Dagur - 23.03.1964, Page 1

Dagur - 23.03.1964, Page 1
,»— .............- ? NÝIR KAUPENDUR fá framlialdssöguna, „GULLNA BORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. FLUGKAFFIÁ FLUGVELLINUM í GÆR var opnu'ð veitinga- stofa í flugstöðinni á Akur- eyrarflugvelli. Hún heitir Flugkaffi og er á vegum Varðborgar. Þar fæst kaffi, kaldir drykkir, brauð, sæl- gæti og tóbak. Þegar sumaráætlun F.f. hefst, verður veitingastafan opin allan daginn, en þangað til verður hún aðeins opin þegar flugumferð er um völl- inn. Slippstöðin sá um innrétt- ingar. Stefán Ág. Kristjáns- son hefur séð um fram- kvæmdir f. h. templara og samningagerð við flugmála- stjórnina um innréttingar og rekstur til næstu 5 ára. Flugkaffi verður vel þeg- ið, og hefði átt að vera kom- ið þar fyrir löngu. □ Fyrsti starfsfræðsludagurinn á Blönduósi í gær þótti takast mjög vel og var hann fjölsóttur FYRSTI starfsfræðsludagurinn sem haldinn hefur verið á Blönduósi, var haldinn þar í gær, 22. marz, í hinu mikla og vistlega félagsheimili. Það voru skólastjórarnir Þorsteinn Matthíasson á Blönduósi og Páll Jónsson í Höfðakaupstað, sem hrundu málinu fram og stjórnuðu kynningu 50 starfs- Lítt sæmileg tramkoma ferðafótks aS Saurum á Skagasfrönd NAFNIÐ Saurar á Skagaströnd og fólkið á bænum, Guðniundur Einarsson, Margrét Benediktsdóttir kona hans, og börn þeirra, komu mjög óvænt á dagskrá útvarps og blaða. Um þennan stað og fólkið þar var talað um allt land manna á milli, og er enn. Ástæðan er sú, að þar tóku að gerast litt skiljanlegir atburðir s.l. þriðjudagskvöld og hafa staðið síðan. Hlutir hafa verið færðir úr stað og leirtau brotið á óvenjulcgan hátt og fleira hefur verið brotið og skemmt. FÓLK streymir að úr öllum átt- um. Það vildi ræða við heimilis fólkið, fá sem öruggastar frétt- ir, sjá með eigin augum, að þetta allt gæti, eða gæti ekki, gerst af manna völdum, já, vildi fá að sjá borð og stóla fljúga, leirtau þjóta niður á gólf, án þess nokkur kæmi við það minnsta fingri og svo vildi það líka sjá hinn dularfulla. Um helgina var svo komið, að heimilisfólkið var orðið úr- vinda af þreytu og svefnleysi, ekki af hinu „yfirnáttúrulega,“ heldur af átroðningi gesta. Fréttamaður Dags kom þang- að síðdegir í gær og ræddi stund arkorn við heimafólk. Varð þá ljóst, að það hefur orðið fyrir slíkri yfirþyrmandi frekju og yfirgangi, að með ólíkindum má telja. T. d. var margt aðkomu- fólk þar alla sunnudagsnóttina, fyllti lítil húsakynni, lá á glugg- um, tók jafnvel „blossa“-myndir inn um gluggana. Neitaði að fara út eða yfirgefa staðinn fyrr en „eitthvað gerðist.“ Þetta að- komufólk brýtur allar viðtekn- ar siðvenjur í umgengni og ríð- ur húsum dag og nótt — miklu meira og af enn meiri ókurteisi en sá „óþekkti," og lætur hann þó illa. □ greina. En studdir voru þeir af mörgum áhugamönnum, sem sjá það betur og betur, hve nauð synlegt það er, að ungt fólk eigi þess kost að kynnast, eftir því sem kostur er, hinum mörgu starfsgreinum, sem því standa til boða í þjóðfélaginu. Meðal þeirra sem sóttu starfsfræðsluna voru að sjálfsögðu nemendúr skólanna á Skagaströnd og Blönduósi, ennfremur nemend- ur Reykjaskóla í Hrútafirði. Kaupfélagið stuðlaði að því fyrir sitt leyti, að starfsfræðslu- dagurinn gæti orðið sem fjöl- breyttastur og hafði af því til- efni opið og til sýnis mjólkur- samlagið og vélsmiðjuna. Þótt blaðið hafi ekki fengið nákvæmar fregnir af fræðsl- unni, er það víst, að unga fólk- ið hafði þarna mjög mikinn áhuga á tæknifræðum. Á Blönduósi eru 650 íbúar og fer heldur fjölgandi. Byggingar íbúða, verzlana, verkstæða og byggingar til félagslegra afnota eru töluverðar á ári hverju. Engin útgerð er á staðnum, enda staðurinn hafnlaus að kalla. Þar tapar enginn á út- gerð. Margs konar iðnaður og verzl ur er aðalatvinna þorpsbúa. Margt er þar fleira, sem styður (Framhald á blaðsíðu 2). Um nolkun stefnuljósanna Orðsending lögreglunnar til ökumanna SAMKVÆMT 52. gr. umferð- arlaga nr. 26 1958 er skylt að gefa merki um breytta aksturs- Iljónín á Sauruni, Guðmundur Einarsson og Margrét Benediktsdóttir. í miðjunni er Björgvin sonur þeirra bjónanna. Ilann er heima við lirognkelsaveiðar ásamt föður sínum og Benedikt bróður sínum nú um tíma, en búsettur er hann í Höfðakaupstað. (Ljósmynd: E. D.) stefnu, þegar þörf er á, til leið- beiningar fyrir aðra umferð. Merki þessi skal gefa með stefnuljósum á bifreiðum. — Stefnuljós eru mjög þýðingar- mikil tæki til þess að greiða fyr- ir umferð og draga úr slysa- hættu. Stefnuljósin koma því aðeins að gagni, að þau séu (Framhald á blaðsíðu 7). SfLDARFLOTVARPA SAGT ER, að nýi skuttogai'inn þeirra Siglfirðinga, sem áður vai' frá sagt, geti veitt með hriftg nót, flotvörpu og botnvörpu í sömu veiðiferð. Flotvarpa sú, er skuttogarinn hyggst nota, er af nýrri gerð. Þjóðverjar hafa nýlega endur- bætt flotvörpuna með ágætum árangri á veiðum í Norðursjó, og munu Siglfirðingar háfa fylgst vel með þróun þeiri'a mála. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.