Dagur - 18.01.1964, Page 2

Dagur - 18.01.1964, Page 2
2 11/2 til 7 tonna DIESEL EDA BENZÍNVÉL I»eir, sem vilja fá TRADER fyrir sumarið, tali við okkur sem allra fyrst. TRADER er ódýr bíil. TRADER er sterkur bíll. TRADER er íéttur bíli og nýtist því sérlega vel til hleðslu, þar sem takmarkaður þungi er leyfður á vegum. BÍLASALAN H F. - Geislagötu 5 SÍMI 1649 SMÁTT og stórt (Framh. af bls. 1). atvélar úm boTÖ í skipnm sín- um. Japanir, Bandaríkjamenn og Þjóðverjar liöfðu líka frá ýmsu að segja. Jakob Jalcobsson fiski- frœðingur lagði þarna fram rit- gerð, er hann hafði samið, um þróun síidárveiðitækni íslend- inga síðastliðinn áratug. RAÐHÚS HÖFUÐBORGAR- INNAR. Hinn 29. des. 1955 gerðust þau tíðindi í höfuðborginni syðra, að bæjárfulltrúar, 15 að tölu úr öllum flokkum, greiddu atkvæði með einni og sömu til- lögu og var þar þó um all stórt mál að ræðá. Tillagan var um að byggja ráðhús í Reykjavík við norðurendá Tjarnarinnar. Ekki virtist þetta staðarval inæl ast sérlega vel fyrir hjá bæjar- búum. Reynt var að koma á samkeppni um teikningar en tókst ekki vegna skorts á sam- kcmulagi við arkitektafélagið. Þá var 8 arkiíektum boðið að teikna, og íóku 6 þeirra boðinu, en tveir eru dánir. RÁDHÚSIÐ ER STÓRT. Hið fyrirhugaða ráðhús Reykjavíkur er rúmlega 35 þús. rúmmetrar að stærð, 8 hæðir, auk kjallara og kostnaðaráætl- un hljóðar upp á 120 milljónir. En þar með er ekki sagan sögð. Til þess að ráðhúsið njóti sín, og sú starfsemi, sem þar á að fara fraih, þarf að rífa 15 hús, mörg allstór, úr steinsteypu, og er brunabótaverð þeirra húsa 36—37 millj. kr. Auk þess er gert ráð fyrir að rífa brú þá liina miklu, sem nú er á Tjöm- 'mni ög tilheyrandi götu, en byggja nýja eyju í Tjörninni og göngubrýr þaðan til lands háðu megin. Ekki var heldur húsbún- aður með talinn í kostnaðar- áætluninni. Þá þykir sýnt, að ekki komist allar borgarskrif- stofur fýrir í hinni fyrirhuguðu byggingu, þótt stór sé, en þar á móti éiga að verá salir góðir, skrýddir listaverkúm, ætlaðir til ýmiskonar fundahálda og gestamóttöku, ennfremur til matseldar starfsfólks. SKRÚFAN SNÝST. Dýrtíðarskrúfan heldur áfram að snúast. Milli jóla og nýárs liækkaði bæjarstjórn Reykja- víkur fargjöld með strætisvögn- um úr 3 krónum í 4 krónur og ýmsa aðra þjónustu. Hér hækka strætisvagnafargjöldin upp í 5 krónur. Samtök opinberra starfs- manna hafa farið fram á 15% launahækkun vegna liinna al- mennu kjarasamniiiga í desem- bermánuði og þeirra launahækk ana, sem þeir kváðu á um. □ FRÁ REYKJAVÍKUR- SKÁKMÓTINU SKÁKMÓT Reykjavíkur stend- ur yfir og er þrem umferðum lokið. Efstur er Tal með 3 vinn- inga síðan Friðrik Ólafsson með 2V2 vinning og Ingvar Ásmunds- son með 2 vinninga. Ótefldar eru biðskákir úr 1., 2. og 3. um- ferð. í mótinu taka þátt 14 skákmenn, þar af 3 stórmeistar- • ar og 3 alþjóðlegir meistarar. □ Húðúnin er talin vera bezta fryggingin gegn rvðskemmdum. BÍLAEIGÉNDUR! ATið höftim fullkomiri tæki til að sprauta TECTYL ryðvarnar- efninu um allan bíliian, þar með taldir holir listar (sílsar). TECTYL húðið líka gamla bílinn, því TECTYL stöðvar ryð- myndun eða tefur til mikilla muna. Tectyl er bezta ryðvarnarefnið, sem við þekkjum. Pantið tíma hjá verkstjór- unum á BSA verksíæði sími 1809. RÍLASALAN H.F. Tveir brosíegir karlar BÆNDUR! I»ið, sem viljið fá DEXTU eða MAJOR diesel-dráttar- vélar fyrir sumarið, ættuð að tala við okkur sem fyrst. Við gettim tekið pantanir til afgreiðslu í apríl. Alls konar tæki til notkunar með DEXTU og MAJOR, svo sem: Horndraulic moksturstæki, heykvíslar, héyvögur, plógar, herfi, jarðtætarai', áburðardreifarar o. fl. DEXTA til heyvinnuverka, snúninga og alls