Dagur


Dagur - 18.01.1964, Qupperneq 7

Dagur - 18.01.1964, Qupperneq 7
7 Hvenær koma vegabréfin? LÖG og reglur mæla svo fyrir, að unglingar innan 16 ára sé óheimill aðgangur að dansstöð- um, — og jafnvel að opinberum kaffistofum, — eftir kl. 20, nema í fylgd með fullorðnum, sem þá bera ábyrgð á þeim. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að ungl- ingar fái þar ekki aðgang, eða hafist þar við. Gott og blessað. E. t. v. eru skiptar skoðanir um þetta ákvæði, aldurstakmörk og fl., en völdum trúnaðarmönnum hefur virzt hér um nauðsynja- mál að ræða, og meðan ekki er hér um breytt, ber þessu að hlýða. „Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða“. Skiljanleg er viðleitni ungl- inga að reyna að fara í kringum þetta bann, gegnum hindrunina, enda í mörgum tilfellum næsta auðvelt. Það er heldur ekki hægt að áfellast eigendur og um sjónarmenn stofnanna, — ekki alltaf, því að til hvers er að segja: „Þetta skuluð þið sjá um“, en láta svo vanta það, sem til þarf, að framkvæmdin sé mögú- leg. Hvernig eiga dyraverðir danssala, kvikmyndahúsa, eða sölumenn í „bar“, vínbúð eð'a í bíl!!!, að sjá, hvort þessi, hinn eða hin, sem að sækir, er 15, 16 eða 17 ára, og á hinu leitinu hvort viðkomandi hefur lifað í 20, 21 eða 22 ár? Hvað tefur vegabréfin, mörgum sinnum um itöluðu í þessu blaði og víðar, sem þessum lagaákvæðum verða að fylgja í vasa allra á nokkru árabili? Það virðist svo fávíslegt að ætlast til viðunandi árangurs í þessum málum án vegabréfanna, að maður skyldi ætla, að við, íslendingar, vær- um ein af þessum svonefndu „vanþróuðu“ þjóðum! Allir vita, að unglingar innan 16 ára eru ekki sjaldséðir gest- ir í danssölunum. Sömuleiðis það, að fjöldi ungs fólks fær keypt og drukkið áfengi, löngu fyrr en lög heimila. Sumir segja, að „ríkið“ þurfi á sínu að halda, það „fljóti“ á vínsölunni! Þess vegna sé ráðamönnum ekkert áhugamál að fyrirskipa vega- bréfaskylduna. En getur sú þjóð menning talist á háu stigi, sem þykist græða á því að selja ung- um og gömlum áfengi? Þegar verkföllin miklu í des. sl. hindr- uðu flest viðskipti og lokuðu almennum verzlunum, var sögð opin búð og ágæt sala í vín- verzlun lýðveldisins íslenzka! Selstöðukaupmennirnir dönsku reyndu einnig í lengstu lög að hafa vín og tóbak til sölu, þótt korn og timbur fengist ekki, svo að í því efni var þá svo sem hvorki um framför eða afturför að ræða! Því má fagna, að nefnd val- inna manna taki nú til starfa, að leita bjargráða æskulýð þjóð- arinnar, skapa honum holl og hæfileg þroskaskilyrði. Hún mun sjá, að í þessum efnum, eins og fleirum, er þörf skjótrá aðgerða, annað hvort breyta þessum ákvæðum, eða krefjast vegabréfa. En svo má og á það benda, að Akureyringar þurfa ekki endi- lega að koma á eftir öðrum landsmönnum með æskilegar umbætur í uppeldismálum og öðrum. Gæti ekki okkar bæjar- stjórn og hið starfsama æsku- lýðsráð verið í þessu á undan þeim syðra? Hvað líður vegabréfunum? Jónas frá Brekknakoti. ÞAKKARÁVARP! ÖLLUM ÞEIM, sem heimsóttu okkur á árinu 1963 og glöddu okkur með söng, hljóðfæraleik, upplestri, leikstarfsemi eða sýn ingu kvikmynda, færum við