Dagur - 25.01.1964, Qupperneq 8
8
MEÐAL ÞEIRRA, er litu inn á skrifstofur Dags á fimmtudaginn,
var halur einn hærugrár, 82 ára gamall og kenndur við fræg höf-
uðból sunnanlands og norðan, Bessastaði og Laxamýri, og býr
hann enn á hinu síðarnefnda. — Þetta var Jón H. Þorbergsson á
Laxamýri, gamall og nýr baráttumaður fyrir velferðarmálum land-
búnaðarins, enn fullur áhuga og hvergi myrkur í máli. Þar sem
blaðið hafði frétt af væntanlegri ævisögu hans í bókarformi og
vissi, að þar var af óvenjulega miklu að taka, beindi það til hans
eftirfarandi spurningu:
Þeir Elías (með gleraugu) og Bragi leggja síðustu hönd á uppsetningu gufuketilsins. (Ljósm.: St. Þ.)
Plastiðjan Dúði á Sauðárkróki
Stefán Þorláksson verkfr., kennari á Hólum,
heimsótti verksmiðju þessa nýlega og hefur góð-
fúslega orðið við þeirri ósk Dags, að skýra les-
endum blaðsins frá því, sem þar gerðist
SAUÐÁRKRÓKUR stendur í
skugga síns umhverfis, sneydd-
ur sögu Sturlunga og biskupa,
gulljarma síldarkassa og hárra
reykháfa og utan við alfaraleið.
Þó veit þorpið vel við sólu og
hefur sín sérkenni. Við hafnar-
garðana lengst í norðri byltast
bátarnir í böndum vetrarlangt.
Gönguskarðsá rennur eftir rör-
um niður bratta brekku inn í
hvíta byggingu, skilar orku
sinni inn í raftaugar héraðsins
og lognast síðan undir aðalgötu
þorpsins í sjó fram.
Sunnar breikkar byggðin og
breiðist út um flatt undirlend-
ið. Syðst ber sjúkrahúsið við
himin.
Á melum, sunnan hafnarinn-
ar, hefur iðnaðurinn hreiðrað
um sig, getulítill og smár, en
ört vaxandi og með framtíðina
að merg.
Hér var Plastiðjan Dúði stofn
uð síðastliðið vor. Dúðinn er nú
vaxinn upp úr sínu upphaflega
húsnæði, og eigendurnir eru
önnum kafnir við að koma vél-
um og áhöldum fyrir í nýju hús
næði, stóru og vistlegu. Fyrir
dyrum liggja lestarhlerar, vír-
kaðlar og járnarusl, en inni er
hamrað, borað og bisað.
Þarna eru þeir Bragi Sigurðs-
son og Elías Halldórsson að
verki. Þeir eru báðir upp runn-
ir í Borgarfirði eystra. Bragi
lærði vélsmíði hjá Björgvin
Freðriksen í Reykjavík, en El-
ías myndlist í Handíða- og
myndlistarskólanum og við
listaháskólann í Stuttgart og í
Kaupmannahöfn. Hann hefur
haldið þrjár sýningar á verkum
sínum og fengið góða dóma.
Báðir standa þeir félagar
traustum fótum í þjóðlegum
fræðum og bókmenntum.
Bragi smíðaði sjálfur allan
útbúnað til plastgerðarinnar, þ.
e. gufuketil, sprengjara, press-
ur og bandsög.
Skulum við nú athuga hlut-
verk hvers um sig:
Sprengjarinn er tæplega
tveggja metra hár, allvíður sí-
valningur úr blikki, stendur
upp á endann og opinn uppúr.
Eftir sívalningnum endilöngum
er öxull með þverslám, sem ná
út undir veggi hans. Rafmótor
snýr öxlinum allhratt, þegar
verkfærið er í notkun. Gufu-
leiðsla er tengd við botn sprengj
arans.
