Dagur - 11.01.1964, Side 8

Dagur - 11.01.1964, Side 8
8 I Að oían Mælifell, og að neðan frá v.: Jakob Jb'rnnannsson, Borghildur Jónsd. og Hj. Hjartar. Þegar Mælifell var sjósett I minntist Simnmörsposten þess í fréttagrein SVO SEM getið var um hér í blaðinu 4. des. sl., var hleypt af stokkunum nýju Sambandsskipi í Noregi daginn áður. Mörg blöð þar í landi hafa skrifað um þennan atburð og nýlega barst blaðinu grein úr „Sunnmörs- posten“ í Álasundi, sem fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: Þriðjudaginn 3. des. sl. setti skipasmíðastöðin í Aukra („Aukra Bruk“) nýtt met með því að sjósetja „Mælifell“, sem er stærsta skipið, sem byggt hefur verið hér í fylkinu, 2750 lestir. Skipið hlaut íslenzka skírn, sem framkvæmd var af guðmóður þess, frú Borghildi Jónsdóttur, konu Jakobs Frí- mannssonar, formanns SÍS, en SÍS er eigandi skipsins. Stærra skip en Mælifell er vart hægt að byggja í skipa- smíðastöðinni í Aukra með þeim útbúnaði, sem þar er í dag. Skipið er 8S.89 m. langt, 13.20 m. breitt og ristir 5.90 m. og er án millidekka. Það er byggt í samræmi við ísl. lög og eftir alþjóðareglum Lloyds um öryggi sjófarenda. Það er sér- staklega styrkt til siglinga í ís og mun fá 2150 hestafla vél, sem tengd er beint við skipti- skrúfu, og auk þess 4 hjálpar- vélar. Ganghraði skipsins er á- ætlaður 13 sjómílur. Skipið er afturbyggt, vélar og íbúðir 25 manna áhafnar aftast í skipinu. í samtali við Sunnmörsposten sagði Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS, (Framhald á blaðsíðu 7). BRENNISTEINSFYLA Ólafsfirði 10 janúar. í morgun fannst töluverð brennisteins- fýla í Olafsfirði og fannst hún um 2 kl.st., jafnvel inn í hús, ef opnaðir voru gluggar. Vindur er suðlægur. Atvinna er fremur lítil því afl inn er mjög tregur, mest rúm 3 tonn í róðri á stærri bátana. B. St. •rv arar minnlus! 80 ár með f jöimennu og myndarlegu hófi að Bjargi í FYRRAKVÖLD var þess minnst á Akureyri, að elzta stúka landsins, Stúkan ísafold nr. 1 var 80 ára. Stofnuð á Akur eyri 10. janúar 1884. ísafold og Brynja stóðu að mannfagnaði að Bjargi, sem var hinn ágætasti. Þar mælti Hann- es J. Magnússon fyrir minni ísa- foldar nr. 1 og Eirikur Sigurðs- son mælti fyrir minni Góðtempl arareglunar. Magnús J. Kristins son stjórnaði hófinu. 12 nýir fél- agar bættust í hópinn, eða jafn margir og stofnuðu elztu stúku landsins. Hér fai’a á eftir nokkur atriði ur fréttatilkynningu um starf- semi Góðtemplara á Akureyri, sem ekki var rúm fyrir í síðasta blaði: Haustið 1953 hóf Æskulýðs- heimili templara starfsemi sína og hefur á hverju ári gengist fyrir ýmiskonar námskeiðum og tómstundaklúbbum. Hefur fjöldi unglinga eytt þar tómstundum sínum á undanförnum árum. Tvo síðustu vetur hefur kvik- myndaklúbbur skólafólks verið starfandi í Borgarbíói á vegum Æskulýðsheimilisins. Á sama tíma hefur barnabókasafn heim- ilisins verið til útlána einu sinni í viku. Mikil aðsókn hefur ver- ið að bókasafninu. Þá hefur Æskulýðsheimilið A V,l-.?5c..'ÍC,. 