Dagur - 29.02.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 29.02.1964, Blaðsíða 5
4 5 • • Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Kall hins nýja tíma í SNJALLRI GREIN í Tímanum 15. febrúar gerir Karl Kristjánsson alþingismaður upp reikning „við- reisnarinnar“: „ÞAÐ er hið mikla ásökunarefni á hendur hinni rangnefndu stjórnar- stefnu, „viðreisn,“ segir Karl Kristj- ánsson alþingismaður, „að góðærin í hennar tíð hafa að miklu leyti farið í að mæta mistökum hennar .... Hún hefur „týnt í tímans liaf“ dýr- mætum hagsbóta-tækifærum og mis- hlaðið þjóðarskútuna. Dýrtíðin spinnur sig upp dag frá degi. Verk- lý ðsstéttirnar hafa kjör sín óbundin samningum eftir að kemur fram í maí og júní. Starísmenn ríkis og bæja hafa áskilið sér rétt til launa- hækkunar hvenær sem almennt kaup hækkar. Verð á afurðum bænda á að fylgjast með. Kjör sjómanna koma til endurskoðunar fyrir síldarvertíð- ina í sumar. Undir fótum er flug- háll ísinn og veikur. . . .“ Hann seg- ir, að þjóðinni liggi á að komast af hinum hála og veika ís. í þessu sambandi minnir hann á tillöguna, sem Framsóknarmenn fluttu á Al- þingi í vetur um tilraun til að koma á samstarfi allra flokka um lausn efnahagsmálavandans. Allir þing- menn stjórnrflokkanna greiddu at- kvæði á móti henni. Þeim varð „felmt við.“ Með því að neita sam- starfinu „margfaldaði ríkisstjórnin og flokkar hennar þunga ábyrgðar- innar, sem á þeim hvílir," sagði Karl Kristjánsson í greinarlok. HERMANN JNASSON fyrrv. form. Framsóknarflokksins hefur lítt rætt opinberlega um stjórnmál undanfar- ið. En í vikunni, sem leið, var aug- lýst að hann yrði frummælandi á fundi Framsóknarfélags Reykjavík- ur. Fundur þessi var mjög f jölmenn- ur. Ræðuefni Hermanns Jónassonar var: „HVAÐ TEKUR VIÐ eftir gjald- þrot viðreisnarinnar?“ Hann ræddi um framtíðina. Sagði, að íslenzkt þjóðfélag væri sjúkt um þessar mund ir, og að hér þyrfti að koma „íslenzk endurreisn, andleg og efnahagsleg.“ „Er ekki aðkallandi að gera það að kennslugrein Jxegar í barnaskólum, hvílík hamingja ]>að er að vera |>egn í heilbrigðu þjóðfélagi? Og er J>að ekki skylda hvers Jiegns að leggja sitt fram til Jxess að skapa J>etta J>jóð- félag?“ spurði Hermann Jónasson. Hann ræddi m. a. um }>að að rann- saka þyrfti hleypidómalaust J>ær að- ferðir, er bezt (Framhald á bls. 7) TOFRASPROTI FRAMFARANNA I SÍÐASTA BLAÐI var birtur, efnislega, kafli úr ræðu Stein- gríms Hermannssonar verkfræðings, og fara hér á eftir nokkrir meginþættir úr síðari hluta ræðunnar, nokkuð styttir. MÉR finnst ekki ástæða til að ætla, að okkar húsgögn geti ekki staðist samkeppni við t. d. dönsk húsgögn á erlendum markaði. En erfiðleikinn er sá, að við erum svo litlir, þ. e. höf- um litlar einingar í framleiðsl- unni. Til greina gæti komið að sameina húsgagnaframleiðsluna á einhvern hátt, með landssam- bandi húsgagnaframleiðenda, sem gæti beitt sér fyrir útflutn- ingi á húsgögnum, svo sem Danir gera. Og við þurfum að nýta betur húsgagnaarkitekta þá, sem við eigum. í Danmörku sá ég í haust rúm, sem teiknað var af ungum íslenzkum hús- ullarinnar til iðnaðar hér inn- anlands. Við eigum ágæta og nokkuð sérstæða ull og tölu- verða þekkingu til að byggja vaxandi ullariðnað á. En bæta þarf ullina sjálfa og nota aukna þekkingu og