Dagur - 02.04.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1964, Blaðsíða 1
NÝIR KAUPENDUR fá framhaldssöguna, „GULLNA BORGIN" frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. XLVII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 2. apríl 1964. — 27. tbl. VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. Slórliruni í Sléttuhiíð Fólk bjargast. En nokkrar kindur brunnu inni SÍÐASTLIÐINN fimmtud. varð eldur laus á Tjörnum í Sléttu- hlíð. Það var um hádegisbil að eldsins varð vart í útihúsum, á- . föstum íbúðarhúsinu. Bóndinn, Kjartan Hallgrímsson, bjargaði í Herðubreiðarlindir uni páskana UM PÁSKANA fóru 8 menn frá Akureyri austur í Herðubreiðar- lindir — og lengra þó, því þeir fóru alla leið að Jökulsárbrúnni nýju — lausabrúnni. Lönd og leiðir sá um ferðina. Færið var mjög gott, leiðin öll snjólaus, en ís í lægðum. í Herðubreiðarlindum var út- sprunginn víðir og svanir syntu á tjörnum. Gengið var á Upptyppinga og sást þaðan vel til Brúarjökuls, sem er úfinn mjög og sprunginn og hefur mjög gengið fram í vet ur með braki og brestum. Það mun óvenjulegt á þessum árstíma að fara skemmtiferð frá Akureyri í Herðubreiðarlindir. □ strax 15 gripum úr nýju fjósi, er stóð þar örskamm tfrá, en 10 kindur og eitthvað af hænsnum, sem voru á öðrum stað, köfn- uðu í reyk. Nokkru af innbúi var bjargað, en mikið af því brann og var það lágt tryggt. Nágrannar og menn af Hofsósi komu fljótt til hjálpar og var reynt að stöðva eldinn með frumstæðum aðferð- um. Bæjarlækur rennur uin 30 metra frá. En hvorki varð íbúð- arhúsinu, sem byggt var 1937 úr steini en timburþiljað, né heldur áföstum skúr og bragga eða gömlu fjárhúsi úr torfi, sem einnig stóð í þessari húshvirf- ingu bjargað. Allhvass suð-vest- an stormui' var á. Líklegt er talið að kviknað hafi út frá neistaflugi úr reykháfi. Tjarnir eru um 14 km frá Hofsósi og standa við Hrolllaugs staðaá. Eins og fyrr segir heitir bóndinn Kjartan Hallgrímsson, en kona hans Sigrún Ásgríms- dóttir og eiga þau nokkur ung börn. Sennilega reynir bóndi að hyggja bæ sinn á ný, nú með vorinu. N. H. Enn er ókyrrð að Saurum ENNÞÁ er ókyrrð á Saurum á Skaga. Hún er meiri en áður var. Hreppstjóri og sýslumaður hafa báðir látið hafa það eftir sér í viðtölum við sunnanblöð, að þeir telji hina umtöluðu og dularfullu atburði á Saurum ekki af mannavöldum. Hafa hin ósýnilegu öfl þar fengið • stað- festingu veraldlcgra yfirvalda. Væntanlega liggur rannsókn þar til grundvallar. En með þessu eru einnig bornar til baka getgátur um hrekki, sem fólkið á Sauruin er grunað um, svo sem kunnugt er af fréttuin. En nú eru Saurar lokað land fréttamönnum, og eiga menn úr þeirri stétt, og raunar fleiri, þar sök á. Af þeim hefur Saurafólk- ið svo vonda reynslu, að það hef ur liafnað samvinnu við þá. En livað sem því Iíður, hefur blaðið sæmilega góöar heimildir fyrir því, að hinum umtöluðu og dul- Ærnar finnast ekki EINS og áður er frá sagt, tap- - aði Maríus Jósefsson bóndi á Hallgilsstöðum á Langanesi um 70 kindum fyi'ir 10 eða 11 dög- um. Tíu leitarferðir hefur hann farið sjálfur, oft með mann með sér, og farið yfir stór svæði heiðalanda. Enn vantar 17 ær og er vonlítið að þær finnist. Þessi mynd var nýlega tekin vestur á Skaga. Hér eru björgin hvít af fugli og fossinn í Fossá fell-! ur beint í sjóinn. Á þessum slóðum hrapaði