Dagur - 12.03.1964, Page 1

Dagur - 12.03.1964, Page 1
NÝIR KAUPENDUR fá framhaldssöguna, ^GULLNABORGIN" frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. XLVII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 12. marz 1964 — 21. tbl. VINSAMLEGA LAT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. ÍSLENZKIR HESTAR 1 TIL SVISS FYRIR nokkrum dögum voru 64 hestar leiddir í Canadair-flug vél á Keflavíkurflugvelli. FluttL vélin hesta þessa til Sviss. Sagt er að hér sé um reið- hrossaefni að ræða og ætluð til reiðar. Bændur fengu 7—8 þús.. kr. fyrir hvern hest. Sigurður Hannesson & Co. ér útflytjandi,, en kaupandi er maður að nafni Fritz Kern. Hann hefur áður keypt hér hross til útflutnings, alls hátt á fjórða hundrað. Svisslendingar hafa keypt grað hest hér á landi og eru byrjaðir á hrössarækt hins íslenzka stofns. (Framhald á blaðsíðu 2) LOFTLEIDIR 20 ÁRA FLUGFÉLAGIÐ Loftleiðir hf. er 20 ára um þessar mundir. Fyrsti flugdagur félagsins var 7. apríl 1944, þá var flogið á jStinson-vél. En brátt var félag ið orðið athafnasamt, hóf stór rekstur, á íslenzkan mæli- kvarða, með flugi, innanlands og utan. • Skymasterflugvélar félags- ins urðu vinsælar — lágu far- gjöldin einnig. Samkeppnin milli Loftleiða og erlendra flugfélaga er öllum kunn. Um 1960 seldi félagið Sky- mastervélarnar og keypti Cloudmastervélar og eiga 5 slíkar. Nú eru Loftleiðir að kaupa 2 risastórar Canadair- skrúfuþotur. Hluthafar Loftleiða eru á 7. lnindrað. □ ÞESSI mynd er tekin yfir landsvæði það, sem rætt er um, sem stað fyrir stóriðju við Eyjafjörð. Sér niður að Dagverðareyri nokk- uð til hægri á myndinni og að Gásum til vinstri, við sjóinn. Hér er um allstórt land að ræða og hafnarskilyrði hin ákjósanlegustu. TÓLF MÍLUNUM HEILSHUGAR FAGNAD r En Islendingar þurfa að endurheimta rétt sinn til einhliða útfærslu út fyrir 12 mílna mörkin I GÆRMORGUN rann út sá samningur við Breta og Þjóðverja, sem lieimilaði þeim veiðar innan 12 mílna fiskiveiðimarkanna og núverandi stjórnarvöld íslands gerðu við þá árið 1961. Alþjóð fagnar því, að hafa nú óskertan rétt til 12 mílnanna, enda eru nú allir á eitt sáttir um, að útfærsla fiskveiðilögsög unnar í 12 mílur 1958 í tíð vinstri stjórnarinnar, hafi verið gæfuspor. En ber þá engan skugga á þessi mál? Jú, sá skuggi er frá 1961, þegar landhelgissamning- urinn við Breta var gerður, um undanþágur til veiða á vissum svæðum innan 12 mílnanna. Þá lýsti stjórnarandstaðan öll yfir því, að samningur þessi væri nauðungarsamningur, sem yrði að hnekkja við fyrsta tækifæri. Sú yfirlýsing er gott vopn í baráttunni fyrir réttinum til meiri útfærslu landhelginnar. Fögnuður þjóðarinnar nú, yf- ir endurheimt veiðisvæða úr höndum útlendinga, er tvímæla- laus. En fögnuður stjórnarblaðanna sem kölluðu nauðungarsamning inn 1961 sigursamning á sínum tíma, er talandi vottur um, að nefndur samningur var stór ósigur. En núverandi ríkisstjórn íslands skuldbatt íslendinga til að tilkynna Bretum með 6 mán aða fyrirvara, ef þeir hyggðust færa landhelgina lengra út á landgrunnið — út fyrir 12 mílna mörkin. Og Bi'etar hafa um það eindæmi, að vísa þá málinu til Haag-dómsins, þótt í starfsreglum dómsins sé kveðið á um, að báðir málsaðilar verði að samþykkja málskot til hans. M. ö. ö.: íslendingar afsöluðu sér einhliða útfærslurétti sín- um — því miður. Þetta er skugginn, sem við verðum að af má með öllum löglegum ráð- um og eins fljótt og auðið verð- ur. □ Afhyglisvert nýmæli í búnaðarlöggjöf Framsóknarmenn flytja frv. um samvinnubú- skap, til að koma í veg fyrir eyðingu sveitarfél. ÞETTA frumvarp er flutt af Framsóknarmönnum í efri deild Alþingis. í greinargerðinni