Dagur - 23.03.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 23.03.1964, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Skyldusparnaður RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt til, að skyldusparnaður ungmenna verði aukinn upp í 15% af launum. Skyldusparnaður ungs fólks nem- ur nú 6% af launatekjum og var upp tekinn á valdatímum vinstri stjórnarinnar. Menn muna, að þá var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnar- andstöðu og barðist gegn skyldu- sparnaði. Það er gleðilegt að þessi flokkur hefur nú tekið sinnaskipt- um og gert þetta mál að sínu. Þann- ið hefur hann ekki aðeins viður- kennt þessa stefnu Framsóknarflokks ins í orði, heldur á borði og vill nú ganga feti framar. Að sjálfsögðu er stefna Framsóknarmanna hin sama nú og þá og fylgir hann henni jafnt þótt hann sé nú í stjómarandstöðu. Að sjálfsögðu verður að tryggja sparifé unglinganna á einhvern hátt. Hver er sekur? OFT má sjá því haldið fram, að verðbólgan sé verk launastéttanna, vegna þess að þær hafi knúið fram óþarfar og ótímabærar kauphækk- anir. Þetta er óréttmæt ásökun, og má í fyrsta lagi minna á, að launa- stéttirnar biðu frá upphafi „viðreisn- ar“ í 15 mánuði með kaupkröfur, en þá hafði vísitalan hækkað urn 17 stig, þvert ofan í loförð stjórnarvalda, sein sögðu að hækkunin yrði alls ekki meiri en 3 stið. Þá, og þá fyrst var hærri launa krafist. Þeim kaup- hækkunum var svarað með glap- ræði — gengislækkuninni 1961. Síðan í febrúar 1961 hafa ársút- gjöld vísitölufjölskyldunnar hækkað um 38.400 kr., en árskaup Dagsbrún- arverkamanns miðað við 8 klst. vinnudag alla virka daga ársins, hef- ur aðeins hækkað um 27.600 kr. Árs- útgjöld meðalfjölskyldu hafa hækk- að um 79%, en árslaun verkamanns um 56%. Þetta svnir það glöggt, að verðlag hefur hækkað miklu meira á þessu tímabili en kaupgjald, miðað við umsamda taxta og 8 klst. vinnudag. Kaupgjaldið hefur því ekki sprengt verðlagið upp, heldur öfugt. Hér hefur verið að verki sú stefna stjórn- arinnar að láta verðlagið hækka allt- af meira en kaupgjaldið. Þetta hefur stjómin gert með gengisfellingun- um, söluskattinum, mörgum tolla- hækkunum öðrum og vaxtahækkun- inni. Launastéttirnar hafa reynt að verjast þessum hækkunum eftir á, en farið halloka. Þeim verður því vissulega ekki kennt um, livernig komið er. Það er dýrtíðarstefna ríkisstjórnarinnar sem er hinn eini og sanni sökudólgur. FRAMTIÐARINNAR VERKEFNI (NIÐURLAG). ÞaS fé, sem bankarnir hafa undir höndum, geta þeir ekki varið verðbólgu með því að byggja fyrir þá hús, því að þótt bankarnir byggi mikið nú til dags, er það ekki nema lítill hluti af fé þeirra, sem í það fer. En fé bankanna hlýtur því að leita þangað, sem það ávaxtast bezt og þess vegna hafa vextirn ir innan bankakerfisins veru- lega þýðingu fyrir það hvernig fjárstraumarnir' í landinu leggj- ast. Það var því furðulegt, þegar Seðlabankinn tók upp á því á s.l. ári að lækka stórlega vexti á því fé, sem aðrir bankar áttu inni hjá honum, án þess um leið væru lækkaðir útlánsvext- ir viðskiptabankanna. Þetta leiddi til þess, að viðskiptabank arnir töpuðu á hverri krónu, sem þeir áttu inni hjá Seðla- bankanum og reyndu að verja hagsmuni sína með því að auka útlánin. Niðurstaðan varð líka sú, að útlánaaukningin