Dagur - 23.03.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 23.03.1964, Blaðsíða 2
Skagfirzkir Framsóknarmenn eignast húsnæði - Möre og Romsdalsfylki Frostastöðum 14. marz. Skag- firzkir Framsóknarmenn hafa nú náð þeim þráða og þýðingar- mikla áfanga að eignast hús fyr- ir félags- og flokksstarfsemi sína. Er það húsnæði það á Sauð árkróki, sem sýslumanns- og bæiarfógetaembættið hefur haft aðsetur sitt í undanfarin ár. Staðið hefur yfir, — og er raunar ekki lokið, — bygging á nýjum embættisbústað fyrir sýslumanninn á Sauðárkróki. Verða þar undir einu þaki skrif stofur embættisins og íbúð sýsíumanns. Húsið, sem embætt ið hefur verið í til þessa, var að vísu vel við vöxt á sinni tíð, en ér nú orðið mikils til of þröngt fyrir þau umsvif, sem embætt- inu fylgja og sem farið hafa vax andi svo að segja með hvérju ári. Er því starfsaðstaða öll orð- in þar ákaflega erfið. Af brýnni nauðsyn var því efnt til bygging ar á nýjum embættisbústað og jafnframt ákveðið að selja gamla húsið. Var leitað tilboða í húsið og bárust þau nokkur. Hæst reyndist tilboð Stefáns Guðmundssonar, trésmíðameist- ara á Sauðárkróki, og var því tekið, en samningar náðust við Stefán um að Framsóknarmenn gengju inn í tilboð hans. Var AÐALFUNÐUR Ferðafélags Akureýrar fyrir árið 1963 fór fram þriðjudaginn 3. marz. í skýrslu stjórnárinnar og ferö'a- néfndar kom meðai annars þetta fram: Eins og að undanförnu gaf fé- lagið út Ferðir og fjallaði það að þessu sihni aðalléga um leið þá upp úr Eyjafirði, sem liggur um Hólafjall og suðuf á Spfengi sand. Vegur þessi er nú vel fær öllum sterkari bifreiðum þegar líða tekur á sumarið og mun hann fjölfarinn á næstu árum. Verður þá skáli F. F. A. við Laugarfell tilvalinn áningar- staður. Ferðafélagið gekkst fyr ir vinnuferð á þessari leið 3.— 5. ágúst, en Vegagerð ríkisins hefur séð um þessa végarlagn- ingu. Auk vinnuferðarinnar á Hólafjall aðstoðaði félagið við brúat-gerð á Svartá við Svartár- kot. Hundruð manna hafa gist í Þorsteinsskála I Herðubreiðar- lindum og var umgengni þar yf- irleitt mjög góð. Á hverju sumri er áburði dreift á gróðurinn um hverfis skálann og gefur það góða raun. LEIÐRÉTTING SU leiða villa var í fréttinni um andlát og jarðarför Jóns Páls- sonar frá Stóruvöllum, sem birtist í Degi 12. þ. m., að hann var þar talinn fæddur að Ljósa- vatni. Þetta er ekki rétt. Hann var fæddur að Stóruvöllum 13. ágúst 1889. Hann fluttist að Ljósavatni með foreldrum sín- um 1895 ög aftur að Stóruvöll- um 1899. Þetta leiðréttist hér með. Aðstandendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Þ. G. verð hússins 415 þús. kr., miðið við útborgun. Húsið er 110 ferm og tvær hæðir. Það er á ágætum stað í bænum og því fylgir mikil lóð. Ekki er enn lokið við innrétt- ingu á skrifstofum í hinum nýja embættisbústað og eru þær því ennþá í gamla húsinu. Hins vegar er búið að rýma efri hæð þess og tók stjórn hússins við því nú fyrir sköramu. í tilefni af því kom hússtjórnin og nokkrir gestir þar saman til kaffidrykkju og stjórnaði Stefán Guðmundsson hófinu. Þar flutti formaður hús- stjórnarinhar, Sæmundur Her- mannsson, ræðu, þar sem hann skýrði m. a. frá gangi húskaup- anna og ræddi væntanlegan rekstur hússins. Guðjón Ingi mundarson flutti fróðlegt erindi um sundstaði og sundkennslu í Skagafirði og ennfremur sögðu þeir Guttormur Oskarsson og Magnús H. Gíslason nokkur orð. Ingólfur Nikodemusson sýndi frábærlega fa'grar litskugga- myndir, sem hann hefur sjálfur tekið. Björn Björnsson ag Egill Helgasön kváðu í sameiningu nokkrar ferskeytlur, og að lok- um voru tekin nokkur dans- spor. Ferðafélagið gekkst fyrir fræðslu- og skemmtifundi 5. nóv. og voru þar sýndar mynd- ir úr fjallaferðum er Jón