Dagur - 02.04.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 02.04.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Alþýðumaðurinn og Rússafeppin LEIÐARI Alþýðumannsins á Akur- eyri 19. marz nefndist „Eyðilagður Rússlandsmarkaður" og vitnar um skáldgáfu höfundarins. Þar er fyrst dregin upp fögur mynd af þeim við- skiptum, sem Sambandinu tókst að ná við Rússland í teppum og peysum frá Gefjuni og Heklu á Akureyri, til mikils hagræðis fyrir fólkið, sem við framleiðsluna fékk mikla yfirvinnu. En hér fór sem oftar, að Adam var ekki lengi í Paradís. Hann breytti ekki rétt og syndgaði gegn „viðreisn- ar“-stjórninni, og var þá heldur ekki lengur í Paradís. Þessi teppa- og peysuviðskipti námu um 20 millj. króna, en for- ráðamenn Sambandsins, sem héldu sig hafa himinn höndum tekið, gengu hugsunarlaust til samstarfs við fulltrúa Rússa hér á landi til hvers konar óþurftarverka, að áliti Alþýðu mannsins. M. a. unnu þeir að því, að kaup verkafólks hækkaði um 1096 og samið Var um vinnufrið til tveggja ára. Bragi, ritstj. Alþýðu- mannsins kallar þetta að losa stein úr vegg og snýr þar með hlutunum alveg við. Með 10% kauphækkunar- samningunum, sem samvinnumenn áttu vissulega sinn þátt í og að þeir voru gerðir til tveggja ára, var stór- kostlegum verkföllum afstvrt, og jafnframt var hinn óvenjulega langi samningstími beinlínis lagður í lófa stjórnarvaldanna, þeim til halds og trausts í baráttunni við verðbólguna. Launastéttirnar lögðu þar með traustan stein í vegg sannrar viðreisn ar, sem ríkisstjórnin síðan spyrnti úr með gengisfellingunni þá strax á eft- ir. Það var mikið óhappaverk. Og þar erum við komin að kjama málsins. „Viðreisnarstjórnin“ stóð fyrir tveim gengisfellingum, innleiddi okurvexti og óðaverðbólgu, sem allt efnahags- líf þjóðarinnar stynur nú undir, og er fjötur uin fót á iðnframleiðslu til útflutnings. En þessu gleymir rit- stjóri Alþýðumannsins. Og um fram leiðslu á teppum og peysum veit hann ekki einu sinni, að nú þegar hefur tekizt, þrátt fyrir marga örðug- leika, að ná áframhaldandi sölu á þessum vörum til Rússlands. Af þessu er ljóst, að jafnvel dæmið, sem ritstj. Alþm. leggur út af, og á að vera staðreynd, er úr lausu lofti grip- ið og hreint þvaður. Leit ritstj. Alþ.m. að orsökum þess öngþveitis, sem hvarvetna blasir við í efnaliagslífinu, ætti að bera skjótan árangur — ef liann aðeins leitar í „viðreisnarkerfinu“ sjálfu ,því þar liggja rætur meinsemdanna og dylj- ast ekki. □ Ame Hyldkrog skólastjóri leifar eftir húsnæði íyrir nemendur sína á íslenzkum heimilum, og býður FJÖLMENNT norrænt sumarnámskeið með 70—80 þátttakendum frá Danniörku, Noregi og Svíþjóð, verður haldið hér á landi í sum- ar. Það stendur yfir í 4 vikur, frá 27. júní til 24. júlí. Þar af verð- ur námskeiðið 3 vikur í Reykjavík, þar sem íslenzkir fyrirlesarar munu flytja erindi um sögu íslands, náttúru, atvinnuhætti o. fl. En fjórðu vikuna verður ferðazt til Egilsstaða, Mývatns og Ak- ureyrar. Skólastjórinn Arne Hyldkrog frá Skjern í Danmörku var staddur í bænum um helgina til þess að leita fyrir sér um einka heimili, sem gætu tekið á móti einum eða tveim af þátttakend- um námskeiðsins, sem gestum í nokkra daga. Hvenær koma nemndumir til Akureyrar, herra skólastjóri? Við komum tvisvar. í fyrra skiptið 14.—16. júlí og í síðara skiptið 21.—23. júlí. Það hefur verið svo mikill áhugi fyrir námskeiðinu heima í Dan- mörku, að við höfum orðið að skipta hópnum í tvennt. Þér viljið koma nemendunum í samband við íslenzk heimili? Já, ég álít, að það sé mjög mikilvægt, að tíminn fari ekki allur í fyrirelstra og verksmiðju heimsóknir, en að nemendurnir kynnist einnig nokkrum íslend- ingurn persónulega. í Réykjavík búum við í Stýrimannaskólan- urn, sem menntamlaráðuneýtið hefur verið svo vinsamlegt að fá okkur til umráða, sem er okkur vissulega mikil ánægja. En það gefur ekki sömu möguleika til persónulegra kynna og að dvelja á einkaheimilum. Og þér Iiafið valið Akureyri? Já, Akureyri er þekkt í Dan- mörku sem athafnabær með mjög mikinn áliuga fyrir nor- rænni samvinnu, og er einnig höfuðstaður Norðurlands. Og því er það, að maður snýr sér hingað til Akureyrar með slíka hluti. Hvers konar fólk er það, sem tekur þátt í námskeiðinu? Það er fullorðið fólk, sumt roskið. Margir eru kennarar, nokkrir blaðamenn, en einnig menn úr ýmsum öðrum starfs- greinum. Einnig