tækni. Stóriðjumálin. Ríkisstjórnin setti upp svo- nefnda stóriðjunefnd fyrir 4—5 árum, skipaði hana flokksmönn- um sínum. Einn ráðherrann stóð nýlega upp á Alþingi. og lýsti þar miklum áætlunum um stór- iðju hér á landi. Mér er að vísu ekki grunlaust um, að hér sé um nokkrar skýjaborgir að ur, sem konurnar nota, jafnvel sem fylliefni í meðöl. í asperini mun meginhlutinn kísilduft. Og það er líka notað sem eins kon- ar sía í alls konar efnaiðnaði. Stærstu neytendurnir þar eru bjór- og vínframleiðendur. Þeir hreinsa sína framleiðslu með því að láta hana renna í gegn um síu af þessu efni, og margt fleira má nefna. Leirinn í Mývatni hefur ver- ið rannsakaður í mörg ár á vegum raforkumálaskrifstofunn ar og rannsóknarráðs ríkisins. Og það kom í ljós að þarna er gífurlega mikil náma og líklega sú stærsta, sem til er í Evrópu. Á vesturströnd Bandaríkjanna eru stærri námur til. Þær eru þurrar og afar hreinar. Ymsir Á fundi F'.XJ.F’., þar sem Steingrímur Hermannsson ræddi um atvinnumálin. (Ljósmynd: G. P. K.) gagnaarkitekt þar. Þegar Rokke feller kom þangað, er sagt að hann hafi keypt slík rúm fyrir allt sitt hús og þessi framleiðsla rann síðar út í Bandaríkjunum. Húsgagnaiðnaðurinn er dæmi um iðnað, sem er ekki um of háður fjödaframleiðslu, eða a. m. k. sjálfvirkninni. Þar kemur hið listræna meira til. Sama er að segja um bátasmíði. Við hljótum að geta byggt báta með ágætum og selt þá við góðu verði. Tækni- og iðnfræðingar. Tækni- og iðnfræðingar hér á landi eru hér um bil 1 fyrir hverja 3 verkfræðinga. í Dan- mörku er þetta alveg öfugt: 3 fyrir hvern 1 verkfræðing. Og verkfræðingafjöldi okkar er heldur færri en í Danmörku, hlutfallslega. Þannig er þróun- in í öllum löndum, að tækni- fræðingum fjölgar mjög ört. Við erum, á þessus viði, langt á eftir. Við erum, á þessu sviði, langt á áhersluna á þær iðngreinar, sem við höfum augljósa kosti umfram keppinauta okkar er- lendis. í þessu sambandi tel ég fiskiðnaðinn og iðnað í sam- bandi við landbúnaðinn. Af landbúnaðarvörum, má nefna ullariðnaðinn. Þótt ullariðnaður sé mikill á Akureyri og víðar, nýtum við ekki nema þriðjung ræða, því sum stóriðja a. m. k. mun eiga erfitt uppdráttar í því öngþveiti, sem efnahagskerfi okkar er í um þessar mundir. En augljóst er, að ríkisstjórnin ætlar að gera stóriðjuna að pólitísku framdráttarmáli sínu. Landið okkar er fremur fá- tækt af verðmiklum jarðefnum. Jarðfræðilega er það ungt og jarðfræðingar segja okkur, að lítil líkindi séu til þess að við finnum hér dýr jarðefni. Þó má minna á skeljasandinn, perlu- steininn og kísilgúrinn. Kísilgúrverksmiðja. Kísilgúrinn myndast af skelj- um örsmárra dýra, sem lifa í vatni. Þegar dýrin deyja fellur skelin til botns og myndar lag á botninn. Leirinn er mismun- andi hreinn og er hann hreins- aður með margvíslegu móti. Lélegasti leirinn er þurrkaður og verður þá brúnleitur og er t. d. notaður til þess að húða til- búinn áburð og varnar því, að áburðurinn dragi til sín raka. Við notum nokkuð af slíkum leir í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Betri leir er hinsveg- ar vandlega hreinsaður og verð ur þá lítið eitt bleikt eða mjallahvítt duft. Þannig kísil- duft er notað í ótal hluti og má kalla það eins konar þúsund þjala smið. Það er notað sem fylliefni