Fáeinum lítrum af hráefninu,
polisterol, sem líkist sagogrjón-
um að sjá, er hellt í sprengjar-
ann hverju sinni. Síðan er gufu-
leiðslan opnuð og öxulútbúnað-
u rinn, sem gegnir hlutverki
hrærara, settur í gang. Plast-
kornin þenjast nú ört sundur.
Þegar þau eru stigin í ákveðna
hæð, og hafa um það bil hundr-
aðfaldast að rúmmáli, er lokað
fyrir gufustrauminn og plast-
kúlurnar látnar renna í gryfju,
þar sem þær eru súgþurrkaðar.
En þær eru svo eðlisléttar, að
strengja verður striga yfir,
annars fykju þær út í veður og
vind. Ur gryfjunni er plastkúl-
unum blásið í geymslurúm í
rjáfri hússins, gegn um rör.
Þaðan renna þau af þunga sín-
um í pressurnar, sem eru kass-
ar úr stáli og aluminíum. Lok
og botn eru tvöföld, sett smá-
götum inn að kassanum. Þegar
kassinn hefur verið fylltur af
plastkúlum, er honum lokað og
gufu hleypt á, með allháum
þrýstingi, inn um lok og botn.
Gufan skríður inn milli korn-
anna og hverfur út um göt á
hliðum kassans. Eftir fáar sek-
undur er lokað fyrir gufurásina
og köldum loftstraumi beint að
pressunni. Við þetta hafa plast-
kornin límzt saman og myndað
kubb, nákvæmlega lagaðan eftir
kassanum. Kubbunum er raðað
í stæður og látnir standa einn
eða tvo sólarhringa, áður en
þeir eru sagaðir niður í plötur.
Skulum við nú spjalla við
nú spjalla við eigendurna.
Hvers vegna settist þú að á
Sauðárkróki, Bragi?
Foi’lögin réðu því. Ég vann
að uppsetningu frystivéla hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá
kynntist ég heimasætu á Sauð-
árkróki og kvæntist henni,
byggði mér síðan vélaverkstæði
og hef stundað alls konar vél-
smíði og vélaviðgerðir síðan,
einkum frystivéla.
(Framhald af blaðsíðu 8).
Ertu að skrifa ævisöguna
þína, Jón?
Já, ég er að mestu leyti búinn
að því og vona að hún geti kom-
ið út síðar á þessu ári. Hún á
að heita Ævidagar og fjallar
auðvitað um mína eigin ævi, en
einnig eru þarna margir þættir
af mönnum, sem ég hefi kynnst
á lífsleiðinni. Það eru ýmsir að
reka á eftir mér og spyrja eftir
bókinni.
Þú munt hafa ferðast meira
um landið og komið heim á
fleiri bæi en flestir aðrir?
Þú getur ímyndað þér það,
því í fimm vetur ferðaðist ég
um landið, það var á árunum
1909—1914. Ég var þá að leið-
beina bændum um ýmislegt
varðandi búskapinn. Ég fór oft
bæ frá bæ, sveitirnar á enda.
Sauðfjárræktin var mitt mesta
áhugamál, enda hafði ég dval-
ið fimm ár erlendis, bæði í
Skotlandi, Noregi, Danmörku
og Hjaltlandi og kynnt mér
sauðfjárræktina alveg sérstak-
lega. Kaup fékk ég ekkert en
hafði styrk frá Búnaðarfélag-
inu. Þetta var auðvitað enginn
gróðavegur, en það var gaman.
í hverju voru leiðbeiningar
þínar helzt fólgnar?
Fráfærurnar voru að leggjast
niður og þurfti þá að 'leggja
höfuðáherzlu á framleiðslu
dilkakjötsins fyrir erlenda
markaði og auka gæði ullarinn-
ar. Byggingarlagi sauðfjárins
þurfti að gerbreyta, bæði til að
fá hina eftirsóttu lögun á kropp-
ana og einnig að rækta upp
kjötsöfnunai'hæfileikann.
Og til þessa hafa hrútasýning-
arnar verið áhrifaríkastar?
