Dagur - 19.02.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 19.02.1964, Blaðsíða 7
7 Jósafat hér - og Jósafat þar EYFIRÐINGAR hafa síðustu vikurnar horft á hinn harðvít- uga fjármálamann, Jósafat, í samnefndum sjónleik, sem sýnd ur var af íbúum Hrafnagils- hrepps af miklum myndarskap. Sagan, sem leikurinn er byggð- ur á, er Sambýlið eftir Einar H. Kvaran. En sá Jósafat hefur nú eign- ast skæða keppinauta í Stór- Reykjvík, bæði nafna sinn og aðra, sem mjög eru á dagskrá síðustu dagana vegna fjársvika. Sú saga er sögð fyrir sunnan, að einn slíkur hafi fyrir stuttu boðið til drykkjuveizlu í tilefni þess, að eitt fyrirtækja hans af - STÓRVIRKJUN (Framhald af blaðsíðu 4). „Annars vegar eru tækni- legar athuganir á möguleilt- um til stórvirkjunar hér á landi og kostnaði við hana og tækniSeg atriði varðandi staðsetningu alúminíum- bræðslu. Hins vegar eru at- liuganir á því, hvort unnt verði að semja við erlend al- úminíumfyrirtæki um bygg- ingu og rekstur alúminíum- bræðslu hér á landi með kjörum sem Islendingum væru aðgengileg.“ Að „aíhugunum“ þessum Iiafa stóriðjunefnd og raf- orkumálastjórnin unnið „fyr ir hönd ríkisstjórnarinnar og á hennar vegum,“ sagði ráð- herrann í skvrslu sinni. Hann sagði enn fremur: „Þær athuganir, sem gerð- ar hafa verið til þessa, benda til þess, að 105 þús. kw. orku ver við Búrfell muni vera liagkvæmasta lausnin. — — Um staðsetningu alúminíum verksmiðju er það að segja, að athuganir hafa leitt í ljós, að ódýrast og hagkvæm- ast sé að staðsetja hana við suiinanverðan Faxaflóa. — Hins veirar er einniar verið að atliuga möguleika á því, að alúminíumbræðslan yrði staðsett við Eyjafjörð, ef há- spennulína yrðt'fögð frá Búr felli til Akureyrar.“ Ráðherrann gaf einnig upplýsingar um athuganir, sem fram hefðu farið í sam- bandi við möguleika til að koma upp olíuhreinsunar- stöð hér á landi. Um þetta kvað hann hafa verið rætt við erlenda aðila og fengnar hjá þeim tillögur og áætlan- ir. Þetta mál hefði einnig verið til meðferðar í stór- iðjunefnd. Hann kvað stofn- kostnað áætlaðan 300—350 millj. kr. og sagði, að kom- ið hefði til greina, að erlend- ir aðilar yrðu meðeigendur i fyrirtækinu. Oll eru þessi mál nú sýni- lega á því stigi, að brýna nauðsyn ber til, að Alþingi taki þau til meðferðar, og þá taki þau til meðferðar, og þá verði með þeim hætti, sem gert er ráð fyrir í þáltill. þessari." □ mörgum átti að taka til starfa. Boðskortin voru send út á fimmtudegi. Tveim dögum síð- ar, á tilsettum tíma, mátti sjá marga fyrirmenn í stjórnmál- um og bankamálum aka bifreið um sínum til veizlunnar. Þar flóði vín, og borð svignuðu und- an öði-um veizluföngum, en enn vantaði húsbóndann. Einn við- staddur bankastjóri vildi ekki hreyfa við glasi sínu fyrr en hann mætti skála við gestgjafa sinn og drekka heillaskál hans og hins nýja fyrirtækis. Hann var engu að síður fjarverandi, en kona hans bað bankastjór- ann að afsaka: Maðurinn minn er forfallaður sagði, hún. Hon- um hafði daginn áður verið stungið í steininn og hefur nú leyst vel frá skjóðunni. Hinn gamli og harðdrægi Jósafat, sem Eyfirðingar settu á svið, hverfur alveg í skuggann af hinum nýju Jósafötum á okkar dögum. Mælt er, að heil- ir bófaflokkar standi á bak við (Framhald af blaðsíðu 1). um viðræðufundum með stjórn Loftleiða og lögfræðilegum ráðunautum. Af hálfu Loftleiða er kaupsamningurinn gerður með skilyrðum, sem nánar verð ur samið um síðar í þessum mánuði. Verð beggja flugvélanna er sem fyrr segir 400 milljónir ís- lenzkra króna með fylgifé. Skrúfuþotur af gerðinni CL- 44 komu fyrst á markaðinn fyr- ir þrem árum og eru nú 40 slík- ar vélar í notkun, þar af 20 í eigu bandarískra flugfélaga, en Kanadiski flugherinn á og all- margar flugvélar af þessari gerð. Bandarísku flugfelögin sem eiga samskonar vélar og Loftleiðir hafa nú fest kaup á, eru Seaboard-Western, Flying Tiger og Slick. Hafa vélar þess- ar