á árinu sem leið, fyrstu 9 mánuði árs- ins, meðan lágu vextirnir voru hjá Seðlabankanum, varð helm- ingi meiri en sparifjármyndunin í landinu. En fleira átti þátt í því, að útlánin jukust svona mikið. Kosningarnar áttu sjálf- sagt líka sinn þátt í því. Með þeirri aðgerð Seðlabank- ans, sem ég hefi nú nefnt, og ríkisstjómin stóð að sjálfsögðu á bak við, voru framin hin mestu afglöp í fjármálum Viðamikið atriði er fjárbind- ingin. Það var tekið upp á því í byrjun „viðreisnarinnar,“ að draga mikið fé inn í bankana og frysta það þar. Þetta var gert til þess að takmarka fjárfesting una í landinu. Þessi takmörkun kom auðvitað fyrst og fremst niður á öllum almenningi, en ekki á þeim, sém greiðari að- gang hafa að lánastofnunum og gátu farið sínu fram eftir sem áður. Peningamennirnir reyndu náttúrulega að verja fé sitt rýrnun, þegar þeir sáu hvert stefndi í verðbólgumálunum, og gerðu það með því að ráðast í miklar fjárfestingar. Það var næsta tilviljunarkennt í hvaða fjárfestingar var ráðist og hverj ar ekki. Ríkisstjórnin tók sig til fyrir síðustu kosningar og tók stór erlend framkvæmdalán, enska lánið og fleiri lán og kastaði inn á fjármagnsmarkaðinn. Þetta mátti auðvitað ekki gera nema að tryggja, að framkvæmd ir, sem þetta fé var ætlað til, kæmust áfram í samkeppni við hinar nauðsynlegustu fram- kvæmdir í landinu. Það verður að vera einhver stjórn á fjárfestingarmálum með okkar þjóð. Auðvitað er hrópað, að við séum haftaflokkur, að láta slíkar skoðanir uppi. Það er að sjálfsögðu óæskilegt, að þjóð félagið þurfi að skerða rétt manna til þeirra framkvæmda, sem þeim leikur hugur á. En ýmsar leiðir eru til þess að stjórna fjárfestingunni, aðrar en þær, sem hér hafa verið notað- ar. Þannig er t. d. hægt að hugsa sér, að sérstakar tegundir fram- kvæmda séu ekki leyfðar á ákveðnum tímabilum. Þannig hafa Svíjar farið að halda fjár- festingunni innan hæfilegs ramma. Handahóf í fjárfestingu hefur haft mikil áhrif á, að ódrýgja okkur tekjur undanfar- andi góðæri. Þegar hinir ýmsu örðugleikar í efnahagsmálum voru fram komnir í haust, risu stjórnarlið- ar upp og sögðu, að nú yrði að lögleiða algera kaupbindingu vegna þess að ekki væri meira til skipta milli þegnanna, kaup gæti ekki hækkað. Þetta var neikvæð ályktun. Jákvæð álykt un í þessu máli er sú, að ef þjóð in hefur ekki meira til skipt- anna, verður hún að afla meira, framleiða meira og auka þjóð- artekjurnar með þeim hætti. Stjórnarflokkarnir láku niður á stjórnarfrumvarpi sínu, eins og alþjóð er minnisstætt. Síðan hefur ekkert fram komið nema úrræðaleysi. Viðreisnarhækjan, var lögfest í janúarmánuði, og þar með var skipbrot „viðreisn- arinnar“ orðið algert. Margt má af óförum rangrar stjórnarstefnu læra. En fyrst af öllu verður nú, til þess að breyta stefnunni til velfarnaðar, að takast á við dýrtíðardraug- inn. Skapa verður trú á því hjá þjóðinni, að hann sé ekki eilífur augnakall í íslenzku þjóðlífi. Það má ekki vera stór hluti þjóðarinnar, 'sem hefur beinlín- is þörf fyrir að verðbólguþróun- in haldi áfram. Það verður að vernda hagsmuni þess ráðdeild- arsama fólks, sem safnar fé til notkunar fyrir þjóðfélagið allt. Fyrst af öllu er nauðsynlegt að færa aftur stofnkostnaðinn og fjármagnskostnaðinn í það horf, að