Auðvitað, og þær fyrstu, sem
haldnar voru hér á landi, voru
hérna í Eyjafirðinum. Þetta var
alveg nýtt, en bændurnir skildu
þýðingu þeirra strax og höfðu
af þeim mikil not. Sýningar
þessar færðu bændur saman og
þeir lærðu mikið hver af öðr-
um, og auðvitað lærði ég ekki
minnst sjálfui'. Einangrun bænd
(Framhald á blaðsíðu 2).
BÖRN hafa að undanförnu
gert sér það að leik að skera
niður þvottasnúrur. Húsmæð-
ur kunna þessu illa. Lögreglan
hefur náð nokkrum sökudólg-
anna og gefið þeim verðuga
áminningu. Q
Villimiiikur og
HÉR Á LANDI fá menn gæsahúð og ljótustu orð verða mörgum á
munni, þegar minkur er nefndur. Svo illa hefur þetta grimma
villidýr reynzt hér á landi þá fáu áratugi sem það hefur haft hér
bólfestu, fyrst sem eldisdýr í búrum og síðan sem villidýr og skað-
valdur í varplöndum, fiskivötnum og á alifuglabúum. Bjartsýnir
menn reiknuðu milljónagróða af innfluttum minkastofni, en í stað
þess er nú milljónum varið til að koma honum fyrir kattamef.
Saga minksins hér á landi
minnir á uppvakinn draug,
sem ekki hefur tekizt að kveða
niður og er talið vonlaust verk
héðan af. En með mörgum og
kostnaðarsömum aðferðum,
mun svo komið, að stofninum
er haldið nokkurn veginn í
skefjum, en hinsvegar nemur
þessi vágestur árlega land á
nýjum stöðum og verður innan
tíðai' kominn um landið allt.
I þessari hörðu baráttu og
miklu þráskák við hið innflutta
kvikindi, hefur draumurinn um
milljónagróða af loðskinnum
þess gleymst svo gjörsam-
lega, að fáir bera sér hann nú
lengur í munn, og þá með hálf-
um huga,
En draumurinn gamli, um
loðskinnaframleiðslu, sem við
mink er kennd, á eftir að ræt-
ast. Fyrir því liggja öll hin
sömu rök nú og fyrir 30 árum,
að minkarækt geti verið mjög
hagkvæm hér á landi. íslend-
ingar selja út minkafóður og
geta framleitt það með litlum
takmörkunum, á meðan fiskur
veiðist hér við land og fiskiðn-
aður er stundaður. En það þarf
aðra stofna en þá, sem hingað
voru í öndverðu fluttir inn, og
kunnáttu í minkaeldi og sölu
skinnanna. Enn hljómar orðið
minkapels eins og eins konar
lykilorð að eftirsóttum dyrum
samkvæmislífsins.
(Framhald á blaðsíðu 4).
Ráufarhöfn. 24. janúar. Nýlega fór það síðasta af sumarsíldinni
héðan. Hvassafell tók hana og er á leið með hana til Finnlands.
Hvassafellið kemur víst ekki aftur hingað, a. m. k. ekki sem
SÍS-skip, því að búið er að selja það úr landi.
Síldarlýsið er allt farið og
heita má að allt mjölið sé einnig
farið héðan. Það er alveg
óvenjulegt, að losna svona fljótt
við alla síld og síldarafurðir.
Hér er verið að byggja nýja
síldarsöltunarstöð, Síldin h.f.
Aðaleigandi er Jón Einarsson á
Raufarhöfn. Hús fyrir fólkið,
sem einnig á að vera lagerhús,
er komið undir þak.
Skólahúsið nýja er nokkuð á
veg komið og miðar sæmilega.
Það er komið undir þak og ver-
ið er að leggja í það miðstöð og
setja í það einangrun. H. H.
Ævisaga Jóns á Laxamýri
kemur úf síðar á bessu ári
Viðtal við höfundinn um bókina o. fl.