Dagur - 19.02.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 19.02.1964, Blaðsíða 1
NÝIR KAUPENDUR fá framlialdssöguna, „GULLNA BORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. ilgftg Sinubrenna í Arnarneshreppi á þorranum, (Ljósmynd: E. D.) Síminn á Hófel KEA í lagi í GÆR hringdi blaðið á Hótel KEA og fékk svar. Síminn, sem opinberar umræður urðu um í þessu blaði, milli símastjóra og hótélstjóra, var kominn í lag. Ber að fagna því, að stærsta hótel landsins, utan Reykjavík- ur, er ekki lengur án síma. Átta klukkustunda viðgerð. Símastúlkan á hótelinu sagði aðspurð, að það hefði tekið tvo viðgerðarmenn 8 klst. að gera við símann, þ. e. hið umtalaða skiptiborð, og nú ætti síma- þjónusta á hótelinu að geta ver- ið með eðlilegum hætti. □ STÁLU BÍL ÖLVAÐER UM síðustu helgi bar það við á Akureyri, að tveir ungir bæjar- VEIÐIMANNAHÚS EÐA FÉLAGSHEIMILI BÆNDUR í Vatnsdal og Þingi, þ. e. Sveinsstaðahreppi og Ás- hreppi eru nú að undirbúa byggingu félagsheimilis. Hinir miklu laxveiðisamningar, sem nýlega voru gerðir þar vestur frá og Dagur hefur sagt frá, og gilda í 10 ár, eru að nokkru á- stæðan fyrir væntanlegri bygg- ingu. í nefndum samningum, sem hljóða upp á milljónir, er ákvæði um, að bændur byggi veiðimannahús en leigutaki greiði fyrirfram upp í þann (Framhald á blaðsíðu 2). menn, báðir við skál og próflaus ir, stálu fólksbifreið á bílastæð- inu norðan við POB. Inn í bíl- inn komust þeir með því að sprengja upp rúðu. Lögregl- unni var þegar tilkynnt um hvarf bílsins. Litlu síðar náði lögreglan bílnum og hlupu hin- ir ólánsömu ökumenn þá sem fætur toguðu. Var annar hand- samaður hjá Timburhúsi KEA en hinn var sóttur heim til sín árla næsta morguns. Játuðu þeir báðir brot sitt, svo og ölvun og að hafa báðir ekið bílnum. Um helgina voru svo tveir menn til viðbótar teknir fastir fyrir meinta ölvun við akst- ur. Bílveltur, árekstur og ölvun við akstur. Þá valt fólksbifreið við Brag- holt í Arnarneshreppi og árekst ur varð milli jeppa og vörubíls hjá Litla Hvammi í Hrafnagils- hreppi. Valt jeppinn út af veg- inum. Engan mann sakaði. □ AÐALFUNDUR Akureyrar- deildar KEA var haldinn að Hótel KEA s.l. mánudagskvöld. M. a. kom það fram í skýrslu deildarstjórnar, að mjólkurinn- legg í Mjólkursamlagið á veg- Loftleiðir kanpa tvær Canadair- flugvélar fyrir 400 millj. ísl. kr. LOFLEIÐIR hafa nú fest kaup á tveim skrúfuþotum af gerðinni GL 44 og er kaup verðið 400 milljónir króna. Hvor vélin getur flutt um 180 farþega. Loftleiðir eiga 5 Cloudmastervélar og hefur engin ákvörðun verið tekin um, hvort þær verða seldar. Talið er að hér sé um einn stærsta kaupsamning að ræða, sem íslenzkt fyrirtæki hefur gert. Loftleiðir munu flytja rekstur sinn til Kefla- víkurflugvallar. Fyrri vélina fá Loftleiðir af- henta í maí, en hina síðar á ár- inu. Ekki hefur enn verið á- kveðið hvar flugliðar Loftleiða verða þjálfaðir í meðferð nýju vélanna eða hvort félagið mun ráða til sín erlendar áhafnir til að annast þjálfunina. Loftleiðir hafa ekki sótt um ábyrgð frá ríki eða íslenzkum lánastofnunum vegna þessara kaupa, en hafa fengið leyfi rík- isstjórnarinnar til ráðstöfunar eigin gjaldeyris til kaupanna. Hér er um að ræða stærsta átak Loftleiða til þessa.og eru þessi flugvélakaup merkur á- fangi í sögu félagsins. Tilkynning um flugvélakaup Loftleiða var gefin út samtímis á íslandi og í Kanada. Undanfarna daga hafa full- trúar Canadair verið á stöðug- (Framhald á blaðsíðu 7). Aðalfundur Akureyrardeildar K. E. A. Kaupfélagið tekur aftur við rekstri hótels síns um deildarinnar s.l. ár var 712.482 1. og hafði aukist um 5% frá fyrra ári. Slátrað hafði verið frá deildarmönnum 1294 kindum og var meðalfallþungi dilka 13,01 kg. Uppskera garð- ávaxta var mjög misjöfn og í heild með lakara móti. Deildin átti í sjóði um s.l. ára- mót um 140 þús. kr. Lagt var fram af tekjum deildarinnar á s.l. ári kr. 5.000,00 í Minningar- sjóð Þorstéins Þorsteinssonar. Framkvæmdastjóri KEA, Jakob Frímannsson, flutti ítar- lega skýrslu um rekstur félags- ins 1963. Hefur hennar verið getið áður hér í blaðinu, eftir að framkvæmdastj órinn flutti hana á Félagsráðsfundi. í sambandi við fyrirspurn varðandi rekstur Hótel KEA kom fram eindreginn vilji margra félagsmanna um, að fé- lagið tæki á ný við rekstri hót- elsins. (Framhald á blaðsíðu 7). L skylda í vor? UNDANFARIN missiri hefur þess verið óskað mjög eindreg ið víða um land, að tekin verði upp almenn vegabréfaskylda hér á landi. Nú er talið að mál- ið sé komið á það stig hjá yf- irvöldunum, að vænta megi vegabréfanna í vor. Samkvæmt lögum frá 1942 er hægt að gefa út reglugerð um vegabréfaskyldu unglinga á aldrinum 12—22 ára aldurs. En sú vegabréfaskylda nægir engan veginn og hefur ríkis- stjórnin nýlega rætt málið. Lagaheimild er talið þurfa til vegabréfaskyldu frá 12 ára aldri og þar til ævi lýkur. Sú málsmeðferð kynni að draga málið eitthvað, en við annað er ekki unandi. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.