í málningu, notað í púð unni áleiðis til Húsavíkur, beint yfir sandana, því samgöngur þurfa að vera öruggar, helzt ár ið um kring. Sá vegur myndi kosta um 10—20 millj. kr. og í Bjarnarflagi þyrfti að bora og kostar það eflaust aðrar 10 millj. Verksmiðjan myndi fram- leiða 11000 tonn á ári af fyrsta- flokks kísildufti og mundi verð- mæti þess nema um 50 milljón um króna. Framleiðslan yrði flutt í pappírspokum á bílum til Húsavíkur og helst þyrfti að vera unnt að flytja hana 9—10 mánuði ársins. Við verksmiðjuna myndu vinna 50—60 manns allt árið, en nokkuð fleiri á sumrin. Þar sem slík starfsemi er, þarf einnig rakara, bakara o. s. frv. Gera má ráð fyrir, að utan um verk- smiðjuna myndaðist brátt 300 til 500 manna þorp. Jarðhitinn. Jarðhitinn telst til mikilvæg- ustu náttúruauðæfa. Bezta nýt- ing hans er þó áreiðanlega til upphitunar húsa. Þannig nýtist hver hitaeining langsamlega bezt og gjaldeyrissparnaður verður mestur á þann hátt. Ber að leggja sérstaka áherslu á jarðhitaleit nálægt bæjum og þorpum. En auk þess er jarð- hitinn mikilsverður í alls kon- ar iðnaði, sérstaklega þar sem þurrkun kemur til og það er áreiðanlega kostur að reisa framtíðariðnaðarhverfi dreifbýl- isins á jarðhitasvæðum og þyrfti að kanna á skipulegan hátt, hvaða iðnaður er beztur við slíkar aðstæður. Gróðurhúsa- rækt er töluverð hér. Ég minn- ist þess að hér kom í fyrra þýzkur prófessor og hann var frá sér numinn af hinum miklu möguleikum og sagði, að hér yxu nellikur svo langt um bet- ur en annars staðar í Evrópu, vegna hins langa sólargangs, að möguleikar væru á miklum út- flutningi. Raforkan. Við íslendingar notum mikla rafprku. Við erum líklega 6.-7. í heiminum og notum hana þó ekki nema í daglegu lífi okkar og til smærri iðnaðar. Þó nýt- um við í dag aðeins 2—3% af virkjanlegu vatnsafli landsins. Yms iðnaður, sem notar mikla raforku kemur vel til greina hér á landi, t. d. framleiðsla á magn esíum, klóri, fosfóri og alumin- ium, og allur þessi iðnaður krefst ódýrrar raforku. Þar stendur líka hnífurinn fastur í kúnni hjá okkur, því ódýr raf- orka í okkar vatnsföllum krefst þess að virkjað sé stórt. tæknilegir örðugleikar komu í ljós við hreinsun kísilleirsins í Mývatni, og þá var leitað til iðnaðardeildar rannsóknarráðs- ins í Hollandi. Einnig tókst sam band við fyrirtæki í sama landi um markaðsathugun. Baldur Líndal verkfræðingur starfaði mest að þessum málum og hefur hann unnið hið ágæt- asta starf. Um tíma leit heldur illa út, og fyrir hálfu ári, strand aði á vissum eiginleika leirsins. En þá tókst Baldri að benda á nýjungar í framleiðslunni, sem hafa verið reyndar með sérstök- um ágætum. Nýlega er komin skýrsla um ýmsa þætti rann- sóknanna frá Hoílandi, sem er mjög jákvæð. Það á að vera ágætur markaður fyrir fram- leiðsluna. Kísilgúrverksmiðjan yrði vitanlega staðsett við Mý- vatn. Leirinn yrði unninn í Helgavogi, færður í land með færibandi eða í prömmum. Síð- an geymdur í ár eða svo í laut- um í hrauninu, þannig að vatn sígi úr honum. Verksmiðjan yrði í Bjarnarflagi og þar hefur verið borað eftir gufu með ágætum árangri. Þar yi'ði leir- inn hreinsaður og þurrkaður. Verksmiðjan, ásamt moksturs- tækjum, skrifstofubyggingum og öllu öðru tilheyrandi fram- leiðslunni, myndi kosta um 130 millj. kr. Auk