tign og frið, fegurð, sem allir kjósa, fagran fuglaklið, fjallalækja nið, og nytjagrasið nóg, er bændur hrósa. IV. Heit sé hiartans bænin. Ilugur fylgi máli. Lífsbæn, leiðarstjörnu, lýsir af sem báli. Guðtrú Iifi lýðnum lífsins sterki báttur. Beri þig upp brattann bæn og trúarmáttur! III. Á þessari öld hefir þjóðin smáa þúsundir stórvirkja kostað og unnið, byggt upp ísland frá afdal til strandar með andans víðsjá og mætti handar. Af hólmi sú kynslóð hefir ei runnið, sem hóf allt úr rústum og búin að gjalda. Hún leggur að erfðum landsins gull í lófa á börnum komandi alda.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.