undir honum verði staðið með eðlilegum atvinnu- og launatekjum. Verðtryggja verður spariféð, þannig, að menn geti átt það víst að fá nokkurn veginn sama verðmæti út úr bankanum eft- ur, að viðbættum vöxtunum. Afnám vísitölunnar í kjarasamn ingum hefur ekki leitt til þess árangurs, sem menn töldu sér trú um á sínum tíma, heldur hefur leitt til meiri kauphækk- unar og ófriðar á vinnumarkað- inum. Afleiðingunum af reynsl- unni í þessu efni verða menn að taka, og heimila á nú að laun séu verðtryggð þannig, að stétt- arfélögin þurfi ekki að losa samninga sína á fárra mánaða fresti til að fá leiðréttingu mála sinna þegar verðlag hækkar. Á grundvelli landbúnaðarins verður iðnaður stórlega að auk- ast í landinu. Ég á þar ekki að- eins við þann landbúnaðariðn- að, sem við þekkjum bezt hér á Akureyri, ullar- og skinnaiðnað- inn, heldur einnig aðrar greinar. Okkar land er þannig að hér eru feikilegar víðáttur lands, sem bjóða upp á ræktunarskil- yrði og lega landsins á hnettin- um og veðurfar gerir landið að verulega góðu grasræktarlandi. Við höfum til þess skilyrði, að framleiða mikið fóður. Nágrann- ar okkar í Vestur-Evrópu eiga við vaxandi landrýmisskort að etja. Okkur er sagt að afurðir landbúnaðarins séu ekki sam- keppnisfærar á erlendum mörk- uðum. Það er ekki nokkur vafi á því, að þetta á eftir að breyt- ast miklu fyrr en flestir gera sér í hugarlund. Ein ástæðan er sú, að innan skamms tíma hafa nágrannar okkar enga mögu- leika til að auka sín ræktar- lönd og fullnægja matvælaþörf- inni. Stórkostleg landflæmi eru í Vestur-Evrópu árlega lögð undir margs konar mann- virki og akrarnir minnka. Það mun sína sig, að hér verður það til, sem aðra skortir mest — landrýmið —. Og þá mun að- staðan á erlendum mörkuðum breytast mjög frá því sem nú er. En enginn vafi er á því, að höfuðerfiðleikarnir í fram- leiðslu okkar, eru einmitt mark- aðsmálin. Þetta kom mjög ber- lega í ljós í umræðum, sem ný- lega fóru fram um niðurlögðu síldina á Sigulfirði. Það var markaðsendinn en ekki fram- leiðsluendinn, sem þar brást. Víðar getum við séð svipuð dæmi. Við þurfum tvímælalaust að gera mikið í markaðsmálum og horfast í augu við þá stað- reynd, að slíkt er ákaflega kostn aðarsamt, svo sem að er unnið hjá öðrum. En undan því verð- ur ekki komizt. Ástæða er til að gera okkur ljóst, að við íslend- ingar höfum ekki komizt upp á það að gera nægilega miklar kröfur til gæða framleiðslunnar. Markaðirnir í kring um okkur undan samkeppninni komumst við ekki. Þegar umræður um Efnahags bandalag Evrópu voru mestar hér í fyrra, voru markaðsmálin mjög á dagskrá. Framsóknar- flokkurinn hélt því þá fram að fara þá leið, sem við kölluðum tollasamningsleiðina. Þ. e. að leita samninga á tollum við þær þjóðir, sem við höfum mest við- skipti við. Ég ryfja þetta upp vegna þess, að um þessar mund- ir er ísland að fá aðild að al- þjóða tolla- og viðskiptasamn- ingnum, sem er stofnun undir Sameinuðu þjóðunum, og þar með hefur stefna Framsóknar- flokksins í þessu máli orðið of- aná, a. m. k. fyrst um sinn, og ber að fagna því. Við verðum að gera okkar framleiðslu miklu fjölbreyttari, en hún er nú. Það skapar okkur mikið öryggi og eykur fram- leiðsluverðmætin. Það kemur að því fyrr en varir, að jarðhit- inn okkar verður