7\ Ábending Einars Olgeirssonar „LANDINU ve-rður ekki stjórnað gegn verkalýðnum, nema með hjaðningarvígum," „Og landmu verður að vísu heldur ekki stjórnað gegn auðmannastéttinni í heild með þeim pólitísku valdahlutföllum, sem nú eru,“ sagði Einar Olgeirsson í áramótaboðskap sínum. Við lestur þessara ummæla verður að hafa í huga, að þegar E. O. talar um verkalýðshieyfinguna á hann að jafnaði við Sósíalistaflokkinn. Því laeUir áreiðan- lega nærri, að ummælin beri að skilja sem pólitískt samstarfstilboð til forystumanna Sjálfstæðisflokksins, og }>á ekki sízt með tilliti til þeirrar vinsemdar, sem gætir svo mjög í áramótagreininni í garð sumra for- ystumanna íhaldsins. Hitt er svo annað mái, hvemig það tilboð kann að mælast fyrir lijá Sjálfstæðismönn- um, svo og ýmsum þeim oddvitum Alþýðubandalags- ins, sem ekki eru nefndir í áramótagrein E. O. Eins og nú standa sakir er ríkisstjómin svo veik, að vin- samlegar bendingar um stuðning frá gömlum (og nýj- um) samherja, verður eflaust athuguð á , ,æðri stöðum“. Nú eru menn reynslunni ríkari ÞEGAR Hermann Jónasson myndaði vinstri stjórnina sum- arið 1956, lýsti hann yfir því fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að hún mundi taka ákvarðanir í efnahagsmálum í samráði við stéttarsamtökin í landinu. Á þessu grundvallaratriði og við- urkenndri nauðsyn þess byggði vinstri stjórnin efnahagsmála- stefnu sína á árunum 1956— 1958. Að hálfu stjórnarandstöðunn- ar á þeim tíma (þ. e. Sjálfstæð- ismanna) var þessum boðskap vinstri stjórnarinnar um sam- ráð við stéttarsamtökin, mjög illa tekið. Forystumenn Sjálf- stæðisflokksins töldu slík sam- ráð fjarstæðu og niðurlægjandi fyrir Alþingi og ríkisvaldið. En forystumenn Sjálfstæðis- flokksins gerðu fleira. Þeir beittu blaðakosti sínum og ítök- um í verkalýðshreyfingunni til þess að reyna að koma í veg fyrir að þetta samráð milli stjórnarinnar og stéttarsamtaka ætti sér stað, eða héldist til Ekkert þvottaplan til BIFREIÐAEIGENDUR á Akur eyri kvarta mjög undan því, að í bænum er ekkert „þvottaplan1. Sjást menn víða vera að þvo bíla sína á götum bæjarins og eru að því leiðindi og óþrif. Q frambúðar. Hið fyrra mistókst þeim. Vinstri stjórnin fram- kvæmdi ýmsar efnahagsráðstaf- anir í samráði við stéttarsam- tökin. En hið síðara tókst. Sam- ráðið hélzt ekki til frambúðar í þetta sinn. Sumarið 1958 tókst Sjálfstæðismönnum, utan og innan verkalýðsfélaganna að ná (Framhald á blaðsíðu 4). Barnastúkan Sakleysið nr. 3 stofnuð 10. júlí 1886. — Jólafundur 1963. (Ljósm.: N. II.) SJ()TÍl! OG FIM'M ÁRA: Bernharð Stefánsson BERNHARÐ STEFÁNSSON fyrrverandi alþingismaður varð 75 ára sl. miðvikudag, 8. janúar. Hann sat óslitið á Alþingi meira en hálfan fjórða tug ára, sem fulltrúi Eyfirðinga, var fyrst kosinn 1923. Bernharð er þjóðkunnur mað- ur, gáfaður og rökvís, hafði frá- bært minni, og hefur enn, er af ýmsum talinn fróðastur allra manna um íslenzka stjórnmála- sögu, ritfær og skörungur í ræðustól. Margir heimsóttu Bernharð og konu hans, frú Hrefnu Guð- mundsdóttur á þessum tímamó.t um, færðu honum vinargjafir og árnuðu honum heilla, en þau hjónin veittu af rausn. Blaðið sendir hinum aldna for ustumanni innilegar hamingju- óskir um leið og það þakkar margvíslegan stuðning í ára- tugi. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.