flogið samtals 80 milljónir kílómetra, þar af um hálfa aðra jnilljón farþegakílórilétrá. í í fréttatilkynningu frá Loft- leiðum segir að þægilegt og auðvelt verði að koma 160 far- þegum fyrir í farþegasal, en með innréttingabreytingum er hægt að auka þá tölu nokkuð. í flugi milli Evrópu og Am- eríku verður 9—10 manna áhöfn á CL 44, flugstjóri aðstoð arflugmaður, flugvélstjóri, flug- leiðsögumaður og 5—6 flugfreyj ur. Vélarnar vega tómar nákvæm lega jafnmikið og Cloudmaster vélamar fullhlaðnar. Þurfa þær því lengri brautir til flugtaks og lendingar en fyrir hendi eru á Reykjavíkurflugvelli. Verða þær því að lenda á Keflavíkur- flugvelli, ag flytur félagið allan flugrekstur sinn þangað í maí. í hinar nýju vélar Loftleiða verða sett fullkomin og þægi- leg sæti af nýrri gerð. Þá verð- ur sú nýjung innleidd að á öll- um flugleiðum þar sem þessar nýju vélar verða notaðar munu hin nýju fjársvikamál og að ekki dugi minna en erlendir sér fræðingar til að hafa hendur í hári þeirra. Á meðan það er ekki gert leikur almenningur í þessu landi hlutverk Grímu gömlu þvottakonu og verður að þola raunir hennar. □ Körfuknattleiksmót Norðurlands MÓTIÐ hófst á Akureyri s.l. sunnudag. Fjögur lið frá Akur- eyri taka þátt í því, KA, A- og B-lið Þórs og ÍMA (Menntaskól inn). Mikill áhugi er fyrir körfu knattleik hér í bænum, enda er þetta skemmtileg íþrótt. Eins og fleiri inniíþróttir á hún erfitt uppdráttar vegna hins þrönga húsnæðis. Þrír leikir hafa farið fram og urðu úrslit þessi: KA vann B-lið Þórs 60:19. A-lið Þórs vann ÍMA 94:33 og A-lið Þórs vann B-lið Þórs. Mótið heldur áfram. □ heitir réttir framreiddir handa farþegum. Ekkert hefur enn verið ákveð ið hvar viðhald hinna nýju flug véla muni fara fram, en til þessa hefur viðhald flugvéla Loftleiða farið fram á Sola flugvelli í Nor egi. □ - FJÁRSVÍKAMÁLIN (Framhald af blaðsíðu 8). erfiðleikum vegna fjárskorts og er það allt önnur saga og fjár- svikúm óskyld. Það hefur vakið nokkra furðu, hve Mbl. gerir lítið úr fjársvikamálum þeim, sem þó eru opinberlega á dagskrá síð- ustu daga og vikur, og Vísir hef ur látið í Ijósi álit sitt á frétta- þjónustu um þau. Slík mál hafa þó ekki verið feimnismál í þessum blöðum, þegar pólitískir andstæðingar áttu hlut að máli, svo sem í olíumálinu fræga. Einu sómasamlegu viðbrögð einstaklinga, flokka og stétta, gagnvart þeim hættum fjármála lífsins, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, er rækileg rann- sókn og réttlátir dómar, hver sem hlut á að máli. Á þann eina hátt er von um endurreisn ís- lenzks fjármálalífs. □ - Akureyrardeild KEA (Framhald af blaðsíðu 1). Kosningar fóru þannig, að Ármann Dalmannsson var end- urkosinn deildarstjóri og einn- ig voru þeir endurkosnir í stjórn deildarinnar, Sigurður O. Björnsson og Jón Kristins- son. Félagsráðsmaður var kosinn Erlingur Davíðsson og til vara Þorsteinn Jónatansson. Þá voru kosnir fulltrúar á aðalfund KEA. Aðeins einn listi hafði borist og var hann því sjálfkjörinn. (F réttatilkynning). lofileiffir kaupa nýjar fiugvélar □ RÚN 59642197 — I Atkv.-. FÖSTUMESSA í Akureyrar- kirkju í kvöld, miðvikudag. Sungið úr Passíusálmunum. Fólk er vinsamlega beðið að taka sálmana með í kirkjuna. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 á sunnudaginn kemur. Sálm ar nr. 5, 58, 130, 346 og 684. P S. SUNNUDAGASKÓLI AKUR- EYRARKIRKJU er á sunnu- daginn kemur kl. 10,30 árdeg- is. 5 og 6 ára börn í kapell- unni og 7—13 ára börn í kirkjunni. Mætið stundvís- lega. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. Messað í Glæsibæ sunnud. 23. febrúar, kl. 2 e. h. (Séra Stefán V. Snævarr). — Sama dag kl. 2 e. h. á Bakka og kl. 4,00 e. h. á Bægisá. (Séra Birgir Snæ- björnsson). — Sóknarprestur. DRENGJADEILD. Fundur kl. 8,30 e. h. fimmtudaginn 20. þ. m. LÁTIÐ SÖGU annast ferðaþjón ustuna. — Ferðaskrifstofan Saga. — Sími 2950. NÁMSKEIÐ KNATTSPYRNU- DÓMARA hefst miðvikudag 26. febr. kl. 8,30 e. h. í fund- arsal Hótel Varðborg. Allir þátttakendur mæti stundvís- lega. Enn er hægt að bæta við nýjum nemendum, þó aðeins í þetta sinn. