Dagur


Dagur - 12.03.1964, Qupperneq 2

Dagur - 12.03.1964, Qupperneq 2
2 | (Framhald af blaðsíðu 1). : í eyði, en sumar þó verið nytj- aðar áfram sem lögbýli, og ný- býli hafa verið reist á ýmsum st'óðum. Fólksfækkunin í sveit- um hefur einkum orðið með þeim hætti, að hvert heimili er fámennara en áður var. Vinnu- fólk er horfið af sveitaheimilun- um og flestir bændur einyrkjar. Einyrkjabúskapur. Reynslan sannar, að einyrkja búskapur hefur mikla ann- marka. Starf einyrkjans er mjög bindandi. Hann þarf einn að leysa af hendi margvísleg vérkefni, sem hann er misjafn- loga vel fallinn til að vinna, og ef annað hjónanna á sveitaheim ilinu forfallast um skemmri eða lengri tíma, þá getur það valdið miklum örðugleikum, þar sem einyrki á í hlut. Nauðsyn ber til þess, að leitað sé ráða til þess að skapa sveitabúskapnum sem mest ör-yggi. j Samvinna um vélaeign. Með samvinnuskipulagi hefur bændastéttin með aðstoð lög- gjafarvaldsins lyft Gréttistök- um á sviði viðskipta og afurða- sölu. Þegar hinar stórvirku jarð- ræktarvélar tóku að ryðja sér til í’úms, reyndist það flestum einstaklingum í bændastétt of- viða sökum kostnaðar að kaupa þær og reka. Hins vegar eru slíkar vélar og viðeigandi tæki nauðsynleg við framkvæmdir í sveitum. Þennan vanda hefur bændastéttin leyst mjög greið- lega og ágreiningslítið á grund- velli löggjafar með stofnun ræktunarfélaga og samvinnu um kaup vélanna og rekstur þeirra. Til eru sveitir hér á landi, þar sem algengt er, að skyld- fólk vinni saman að búskáp. Slíkur sámvinnubúskápur, þótt óformlegur sé víðast hvar, hef- ur víða gefið góða raun. Aukin samvinna í búskap ætti að geta valdið breytingum til bóta. Flutningsmenn þessa frum- varps telja tímabært, að með lög gjöf verði lagður grundvöllur að stofnun samvinnubúa í sveit um, svo að þeir, er áhuga hafa á að stofna til búrekstrar í því formi og telja sér það henta, geti stuðzt við löggjöf. Áhugi, framtak og félags- hyggja einstaklinganna ræður úrslitum um það, hvort sam- vinnubúskapur nær útbreiðslu og blómgast. Reynslan ein fær úr því skorið, hver þróunin verð ur að þessu leyti. En augljóst er, að samvinnubúskapur hefur ýmsa kosti og mun gera sveita- fólkinu kleift að losna við ann- marka, sem einyrkjabúskap fylgja. Þar sem tveir bændur eða fleiri starfa saman að bú- rekstri, getur komizt á hag- kvæm verkaskipting, fram- kvæmdir orðið hlutfallslega meiri en hjá einyrkjum, vélaafl- ið notast betur og búin orðin hlutfallslega stærri. Það má þó telja enn mikilvægara, að með samstarfi í búskap skapast ör- yggi, þannig að búið verður ekki í bráðri hættu, þótt einn maður forfallist, þar sem sam- starfsmenn hlaupa þá undir bagga. Með samvinnubúskap mun og gefast kostur á meira frjálsræði til að taka þátt í nú- tíma þjóðlííi en einyrkjabúskap- ur leyfir. Efni frumvarpsins. Flutningsmenn telja ráðlegt að heimila í lögum nýbýlastjórn í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjcrn að stofna til sam- vinnubúskapar, ef talið er, að með því verði komið í veg fyrir