segja þeir m. a.: „Landbúnaðurinn hefur verið stundaður á íslandi, frá því að það byggðist. Öldum saman var Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins AÐALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarílokksins árið 1964 var lialdinn um síðustu helgi í Reykjavík. Fundurinn var settur kl. 2 e. h. á föstudaginn 6. þ. m. og lauk laust fyrir miðnætti á sunnu- dagskvöld. Fundarstaðurinn var Félagsheimili Framsóknarmanna, Tjarnargötu 6. Af 90 miðstjórnarmönnum mættu 84 miðstjórnarmenn eða varamenn þeirra. En af þeim 6 sem vantaði voru 3 úr Vest- Bændaklúbbsfundur NÆSTI bændaklúbbsfundur verður lialdinn í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri 16. marz. Málshefjendur: Gunnar Bjarna- son kennari á Hvanneyri og Jónas Jónsson landbúnaðar- kanditat frá Ystafelli. □ fjarðakjördæmi, 2 úr Norður- landskjördæmi vestra og alþing- ismaðurinn Hermann Jónasson, sem dvelur erlendis. Þrjár nefndir voru starfandi á miðstjórnarfundinum: Stjórn- málanefnd, blaða- og fjárhags- nefnd og skipulagsnefnd. Þátttaka í umræðum var mik- il og merkar ályktanir sam- þykktar, meðal- annars stjórn- málaályktun sú, sem birt var í Tímanum. Fundai-stjórar voru: Þor- steinn Sigurðsson Vatnsleysu, Þorsteinn Sigfússon Sand- brekku, Bjarni Guðbjörnsson ísafirði, Matthías Ingibergsson Selfossi, Sigurður Jóhannesson Akureyri og Halldór E. Sigurðs son Borgarnesi. Fundarritari var Björn Teitsson á Brún. Þrjátíu manns tóku til máls á hinum almennu umræðufund- um. Þetta er fyrsti miðstjórnar- fundurinn, sem haldinn er í Framsóknarflokknum samkv. hinum nýju flokkslögum. En samkvæmt þeim er meirihluti miðstjórnarinnar kosinn í hin- um ýmsu kjördæmaþingum Framsóknarmanna. □ hann nær eini atvinnuvegur þjóðarinnar. Heimilin voru þá að jafnaði fjölmenn og hægt að koma við verkaskiptingu. Fólksfækkun í sveituin 1910—60. Á þessari öld hefur byggðin í landinu og atvinnuhættir ger- breytzt. Vélaaflið hefur verið tekið í þjónustu atvinnuveg- anna, nýjum atvinnugreinum komið á fót og fjármagn til at- vinnurekstrar stóraukið. Þessar miklu breytingar hafa haft það í för með sér, að á þessari öld hefur þróunin verið þannig, að þeim, er stunda land búnað, hefur stöðugt fækkað í hlutfalli við íbúafjölda landsins. Um síðustu aldamót hafði meirihluti þjóðarinnar framfæri af landbúnaði. Samkvæmt manntalsskýrslum Hagstofu ís- lands voru þeir, er stunduðu landbúnað, árið 1910 51% af þjóðinni, árið 1920 42,9%, árið 1930 35,8%, árið 1940 30,6%, árið 1950 19,9%. Og talið er, að 1960 hafi ca. 15% af þjóðinni stundað landbúnað. Vitanlega er erfitt að draga glögga marka- línu, þegar þjóðinni er skipt í atvinnustéttir, og þessar tölur munu ekki allar vera reiknaðar eftir sömu reglum, en þær sýna samt þróunina. Þrátt fyrir þessa þróun hefur framleiðsla land- búnaðarins vaxið hröðum skref- um, svo að á síðustu 15 árum hefur mjólkurframleiðslan um það bil þrefaldazt og framleiðsla sauðfjárafurða nærri tvöfaldazt. Vélvæðing landbúnaðarins eyk- ur þannig afköstin og fram- leiðslumagnið. Talið er, að sveitabýlin séu 5500—6000. Hefur tala lögbýla haldizt svipuð um alllangt skeið. þótt bændum hafi fækkað. Margar jarðir hafa að vísu lagzt (Framhald á blaðsíðu 2). Norðurlandsborirm UPPLÝST var í bæjarráði, af bæjarstjóranum, Magnúsi E. Guðjónssyni, að samkvæmt um sögn dr. Gunnars Böðvarssonar og raforkumálastjóra, mætti vænta Norðurlandsborsins í júníbyrjun í sumar. Lagði Gunn ar til að boruð yrði fyrst á Laugalandi á Þelamörk, 500 til 1500 m djúp hola. Hann ráðlegg ur einnig, að boraðar verði 2 holur með minni bor í bæjar- landinu. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.