Dagur - 22.12.1963, Page 26

Dagur - 22.12.1963, Page 26
26 JÓLABLAÐ D A G S krangi og mjóvaxinn, en rammur að afli. Venjulega var hann geðprúður og stilltur í skapi, en ef hann reiddist varð hann ekki einhama og sveifst þá einsk- is. Hann gekk á hólm við Jónas grjót- garð eftir messu að Bakka. Fengu sveit- ungar hans hann þar til. Var hann treg- ur í fyrstu og færðist undan, en er þeir helltu í hann brennivíni og töldu fyrir honum hrakninga þá, er ýmsir urðu fyrir af Jónasi, er var karlmenni mik- ið, uppvöðslugjarn og ósvifinn, lét hann tilleiðast. Gengust þeir, Ólafur og Jón- as, að af hinni mestu grimmd, en vopn- lausir voru þeir. Skipuðu kirkjugest- irnir sér umhverfis og vörnuðu hverj- um, er stilla vildi til friðar, að koma þar nærri. Svo fóru leikar að Jónas lá eftir á vellinum, meiddur og blóðugur. Einhverjir miskunnsamir náungar hlynntu þó að honum og náði hann sér fljótt aftur. Ólafur hlaut lof og þökk margra fyrir framgönguna. Er það víst fádæmi að hólmganga væri háð að kirkju strax að guðsþjónustu lokinni, en er þó ef til vill lítil spegilmynd af réttax-fari og mannfélagsástandi þá, um miðja nítjándu öld. Ólafur dó 1894. Var hann þá farinn að heilsu og kröftum og kominn á hreppinn. Síðustu árin þjáð- ist hann af helvítisótta. Erlendur á Bási. Erlendur var fæddur að Miðhálsstöð- um árið 1834. Foreldrar hans voru Jón Gunnlaugsson frá Nýjabæ og Sigríður Erlendsdóttur frá Öxnhóli. Erlendur kvæntist Vigdísi Jónasdóttur frá Engi- mýri, Magnússonar frá Ási. Var hún alsystir Jóns stói-bónda á Flugumýri. Vigdís dó árið 1873, þrjátíu og fjöguri-a ára gömul. Áttu þau Erlendur eina dóttur barna, er Jónasína hét. Hún fór á unga aldri til Ameríku, settist að í Winnipeg, lenti þar á götunni og týnd- ist svo, að því er vesturfarar skrifuðu heim. Skömmu eftir að Vigdís dó tók Erlendur saínan við Hallberu systur hennar, er ekkja var eftir Hallgrím Ein- arsson frá Þverá. Erlendur og Hallbera bjuggu saman sem hjón væru um hríð, en ski-ykkjótt gekk sambúð sú. Svo var Erlendur ofsalega afbrýðisamur og hræddur um Hallberu fyrir öðrum karl mönnum, að vitfirringu gekk næst. Hefti hann hana um nætur þannig, að hann batt fæturna þétt saman fyrir of- an hnén og brá svo bandendanum um sig miðjan, svo að hún fengi sig hvergi hreyft í rúminu án þess að hann yrði þess var. Þó fór svo, að Hallbera varð ólétt og ól sveinbarn. Ekki vildi Er- lendur við það kannast og þrætti harð- lega fyrir faðernið. Var þá Stefán Thor- arensen sýslumaður til mála kvaddur. Hélt hann réttai'höld í málinu og leit- aðist við að fá Erlend til að viðurkenna faðernið, en Erlendi vai'ð hvei'gi þok- að og var hinn þverasti. Úi'skurðaði sýslumaður honum þá eið, sem þó má með nokkrum ólíkindum teljast eins og málum var hátað. Við eiðtökuna gerðist það, að þegar eiðstafurinn liafði verið þulinn og Erlendur bar sig til að rétta upp þrjá fingur honum til stað- festingai', að sýslumaður þreif um hand legginn á Ei'lendi og mælti: „Fyi'ir guðs skuld gáið þér að Erlendur, hvað þér eruð nú að gera.