yfirvofandi upplausn og eyð- ingu byggðar á stöðum, þar sem eru góð búskaparskilyrði af náttúrunnar hendi. Eru í frv. ákvæði, er að þessu lúta. í fyrsta kafla frv. er það skil- , greint, að það sé samvinnubú- skapur samkvæmt lögum þess- um, ef tveir bændur eða fleiri saman reka í félagi samkvæmt samningi eitt bú, þar sem aðil- ar vinna saman við búið, vélar og tæki vegna búrekstrarins eru sameign og jörð og útihús eru til sameiginlegra afnota végna búskaparins. Þá er og kveðið svo á, að gerður skuli stofn- samningur milli aðila, ef stofn- að ér til samvinnubúskapar, og sé samningnum þinglýst. í öðrum kafla frv. segir, að bændum, sem stofna samvinnu- bú, sé heimilt að sameina jarð- ir til að reka á þeim samvinnu- búskap, þó ekki fleiri jarðir en stofnendur samvinnúbúsins eru samkvæmt stofnsamningi, nema nýbýlastjórn og hlutaðeigandi svéitarstjórn samþykki. Þriðji kafli frv. er um sam- vinnubúskap í byggðahverfum. Þar er svo mælt, að nýbýla- stjórn sé heimilt að hlutast til um, að komið verði á fót sam- vinnubúskap í byggðahverfum, sem stofnuð eru af Landnámi ríkisins. Skal þá miða við það ræktun og byggingar í byggða- hverfinu. Fjórði kafli frv. er um sam- vinnubúskap til að koma í veg fyrir eyðingu sveitarfélags. Þar er kveðið svo á, að Landnámi ríkisins sé heimilt, ef yfirvof- andi hætta er á, að byggð eyð- ist í sveitarfélagi, þar sem góð skilyrði eru til búskapar frá náttúrunnar hendi, að stofna þar til samvinnuþúskapar, ef talið er, að með því verði kom- ið í veg fyrir eyðingu byggðar- innar. Landnám ríkisins aflar sér þá nægilegs lands að dómi nýbýlastjórnar til ræktunar og beitar, ræktar að fullu land, sem svarar til allt að 25 ha fyrir hvert heimili, reisir íbúðir og nauðsynleg útihús fyrir sam- vinnubúið. Ríkissjóður skal greiða Landnámi ríkisins til þessara framkvæmda 10 millj. kr. árlega næstu 10 ár. Aðstoð vegna byrjunarerfið- leika. Fimmti kafli eru almenn ákvæði. Þar er svo fyrir mælt, að nýbýlastjórn skuli veita að- stoð og léiðbeiningar við fram- kvæmd laganna og hvaða meg- inatriði um réttindi og skyldur aðilar skuli taka fram í stofn- samningi. Ennfremur er þar kveðið á um það, að samvinnu- bú skuli hafa sama rétt til lán- töku í Stofnlánadeild landbún- aðarins og til framlaga sam- kvæmt jarðræktarlögum og lög um um Stofnlánadeild landbún- aðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum eins og að- ilar að búinu hefðu haft, ef þeir hefðu búið hver út af fyrir sig á sérstakri bújörð. Auk þess skal nýbýlastjórn heimilt, ef stofnun samvinnubús hefur í för með sér sérstakan kostnað á byrjunarstigi umfram venju- legan stofnkostnað einkabús, að veita stofnendum óafturkræft framlag eftir því, sem fé verður til þess veitt á fjárlögum. Enn fremur skal Stofnlánadeild land búnaðarins heimilt að veita sam vinnubúi stofnlán til þess að standa straum af slíkum kostn- aði, ef nýbýlastjórn mælir með því. Loks eru ákvæði um, að samvinnubúi sé heimilt áð taka lán til vélakaupa eða bústofns- kaupa gegn veði í fasteignum éða öðrum eignum búsins. Samkvæmt frv. skal Teikni- stofa landbúnaðarins, Búnaðar- félag íslands og Búreikninga- skrifstofa ríkisins — hver stofn- un á sínu sviði — veita aðstoð við framkvæmd laganna.