Dagur - 18.03.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 18.03.1964, Blaðsíða 8
8 Skriifinnsku fyrirmæli, sem eru niðurlægjándi fyrir bændastéttina virke“, einkum um vélanotkun. Vélahringir. (maskinringer) í ýmsu formi eru margir, og það er lögð sérstök áherzla á að slík félög hafi nákvæm lög, þar sem skyldur og réttindi með- limanna séu ótvíræð. Það hefur bitur reynsla kennt. Ráðunauturinn Arnstad, sem ræddi um samfjósin, var mjög gætinn og mjög hófsamur. Fá- ein samvinnufjós eru við lýði í Noregi, sagði hann, og það er fylgzt vel með viðgangi þeirra. Um 5 þeirra var gefin út mjög ýtarleg skýrsla 1957, 85 blað- síður í meðalbroti. Ég hef hana hérna í höndunum. Meðlimir í samfjósunum eru yfirleitt 6—8 og kýrnar 50—80, en í sumum eru bæði menn og kýr færri. Reynt er að miða stærðina við það að einn eða tveir fjósa- menn hafi fulla atvinnu við gegningar. í sumum tilfellum gera eigendurnir það sjálfir til skiptis. Arnstad tók það skýrt (Framhald á blaðsíðu 4). Bændavikan DAGANA 16. til 20. marz er bændavika Búnaðarfélags ís- lands og Stéttarsambands bænda í Ríkisútvarpinu. Ilún er fjölbreytt og byrjar vel. Þar munu koma fram margar þær upplýsingar, sem landsfólk ið þarf að vita, auk skemmti- þátta. Landbúnaðarmálin eru mjög á dagskrá með þjóðinni, og hafa vakið menn til nauðsyn- legrar umhugsunar um þau. □ BÚNAÐARBANKINN hefur sent út fyrirmæli eða. tilkynn- ingu frá Stofnlánadeild landbún aðarins um að umsóknir um lán úr deildinni vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 1964, skuli' hafa borizt bankanum fyrir 15. apríl n. k. Eðlilegt má telja, að bankinn vilji gera tilraun til að fá yfir- lit um lánveitingaþörf á árinu, áður en langt er á það liðið. Bú- ast má við því, að einhverjum bónda kunni að vera óhægt um að slá því föstu fýrir 15. apríl, hvort hann ræðst í umbætur á jörðinni þetta ár eða ekki. E. t. v. verður heldur ekki hart á neinum tekið, þótt hann sæki, en geti svo ekki, þegar til kem- ur, komið fyrirhuguðum fram- kvæmdum í kring. Hitt er hvimleitt af hendi bankastjórnarinnar, að hún gef- ur fyrirmæli um mikla skrif- finnsku og greinargerð, sem telja verður auðmýkjandi fyrir bændur að verða að gera. Hef- ur bankastjórnin gefið út eyðu- blað undir „skýrslu um bú- rekstraraðstöðu og fram- kvæmdaþörf lánsumsækjanda". Skýrsla þessi er í 12 tölusetum liðum og sumir liðirnir í mörg- um greinum. Verður mikið verk fyrir umsækjendur að út- fylla skýrsluna og ekki lítið verk fyrir starfsmenn bankans að vinna úr skýrslunum. Auð- vitað eykur það atvinnu þeim megin. í ofanálag á lánbeiðandinn að fá, handa bankanum: „Umsögn héraðsráðunautar um fram- kvæmdaþörf viðkomandi jarð- ar, miðað við aðstöðu lánsum- sækjanda til fullrar nýtingar fyrirhugaðra umbóta, og grein gerð fyrir líklegum áhrifum þeirra til aukinnar hagkvæmni í búrekstri á jörðinni“. Auk þessa, eru svo eins og áður, ef um byggingar er að ræða, bygg- ingarvottorð trúnaðarmanna í sveitinni, staðfest með undir- skrift bygingarfulltrúa héraðs- ins. Áreiðanlega gæti þetta að meinalausu verið bæði ódýrara og einfaldara. Það lítur út fyi'ir, að þeir sem nú stýi-a Búnaðai'- bankanum, haldi að bændur hafi ekkei't annað að gera en að föndra við svona skriffinnsku (Framhald á blaðsíðu 5). búin eru afai', afar smá. Af 200 þús. býlum stæi'ri en Vz hekt- ari (hin kallast frekar gai-ð- býli), hafa aðeins 10% meira en 10 ha x'æktað land, og 68% hafa meira að segja minna en Hjörtur E. Þórarinsson. FRÉTTABRÉF FRÁ OSLO 7. marz. LANDBÚNAÐARVIKAN held- ur áfram fullum ki'afti, en nú er kominn laugardagur, svo að gamanið er senn á enda. Tvímælalaust er þetla allt stórfróðlegt fyrir bændafólk, sem hér er gestkomandi og stór- kostleg kynning norsks landbún aðar meðal borgaibúa, en til þess er líka leikurinn gerður að verulegu leyti. Annars er hér urmull fyrirtækja sem hafa sýn ingabása, en ekkei't eigá skylt við landbúnað séx-staklega, svo sem verzlanir og framleiðendur alls konar heimilistækja. Fi'æðsluerindi um landbúnað- avmál