þess þyrfti að leggja nýjan veg frá verksmiðj- Aluminiuni. Framleiðsla á aluminium er líklega sá iðnaður sem er líkleg astur til þess að ryðja sér til rúms hér á landi. Þetta hefur verið reynsla í flestum löndum, sem byrjað hafa rafefna og raf- málmiðnað, að það hefur verið aluminiumframleiðsla og áburð- arframleiðsla, sem byrjað er á. Aluminium er framleitt úr sérstökum leir, sem finnst yfir- leitt í suðrænum löndum. Það finnst aðeins slíkur leir hér á landi, en hann er ekki af þess- ari eftirsóttu gerð. Leirinn er hreinsaður með því að sjóða hann í vítissóda, sem venjulega er gert við námurnar. Síðan er hann í öllum tilfellum fluttur með stórum skipum, þangað sem raforkan er ódýr. Ur 4 kg. af-leir fást 2 kg. af duftinu og siðan úr duftinu 1 kg. af hrein- um málmi. Notkun málmsins hefur vaxið mjög á undanförn- um árum. Árið 1963 var notkun in 5,5 millj. tonn í heiminum. í Bandaríkjunum eru notuð um 11 kg. af aluminium pr. íbúa. í Evrópu er þetta ekki enn nema 3—4 kg. og í Asíu og Afríku er notkunin innan við % kg. á hvern íbúa. Málmurinn á því enn mikinn óunninn markað, þrátt fyrir plastið, sem í sum- um greinum leysir aluminium af hólmi. Um það bil 15% af kostnaði við vinnslu aluminium er rafmagnskostnaður og er það álíka mikið og kostnaðarverð aluminiumduftsins, að meðtöld- um flutningskostnaði á vinnslu- stað. Þessi iðnaður er því stöð- ugt að leita að ódýrri raforku. Það skiptir minna máli hvort hráefnið er flutt stutt eða langt. Allir aluminiumframleiðendur flytja aluminiumduftið langar leiðir. Það hefur lengi verið rætt um aluminiumverksmiðju hér á landi. En stóriðjunefnd ríkisstjórnarinnar hefur unnið töluvert að málinu, að því er okkur skilst, og okkur er nú sagt, að það sé komið mjög ná- lægt byggingu 30 þús. tonna al- uminiumverksmiðju hér á landi í samvinnu við svissneskt alum- iniumfyrirtæki. Ég hef engan aðgang að störfum stóriðju- nefndar. í fyrsta lagi er stærð verksmiðjunnar, 30 þús. tonn, mjög athyglisverð. Ég hef átt viðræður um þetta mál við marga aluminiumframleiðendur í ýmsum löndum, og þeir full- yrtu allir, að minnsta hagkvæm stærð væri 75—100 þús. tonna framleiðsla á ári. En þessi litla verksmiðja er kostur fyrir okk- ur. Átakið er nógu stórt samt. Verksmiðja, sem framleiðir 30 þús. tonn myndi kosta um 1100 millj. kr. Gert er ráð fyrir því að virkja 105 þús. kw. við Búr- Ef til vill finnst henni hún hafa yngst upp, meðan áhrif andlits- snyrtingarinnar vara í andliti hennar. En að því loknu — já, þá fer hún sennilega á „nýjan túr.“ Hamingjan góða, hve margs konar örlög manna dyljast í strand- bænum þeim arna! Hugur Iðunnar nemur staðar. Skyldu hennar eigin örlög einnig eiga að dyljast hér? Nei, það heldur hún ekki. Bærinn er aðeins áfangi á lífsleið hennar. Einn kafli ævi hennar. Hennar lífsbraut heldur áfram, lengra fram. Hún á ekki að enda hjá Rossí í fegrunarstofnuninni hans, og heldur ekki í neinni ann- arri stofnun. Það er þó einmitt þetta, sem veldur spenningi dag- anna. Er það ekki raunverulega þetta, sem heldur lxfinu vakandi og gerir það þess vert, að því sé lifað: — Að geta spurt sjálfan sig, hvað morgundagurinn muni bera í skauti sér handa mér? Og samt vitum við alls ekki, hvort við eigum yfirleitt nokkurn morg- undag í vændum! VIII. Nú er bréfið frá Jörundi komið! Iðunn þekkir strax skriftina. Blátt aflangt umslag blasir við henni eins og opinberun á litla japanska borðinu. Hún hleypur ekki til að opna bréfið. Hún stillir sig. Fyrst fer hún úr kápunni og síðan að líta eftir þeim Sigríði og Björgu. Þær eru báðar úti í kvöld. Loks opnar Iðunn bréfið. Tvær arkir með skrift Jörundar: „Kæra Iðunn.