Dagur - 19.02.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 19.02.1964, Blaðsíða 8
8 Nokkrir drengir að leik með skip sín og báta. Verbúðir Akureyringa í baksýn. (Ljósmynd: E. D.) Foreldrafundur í Þelamerkurskólanum SMÁTT OG STÓRT L AU GARD AGSKV OLDIÐ 15. febrúar s.l. var fjölmennur for- eldrafundur í nýja heimavistar- barnaskólanum að Laugalandi á Þelamörk — Þelamerkurskóla. Þar flutti form. framkvæmda- nefndar, Gunnar Kristjánsson, Dagverðareyri, ávarp um bygg- ingarframkvæmdirnar, sagði frá því m. a., að nefndin hefði á ný- afstöðnum fundi sínum ákveðið að láta ljúka byggingu þessa Bæjar-arkitekt. BÆJARRÁÐ leggur til, að auglýst verði eftir arkitekt til starfa hjá bænum, bæði við skipulagningarmál og önnur störf, sem bæjarráð kann að fela honum. Fjölbýlishús við Hjalteyrargötu. Lagðar voru fram á fundi bæjarráðs teikningar að nýju 6 íbúða fjölbýlishúsi sem ákveð- ið hefur verið að Akureyrarbær láti byggja við Hjalteyrargötu. Teikningarnar eru frá Hús- næðismálastofnun ríkisins. Samþykkt var að fela bæjar- verkfræðingi að láta gera sér- teikningar af húsinu og annast útboðslýsingu. Áætlun um holræsalögn fyrir svæðið vestan Þórunnarstrætis. Mættir voru á fundi bæjar- SJÖ SÆTA VÉL TIL AUSTFJARÐAFLUGS FÉLAGIÐ FLUGSÝN hefur fest kaup á 7 farþega flugvél hjá danska flugfélaginu Trans- air.og hyggst halda uppi reglu- bundnu áætlunarflugi til Aust- fjarða, 2—3 ferðir á viku. Flug- völlurinn nýi í Neskaupstað hef ur opnað þennan möguleika og bæjarsjóður Neskaupstaðar gekk í ábyrgð fyrir lánum til flugvélakaupanna að einhverju leyti. Flugvélin, sem kemur úr klössun í næsta mánuði, kost- aði 1,3 millj. kr. og hefur 5 klst. flugþol. □ áfanga (sem hafinn var fyrir 3—4 árum), þrátt fyrir mikla fjárhagsörðugleika. Var þeirri ákvörðun vel fagnað. Gerðar voru nokkrar fyrirspurnir, sem ræðumaður svaraði. Þetta fór fram í I. kennslustofu skólans, en síðan skoðuðu menn bygging una og settust því næt að kaffi- drykkju í borðsal heimavistar- innar. Þar talaði skólastjóri um skólahaldið og samvinnu heim- stjórnar 13. febr. s.l. Ríkarður Steinbergsson verkfræðingur frá Reykjavík ásamt bæjarverk fræðingi.. Gerði Ríkarður bæj- arráði grein fyrir athugunum sínum á holræsalögn fyrir svæð ið vestan Þórunnarstrætis allt suður að vatnaskilum við Tjarn arhól. Samkvæmt áætlun Rík- arðar yrðu lagðar tvær stofn- æðar frá 60—80 sm víðar önn- ur norður Þórunnarstræti hin austur Þingvallastræti. Þar sem holræsalagnir þessar mætast yrði lögð a. m. k. eins meters víð lögn norður Þórunnarstræti allt norður að núverandi Gler- árfarvegi og síðar lögn meðfram honum til sjávar. Bæjarráð felur Ríkarði Stein- bergssyni að halda áfram frek- ari undirbúningi að þessari hol- ræsalögn. Umsókn um lán úr frain- kvæmdasjóði. Bréf frá Síldarverksmiðjunni í Krossanesi dags. 4. febr. s.l. með beiðni um lán að upphæð kr. 500.00000 úr Framkvæmda- sjóði Akui-eyrarbæjar til greiðslu á skuldum, sem á verk- smiðjunni hvíla. Bæjarráð leggur til að lánið verði veitt, enda verði það not- að til þess að tryggja lánamögu- leika verksmiðjunnar við banka. Fyrirvari er gerður með útborg- un lánsins. Lóð fyrir Vinnuvélar s.f. Erindi dags. 28. þ. m. frá Vinnuvélum s.f., þar sem sótt er um lóð á Gleráreyrum, næst (Framhald á blaðsíðu 7). ila og skóla. Nokkrar aðrar ræður voru haldnar og svarað fyrirspurnum. Var áberandi ánægja yfir framkvæmdunum og byrjun skólahaldsins í hinum nýja stíl. Skólanum bárust nokkrar peningagjafir og lesið var upp kvæði, er ort hafði ein húsfreyjan á Þelamörkinni. Hóf þetta stóð yfir frá kl. rúmlega níu og fram yfir miðnætti og fór hið bezta fram. Voru þarna samankomnir því nær eingöngu foreldrar skólanemendanna úr hreppunum þremur. Að loknu borðhaldinu fóru fram nokkur sérviðtöl foreldra og kennara um einstök skólabörn. Var sam- koman öll hin ánægjulegasta. (Frá Þelamerkurskóla). HINAR daglegu fréttir af fjár- svikamálum, sem eiga sér stað í Stór-Reykjavík, vekja þjóðar- athygli. Mun hér þó aðeins um lítið eitt að ræða, sem komið er í dagsljósið, af því, sem ætla má að upp komi, ef rannsóknir verða ekki stöðvaðar. Sýnt er, að hreinir fjárglæframenn liafa leikið lausum hala undanfarin ár og haft undragreiðan aðgang að peningastofnununum á sama tíma og venjulegu fóllsi er synjað um nauðsynlegustu lán og önnur eðlileg viðskipti. Almenningur spyr hvers hann eigi að gjalda, og einnig spyr