ei-u flutt mýmörg á hvei'j um degi, oft fleiri en eitt sam- tímis, svo ógerlegt er að fylgjast með öllu, en erindin eru flest stutt, yfii-leitt 10 mínútur, oft- ast með skuggamyndum til skýr ingar, en svo eru fyrirlesarai'ni’' til viðtals í vissum klefum á eftir. Þetta fi'æðslufyrirkomu- lag líkar mér prýðisvel, ég held ég hafi hlustað á ein 12—15 er- indi í gær. Mikið er rætt um hagkvæmni í búskap, í'ationali- seringu (skynvæðingu), m. a. með samvinnu nábúa. Það kalla þeir „nabosamvirke". Um það voru haldin tvö ei'indi í gær og hið þriðja sérstaklega um sam- vinnufjós, „fellesfjös“. Sannleikuiinn er sá, að bú- skapur Norðmanna er í þeirri slæmu aðstöðu að jarðii-nar og 5 ha. En svo fylgir mjög mörg- um jöi'ðum skógur. Eigi að síð- ur er illlíft í möi'gum þessum kotum, enda falla úr byggð 1500 —2000 á ári, því nóg er atvinná í bæjunum. Það gerir málið líka verra, að mikið af ræktar- landinu er svo bratt, að velbeit- ing er illmöguleg eða ógerleg með öllu. Meðalbú hér er því talsvert minna en á íslandi, en þá má ekki gleyma skóginum. Það er því mikið rætt um sam- einingu jai'ða til beti'i hagnýt- ingar vinnuafls rnanna og véla. Og það ei-u auðvitað ekki um- ræðurnar tómar. Þróunin geng- ur í þessa áttina. En Norðmenn vilja fai-a hægt í sakirnar og ekki stofna til stórbyltinga. Þeim finnst byltingin nóg fyrir. í öllum þeii'ra plönum er geng- ið út frá fjölskyldubúskap, en á stórum verksmiðjubúskap er á- hugi alls enginn í þessu latxdi, svo ég hafi orðið var við, og ég hef góðar hejmildir fyrir að svo er ekki. Hins vegar vilja þeir þukla sig áfram með „nabosam- HÉIÍNA er kommóðan, það eina sem bjargaðist af liúsbúnaðinum á Sólbergi, og segir hún, ásamt tlöprum hcimarakka, ferðamanni váleg tíðindi. (Ljósmynd: E. D.) Tún grænka og runnar springa út Runnar laufgast og tún eru að grænka í hinni eindæma hlýju tíð. Trén eru einnig að vakna, sem á vori, nema ís- lenzka birkið. Það þekkir góu- gróðux' og voi'kuldana, og lætur ekki góða veðrið rugla sig í ríminu. Útigangshrossin eru að ganga úr hárunum. En þau vei'ða kul- vís og þola illa voi'kulda á eft- ir. Sagt er, að á nokkrum bæj- um í Húnavatnssýslu sé ekki enn farið að gefa ánum heysti'á síðan í haust. En eigi mun minna gefið af fóðurbæti en áð- ur. Víða eru vegir að mestu klakalausir, þurrir og góðir, eft- ir því sem hér gerist. Og enn er sunnanátt. Hitinn. hefur komizt upp í 13 stig. Hvar ætlar þetta að lenda, segja menn hver við annan. □ íþróttafélagið Þór N orðurlandsmeistari í körfuknattleik UM síðustu helgi voru síðustu leikirnir í Norðui-landsmótinu í körfuknattleik leiknii'. B-lið Hvað um knatfspyrnuæíingar? ÞEGAR Akureyringum hefur gengið rniður vel í knattspyrnu- keppninni, er því jafnan borið við, að hér sé enginn völlur til að æfa sig á, fyrr en komið sé langt fram á sumar, allt sé á kafi í snjó á vetrum og aðslað- an slík að ekki sé mikils að vænta. Og eru þetta ekki nokkuð gild ar ástæður? Jú, vissulega. En livað nú, kæru bæjarbúar? Knattspymuvöllurinn á Odd- eyri bíður eftir fullgcrðu slit- lagi. í 6—7 vikur, já liven ein- asta dag síðustu 6—7 vikurnar hefur veðrið verið svo gott, að ekki er hægt að kjósa sér það betra, sem æfingaveður. En knattspyrnuæfingar útanhúss hafa alveg legið niðri. Manni verður á að spyrja: Hvar er Knattspyrnuráðið? Hvar er íþróttaráðið og íþróttabandalag- ið? Og hvað hugsa þeir aðilar í þjónustu bæjarins, sem um þessi mál eiga að fjalla, og bera nú sinn hluta ábyrgðarinnar á hinum glataða æfingatíma. (Fi-amhald á blaðsíðu 2.) Þói's vann MA með 41:31, og A-lið Þói-s vann KA með 55:54. A-lið Þói's varð því Noi'ðui'lands meistari 1964, skoruðu alls 225 stig' gegn 125. Úrslit í mótinu urðu: A-lið Þórs, 6 stig. KA, 4 stig. B-lið Þói-s, 2 og MA ekkert stig. Q / •• SIGRUÐU I KORFUKNATTLEIKSMOTINU v*/ Norðurlandsmeistarar í körfuknattleik 1964 (írá vinstri): Guðni Jónsson, Jón Friðriksson, Magnús Jónatansson, Pétur Sigurðsson og Ingólfur Hennannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.