“ Hún lætur augun hvíla á ávarpinu. Skyldi nokkur sérstök dýpri meining dyljast í þessu „kæra“? Eða er það aðeins nauðsyn- legt kurteisislegt ávarp framan við nafnið hennar? Hún heldur áfram að lesa. Bréfið er fljótlesið, alltof fljótlesið. Og hvað fær hún svo út úr bréfsefninu? Er það ekki aðeins eins og laglegur stíll um nýjustu fréttirnar í höfuðstaðnum? Nei, hún verður að lesa það upp aftur. Og þá er eins og orðin verði þýðari og innilegri. Hún fær meira út úr þeim heldur en í fyrstu umferð! Það er sem orðin hafi aðra merkingu gagnvart henni. Hún lætur bréfið í um- slagið. Iðunn finnur hvorki til gleði né vonbrigða. Hún veit aðeins, að nú er spani eftirvæntingarinnar lokið að þessu sinni. Hún hefir beðið eftir þessu bréfi á hverjum degi upp á síðkastið. Hún hefir vænst þess og fundið til vonbrigðanna á hverjum degi eftir lok- unartíma, er hún varð þess vör, að bréfið var ekki komið. En nú liggur það hér fyrir framan hana. Hún veit hvað í því stendur. Hefði hann aðeins drepið á það í einni línu, að hann saknaði hennar dáltið! Það mundi óðar hafa glatt hana fullkomlega. En nei. Bréfið er þannig orðað að efni og innræti, að það hefði allt eins getað verið ætlað annarri hvorri móðursystur hans að því leyti. Það liggur við að Iöunn verði gröm, en það stendur ekki lengi. Nei, hún getur ekki verið gröm við Jörund, hvernig og hvað sem hann skrifar. Hún getur ekki kennt honum um neitt. Milli þeirra hafa ekki verið nein heit né önnur bönd. En hún veit með sér, AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN 17 að þegar hún skrifar honum aftur, — já, þá muni hún skrifa allt öðruvísi. En hún ætlar ekki að skrifa honum strax. Hann skal fá að bíða eftir bréfi, ef hann kærir sig þá nokkuð um það. Æ, svei, nú er hún óréttlát! Auðvitað býst Jörundur við bréfi frá henni. Það var einmitt hann, sem stakk upp á því, að þau skyldu skrifast á. — En hún vildi nú hugsa rækilega um bréf sitt, áður en hún skrifaði það. Hún ætlar að hugsa það út, þegar hún er háttuð. Þá ætlar hún að vaka stundarkorn og skálda eitthvað verulega fall- egt, svo að honum verði hugsað til hennar í draumum sínum. ----------- Jæja: Situr hún þá ekki hérna og er blátt áfram að óska þess, að Jörundi skuli þykja vænt um hana? En hvers vegna fór hún þá úr höfuðstaðnum? Þar hafði hún þó tækifæri til að hitta hann, hvenær sem hún vildi. Þá hefðu þau getað skemmt sér saman eins og áður. Já, og ef til vill hefðu þau trúlofast um vorið, hefði hún ekki farið hingað. Því að Jörundur hefur sýnt henni á einn og annan hátt, að honum þyki vænt um hana, — að hún heldur, — þótt hann hafi ekki sagt það berum orðum. En þykir henni þá vænt um hann? Hún er ekki alveg viss um það. Hann á þó sérstöðu í huga liennar. Nærri daglega leitar hugur henn- ar til hans. Og þegar henni verður hugsað heim, austur yfir fjöllin, er Jörundur jafnan með á ferðinni. Þegar hún sér aðra unga pilta, verður henni