nýttur í þeim iðngreinum, sem varmakostnað- urinn er stór liður. Nú er stóriðnaðurinn mjög á dagskrá. Kostir þess að koma upp slíkum iðnaði hér, eru sjálf sagt öllum augljósir. Það gerir okkur mögulegt að ráðast í raf- virkjunarframkvæmdir og stuðl ar að rafvæðingu í landinu á þann hátt, sem við sjáum okkur naumast fært án þess. Það skap Áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar ar aukna fjölbreytni og þar með öryggi. En við komum einnig auga á gallana á þessari hug- mynd og sjáum hinar stórkost- legu hættur, sem slíkt getur leitt yfir þjóðina, bæði efnahags lega og þjóðernislega, og hleypa inn í landið erlendum atvinnu- rekstri í stórum stíl. Sannleikurinn er sá, að við höfum öll svipaðar skoðanir í þessum efnum. Við erum aðeins misjafnlega mikið hrædd. Ég er þeirrar skoðunar að fram- kvæmdir af þessu tagi gætu orð ið okkar þjóð til blessunar, ef við gætum þess að nokkur þýð- ingarmikil grundvallaratriði verði haldin og ég ætla að nefna nokkur. Við verðum að setja full- komna löggjöf um erlendar fjár festingar á íslandi. Einnig þarf að gæta þess, að láta ekki slík- ar atvinnugreinar draga úr þeim þrótti, sem við byggjum aðrar atvinnugreinar okkar með. Við megum ekki taka und- ir þær skoðanir, sem nú heyrast um, að það geri ekki mikið til þótt bátarnir liggi bundnir á vertíðinni vegna fjármagns- skorts, því bráðum fáum við al- uminiumverksmiðj u. Það má ekki undir neinum kringumstæðum draga saman þær atvinnugreinar. Stóriðnað- urinn, ef hann kemur hér, á ekki að vera nein allsherjar- lausn á okkar efnahags- og at- vinnuvandamálum, heldur á hann aðeins að vera liður í skipulegri áætlun um uppbygg- inguna í landi okkar í framtíð- inni. Og eitt atriði enn verður að hafa í huga, verði stóriðnað- ur settur á í landinu; að hann verði þannig staðsettur, að hann efli, en raski ekki eðlilegri þró- un byggðarinnar í landinu. Við verður að taka upp áætl- unargerð og gera okkur grein fyrir því hvernig við getur var- ið fjái-magni og framkvæmdum til að skapa sem mestan og skipulegastan vöxt í atvinnu- lífi þjóðarinnar og jafnframt, að áætlanirnar þurfa að vera þann ig úr garði gerðar, að þær séu meira virði en pappírinn, sem þæi' eru skrifaðar á. Þróun byggðarinnar í landinu er eitt af stærstu málunum, sem þjóðin verður að sinna. í því augnamiði þarf skipulagn- ingu, á líkan hátt og þorp og bæir eru skipulagðir. Markmið- ið með slíku skipulagi verður að var það, að stuðla að sem mestri og beztri hagnýtingu allra auðlinda, sem þjóðin ræð- ur yfir, bæði til lands og sjávar. Það verður að efla bjartsýni og iðnað og þjónustu sem víðast í landinu. Og það verður að auð- velda fólki, sem í sveitum býr og við landbúnað fæst, sam- vinnu og samhjálp í rekstri sínum og jafnframt auðvelda því skilyrði til félags- og menn- ingarlífs. Tryggja verður, að at- vinnu- og iðngreinar séu byggð- ar upp á heppilegum stöðum i stað þess að láta tilviljun ráða. Auka verður þekkingu í verk- legum og tæknilegum efnum til samræmis við nútímatækni og (Framhald á blaðsíðu 7). NÚ er þjóðskáldið Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi genginn til feðra sinna. Við útförina var hann heiðraður á margan hátt, eins og vera ber um slíkan mann. Ráðherrar, alþingismenn og mörg önnur