hann, hvernig á því standi, að bankar og raunar fleiri opin- berar stofnanir opni fjárglæfra- mönnum svo greiða leið að spari fé landsmanna, sem raun ber vitni. Einn af bankastjórum lands- ins gerði þessi mál að umtals- efni í útvarpinu s.l. mánudag. Almenningur mun óhikað taka undir kröfuna um það, að grafa verði nú þegar fyrir rætur hinn ar geigvænlegu fjármálaspill- ingar, sem orðin er. Almenn tortryggni er vakin vegna þessara mála og ef hvers konar ævintýramenn í fjármála JAFNHLIÐA vaxandi erfið- leikum venjulegs launafólks að eignast þak yfir höfuðið, fer hlutur peningamannanna og hraskaranna vaxandi í íhúðar- málunum. En slíkt var fyrirsjá- anlegt, þegar núverandi efna- hagsstefna var upp tekin og nýjar skiptareglur þjóðartekn- anna innleiddar. Alþýðublaðið getur ekki orða bundizt um þctta og segir, að í höfuðborginni ríki nú gróða- hrask í stórum stíl í íbúðarmál- um. Blaðið bendir á, að byggend ur stórra íbúðarhúsa með t. d. 24 íbúðum græði nú 50—100 þús und kr. á hverri íbúð. Hann inn- rétti svo 3—6 íbúðir í kjallara, sem livergi fyrirfinnist á teikn- ingu og auki þetta enn gróða hans. Enginn efi er á því, að þessi frásögn er rétt og marg- ir munu nú vera farnir að þreifa á óþægilegum staðreynd- um í íbúðarmálum, og víðar en í Reykjavík. En rétt er að geta þess að Emil Jónsson er hús- næðismálaráðherra í „viðreisn- arstjórninni.“ HVAÐ TEKUR VIÐ? Ýmsir eru farnir að tala um það hvað við taki í stjórnmál- unum, eftir gjaldþrot viðreisn- arstjórnarinnar. Fáir eru þeir, sem ánægðir eru, eftir hið opin- bera og augljósa viðreisnar- strand, sem allir sjá. Jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna, sem eiga þá að telja kjark í lið- ið, hrista kollana. Ekki eru bændur ánægðir, enda vantar allt að 40% upp á þeirra tekjur. heiminum halda leiknum áfram verður allt fjármálalíf lands- ins eitt kviksyndi, og við- skiptasiðgæði, sem hin nauð- synlegu samskipti byggjast á, verður brotið á bak aftur með UM síðustu áramót urðu rit- stjóraskipti við Samvinnuna. Af ritstjórn lét séra Guðmundur Sveinsson skólastjóri á Bifröst, en við tók Páll H. Jónsson, fyrr- um kennari að Laugum, og nú- verandi form. Fræðsludeildar SÍS. Jafnframt læ.tur Orlygur Hálfdánarson blaðamaður af störfum við blaðið. Hið merka og þýðingarmikla rit samvinnu manna, sem notið hefur manna eins og Jónasar frá Hriflu, Hauks Snorrasonar o. fl. af- burða blaðamanna, er virðulegt málgagn samvinnustefnunnar og má aldrei gleyma því hlut- verki sínu að vera sverð og skjÖldur þeirra grundvallar- hugsjóna, sem íslenzkt sam- vinnustarf er byggt á. Hinn nýi ritstjóri, Páll H. Jónsson, er áhugasamur sam- Og hvað er að segja um útgerð- armenn og sjómenn, iðnaðar- menn og verkamenn? Hin niiklu átök undanfarnar vikur og mánuði ættu að gefa fullkom ið svar við því. Kannski eru húsmæður ánægðar með nýja : verðið á öllum vörum? Er ungt fólk, sem ætlar, eða vill koma sér upp íbúð, ánægt? Nei, því fer fjarri. Eru sparifjáreigendur ánægðir yfir því, að vextimir af innstæðu þeirra skuli ekki einu sinni vega upp á móti verð bólgunni? Nei, það eru fáir ánægðir í þessu landi, nema braskarar, og allir sjá, að stórra breytinga er þörf — hvað sem við kann að taka. „LEIÐIN TIL BÆTTRA LÍFSKJARA“ Þegar stjórnarsinnar eru minntir á gömlu loforðin um bættu lífskjörin, stöðvun verð- bólgunnar, afnám skatta og tolla og hvernig þetta allt lief- ur snúizt ógæfulega í höndum núverandi stjórnarflokka — set ur þá hljóða eða þeir grípa til gamalkunnra slagorða, sem hljóma nú eins og naprasta háð. Snjallræði þau, sem hinir rúmlega þrír tugir greindra og góðra þingmanna, að viðbættri kunnáttu margra lærðra manna innlendra og erlendra, voru þessi: Söluskattur, vaxtaokur, láns- fjúrkreppa, sparifjárfrysting, kaupmáttarskerðing og kaup- binding. Og árangurinn er eftir því. □ ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þessa dagana heyrist um það talað á götunni, að hér á Akur- eyri séu slík mál í uppsiglingu. Þetta mun vera úr lausu lofti gripið, en hins vegar munu nokkur fyrirtæki eiga í reksturs (Framhald á blaðsíðu 7). vinnumaður og á undanförnum missirum hafa menn kynnst honum sem skelekkum baráttu- manni á ritvellinum, fyrir mál- efni kaupfélaganna í landinu. □ Páll H. Jónsson. FRÁ BÆJARSTJÖRN FJÁRSVIKAMÁLIN Ó6NA NÚ VIÐSKIPTALÍFINU Almenningur krefst gagngerðra rannsókna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.