“ Stofnun samvinnu-nýbýla til að koma í veg fyrir eyðingu sveit- arfélags. Ákvæði frv. um samvinnu- búskap til að koma í veg fyrir eyðingu sveitarfélaga, sem í 5.—8. grein hljóða svo: „Nú er yfirvofandi hætta á, að byggð eyðist í sveitarfélagi, að dómi nýbýlastjórnar og hlut- aðeigandi. sveitarstjórnar, þar sem góð skilyrði eru til búskap- ar frá náttúrunnar hendi, og er Landnámi ríkisins þá heimilt, að fengnu samþykki eða eftir ósk hlutaðeigandi sveitarst j ór nar, að stofna þar til samvinnubú- skapar samkvæmt lögum þess- um, ef talið er, að með því verði komið í veg fyrir eyðingu byggð arinnar. Nú ákveður nýbýlastjórn framkvæmdir samkvæmt 5. gr. og skal þá að jafnaði miða þær við, að eigi færri en þrjú heim- ili séu í hverri samvinnúbyggð. Landnám ríkisins aflar sér nægi legs lands, að dómi nýbýlastjórn ar, til ræktunar og beitar, rækt- ar að fullu land, sem svarar til allt að 25 ha fyrir hvert heimili, reisir íbúðir og nauðsynleg úti- hús fyrir samvinnubúið. Ríkissjóður greiðir Landnámi ríkisins til stofnunar samvinnu- búa samkvæmt þessum kafla laganna 10 millj. kr. árlega næstu tíu ár. Samvinnubú, sem stofnað er samkvæmt þessum kafla lag- anna, greiðir Landnámi ríkisins leigu eftir land og mannvirki samvinnubúsins eftir sömu regl- um og nýbýli í byggðahvérfi, sbr. lög nr. 75 1962, VI. kafla.“ d Verffur Hvífá í MAGNI, blað Framsóknar- manna á Akranesi, segir svo frá: „Aðalfundur Andakílsárvirkj- unar 1963 var haldinn í Borgar- nesi 14. des. s.l. Virkjunin er sameign Akraness, Borgarfjarð- arsýslu og Mýrasýslu. Formað- ur er Magnús Guðmundsson, fulltrúi, Akranesi. Stöðvarstjóri er Oskar Eggertsson. Okruframleiðsla og notkun 1963. Orkuverið framleiddi 26.950.- 750 kwst. Aðkeypt orka frá Sog inu var 6.817.545 kwst. eða alls seld raforka 33.768.295 kwst. Skiptist hún þannig milli not- enda: kwst. Akranes ............ 24.714.396 Borgarnes ........... 3.554.600 Hvanneyri ........... 1.302.134 Borgai'fjarðarveita 1.878.240 Nágrenni .............. 424.190 Stöðvarnotkun .... 137.533 Töp (5,2%)........... 1.575.202 Alls 33.768.295 Fjárhagur og framkvæmdir. Rekstursafkoma virkjunarinn ar hefur verið ágæt undanfarin ár og nýting orkuversins mjög góð. Skuldir í árslok 1962 voru 10,1 millj. kr. mest lán til margra ára með 4—5% vöxtum. Hrein eign var 6,3 millj. kr. Margvíslegar framkvæmdir eru aðkallandi. T. d. spennistöð á Hvanneyri og í Borgamesi. Endurnýjun línunnar til Akra- ness og kaup á nýrri vélasam- stæðu í orkuverið, sem gæti aukið orkuframleiðsluna og sparað aðkeypt rafmagn, sem er miklum* mun dýrara. Allt eru þetta aðkallandi og dýrar Tramkvæmdir, sem kréfjast miklu meira fjármagns en virkj unin hefur yfir að ráða. Verður ekki komiz hjá því að afla veru- Talaði við tí Axarfirði 1. marz. Svo bar til nú fyrir skömmu, að bóndinn á Leifsstöðum