al- úðarfyllstu þakkir. Enn fremur þökkum við Leik félagi Akureyrar og leikflokk- um utan af landi hin ágætu leikhúsboð. Þá flytjum við Lionsklúbb Akureyrar og stúk- unni Auði beztu þakkir fyrir jólagjafir og veitta vinsemd. Megi nýja árið verða ykkur bjart og gæfuríkt. Sjúklingar, Kristneshæli. w Fréftðbréi úr Reykjadal Niðurlag. Af félagsmálum ber fyrst og fremst að geta um framtak Umf. „Eflingar“, er stóð fyrir sýning- um á leikritinu „Græna lyftan“, undir leikstjórn frú Ingu Þórð- ardóttur, leikkonu úr Reykja- vík. Sýningar voru í apríl- og maímánuði alls 9, sex heima fyr ir og þrjár utansveitar. Ágóði af sýningum þessum gengur til stækkunar á samkomuhúsi hreppsins og er það veruleg fjár hæð. Kvenfélag sveitarinnar starf- aði með líkum hætti og áður. Nýlunda var, að á vegum þess tóku konur úr hreppnum þátt í orlofsferðum húsmæðra til Aust urlands og orlofsnefnd Kven- Hér með er óskað eftir að kynnast reglitsömum og góðum manni til landbúnaðarstarfa eða barnlausum hjónum, sem gætu tekið að sér störf og umsjón á heimili nálægt Akureyri snemma á næsta vori. Ef um er að ræða tilboð væri gott að fá þau bréflega sem fyrst gegnnánari upplýsingum, sent til STEFÁNS JÓNSSONAR, Skjaldarvík við Ak. Gluggatj aldaefni þunn og þykk Fjölbreytt íirval nýkomið. VÖNDUÐ EFNI félagasambands Suður-Þingeyj- arsýslu sá um. Karlakór starfaði nokkuð und ir vorið og tók þátt í söngmóti „Heklu“ 7. og 8. júní sl. Vafalaust hefur það eitthvað dregið úr félagslífi, að óvenju kvillasamt var í sveitinni þetta ár. Þrjár farsóttir gengu: inflú- ensa, hlaupabóla og rauðir hund ar. Auk þess gengu mislingar í Laugaskóla, en breiddust ekki út fyrir skólann. Þrír íbúar hreppsins létust á árinu: Kristín Pétursdóttir, fyrr um húsfreyja í Stafni, var hún elzt hreppsbúa, níræð að aldri, Bergþóra Magnúsdóttir, hús- freyja Halldórsstöðum, Laxár- dal og Magnús Magnússon, bóndi Kvígyndisdal. Nokkuð var um brottflutn- ing fólks úr hreppnum. Er þó ■ raunar í mörgum tilfellum um að ræða fólk, sem skráð var hér til heimilis, þótt ekki hafi það dvalið hér árum saman, en einn- ig fluttu héðan tvær fjölskyldur, er aðsetur höfðu hér um skeið. Innflutningur fólks var ekki, og þótt barnsfæðingar væru all- margar, hafa þær sennilega ekki vegið á móti fólksfækkuninni. Mun því vera um einhverja fækkun íbúa að ræða á árinu, en endanlegur íbúafjöldi sam- kvæmt þjóðskrá 1. desember 1962 var 410 og var hreppurinn þá fjölmennastur í Suður-Þing- eyjarsýslu. G. G. KRISTNIBOÐSHUSIÐ ZION. Sunnudaginn 19. jan. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. — Sam- koma kl. 8.30 e. h. — Allir velkomnir. FRÁ K. F. U. K. Fundur í aðaldeild (17 ára og eldri) mið- vikudaginn 22, jan. kl. 8.30 e. h. — Allir velkomn- ir. — Bryndís BÖðvarsdóttir. SKÓGRÆKTARFÉLAG Tjarn- argerðis og bílstjórafélaganna í bænum heldur spilavist sunnudaginn 19. janúar í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 e. h. UNGLINGAR ATHUGIÐ! Enn- þá er hægt að komast að á föndurnámskeiði æskulýðs- ráðs, sem hefst n. k. miðviku- dag kl. 8 e. h. Kennari Jens Sumarliðason. Upplýsingar í síma 2722 milli kl. 2 og 4 