Sig- urgeirsson frá Helluvaði skýrði. Þeir Bjarni Jónsson, Rósberg Snædal og Karl Magnússon sáu um vísnaþátt er Heiðrekur Guð mundsSon frá Sandi las upp. Allt efnið, sem flutt var á skemmtuninni var frurnsámið. Hinn 19. júní gekkst félagið fyi;ir fréttamánnafundi og gerði Sigurjón Rist þar grein fyrir mælingum sínum og rannsókn- um á Oskjuvatni, en hann hafði þá nýlokið þeim. Á ferðaáætlun sumarsins voru 11 ferðir en aðeins 4 þeirra voru fai'nar. Lengstu férðirnar voru um Austfirði til Horna- fjarðar og ferð í Vonarskarð. Eins og að undanförnu hafði fé- lagið skrifstofu og afgreiðslu í Skipagötu 12. Félagsmenn eru nú 534. Nið- urstöður efnahagsreiknings voru kr. 163.864.67 og reksturs- reiknings kr. 78.934.46. Tekjur umfram gjöld voru kr. 16.912.21. í sjóði eru kr. 79.294.64. Úr pen- ingakassa í Þorsteinsskála og fyrir gistíngar þar komu kr. 4760.25. Á fundinum var samþykkt að verja nokkru fé til þess að kanna og e. t. v. að lagfæra leið af Sprengisandi í Vonarskarð, og einnig var stjórninni falið að gera tillögur um væntanlega skálabyggingu og leggja hana fyrir næsta aðalfund. Stjórnin er nú þannig skipuð: Tryggvi Þorsteinsson form., Jón D. Ármannsson varaform., Björn Þórðarson ritari, Karl Hjaltason gjaldkeri og Karl Magnús.son meðstjórna idí. Til að byrja með mun húsið að megin hluta verða leigt. Eins og fyrr segir er fógetaembættið enn með sínar skrifstofur á neðri hæðinni og mun svo vænt anlega verða fram til vors. Ríf- ur hluti efri hæðarinnar hefur einnig verið leigður um sinn en að öðru leyti hafa Framsóknar- félögin þar að stöðu fyrir sína starfsemi. mhg. - FRÁ BLÖNDUÓSI (Framhald af blaðsíðu 1). að viðgangi staðárins. Þar eru skólar, meðal þeirra mjög vel sóttur kvennaskóli, sem vænt- anlega verður stækaður að mun og endurbættur á þessu ári. Þar er líka mjög rúmgott og nýtt félagsheimili til félagslegra af- nota. Vélaverkstæði og mjólkur samlag eru starfrækt á Blöndu- ósi og móttökur ferðamanna bæði vetur og sumar er veruleg ur liður í daglegum störfum. Hótel Blönduóss er oftast nefnt í því sambandi. Stórt kaupfélag og allmargar verzlanir annast hvers konár verzlunarviðskipti á stóru svæði. Á Blönduósi er nýreist héraðshæli. Gegnum kauptúnið rennur Blanda, hiikil laxá. Ýfir hána er ný- byggð brú, ein af myndarleg- ustu brúum landsins. Einhverju sinni var það á orði, að Blanda skipti löndum á þann hátt, að á öðrum bakk- anum ættu Framsóknarmenn heima en andstæðingar þeirra á hinum. Ekki fæst þetta stað- fest vestra. Hins vegar tapar enginn á útgerð, þyí hún fyrir- finnst engin. Á Blönduósi eru um 2000 fjár á fóðrum, fáar kýr en nokkuð af hestum. Sagt er, að aldrei sé logn á Blönduósi. Þar var samt hérumbil logn í gær, og sólin baðaði staðinn. □ SUNNUDAGINN 8. þ. m. fóru félagar úr Lionsklúkk Akúreyr- ar austur að Vestmannsvatni í Aðaldal og afhentu að gjöf full- komna eldhúsinnréttingu í sum arbúðir þær, er þar eru að rísa á vegum Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar í Hólastifti. Jafnframt var þetta skemmti- ferð og konur og börn margra félaga með í förinni. Sigurður Guðmundsson pró- fastur á Grenjaðarstað og Gylfi Jónsson úr stjórn Æskulýðssam bandsins tóku á móti Lionsfélög um, og síðan bauð prófastur öllum hópnum, um 70 manns, til kaffidrykkju í barnaskóla Aðaldæla. Þágu menn þar hin- ar rausnarlegustu veitingar. Albert Sölvason tók til máls af hálfu Lionsmanna og afhenti gjöfina formlega með ósk um, að hún mætti stuðla að því, að sem fyrst hæfist hið merkilega æskulýðsstarf, sem í vændum er á vegum þjóðkirkjunnar, og (Framhald af blaðsíðu 8.) ans hér er sýnilega talsvert meiri eign en sex ísl. í okkar hendi. Hér greiðir ríkið að nokkru og jafnar útflutnings- kostnað á sláturfé