fyrir tveim árum drengur, er hann var að klifra í! björgin. (Ljósm. E. D. JARÐSKJÁLFTARNIR MIKLU Náttúru-hamfarirnar í Alaska um páskana arfullu fyrirbærum þar vestra sé enn ekki lokið, svo sein ýrns- ir höfðu þó vonað. Og yfir þeim hvílir enn sú leynd vanþekking- ar, sem gerir þau „dularfull“ og jafnvel hrollvekjandi og svipta þarf hurtu með lijálp vísind- anna. □ HÖRMULEGAR páskafréttir hafa borizt um heim allan af náttúruhamförunum miklu í suðurhluta Alaska og suður eft- ir vesturströnd Norður-Amer- íku. Eru jarðskjálftar þeir, sem hófust að kvöldi föstudagsins langa taldir þeir mestu, sem sögur fara af. Hús, borgarhlutar og borgir hrundu, sums staðar til grunna, raf-, vatns- og skólp- leiðslur eyðilögðust, jörð klofn- aði, og vegir, flugbrautir, hafnir o. fl. eyðilögðust eða stór- skemmdust. Manntjón virðist hafa orðið allmiklu minna held- ur en við var búizt í fyrstu, og þó talsvert. Upptök jarðskjálftanna eru talin hafa verið í Aleuteyja- sveignum, sem tengir saman A1 aska og Síberíu. Flóðbylgjan mikla, sem æddi þaðan suður allt Kyrrahaf og meðfram vest- urströnd N.-Ameríku olli víða allmiklu tjóni, sópaði burt þorp um og mannvirkjum á .eyjum og annesjum. Voru aðvaranir sendar til eylanda og stranda víðsyegar suður eftir Kyrrahafi. Fallega nýtízkuborgin An- chorage á suðurströnd Alaska varð mjög illa úti. Um 100 þús- und ibúar. Er talið að miðhluti borgarinar sé í rústum. Borg þessi er vel kunn allmörgum íslendingum, sérstaklega þó ís- lenzkum skógræktarmönnum, sem hafa haft mikil viðskipti og samvinnu við skógræktarmenn þar vestra. Alaska var um langa hríð ævintýralandið í augum íslend- inga. Upphaflega rússnesk hjá- lenda hinum megin Berings- sundsins. En árið 1867 keypti Bandaríkjastjórn þetta mikla landssvæði (milli 60 og 70 gr. n. br.) af Rússum fyrir 7.200.000 dali, og reyndist það brátt reglu legt „reyfarakaup". Laxveiðar, selveiðar og aðrar veiðar ultu brátt á milljónatugum dala. — Og svo kom gulið til sögunnar, víðs vegar um allt Alaska! Síðan var Alaska um langa hríð ævintýralandið mikla. — Ævintýramenn og flækingar, útilegumenn, skáld og skógar- menn lögðu leiðir sínar um tor- færur þessa mikla fjallalands, þvert og endilangt. Stendur enn varðveittur kofi Alaskaskálds- ins mikla Roberts Service með (Framhald á blaðsíðu 2.) FRÁ LÖGREGLUNNI ÞRÍR menn voru teknir fastir vegna meintrar ölvunar við akstur urn páskahelgina og nokkrir liafa verið kærðir fyrir gálauslegan akstur. Þá liafa nokkrir minni háttar árekstrar orðið í umferðinni, án þess fólk liafi slasazt. □ Aðalgatan í Ancliorage. Galdra-Loftur á Akureyri LEIKFÉLAG AKURERAR er að æfa sjónleikinn Galdra Loft eftir Jóhann Sigurjóns- son og ætlar að sýna hann áður en langir tímar líða. Fé- Iagið hefur verið svo lieppið að fá hingað hinn kunna leik ara Gunar Eyjólfsson og leik ur liann aðalpersónuna, sjálf- an Galdra-Loft. En með það hlutverk hefur hann áður far ið og hlotið lof fyrir framnii- stöðuna. Leikstjóri er Ragn- hildur Steingrímsdóttir. Ýmsum finnst eflaust í mikið ráðizt lijá LA að taka þetta verkefni til meðferðar. Með aðstoð Gunnars Eyjólfs- sonar mó þó vænta að vel tak ist. Galdra-Loftur mun hafa verið leikinn hér fyrir um það bil fjórum áratugum og er sá leiklistarviðburður tengdur nafni Haraldar Björnsonar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.