þegar að bera þá saman við Jörund. Og þá komast þeir ekki í jafnkvisti við hann. Hún hefur enn ekki hitt hans líka. Allir aðrir piltar verða lítils virði í hennar augum. — Það hefði verið dá- samlegt að fá að spjalla við hann örstutta stund núna! En Jörundur er langt í burtu héðan. Og bréfið hans liggur hérna fyrir framan hana. Það er ofurlítil tóbakslykt að því. Örlítil hitabylgja fer um Iðunni. Hún er samt glöð af því, að bréfið frá Jörundi er komið. Iðunn fær „austurþrá“ sem snöggvast. En samt iðrast hún þess ekki að hafa farið hingað. Hún finnur á sér, að ferðin hingað er ekki aðeins „hugdetta". Einhver tilgangur hlýtur að liggja að baki. Og þannig hlýtur að vera um öll önnur atriði lífs hennar. Einnig um Jörund! Væri annars um nokkuð að velja? Þá er hringt dyrabjöll- unni. Hún hrekkur við. Þetta kom svo óvænt. Hún opnar hurðina. Rossx stendur fyrir framan. — Það er bara ég, ungfrú Falk, segir hann og brosir ofurlítið. — Gerið þér svo vel! Iðunn býður honum innfyrir. — Eg er bara dálítið forvitinn í að frétta, hvernig yður gekk hjá frú Gilde. fell í Þjórsá, og sú virkjun yrði smám sarnan aukin upp í 210 þús. kw. Fyrstu 105 þús. kw. myndu kosta aðrar 1100 millj. kr. Verksmiðjan sjálf myndi nota helminginn af ork- unni eða aðeins 55 þús. kw., en afgangurinn yrði til okkar eigin nota. Raforkukostnaðurinn við við verksmiðjuvegg í Reykja- vík eða í nágrenni er áætlaður 13 aura kílóvattstundin til að byrja með en myndi lækka nið- ur í 10—11 aura og er þetta mik ið lægra en rafmagnsverðið er í dag. En hver áhrif myndi nú slík verksmiðja hafa á efnahag landsins? Því miður þekki ég ekki til þeirra samninga, sem sennilega stendur til að gera við erlenda aðila, ef málið er komið svo langt, sem okkur er sagt. En það er staðreynd, að hagnaður okkar af slíkri verk- smiðju, byggist að öllu leyti á þeirn samningum, sem gerðir verða. Vei'ksmiðjan myndi verða eign útlendinga. Þetta er leið, sem farin hefur vei'ið hjá fjölda mörgum þjóðum með góðum árangfi, t. d. hjá frænd- um okkar Norðmönnum. Norð- menn hófu samvinnu við erlent fjármagn 1909 og þeir hafa gert sína samninga mjög skynsam- lega og yfirleitt tekið þá stefnu að tileinka sér þekkingu fyrst og fremst. Og smám saman hafa þeir getað staðið á eigin fótum með sína framleiðslu. Fimm er- lend aluminiumfyrirtæki eru starfandi í Noregi og þau störf- uðu þar ein í um það bil 20—30 ár. En langsamlega stærsta al- jjminiumfyi'irtækið í Noregi nú, er íxlgerlega norskt. Sama má segja um fleiri fyrirtæki þar, sem byrjuðu í samvinnu við er- lent fjármagn svo sem Norsk Hydro, sem í fyrstu var stofnað að tveim þriðju með erlendu fjármagni og í dag er nú eitt sterkasta fyrirtæki í allri tækni í rafeindaiðnaði í heiminum. Norðmenn eiga nú þetta stór- fyrirtæki sjálfir að tveim þi'iðju hlutum, og er stærsta iðnfyrh- tæki þeirra. í Noregi eru núna 14600 mann starfandi hjá fyrix'- tækjum, sem eru að meii-a en 50% í eigu útlendinga. Miðað við mannfjölda svaraði þetta til þess að hér störfuðu 700 manns. En þetta hlutfall var miklu stærra í Noregi á árunum fyrir síðustu styrjöld. Ég kom einu sinni á skrif- stofu Tryggva Lie í Noregi. Hann vann þá að því að laða að erlent fjármagn. Norðmenn leituðu eftir erlendu fjái'magni, ekki fyi-st og fremst vegna