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 23. febr. Sunnu- dagaskóli kl. 11. f. h. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4 e. h. Allar konur velkomn- ar. Samkoma kl. 8,30 e. h. All ir velkomnir. GJÖF frá Öskudagsflokki Jónu og Rósu, Glerárhvefi til barna á Kristneshæli kr. 250. Öskudagspeningar Ármanns Jónssonar kr. 8,00, gjöf til Rauða Kross íslands. Hjartan- legustu þakkir. Birgir Snæ- Björnsson. ÞORRABLÓT. Karlakór Akur- eyrar efnir til Þorrablóts í Alþýðuhúsinu 29. þ. m. Söng- ur o. fl. skemmtiatriði. Vel- komnir kórmenn, styrktarfé- lagár, og - (ý^lpnftarar > méðan 1 húsrúfn leyfir. — Karlakór Akureyrar. flSJALFSBJÖRG. Al- mennur fundur verður haldinn að Bjargi, mið vikudaginn 19. febrúar kl. 8,30 e. h. Áríðandi félagsmál og skemmtiatriði. Þeir, sem óska eftír að verða sóttir heim, hringi í síma 2672 kl. 6,30—7,30 síðdegis. — Þorrablót félagsins er ákveð- ið 22. febr. kl. 7,30. Fél. skrifi sig á lista í Véla- og Raftækja sölunni í Hafnarstræti 100, fyrir miðvikudagskvöld. — Stjórnin. SKÓGRÆKTARFÉLAG Tjam- argerðis heldur aðalfund á Stefni fimmtudaginn 20 febr. kl. 8,30 e. h. Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjórnin. AKUREYRARDEILD Menning ar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna heldur aðalfund mið- vikudaginn 19. febrúar kl. 8,30 að Hótel Varðborg. — Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. 2. Erindi (Þórir Dan- íelsson). Önnur mál. — Kaffi drykkja. — Stjórnin. HJÓNAEFNI. S.l. laugardag opinberuðu trúlofun sína ung- frú Kristín S. Ragnarsdóttir Skjóldal og Jakob Jóhannes- son Gilsbakka Hrafnagils- hreppi. Heimili þeirra er Helgamagrastræti 6 Akur- eyri. ■A, LIONSKLUBBUR AK- UREYRAR. — Fund- ur í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 20. 12,15. — Stjórnin. þ. m. kl. VEKJUM ATHYGLI á því, að panta þarf mat fyrir hópa með dags fyrirvara. Hringið'í síma 02 og biðjið um hótelið. Leigjum út herbergi og svefn pokarúm. Verið velkomin í Hlíðarfjall. SJÁ auglýsingu í blaðinu í dag um Daf-bílinn, sem verður til sýnis á laugardaginn. I.O.G.T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1 heldur Þorrablót að Bjargi laugardaginn 29. febrúar Áskriftalisti liggur frammi hjá Sveini Kristjáns- syni í Amaro, sími 2833 og Rakarastofu Jóns Kristinsson ar, sími 2131, til laugardags 22. febrúar. Félagar skrifið ykkur sem fyrst. I.O.G.T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1 heldur fund oð Bjargi fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8,30. Fundarefni: Vígsla nýliða. Skýrsla frá Þorra- blótsnefnd. Rætt um út- breiðslukvöld o. fl. — Eftir fund: Kaffi og dans. — Æ. T. AUSTFIRÐINRAR athugið! — Árshátíð félagsins verður frestað til 13. marz n. k. — Austfirðingafélagið á Akur- eyri. - FRÁ BÆJARSTJÓRN (Framhald af blaðsíðu 8). austan Haga h.f. sunnan ónefndrar götu, er liggur norð- ur í Sandgerðisbót. Lóðin er fyrirhuguð fyrir verkstæðis- byggingu og þungavinnuvélar. Nefndin leggur til að umsækj- endum verði veitt lóðin. Lóðar- stærð ca. 3500 fermetrar, en ákveðist nánar samkv. útmæl- . inguv Lóðarleig^i kr. ,2,00 á fer- mietra, meðan ekki er gerð brú á Glerá um Krossanesbraut. Lóðarleiga endurskoðist á heil- um og hálfum tug ára. Lóðar- leiga verði greidd frá þeim tíma er lóðin verður byggingar- hæf. Fyrirvari er gerður um hvenær lóðin verður byggingar- hæf og um útmælingu hennar. í lóðasamning verði settar kvað ir um bílastæði, samkv. reglum skipulagsins. Byggingafrestur eitt ár, frá þeim tíma er lóðin verður byggingarhæf. Fyrirvari er gerður um umferðarrétt um lóðina, vegna gerðar Glerárfar- vegs. □ NÝKOMNAR: PEYSUR með nillukraga 10 litir. Verzlunin HEBA Sími 2772

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.