og sama er að segja um mjólk. Við erum hérna gestir heið- urshjónanna Ingibjargar og Friðriks Hals, en hann er til- raunastjórinn hér. Við hittum hann á sýningunni í Oslo og hann bauð okkur hingað. Ferð- in tók nærri sólarhring með 4—5 tíma bið í Kristjánssundi. Fýrst fórum við í næturlest til Ondalshess, þar sém Bretar gengu á land í maí 1940 og ætl- uðu að stöðva Þjóðverja, sem þá hröktu norska hérinn á und- an sér upp Guðbrandsdalinn. Það fór nú eins og það fór. Nú, því næst var farið í rútubíl til Kristjánssunds, en það gefur hugmynd um eðli landsins, að þi'isvár á þeirri léið vérður áð fara í bílfex-ju. Þær kváðu vera 40 í eigu vegamálastjórnai' fylk- isins, og eru hin beztu skip og eiga sér sérstaka lendingarstaði á ótal stöðum um öll nes og eyjar. Frá Kristjánssundi er loks farið á stórum flóabát út í eyjarnar. Báturinn sá er ljóm andi fínt skip á borð við Drang okkar, en hefur stærra dekk- pláss fyrir bíla. í för út í Smölu ey voru í þetta sihn þrír stórir flutningabílar. Þeir hafa nefnilega þann háttinn á hér, að senda sjálfa bílana með mjólk, kartöflur, egg o. s. frv., sem þeir framleiða þar úti, á ferjunni alla sjóleiðina, 30 km., til Kristjánssunds. Og svo koma þeir með ferjunni til baka hlaðn ir verzlunarvörum. Allt hljóta þetta að vera afskaplega dýrir flutningar, en ríkið greiðir ríf- legan hluta kosthaðarins. Það er einn þáttur í þelrri stefnu, sem hér er orðin föst í' sessi, að árnaði hinni rísandi stofnun allra heilla. Sigurður prófastur þakkaði og skýrði nokkuð frá undirbún- ingi að hinni fyrirhuguðu starf- semi. Kvað hann þá, sem að stofnun sumarbúðanna standa, allsstaðar hafa mætt skilningi ríkisvaldið beiti öllum tiltæk- um ráðum til að hafa áhrif á búsetu fólksins í landinu og vinna á móti allt of mikilli samþjöppun þess við Oslofjörð- inn og aðra sérlega eftirsótta staði. Um annað atriði sama máls var fjallað í sjónvarpinu í gær- kveldi, en það var um nýtekna ákvörðun um að flytja ýmsar opinberar stofnanir burt frá Oslo og dreifa þeim um stór svæði. Það er enginn vafi á því, að Norðmenn eru komnir miklu lengra en við, bæði í hugsun og framkvæmd, sem að þessum málum lýtur, þ. e. að beita rík- isvaldinu hiklaust til að jafna lífskjör fólksins í því skyni að forðast óæskilega tilfærslu þess. Þar með vil ég ekki segja, að þeir ætli að festa allt í þeim skorðum, sem það nú er í, né heldur að þeir gætu það þótt öllum ráðum væri béitt. Hitt er víst, að þeir verja til þess miklu fé og hafa haft mikinn árangur, og ég held að ágreiningur sé ekki verulegur um, að stefnan sé rétt. Ég var í fyrradag að blaða í skýrslu, 1962 og63, um uþpbyggingarsjóð héfaðanna — Distriktefnes Utbyggningsfond — og sýnist mér það vera rnerkl legt og lærdómsríkt. Ékki svo að skilja, að við höfum ekki nokkrar hliðstæðu sjálfir, nefni- lega fjárlög Alþingis til atvinnu- aukninga, en þar sem það fé hefur undanfarið farið síminnk- andi, þá færa Norðmenh sig allt af upp á skaftið í sínum jöfn- unaraðgerðum. Ætli ég skrifi svo ekki næsta og síðasta bréfið um eýjar þess- ar og Kristjánssund, af því að land hér er talsvert íslenzkt og bærinn býsna líkur Akureyri á ýmsan hátt. Hjörtur E. Þórarinsson. og velvild, enda margur lagt fram fé og fyrirhöfn í þeirra þágu. Mjög er sumarfagurt við Vest mannsvatn, skjólsælt og gróður i'íkt. Er ekki að efa, að þar munu margir unglingar eiga gleðistundir við leik og nám undir hollri leiðsögn á komandí árum. , Félagar úr Lionsklúbb Akureyrar hjá Sumarbúðunum við Vest- maflnsvatn. (Ljósmynd: B. S.) AÐALFIMDUR FERÐAFÉLACS AKUREYRAR Lionsklúbbur Akureyrar siyrkir æskulýðsstarfsemi Geíur elclliúsmnrétíingu í sumarbúðir í Aðaldal

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.