fjár- skorts, heldur vegna tækniþekk ingarinnar sem þeir fengu sam- tímis. Og þeir samningar, sem þeir gerðu byggðust fyrst og fremst á því að reyna að afla sér hennar um leið. Ég er þehr- ar skoðunar, að ef íslendingar ætla sér að verða efnahagslega sjálfstæð þjóð í tækniveröld (Framhald á blaðsíðu 7). — O, það gekk prýðilega. Iðunn setur fram einn japanska stólinn og býður Rossí sæti. Þakka yður fyrir. Rossí sléttir buxurnar vel að aftan, áður en hann setzt létt á stólinn. Þér skiljið eflaust, ungfrú Falk, að eftir að þér voruð farin, datt mér nokkuð í hug: Það var kannski skrýtið af mér að biðja yður að fara til frú Gilde, þegar hún var í svona ástandi. Þér hefðuð getað tekið því illa. Iðunn setzt einnig niður. — Nei, alls ekki. Frú Gilde var eigin- lega ágæt. Ég hélt að hún hefði verið enn verr farin. Hún talaði alveg skynsamlega nærri allan tímann. Og hún svaf fast, meðan ég framkvæmdi alla snyrtinguna. — Það var það allia bezta! — Má ég reykja hérna inni hjá yður? Rossí tekur upp vindlinga og býður Iðunni. Hún tekur einn, og hann kveikir fyrir hana. — Já, þér gerðuð mér mikinn greiða með þessu, segir hann og krossleggur fæturna ljómandi laglega. — Já, ég kenni eiginlega helzt í brjósti um frú Gilde, segir Iðunn allt í einu. — Það geri ég líka, segir Rossí. Þó er kannski ekki nein sér- stök ástæða til þess. Að undanskilinni þessari áfengis-ástríðu henn- ar verður eigi annað sagt, en að henni líði í rauninni ágætlega. — Já, ég veit ekki hvað um það skal segja. Iðunn vippar vind- lingnum milli fingranna. — Þannig liggur víst í þessu, að frú Gilde drekkur til að dreifa hugsunum sínum um vonbrigði þau, sem hún hefur orðið fyrir á listrænum vettvangi. Og auk þess á hún við aðra mæðu að stríða, — og það er aldurinn. Hann læðist að henni og sviptir hana sinni og sönsum, að því er hún sjálf segir. En þessi kvíði eða ótti fylgir kannski öllum konum. — Ekki öllum. Rossí fylgir reykjarbaugunum með augunum. — Það eru nú fyrst og fremst borgarkonurnar, sem bera þennan kvíða fyrir brjósti, þessa hræðslu um að glata þeirri fegurð, sem þær telja sig eiga, segir hann. — Þessi ótti er svo að segja sam- eiginlegur bæjarrykinu. En lítið þér á sveitakonuna! Hún þjáist aldrei að ráði af þessum ótta. Henni dettur ekki í hug þessi hræðsla um að missa andlitsfegurð sína. Það er fyrst og fremst þegar konur komast í kynni við borgarlífið, að slíkar hugsanir taka að festa rætur í huga þeirra. — Ég sé fyrir mér miðaldra konu á litlum erfiðum sveitabæ. Hrukkur hafa náð festu í sterkbyggðu andliti hennar. Hvítt hár og mikið hvelfist yfir háu enni hennar eins og heiðurs-kóróna. Augun mild og blá ljóma við manni og umlykja allt með ástúðlegri blíðu. — Þessi kona er ekkert smeyk við hrukk- urnar. Henni bregður ekkert við, þótt hárið gráni. Hún veitir þvx enga athygli. Og verði henni einstaka sinnum litið í spegil, þá er henni ljóst, að þessar hrukkur stafa af hugsunum sínum öll árin í blíðu og stríðu. En andlitsdrættir hennar eru hreinir og skýrir og bera ekki nein merki af ómerkilegum utangátta ástríðum og viðfangsefnum. Allar hrukkur, andlitsdrættirnir og hvíta hárið eru henni eins konar heiðursmerki, sem gera svipmót hennar gáfulegt og andlitið tilkomumikið. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.