Dagur - 19.02.1964, Blaðsíða 2
Nýtt uppbótarkerfi j
Björn Fr. Björnsson, alþingismaður, ritar á
þessa leið í Þjóðólfi 8. febrúar síðastl.:
FYRIR nokkrum dögum áttu
hjónin á Hóli í Svarfaðardal,
sjötugs- og áttræðisafmæli. Var
þess minnst með veglegri veizlu,
þar heima á _Hóli þann 11. þ. m.
Zophonias Jónsson bóndi er
fæddur á Hóli 11. febrúar 1894.
Sonur Jóns bónda þar, Björns-
sonar bónda sama stað, Björns-
sonar bónda á Jarðbrú Páls-
sonar. Var Björn á Hóli garpur
mikill og karlmenni að burðum.
Kona hans og móðir Jóns, var
Kristín Jónsdóttir hreppsstjóra
í Göngustaðakoti, Þorkelssonar
(Tungufellsætt).
Kona Jóns á Hofi og móðir
Zophoniasar var Ingibjörg Jóns-
dóttir í Þorleifsstöðum, Jóns-
sonar bónda í Litla-Koti, Guð-
mundssonar.
Súsanna Guðmundsdóttif er
fædd. aö Óslandi í Óslandshlíð
í Skagafirði, 6. febrúar 1884.
Voru foreldrar hennar hjónin
Ingibjörg Gísladóttir og Guð-
mundur Magnússon.
Þau hjónin Z^gphonias og Sús-
anna gengu í hjónaband árið
1916 og hafa átt heimili á Hóli
síðan. Fyrstu árin bjuggu þau
á litlum hluta jarðarinnar, á
móti foreldrum Zophoniasar,
en tóku við allri jörðinni um
1930. Hin síðustu hefur svo
Friðbjörn sonur þeirra búið þar
líka, og nú tekið við nær öllu
búinu. Ræktun er orðin mikil
falt meiri bústofni en áður var.
Eins og fleiri á þeim árum
byrjuðu þau búskap með tvær
hendur tómar. En með ráðdeild
og dugnaði hafa þau komizt í
allgóð efni. Hafa keypt Hól og
auk þess hafa næstu jarðir báð-
um megin við farið í eyði og
þær hafa þau líka keypt og lagt
þær við heimajörðina. Nú er
Hóll orðinn með allra beztu
jörðum hér í Svarfaðardal. Bú-
ið er að byggja upp öll hús á
jörðinni úr varanlegu efni, og er
trúlegt að þau eigi eftir að
standa urn langa framtíð og
vitna um stórhug og fram-
kvæmdir þeirra Kólshjóna. En
þá er líka rétt og skylt að geta
þess, að auðvitað hafa yngri
hjónin átt sinn þátt í fram-
kvæmdum seinni ára.
Þau Zophonías og Súsanna
eru enn við allgóða heilsu, að
vísu hefur hún tapað nokkuð
sjón hin síðari ár og háir það
henni eíalaust nokkuð, en hún
er enn glöð og reif og sinnir sín-
um húsmóðurskyldum og brest-
ur ekki enn á um rausn og skör
ungsskap í þeim efnum. Heim-
ilið á Hóli hefur lengi verið víð-
kunnugt fyrir höfðinglegar mót-
tökum gesta. Fer þar saman
glaðværð þeirra hjóna og fjöl-
skyldunnar allrar og hlýtt og
ástúðlegt viðmót húsfreyjunnar.
Zophonías er enn beinn í
baki og léttur á fæti, vinnur
fullan vinnudag sem ungur
væri. Góður félagi og allra
manna glaðastur í góðvinahóp,
en kann þó jafnan að stilla í
hóf, svo sem bezt má verða.
Gott hefur jafnan verið að leita
til þeirra Hólshjóna með ýmis
konar vanda. Þau hafa brugðizt
drengilega við og leyst það á
þann veg að allir máttu vel við
una.
Það var löngum svo, allt fram
á síðustu ár, að eigi var til nein
stofnun er tekið gæti við vand-
ræðafólki sem engan átti að.
Varð því að koma því fyrir á
heimilum. Eina slíka mann-
eskju tóku þau Hólshjón og
höfðu hana árum saman. Það
mun hafa komið fyrst og fremst
í hlut húsfreyjunnar að hjúkra
þesum aumingja, og mun það
þó ekki alltaf hafa verið létt
verk. Ef til vill verður
það þetta miskunnarverk, sem
yljar þeim mest um hjartaræt-
Og sé hægt að hljóta umbun
í öðru lífi fyrir unnin góðverk
hérna megin grafar, mun það
falla þeim Hólshjónum í skaut,
fyrir hlutverk miskunnsama
samverjans í þessu máli.
Þeim Zopho.niasi og Súsönnu
varð fjögurra barna auðið, sem
til aldurs komust. Þau eru:
Jónmundur bóndi á Hrafns-
stöðúm, kvæntur Stefaníu Krist
insdóttur.
Friðbjörn bóndi á Hóli, kvænt
ur Lilju Rögnvaldsdóttur.