stórmenni, komu frá Reykjavík. Bæjarstjórn Ak- ureyrarkaupstaðar, ásamt fjöl- mörgum bæjarbúum, og mikill fjöldi úr öllum byggðum Eyja- fjarðar, komu til að votta hon- um virðingu sína, og færa hon- um þakkir fyrir þann fjársjóð, sem þjóðin erfir eftir hann. í fyrsta sinn varð Möðruvalla- kirkja of lítil. Stór hópur manna og kvenna stóð norðan undir krikjunni, en þar hafði hátalara verið komið fyrir. Það gat ekki farið fram hjá neinum, sem þarna voru, að þjóðin hafði misst mikið og þá sérstaklega þetta byggðarlag. Davíð var fyrst og fremst barn þessarar byggðar, rætur hans lágu hér djúpt í jörðu og slitnuðu aldrei, enda kaus hann sér legstað hér. Sú hugsun hefur sótt hvað eftir annað að méx', og eflaust fleirum, að ef til vill væri Davíð Stefánsson síðasta þjóðskáld ís- lendinga, það er að segja skáld, sem nær til þjóðarinnar allrar, og er dáð af henni. Við lifum á miklum breytingar- og bylting- ai'tímum, fólkinu í hinum dreifðu byggðum fer ört fækk- andi, en þéttbýlið margfaldast, sérstaklega við Faxaflóa. Samhliða þessari þróun, er engu líkara, en hin vaxandi kynslóð, sé að miklu leyti að slitna úr tengslum við foi'tíðina, menningu okkar og sögu. Bundið mál nær til færri og færri með hverju árinu, sem líður. Ferskeytlan er ekki lengur almenn þjóðaríþrótt okkar, það er að segja, ekki almenn íþrótt þéttbýlisins. Það hafa að vísu allmöi'g skáld kvatt sér hljóðs hin síðari ár, en þau hafa öll náð til lítils hluta þjóðarinnar. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi var ekki fyrsta þjóðskáld- ið, sem óx úr gi-asi í þessu byggðarlagi. Héðan hafa komið tvö stórskáld áðui', Jónas Hall- grímsson frá Hrauni í Öxnadal, listaskáldið góða, og Hannes Hafstein ráðherra frá Möðru- völlum í Hörgárdal. Og mörg fleiri skáld hafa komið úr þess- ari sveit, er skemmra hafa kom- izt. Hefur nokkur byggð á þessu landi lagt þjóð sinni til fleiri og meiri Ijóðskáld? Öll þessi miklu skáld hafa vakið þjóðina, lyft henni og leiðbeint. Þau hafa skilið eftir sig djúp spor, sem vonandi fennir aldrei í. En hvað hefur þjóðfélagið gert til þess, að heiðra í verki minningu þessara skálda? Koma í veg fyrir að vaxandi og komandi kynslóðir slitni úr tengslum við þessa andans jöfra, tryggja það, að þó þeir séu horfnir af lífssviðinu, vaki þeir um ókomna tíð yfir þjóð- inni, svo hún haldi vöku sinni og lífsmeðvitund, þrátt fyrir ut- anstefnur og gylliboð, stoi'ma áróðurs og blekkinga. Einhvei'S staðar kemst Davíð Stefánsson þannið að orði: „Til að verða skáld þarf menntun og náð.“ En hvernig er þá með æsk- una í byggðum skáldanna þriggja? Hvaða aðstöðu hefur henni vei-ið búin af hendi þjóð- félagsins, til að menntast? Þeg- ar barnafræðslu sleppir er svo komið, að það er tilviljun ein, sem ræður því, hvort börnum í þessari byggð tekst að komast í skóla. í héraðinu er enginn skóli, og þó skólastjóri og kennai'ar Gagnfræðaskólans á Akureyri séu allir af vilja gerð- ir, til að leysa vandræði okkar, þá er húsnæði það þröngt þar, að mjög fáir hafa möguleika á að komast þangað, héðan úr sveitunum. En þó húsaþrengsl- in stæðu þar ekki í vegi, þá þarf að koma börnunum fyrir hér og þar um bæinn, þá eftir- litslausum og tvíeggjað mundi það reynast til námsárangux-s. Því hefur verið lýst í þingsöl- um