konar smávika. MAJOR til heyvinntiverka, jarðvinnslu, moksturs og hvers konar meiri átaka. BÍLASALAN H F. - Geislagötu 5 SÍMI 1649 Kjarnorkustöðvar geta hreinsað seltu úr sjó Kari Tryggvason frá Víðikeri e'r þekktur fyrir barnabækur sínar. Nú sendir hann frá sér litla bók, sem nefnist Palli og Pési. Þetta er bók um tvo skemmtilega piparsveina, sem taka að sér tvö munaðarlaus börn. Bók þessi er rituð í léttum tón og leiðist engum við lestur hennar, en undir niðri er þó nokkur alvara. Piparkarlarnir reynast börnunum vel í alla staði og eiga með þeim skemmti légar stúndir. Hér verður efni sögunnar ekki i-akið en allt end- ar vel að lokum fyrir hinum tveim umkomulausu börnum. Og þeir Palli og Pési eru í alla staði skemmtilegir náungar. Bókin er myndskreytt af Ragnhildi Ólafsdóttur. E. S. - Koma siglfirzldr tunnusmiðir? (Framhald af bls. 1.) sem um yrði að ræða 8 eða allt upp í 10 klst. vaktir. Tunnuefni er hér nóg, því svo lánlega vildi til að mikið magn af því, er fara átti til Siglu- fjarðar fyrir skömmu, var tekið í fand hér, og mun sú ráðstöfun eiga sinn þátt í því, hve giftu- samlega tókst að verja naerliggj- andi hús, er tunnuverksmiðjan á Siglufirði brann til ösku. Bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ur lagt til, að ný tunnuverk- smiðja þar, verði helmingi stærri en sú, sem áður var. En í þeirri verksmiðju voru meðal- afköst um 500 tunnur á 8 klst. KJARNORKAN getur ekki einungis orðið verðmætt tillag til orkuframleiðslu þróunarlánd anna, heldur munu kjarnorku- stöðvar jafnframt geta afsaltað sjóvatn með sérstökum eiming- araðferðum, og er ekki að efa að það mun verða mörgum lönd um mikilsvert. Þessar upplýs- ingar komu fram á fundi sér- fræðinga sem nýlega var hald- inn í Vínarborg að tilhlutan Al- þjóða kjarnorkustofnunarinnar, IAEA. Sérfræðingunum kemur á- samt um, að bezta aðferðin til að aísalta sjóvatn með kjarn- orku sé eiming. Það eina sem nauðsynlegt er til eimingar er gufa með mjög lágum þrýstingi, og hana getur kjarnorkuofn auð veldlega framleitt. Hægt er að reisa mannvirki sem gegni ann- aðhvort öðru hlutverkinu eða báðum. Hagkvæmara væri að gera mannvirki sem gegni báð- um hlutverkum, sé kjarnorkan nýtt. Eins og stendur er tæknilega fært að reisa eimingarstöð úr einni eða fleiri einingum sem eimt geta á degi hverjum 45 milljón vatnslítra á hverja ein- ingu. Stærri einingar eru fjár- hagslega hagkvæmari. Á það er lögð áherzla, aS enda þótt kjarnorkuofnar séu nothæfir til eimingar á sjóvatni í þágu iðnaðár eða matreiðslu, þá geri þær aðferðir sem nú eru tíðkaðar eða áætlaðar í náinni framtíð ekki fært að framleiða vatn til áveitu á verði sem hægt sé að bjóða upp á, jafnvel þótt um mikla framleiðslu væri að ræða. Á þurrsvæðum þróunarland- anna munu vatnsknúnar stöðv- ar væntanlega geta framleitt. raforku á lægra verði en diesel- stöðvar geta nú boðið upp Stjórnarvöldin í þessum lönd- um gætu varið því fé, sem þann. ig sparast til að greiða niður vatnið som hagnýtt er, og eftir því sem verð vatnsins lækkar verður hægt að framleiða meira vatn fyrir þetta fé. Sérfræðingaftindurinn lagði m. a. til við IAEA, að stuðlað yrði að því að koina fremur á fót mannvirkjum fyrir heil svæði, sem væru að öllu eða einhverju leyti eyðimerkur, en að reisa einstakar stöðvar fyrir lítil afmörkuð svæði. Þar sem umrædd landsvæði liggja á landamærum, her að hvetja hlutaðeigandi ríki til samstarfs. Maðurinn minn ÓLAFUR GUNNARSSON frá Kljáströnd andaðist 15. janúar síðastl. — Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 21. þ. m. frá Grenivíkurkirkju kl. 1 e. h. Anna Vigfúsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.