Oddný húsfreyja á Göngu-
stöðum, gift Þórarni Valdimars-
syni bónda þar, og
Ingibjörg, gift Torfa skóla-
stjóra á Hala í Suðursveit.
Alls eru afkomendur þeirra
Hólshjóna nú 32. Allt dugnaðar
og myndarfólk.
Að lokum vil ég árna þeim
hjónunum og fjölskyldu þeirra,
blessunar á komandi árum og
þakka góð kynni fyrr og síðar.
G. V.
FRÆÐSLUFUNDUR
UM ÁFENGISMÁL
UNGMENNASAMBANA Eyja-
fjarðar gekkst fyrir fræðslu-
fundi um áfengismál s.l. sunnu-
dagskvöld í Árskógi. Ræðu-
menn voru þeir sr. Bolli Gúst-
afsson Hrísey og Guðmundur
Karl Pétursson yfirlæknir Ak-
ureyri. Einnig var sýnd kvik-
mynd frá landsmcti UMFÍ að
Laugum 1961. Sr. Bolli dró
saman í stórum dráttum sögu
og þróun áfengismálanna hér á
landi frá fyrri tímum, fram á
þessa öld. Var erindi hans mjög
fróðlegt, og sýndi fram á, að á-
fengisneyzlan skapaði þá, sem
nú, ýmiss konar vandræði og
ólifnað. Guðmundur Karl yfir-
læknir flutti þróttmikla og rök-
fasta ræðu um það hörmungar-
ástand, sem nú ríkti hjá þjóð-
inni í sambandi við áfengismál-
in. Útskýrði læknirinn á glögg-
an hátt, hvernig áfengið. þegar
þess er neytt, ynni markvisst að
eyðileggingu hinna ýmsu líf-
færa líkamans. Vitnaði hann í
opinberar skýrslur, þar sem
sannað er, að mörg dauðsföll
eiga rót sína að rekja til áfeng-
isins. Mörg fleiri athyglisverð
atriði dró ræðumaður fram og
að lokum skoraði hann á al-
menning að taka höndum sam-
an og vinna á raunhæfan hátt,
bug á áfengisvandamálinu. Um
150 manns sótti samkomu
þessa. Q
Náma undir kirkjunni
f BÆNUM Brux í Tékkóslóva-
kíu fannst nýlega mikil brún-
kolanáma. Var það ráð tekið að
flytja húsin, þeirra á meðal
gamla og virðulega girkju, gotn
eska, til að geta nýtt hinar dýr-
mætu námur.
Leifshúsum 14. febr. Einmuna
veðurblíða er nú dag hvern. Al-
veg er snjólaust á láglendi,
nema hvað smáblettir eru í
giljum og skurðum. Jörð er því
nær klakalaus, og farin er að
sjást grænka í túnum.
í vetur hafa sóknarprestar og
safnaðarstjórnir í Suður-Þing-
eyjarprófastsdæmi gengist fyrir
kirkjuviku í prófastsdæminu.
Þann 6. þ. m. var eitt slíkt
kirkjukvöld hér í Svalbarðs-
kirkju. Þar fluttu ræður pró-
fasturinn, séra Sigurður Guð-
mundsson á Grenjaðarstað, Jón
H. Þorbergsson og séra Þórar-
inn Þórarinsson prestur í Vatns
endaprestakalli.
Kirkjukór Grenivíkursóknar
söng 3 sálmalög með undirleik
Baldurs Jónssonar Grýtubakka,
Kirkjukór Svalbarðsstrandar
söng einnig 3 sálmalög undir
stjórn Jakobs Tryggvasonar og
undirleik Gýgju Kjartansdótt-
- VEIÐIMANNAHÚS
(Framhald af blaðsíðu 1).
kostnað 1 milljón króna. En hús
þetta verður eign bændanna eft
ir 10 ár. Nú munu bændur ætla
að byggja félagsheimili í stað
veiðimannahúss og er þegar far
ið að reisa mannvirkið. Verður
veiðimönnum þá ekki í kot vís-
að. • G
SANNAST mála er það, að
stjórnarstefnan hefur leitt til
hins mesta vanda í efnahags-
kerfi þjóðarinnar. Um það er
ekki að villast. Atvinnuvegirn-
ir og þjóðin í heild eru í hættu.
Stefnan sýnist hafa gengið sér
til húðar að mestu og þörf nýrra
hátta. Það hefur sýnt sig, að
ekki er hægt að stjórna án þess
að hafa sæmilegan frið á vinnu-
mai'kaði. Það er ekki hægt að
halda þrotlausri baráttu uppi
við launastéttirnar í því skyni
að halda niðri kaupgjaldi á með
an óðadýrtíð geysar og verð-
bólga er látin leika lausum hala.
Sífelld skerðing kaupmáttar
launa hlítur að valda óbærileg-
um árekstrum við allt launafólk
og sú hefur raunin verið und-
anfarið. Hið sama gildir um
bændur að öðru leyti en því, að
þeir hafa haft sig minna í
frammi um kröfugerðir til
hækkunar afurðaverði til ein-
hvers samræmis við dýrtíðar-
aukninguna. Ósamræmið milli
stofnkostnaðar og rekstrar-
tekna hjá bændum hefur farið
sívaxandi. Smávægilegar hækk-
anir segja þar lítið og ekki um-
talsverðar.