í Axarfirði, fór til næsta bæjar, Hafrafellstungu. Þangað er um þriggja km leið. Gangandi fór hann og fylgdi honum tík er Freyja heitir og hálfvaxinn hvolpur undan henni. Bóndinn var að sækja hey og fór því með bíl til baka. Saknar hann Freyju þegar hann er að stíga upp í bílinn og kallar en verður einskis var. Hugsar hann svo ekki meira um það. Telur víst að hún muni skila sér heim, en er þó uggandi um hvolpinn. Kl. 7 um kvöldið er Freyja ekki komin heim. Hringir þá bóndi að Hafrafells- tungu og spyr um hunda sína. Er honum sagt að Freýja hafi lokast inni með hvolpinn, en liggi nú framan dyra og vilji hvergi fara. Spyr hann þá hvört sé möguleiki á því að koma með Freyju að símanum og leggja heyrnartækið við eýra hennar. Borgarf. virkjuð? legs lánsfjár með einhverjum hætti. i Virkjunarrannsókn við Kláf- foss. Á s.l. sumri lét Oskar Eggerts- son stöðvarstjóri rannsaka virkj unarskilyrði við Kláffoss í Hvít- á í þeim tilgangi að Andakílsár- virkjunin reysti þar nýtt orku- ver. Leiddi rannsóknin í Ijós, að virkjunarskilyrði eru þar tiltölu lega hagstæð og virtust fáir hafa gefið því gaum áður. Talið er að .þar sé hægt að byggja 13 þús. kw. orkuver fyrir 160 millj. kr. eða 12.300,00 kr. hvert kw., sem nú er talið hagstætt verðlag. Til samanburðar skal þess getið, að Andakílsárvirkjun er 3500 kw. Svo að hér gæti komið 3—4 sinnum stærra orkuver. Þetta merkilega mál var ítar- lega rætt á fundinum. Hafði Daníel Ágústínusson framsögu fýrir svofelldri tillögu, sem hann flutti, ásamt nokkrum f undarmönnum: „Aðalfundur Andakílsárvirkj- unar 1963 lýsir ánægju sinni yfir rannsóknum þeim, sem farið hafa fram um nýja virkjun. á orkuveitusvæði Andakílsár og samþykkir að fela stjórn og framkvæmdastjóra að halda þeim áfram í þeim tilgangi að Andakílsárvirkjun byggi þar nýtt orkuver. Jafnframt verði fleiri staðir í Borgarfj arðarhéraði rannsak- aðir í sama tilgangi.“ □ - íslenzkir hestar ... (Framhald af blaðsíðu 1). Umboðsmaður hins svissneska kaupenda hefur frá því sagt, að híargár hfýssúrnar sem keyptár voru hér á landi, hafi verið fyl- fullar, svo fjölgun stofnsins úti, sé ekki vandkvæðum bundin.Q kina í síma En því vel tekið. Kallar hann síðan nafn hennar og segir að hún skuli koma heim hið snar- asta. Ennfremur gaf hann frá sér nokkur hljóð sem tákna það að hennar muni þörf og það fljótt. Freyju bregður mjög er hún heyrir rödd herra síns og þýtur út. Fer maður á eftir henni og verður þess var að hún situr norðan bæjar og horf- ir í áttina heim. Trúlega hefur hikið stafað af því að hvolpur- inn lá inni, hlýðnin við hús- bónda sinn og móðurástin bar- ist um völdin. En maðurinn var skilningsríkur, sótti hvolpinn og lét hann til hennar. Hálfri klukkustund síðar fer bóndinn á Leifsstöðum og opnar útidyr á húsi sínu. Það fyrsta sem hann sér er Freýja og hvolpurinn. Urðu þar fagnaðarfundir og mikið var sriúist og hoppað eftir að klappað hafði verið hlýlega á kollinn og strokið mjúklega um bak. K. K.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.