og í dagblöðum, að síðast liðin fimmtán ár hafi enginn framhaldsskóli verið reistur í hinum dreifðu byggðum lands- ins, þrátt fyrir rýmri fjái'hag hins opinbera, en oft áður. Það hefur einnig í ljós komið, að að- eins Ví sveitaæskunnar hafi möguleika að komast í skóla eftir bai-nafræðslu, þxátt fyrir lögboðið skyldunám. í þessum umræðum hefur komið fram, að það hérað, sem framhalds- skólarnir eru staðsettir í, situr fyi'ir skólarúmi. Sem sagt, hérað skáldanna er alger hornreka hvað þetta snert ir. Þó höfðum við skóla, en lög- gjafinn tók hann af okkur á aldarafmæli Hannesar Hafstein. Á Möðruvöllum í Höi'gárdal, var stofnsettur unglingaskóli 1880, eins og kunnugt er. Þegar skólahúsið brann 1902, var skólinn fluttur til Akur- eyrar, sem síðar varð Mennta- skólinn á Akureyri. Þennan skóla sóttu Eyfix'ðingar mikið, þó séi-staklega fyrstu bekkina. Við skólann var heimavist að nokkru leyti, og þeir nemendui’, sem í hana komust, því alltaf undir eftirliti kennara. Tveir fyi-stu bekkir skólans voi'u lagð- ir niður voi'ið 1962 og 1963, samkvæmt fi'æðslulögunum, þar með var gamli Möðruvalla- skólinn lagður liður fyrir fullt og allt og Eyfii-ðingar skólalaus- ir. Á Akureyri var byggð kirkja til minningar um þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson. í Reykjavík er vei'ið að byggja Hallgrímskirkju, til minningar sálmaskáldinu séi-a Hallgn'mi Pétui-ssyni. Á Laugalandi í (Framhald á blaðsíðu 7). — Skil ekkert í, hvaðan manneskjan fær alla þessa peninga! greip ein þeirra fram í. — Það er nú ekki nein gáta, sagði sú þriðja. — Maðurinn hennar fleytti sér heill á húfi gegnum þrjú- fjögur gjaldþrot. Og eins og þið vitið, er það fyrst eftir nógu mörg og mikil gjaldþrot, að menn fara að hreykja sér reglulega hátt. — Allar þrjár frúrnar hlægja kuldalega. Iðunn veit vel, hverjar þessar frúr eru. Hún þekkir þær aftur frá æskuárum sínum hérna í bænum. Móðir hennar hefði verið samtímis sumum þeirra í safnaðarfélaginu. Og jafnvel á þeim fund- um voru þær síslaðrandi og kjaftandi um hjónaskilnaði, framhjá- tökur og allskonar óþverrasögur og hneyksli. Björg kemur fram í biðstofuna. — Æ, það er þá gott, að ég kemst nú loksins að! hvín í einni þeirra þriggja. — Við erum orðnar úfnar eins og ljónynjur allar þrjár! Iðunn var líka laus í svipinn. Hún bíður eftir næstu frú. Hún snýr sér að Sigríði við Kassann, brosir lítið eitt og hvíslar fremur lágt: — Ætli þær séu ekki eins og ljónynjur innanbrjósts lika? Laugardagurinn er kominn. Iðunn er á leiðinni í veizluna hjá frú Gilde. Hún gengur hægt. Henni liggur ekkert á. Hún finnur vorið í lofti umhverfis sig. Blækyrrt vorkvöldið vekur óteljandi hugsanir hjá henni, sem að lokum renna saman í hægfara þrá eftir einhverju, sem hún getur ekki almenilega áttað sig á. Hún veit aðeins að veröldin er furðulega góð og mild umhverfis hana. En svo bregður fyrir furðulegum spenningi í huga hennar: Hún hafði séð Harald Gilde í dag. Hún hafði ekki búizt við að hitta hann uppi hjá Rossí svo óvænt. Rossí hafði ekki komið í stofnunina í allan dag. Hann hafði aðeins beðið Iðunni að hafa eftirlit með öllu á neðri hæðinni. Það mætti ekki ónáða hann. — Jæja. — Nú er hún samt á leiðinni í stórveizlu hjá írú Gilde. Rossí veit vst ekki um það. Og kannski ekki