Dagur - 26.02.1964, Side 8

Dagur - 26.02.1964, Side 8
8 EKKI er það bílslys sem í þetta skipti dregur fólkið að, heldur nýr Daf-sýningarbill, girkassa- laus og reimadrifinn, fjögurra manna og kostar 120 þúsund krónur. 70 slíkir Daf-bílar eru nú til hér á landi. Þeir eyða G—7¥z 1 á 100 km og eru fremur forvitnilegir. Söluumboð á Akureyri hefur Sigvaldi Sigurðsson rakari. (Ljósmynd: E. D.) Krabbameinskvikmyndin „Einn af 20.000“ verður sýnd í Borgarbíói ÞORRABLÓTSGESTIR VEIKTUST SAMKVÆMT upplýsingum hér aðslæknisins, Jóhanns Þorkels- sonar, veiktust margir Þorra- blótsgestir Sjálfstæðishússins í maga á laugardaginn og sumir mikið í bráðina. Héraðslæknir telur líklegt, að orsakar.na sé að leita í sviðum og hval, sem á borðum var. En hann sendi í gær sýnishorn af matvælum þeim, sem á borðum voru umrætt kvöld, til Rann- sóknarstofu Háskólans, og vænt ir þess að eftir tvo daga eða svo komi úrskurðurinn. Enn- fremur hefur hann skoðað allt starfsfólk Sjálfstæðishússins. Matareitrun er örðugt að úti- loka að fullu, en áríðandi er, að þegar í stað sé orsaka leitáð, svo sem hér er gert, Að sjálf- sögðu er „grunaður“ matur ekki á borðum Sjálfstæðishússins nú og vonandi hressast Sjálfstæðis- menn og gestir þeirra, sem þarna blótuðu Þorra, bæði fljótt og vel. □ Frá Búnaðarþingi Einir h.f. bætir húsakosf sinn og framleiðsluvélar Reykjavík, 22. febrúar. EINS og kunnugt er, var Bún- aðarþing sett föstudaginn þ. 14. þ. m. í búnaðai'þingssalnum í Bændahöllinni. Er það í fyrsta sinn, sem fundir þess verða haldnir á þeim stað. Formaður Búnaðarfélags íslands Þorsteinn Sigurðsson setti þingið með ræðu, sem birt hefur verið í blöðum og útvarpi, svo engin nauðsyn er að rekja efni hennar hér. Landbúnaðarráðherra, Ing- ólfur Jónsson, flutti og ræðu við setningu þingsins og hefur hún einnig verið birt. Ýms merk mál hafa verið lögð fram á þessu þingi, sem það að sjálfsögðu mun taka til umræðna ag ályktana eins og venja er. Sá háttur hefur verið hafður á störfum þingsins hingað til, að þingfundir hafa verið mjög fáir, en því meira starfað. í nefndum. Er því margt mála komið nokkuð áleiðis og verða ályktanir lagðar fyrir Búnaðar- þingsfundi næstu daga. Af málum, sem fram hafa komið, má nefna: Um heymjöls verksmiðju í S.-Þing. Frumvarp til laga um búfjárrækt. Reglu- gerð um búnað ökutækja. Um verzlun á tilbúnum áburði. Um rannsóknarstofu á Akureyri og hefur því máli verið vísað til 2. umræðu. Frumvarp til girð- ingarlaga og ýms fleiri, sem hér verða ekki talin. í gær flutti formaður Bf, Þor- steinn Sigurðsson, skýrslu stjórnarinnar. Rakti hann þar störf hennar fr@ því síðasta Búnaðarþing var háð. Þær (Framhald á blaðsíðu 7). Frá vinstri: Þórgunnur, Bryndís og Sigrún. Þær hlutu verðiaun fyrir riígerðir ÁFENGISvarnarnefnd Akureyr arkaupstaðar, en form. hennar er Ármann Dalmannsson, stakk upp á því í vetur við settan skólastjóra Gagnfræðaskólans, Sverri Pálsson, að nemendur skrifuðu stíla um áfengismál og kepptu með því um bóka- verðlaun. Hugmyndinni var vel tekið, sem vænta mátti. Verð- andi gagnfræðingar, þ. e. nem- endur fjórða bekkjar skólans, fengu efni þetta til viðfangs. Nú hefur dómnefnd fjallað um stílana. Fyrstu verðlaun hlaut Bryndís Tryggvadóttir, önnur verðlaun Sigrún Vignisdóttir og þriðju verðlaun hlaut Þórgunn- ur Lárusdóttir. Stílsefnið hét „Áfengi og skemmtanir.