“ En Erlendur sleit sig lausan og æpti: „Nei, þeir skulu upp.“ Síðan vann hann eiðinn. Mæltist það afarilla fyrir, því að allir þóttust vita, að meinsæi'i hefði verið. Skömmu síð- ar en þetta gei'ðist dó Þói'ður í Bási, bi'óðir Eilends. Hafði Þórður verið sjúkur af sullaveiki um langt skeið. Var hann orðinn öreigi, og með fullt hús af böi-num. Réðist Erlendur þá til Rósu Berja-Lákadóttur og Hólmfi'íðar Benediktsdóttur frá Flöguseli, ekkju Þórðar. Kvæntist Erlendur henni nokkru síðar og tók þar með fram- færslu bai-nanna á sínar hei'ðar. Ekki batnaði efnahagurinn að mun við það og lifði Básfjölskyldan við bágindi og skorinn skammt. Svo gerðist það vetur- inn 1880, að Ei'lendur bi'á sér á nætur- þeli „yfir háls“, en svo er kölluð leiðin milli Höi'gárdals og Öxnadals yfir Auðnaháls í slakkanum utan við Háa- fjall. Fór hann að Auðnum og stal þar allmiklum birgðum af hangikéti frá Jóni gamla Bei'gssyni ríka, er bjó þar þá. Var Erlendur þar öllum húsum kunnugur og því hægt um vik. Með sér hafði hann Þórð’ stjúpson sinn, er síðar var kallaður dauðablóð. Þá var Þórður um fermingaraldur, en lítill og van- þroska. Losaði Erlendur glugga úr fjár- þili á útiskemmu og lét Þórð fara þar inn, því að gatið eftir gluggann var svo þröngt, að hann komst þar ekki inn sjálfur. Rétti Þórður kétið síðan út. Fóru þeir tvær ferðir og fluttu þýfið í fyrsta áfanga á auð beitarhús frá Auðn- um þar út og upp í hálsinum. Hélt Erlendur áfram um nóttina að koma kétinu heim til sín og hafði lokið við það í dögun. Auðna-Jón gamli brá þeg- ar hai't við, er hann vissi skaða sinn. Sent var samstundis til sýslumanns, sem fyrirskipaði þjófaleit þegai'. Var leitað hjá fátæklingum einum og byi-jað hjá Bjarna Krákssyni á Hraunshöfða, féll mestur grunur á hann í fyrstu, en þar fannst ekkert tortryggilegt og hvergi annars staðar í Öxnadal. Er leit þar var árangurslaus héldu leitai'menn yfir í Höi'gárdal og byrjuðu að leita hjá Erlendi í Bási. Skyggnst var í hvert skot og hver glufa könnuð, gólf öll trömpuð og fótum lamin,því að trú- legast þótti að þýfið hefði verið grafið niður. En hvei'gi fannst neitt eða linka í gólfinu, sem bent gæti til þess að þar hefði mold verið rótað. Víðast var leit- að í eldhúsinu, og er leitai'menn voru sannfærðir orðnir um að þar væri ekkert frekara að gera bjuggust þeir til brottfarar, þá dregur Erlendur sig allt í einu inn í eitt eldhúshornið, þar sem skugga bar á, og tekur að stappa óg berja niður fótum og segir um leið: Ekki er lint undir fæti hér. Sigurður Sigurðsson, er þá bjó í Staðartungu og síðar á Öxnhóli, var aðstoðarmaður hi'eppsstjórans við leitina. Hann skynj- aði á augabragði, að hér væri eitthvað athugavert við, og skildi þetta viðbragð Erlends sem storkun við þá leitai'menn- ina, enda fannst honum bi'egða fyrir fagnandi hreim í rödd Erlends. Þreif hann þá í öxl Erlends og kippti honum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.