heldur Haraldur Gilde? Iðunn verður allt í einu í góðu skapi, létt og liðug. Þarna er húsið. Ljósflæði hvert sem litið er. Spánný húsþerna opnar dyrnar og fylgir henni inn í fatageymsluna. Iðunn lítur snöggv- ast í spegilinn. Já, hún þarf víst ekki að snurfusa sig neitt frakar. Hún sveiflar sér lítið eitt frammi fyrir speglinum. Hárið er í bezta lagi. Kjóllinn er einfaldur, ekkert kvims-krams þar! Það hefir víst enginn kjóll farið henni svona vel áður. Hún er ákaflega mittis- grönn í kjólnum þeim arna. Og hvítt er hennar litur. Hvítt er litur hreinleikans, hefði Rossí sagt henni einu sinni. Það ætti að eiga vel saman. Hm? Hún brosir dálítið hikandi í spegilinn og fer út úr snyrtistúkunni. Þernan bíður eftir henni til að fylgja henni upp í forhöllina. Og er þar kemur er hún allt í einu umkringd hópi karla og kvenna í samsætisklæðnaði. Hvít skyrtubrjóst og glæsikjólar blasa við á alla vegu. Frú Gelde tekur á móti henni, ljómandi falleg og glæsileg í djúp- AUÐHILDUR FRÁ VOGI: | GULLNA BORGIN j vínrauðum silkiflauelskjól með slóða. Um axlir hennar liggur laus- lega hvítur hermilíns-jakki örstuttur. Frú Gilde tekur utan um Ið- unni og kynnir nafn hennar hátt og snjallt, og síðan leggur Iðunn hönd sína hverja af annari þeirra, sem nú eru réttar henni úr öllum áttum. — Og þetta er Haraldur! Frú Gilde hélt í handlegg sonar síns og leit til Iðunnar. Hún finnur fingur hans grípa fast en snöggt utan um fingur sína. Henni fannst sem elding þjóta um sig í sama vetfangi. Síðan var henni rétt stétthátt vinglas upp í höndina, og Skál! kvað við umhverfis hana. — Skél! ætlaði hún einnig að segja, en varir hennar mótuðu aðeins orðið. Hún litaðist um. Rossí væri þar auðvitað. Hann stóð úti í horni að baki Haralds Gilde. Iðunn reyndi að finna aftur snefil af gamla kunnuglega blikinu í augum hans. En nei, Rossí var skyndilega orðinn ókunnugur maður og brosti aðeins kurteis- lega. Henni virtist sem hefði hann allan hug sinn aðeins við mann- inn fyrir framan sig, —við Harald Gilde. Iðunn reyndi að finna eitthvert samtalsefni við frú Gilde, því henni datt ekkert í hug, sem hún gæti sagt við Harald Gilde. Og hann reyndi heldur ekkert að hefja samræður. Svo hvarflaði frú Gilde frá henni um stund. En hún var ekki lengi í burtu. Silkitjaldið fyrir breiðum borðstofudyrunum hvarf til hliðar. Og frú Gilde kom eins og opinberun fram í dyrnar og brosti. Iðunni virtist hún þegar eins og mikil leikkona á sviði, því að í þessum svefum var hún listakonan mikla, sem bæði gat brosað og grátið að eigin vild. Og nú brosti frú Gilde breiðu brosi og bauð alla gesti velkomna til borða. Frú Gilde gekk fram til Rossí. Hann bauð henni arminn og leiddi hana til borðs. Haraldur Gilde horfðist í augu við Iðunni. Það brá fyrir ofurlitlu glettnisbliki í augum hans, er hann kom til hennar og bauð henni arminn. — Það erum við tvö, sagði hann og brosti. Hún brosti á móti og var óumræðilega glöð, ung og hamingjusöm, er þau fundu sæti sín hægra megin við frú Gelde. Veizluborðið var dýrðleg sýn. Blikandi silfur, rauðar rósir og sak- laus blá kornblóm. Borðþernurnar tvær, svart og hvítklæddar, bjóða gestunum réttina með kurteislegri alvöru. Iðunn lítur fram með borðunum báðum megin og lætur augun nema staðar sem snöggvast