dag- lega. Æskulýðsráð Ak. SKÍÐAFÓLK, ATHUGIÐ! Enn- þá er ósótt allmikið af skíðum, sem tekin voru úr Skíðahótel- inu í haust. Hlutaðeigendur eru beðnir að taka þau Sem allra fyrst í íþróttavallarhús- inu. Opið kl. 2—4 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 f. h. FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN Ath! Æfingar á miðvikudögum kl. 6 e. h. Kennari Hermann Sig- tryggsson. Stjómin. ÞORRABLÓT. Verkalýðsfélagið Eining hefur árshátíð og þorrablót í Alþýðuhúsinu laugardaginn 25. þ. m. — Sjá auglýsingu í blaðinu. ÁHEIT og gjafir til Hríseyjar- kirkju 1983: Baldrún Árna- dóttir kr. 100, I. Ó. kr. 100, E. J. kr. 250, Sigríður Jóns- dóttir kr. 2.000, A. H. kr. 100, Jóhanna Kristinsdóttir kr. 100, Unnur Björnsdóttir kr. 200, Esther Júlíusdóttir kr. 50, N. N. kr. 500, L. J. kr. 200, Sólveig Hallgrímsdóttir kr. 200, Elín Árnadóttir kr. 1.000, Hrefna Víkingsdóttir kr. 250, N. N. kr. 200, Stefán Trausta- son kr. 500, Steinunn og Sig- urður kr. 300, Eldri hjón kr. 400, Ó. H. kr. 200, Jóhanna Sigurgeirsdóttir kr. 100, N. N. kr. 375. — Samtals kr. 7.125. Með þökkum móttekið. — »:* \ \ r, \ ■* */ Sóknarnfefhdín. * ' HJÚSKAPUR. Hinn 28. des. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anný Lilleskog Noregi og Jónas Eiríkur Halldórsson bóndi í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd. Hjónavígsl- an fór fram í Noregi. Heimili Ungu hjónanna verður í Svein bjarnargerði. S K í Ð A KLÚBBSFUNDUR í Skíðahótelinu Hlíðarfjalli í kvöld, laugardag, 18. janúar kl. 9 e. h. Allir áhugamenn kvattir til að mæta. Ferð frá Hótel KEA kl. 8 e. h. með Hópferðum s.f. Skíðaklúbburinn. J^mtsímlmsafmð er opið alla virka daga kl. 2—7 e. h. NÁMSKEIÐ til undirbúnings meira prófs bifreiðastjóra verður haldið á Akureyri, ef næg þátttaka fæst, og hefst þá fyrrí hluta febrúar. Um- sóknir sendist Bifreiðaeftir- litinu á Akureyri fyrir 25. janúar. ÁHEIT á Akureyrarkirkju kr. 100.00 frá Ugga Uggasyni, á Sumarbúðirnar við Vest- mannsvath frá N. N. kr. 100, og á Strandarkirkju kr. 200 frá A. G. — Beztu þakkir. Birgir Snæbjömsson. ATHUGIÐ! Geri við MYNDAVÉL- AR, SJÓNAUKA o. fl. Afgreiðsla lijá gullsmiðum SIGTRYGGI og PÉTRI Brekkugötu 5, Akureyri Ásmundur Kjartansson. - RUBLAN TALAR (Framhald af blaðsíðu 4). sökum? Ekki erum „vér“ Is- lendingar að byggja þessa margfrægu ,,vináttulínu“. Orðbragðið er óskiljanlegt, nema að greinin um „vin- áttulínuna“ sé samin í rússn- eska utanríkisráðuneytinu og að gleymst hafi að breyta orðalagi á tilhlýðilegan hátt, áður en hún birtist í Þjóð- viljanum. □ SPILAKLÚBBUR Skógræktarfél. Tjarnar- gerðis og bílstjórafélag- anna í bænum: Hin vinsælu SPÍLA- KVÖLD okkar hefjast á ný með félagsvist í Al- * þýðuhú$inU sunnudaginn 19. jaúúar kl. 8.30 e. h. Góð kvöldverðlaun og heildarverðlaun fyrir 4 kvöld. Húsið opnað kl. 8. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjómin. VEFNAÐARVÖRUDEILD HÖFUM FENGIÐ ENSKT TEKEX kr 20.50 pakkinn. KJÖRBÚÐIR K.E.A. Kápuútsðla hefst mánudaginn 20. jan. KÁPUR frá kr. 400.00 KÁPUR fyrir hálfvirði og minna. MARKAÐURINN Sími 1261

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.