Sjávarútvegurinn hefur ekki
farið varhluta af stjórnarstefn-
unni. Nýlega hefur ríkisstjórn-
in fengið afgreidda löggjöf um
stórkostlegar uppbætur til lirað-
ur frá Mógili. Einnig spilaði
Gýgja á kirkjuorgelið í upphafi
samkomunnar.
Séra Jón Bjarman í Laufási
skýrði tilgang kirkjukvöldsins
og stjórnaði því.
Þetta kirkjukvöld fór hátíð-
lega fram og var til sóma þeim
sem fyrir því stóðu, það hefði
þó mátt vera betur sótt, en kirkj
an var ekki alveg fullsetin. En
sóknir, Grenivíkur-, Laufás- og
Svalbarðssókn. S. V.
ÁÆTLAÐ er að Færeyjaflugið
hefjist 19. maí og nær áætlun-
in til septemberloka. Sam-
kvæmt henni mun .verða flogið
einu sinni í viku frá íslandi til
Færeyja og þaðan áfram tii
Norðurlanda. Á heimleið leggur
flugvélin lykkju á leið sína og
kemur við í Skotlandi og teng-
ir Færeyjar þannig íslandi,
Norðurlöndum og Bretlandi.
Flugferðir Flugfélags íslands
til Færeyja hófust í fyrrasum-
ar, þó seinna en upphaflega var
áformað, vegna framkvæmda
við flugvöllinn á Vogey. Á
þeim rúmlega tveim mánuðum
frystihúsa til þess að þau geti
haldið áfram rekstri sínum, en
þau eru að sligast undan dýr-
tíðar- og verðbólguþunganum.
Koma verður togurunum til
hjálpar með beinum stórum
framlögum. Ganga verður fram
hjá nýlega settri löggjöf um
fiskverð og ákvörðun verðsins
samkv. þeim, og Alþingi að taka
til sinna ráða til þess að bátaút-
vegurinn stöðvist ekki. Alþingi
ákvað hækkun fiskverðsins þó
hvergi nærri því sem farið var
fram á og með þurfti.
Þannig hefur ríkisstjórnin
tekið upp hið magnaðasta upp-
bótarkerfi vegna sjávarútvegs-
ins og farið inn á þá braut, sem
hún hafði í upphafi ferils síns
lýst yfir, að hún aldrei skyldi
fara. Hún sagði, að bótakerfið,
sem útflutningsframleiðslan
hafði búið við frá 1951, skyldi
afnumið og framleiðslan fram-
vegis rekin hallalaust án nokk-
urra bóta eða styrkja. Þessi yf-
irlýsing hennar er í dag mark-
laus orðin. En eldsneyti verð-
bólgunar eykur hún og spar-
ar hvergi. Hún hefur jafn-
framt hækkað söluskatta um
nærfellt 300 millj, króna. Þarna
er hún söm við sig og lætur sér
ekki segjast.
Framsóknarmenn viðurkenna
vissulega hihn"- b'ágá hág sjáv-
arútvegsins og vinnslustóðva
hans, og telur fyllstu þörf þess,
að koma þessum atvinnugrein-
um til aðstoðar eins og þeirra
hag er komið undir viðreisnar-
stjórn. Hins vegar töldu þeir
með öllu óþarft að hækka sölu-
skatta í þessu skyni. Tekjuaf-
gangur ríkissjóðs undanfarið
hefur verið það ríflegur, að vel
mátti veita honum eða hluta
hans tíl aðstoðar sjávarútvegin-
um. Auk þess er þessi stórkost-
lega hækkun skatta hættuleg
og mun valda aukinni dýrtíð og
kalla á kröfur um kauphækkan-
stjórnin vilja halda í fullu
gengi. □
sem flogið var voru fluttir um
600 farþegar.
Flugfélag Færeyja mun svo
sem í fyrrasumar annast af-
greiðslu flugvéla Flugfélags ís-
lands í Færeyjum.
Flugáætlun Færeyjaflugsins
er þannig, að á þriðjudögum
verður flogið frá Reykjavík til
Færeyja og þaðan áfram til
Björgvinjar og Kaupmannahafn
ar. Á fimmtudögum frá Kaup-
mannahöfn til Björgvinjar og
Færeyja og samdægurs til
Glasgow. Á föstudögum frá
Glasgow til Færeyja og þaðan
til Reykjavíkur. □
4 Hólij o^g.-þp fkki kaemi anpað , Jima^ f æyikyöldinu,vþó margt,
til, frsfrnfléytir j'ðrSih'-iru marg- -'hafi þa4 nnnáð veFgert.' .*
Kirkjukvöld í Svalbarðskirkju
kirkjukvöldið vatr fyrir, þrjár * ij'.'-Erí þ'eini skrúfugangi virðist
Færeyjaílug Flugfélags Islands
hefst afiur í maí næsfkomandi