“ Þeir, sem stílana dæmdú, voru, Ár- mann Dalmannsson, Eiríkur Sigurðsson og Þórarinn Guð- mundsson. Verðlaunin afhenti Ármann að fjórða bekk, skóla- stjóra o. fl. viðstöddum. □ Á skaufum á Ólafsfjarðarvafni LÍTIÐ hefur verið um skauta- svellin á Akureyri og í nágrenni í vetur og minna um skautaæf- ingar hjá Skautafélaginu og öðrum, en oftast áður. Um síðustu helgi brugðu 14 Skautafélagsmenn sér til Olafs- fjarðar til að fara á skauta á Ól- afsfjarðar vatni, sem er ágætum ísi lagt. Þar fór fram skautahlaup og ennfremur ísknattleikur. Akur- eyringar fengu góðar viðtökui' í Ólafsfirði, yar m. a. boðið til kaffidrykkju í Tjarnarborg. Þess má einnig vænta að gest- koman hafi örfað áhuga heima- manna fyrir hinni fögru og hollu íþrótt. Ólafsfirðingar hafa verið mikið á skautum í vetur. Á LAUGARDAGINN áttu fréttamenn þess kost að sjá end urbætur og stækkun Húsgagna- verzlunar Einis h.f. í Hafnar- str'æti 81 B á Akureyri. Þar er nú rýmra en áður var, bjartara og vistlegra og ennfremur meira úrval í verzluninni. Þar eru nýtízkuleg húsgögn og fjölbreytt, og þó eitt sófasett kosti álíka margar krónur og tvær til þrjár sæmilegar bújarð ir kostuðu fyrir þrem áratugum eða svo, er verðið talið hóflegt, í samanburði við það er nú tíðkast. Og nú unir fólk því ekki lengur að hafa hýbýli sín án slíkra húsgagna. Einir h.f. var. stofnaður fyrir 10 árum og verzlunin verið þarna síðan. En þetta hlutafé- lag er einnig framleiðslufyrir- tæki — framleiðir megin hluta húsgagnanna, sem það selur og er verkstæðið í Kaupvangs- stræti 19. Þar hefur nýlega ver- ið seft upp stærsta og fullkomn- asta límpressuvél, sem til er hér í bæ. Tíu manns vinna við fyrir- tækið Einir h.f. Eigendur eru þeir Jón H. Oddsson, sem jafn- framt er forstjóri fyrirtækisins, og Guðbrandur Sigurgeirsson, sem er verkstjóri. Húsgagna- verzlunin annast umboö fyrir Axminsterteppi og Faber- gluggavörur, en sendir nokkuð af framleiðslu sinni á markað höfuðborgarinnar, eins og fleiri húsgagnaframleiðendur á Ak- ureyri. Þar sem húsgagnaframleiðsla er fremur smá á hvei-jum stað og raunverulega engin fjölda- framleiðsla til, byggist tilvera þeirra að verulegu leyti á hug- kvæmni í framleiðslunni, bæði í skipulagningu vinnuafls og vélanotkunar og því, að fylgjast með hinum öru og næstum alls ráðandi tízkusveiflum í þessari grein. Þetta 10 ára gamla fyrir- tæki hefur staðist byrjunarörð- ugleika, hefur nýlega verið end- urskipulagt og er í örum vexti. Q Guðbrandur Sigurgeirsson (t. v.) og Jón H. Oddsson, eigendur Einis li.f., í húsgagnaverzluninni. AÐ undanförnu hefur þessi mynd -verið sýnd fyrir fram- haldsskólana í bænum. GA, MA og Tæknideild Iðnskólans, og hafa á annað þúsund ungmenni séð myndina. Einnig var hún sýnd í Kvennaskólanum á Laugalandi, á Sauðárkróki og í Olafsfii’ði, en þar var hún, auk skólasýningar, sýnd almenningi, og sóttu þá sýninguna um 200 manns. Margir bæjarbúar hafa látið í ljós áhuga á að sjá þessa umtöluðu mynd og verður hún sýnd í Borgarbíói n. k. fimmtu- dagskvöld kl. 8,30. Þar sem sýn- ingartími þessarar myndar er aðeins um 25 mín. verða fleiri myndir sýndar. T. d. ágæt um- ferðarmynd sem heitir „Hvern- ig ekur þú?“ Sýnir hún m. a. góðakstur, en líka akstur glann- ans. Einnig hvernig nota skal stýri og hemla í hálku o. s. frv. Athyglisverð og skemmtileg mynd. Bæjarbúar og nærsveita- fólk ætti að nota þetta tækifæri og eru allir eldri en 12 ára vel- komnir. Sýningin er ókeypis. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.