við hvern gestanna. Hún þekkir þá aftur sumt af þessu fólki! Nokkrar af konunum voru henni kunnar frá Stofnuninni. Og þarna situr frú Röst, ennþá tilgerðarlegri en hversdagslega. Hún skálar oft við harald Gilde og reynir að halda augum hans. — Allt i einu nema augu Iðunnar staðar við Ástríði Rein, bekkjar- systur sína frá barnaskólanum. Það hlýtur að vera Ástríður, þótt hún sé mikið breytt. Iðunn hefir bara ekki tekið eftir nafninu, þegar þær heilsuðust áðan. En þetta er Ástríður! Hún er ljómandi fallega klædd. En hve hún er mögur og grönn og föl í andliti! Svo er að sjá, sem Ástríður hafi kannast við Iðunni þegar í upp- hafi. Hún brosið dauft til hennar. Iðunn finnur til hlýrrar velvildar gagnvart gömlu bekkjar-vinkonu sinni. Hún ætlar að hafa tal af henni og vera vingjarnleg við hana. Hún ætlar ekkert að sinna því, sem hún heyrir sagt um hana. Það er sennilega of mikið satt í því. En ótrúlegt er það samt, að hún Astríður litla með gullnu lokkana sé léleg manneskja. — Skyldi maðurinn við hlið hennar vera sá, sem hún býr með? Það kvað vera ríkur maður hér í bæn- um. Og sagt er að hann sjái fyrir ölllum þörfum hennar. Æ-l, Iðunn hefir heyrt úr svo mörgum áttum allt þetta slaður um Ástríði. Iðunn verður að virða betur fyrir sér þennan hálfroskna mann við hliðina á Ástríði. Hversvegna gifta þau sig ekki á réttan hátt? vildi hún gjarnan spyrja. Er það ekki furðulegt, að mannskepnurnar skuli þurfa að spilla lífinu þannig, hvort fyrir öðru, í heimi þar sem allt er þó svo fagurt og dýrðlegt frá Almættisins hendi! — Skál! •— ungfrú Falk! Haraldur Gilde klingir glasi sínu við glas Iðunnar. Hún víkur augum sínum frá gestunum og horfist í augu við hann. Hún þykist lesa rólegan skilning í þeim. Henni finnst á sér, að hann muni hafa athugað hana dálítið og lesið það, sem hún hugsaði rétt áðan. Svo er þá að sjá sem þau skilji eiginlega hvort annað án þess að hafa átt tal saman. Nú er slegið á glas með gaffli. Einn gestanna hefir fundið köllun hjá sér til að halda ræðu fyrir húsfreyjunni, hvort sem þetta stafar af hreinni þakklætiskennd, eða af því að vínglasið hafi villst of oft að vörum hans. Þetta er holdugur verksmiðjueigandi í bænum. Hann strýkur hendi snöggt yfir gisið hár sitt og tekur svo til máls: — Ég er enginn ræðumaður, — og síðan hvolfir hann úr sér heilli dembu af glamrandi gullhömrum og langri runu af smjaður- smurðum faguryrðum, skjalli og skrumi um heimilið Gelde og hina glæsilegu húsmóður þess, sem allur bærinn hafi orðið svo yfir- máta hrifinn af og þyki svo vænt um . . . ! Ræða þessi ruddi niður öllum stíflum, og nú flæddu og flóðu ræðuhöld um hríð, hver ræðan eftir aðra, og skrum og glamuryrði streymdu freyðandi af vínvotum vörum. Iðunn varð því lifandi fegin, þegar ísinn var borinn fram og boðinn gestunum. ísinn kældi hitaólguna innvortis, svo að ofurlítið birti í lofti hugsananna. Og loks stöðvaði hann ræðuhöldin algerlega. Og nú kvað hlátur og spjall með fullu fjöri um allan salinn. Iðunn leit sem snögvast á frú Gelde. Hún drakk úr glasi sínu, hló mikið og spjallaði glettnislega, helzt við Rossí. — Skyldi hún hafa gefið nokkurn gaum að öllum gullhömrunum og glæsiyrðunum, sem ræðumenn demdu yfir hana? Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.