nokkrir Skandi navar, sem búa á íslandi. Hvert á fólk að snúa sér, er það vill taka á móti gestum frá Norðurlöndunum? Hægt er að skrifa til aðseturs skólans í Skjern í Danmörku. En héraðslæknirinn, Jóhann Þorkelsson, sem er danskur kon súll, hefur verið svo vinsamleg- ur að lofa að hjálpa okkur. Þór- arinn Björnsson, skólameistari, og Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans, hafa tjáð sig fúsa til hjálpar. Svo það verður mjög auðvelt að koma því í kring hér í bænum. Herra Hyldkrog, sem í nokk- ur ár hefur einnig rekið nor- rænt námskeið (Nordisk höj- skole) í ítalíu, liggur meira á hjarta. Hafi maður meiri áhuga sjálfur á því að fara á norrænt námskeið, eru þeir velkomnir til ítalíu, þar sem haldin eru, auk hinna löngu fjögurra mánaða Arne Hyldkrog, skólastjóri námskeiða vor og haust, einnig nokkur stutt sumarleyfisnám- skeið í júlí og ágúst og tekið er á móti gagnfræðaskóla- og menntaskólabekkjum í náms- ferðum, segir hann. Um livað fjalla þessi nám- skeið? Hin löngu námskeið eru venju leg háskólanámskeið (höjskole- kurser) eins og við háskólana á Norðurlöndum. En þar að auki fá menn hjá okkur tæki- færi til að kynnast ítalíu. En á hinum stuttu sumarnámskeiðum er einkum fjallað um menning- arsögu eða um þjóðfélagsaðstæð ur. Skólinn er í Ravello á Sorr- entoskaganum fyrir sunan Na- polí. Svo við höfum nóg að sýna í næsta umhverfi. Hvað er kennt á hinum menn- ingarsögulegu námskeiðum? Námskeiðin eru tvenns kon- ar: þrjú þriggja vikna námskeið, sem byrja 28. júní og 2. ágúst. Þau byrja í Flórens og heim- sóttar eru hinar frægu fornleif- ar og uppgreftir Etrura á leið- inni suðureftir. Aðra vikuna er dvalið við skólann í Ravello, þar sem haldnir eru fyrirlestrar og U M D A G I * G V E G I N N O UM JARDHRÆRINGAR og aðrar hræríngar. Það er ókyrrð í iðrum jarðar og uggur víða um heirn, víst héfir ísland varla farið varhluta af ógnum þeim. Margt, í éldri og yngri sögnum, okkur um það er tjáð. Nú er um Armúla, Surt og Saura sérdeilis rætt og skráð. Ef heyra menn um að hafi fundizt hristingur út um land, þeir leggja af stað með landskjálftamæli, litfilmu og segulhand, í kveldfréttum útvarps er svo rakið allt hvað þeir heyra og sjá, en hlustendur skreiðast skjálfandi í bólin, — skyldi þeim enginn lá. Þá landið hristist hálft eða meira menn hafa talið það víst að þar séu eðlileg öfl að verki, — en undarlegra þeim lízt ef vart er í litlum hluta af hreppi við hræringar, kippi og þyt, sé skjálftinn aðeins í eldhúsborði þá eru vísindin bit. Hví skyldi óttast umbrot jarðar íslands goðboma kyn? Goðin hin fornu gerðu ekki að guggna við skjálfta og dyn, cg langt var frá að það fengi þeim ótta né firrti þáu svefni og mat — um Bifröst Æsir á hestum hleyptu, á Hliðskjálfi Óðinn sat Víst hefir mörgum virzt, er byggja hið veltandi jarðarhvel, að veröldin sé nú ekkert annað en ægistór hrærivél. Því er von, er menn sitja saman að sumbli og tæma glas, að syngi þeir gjama ljóð um lífið sem „lítið skjálfandi gras“. DVERGUR. 5 iii1111111111iiiiiii1111111111ii ....... JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: • iiiii(mimi iii immi 111111111111111111111 liiiiniiiii Þegar bóndinn kom í útvarpið farnar ferðir til hinna grísku nýlenda Cumae og Paestum og þriðju vikuna eru bæirnir Herculanum og Pompei skoðað- ir og dvalið 3 daga í Rómaborg. Getum við, íslendingar, notið fyrirlestranna? Já, auðveldlega. Það er kennt á dönsku og maður er vanur að tala hægt og greinilega, með til- liti til Norðmanna og Svía. En hin námskeiðin? Það eru styttri námskeið, þar sem maður er allan tímann í skólanum í Ravello og fer ferðir til Napolí, Cumae, Paestrum, Herculanum og Pompei. Hve margir norrænir nemend ur hafa verið í þessum skóla í ítalíu? Nemendur hafa verið um 400 og ef reiknað er með þátttakend um íslandsnámskeiðsins nú í sumar, verða þeir um 500 sl. 3 ár. En hafið þér ekki áliuga á að koma upp lýðháskóla á íslandi? Jú, ef íslendingar hafa jafn- mikinn áhuga á hugmyndinni og aðrir Skandinavar, væri það auðvelt. En til þess þarf maður náttúrulega að fá ríkisstyrk á íslandi, eins og á hinum Norður löndunum. Annars verður það of dýrt fyrir nemendurna. Hyldkrog skólastjóri fór aust- ur í Mývatnssveit á páskadag til að kynna sér húsnæðisaðstæður þar og fór síðan til Reykjavík- ur til fundahalda um skólaáætl- unina. Við vonum að hann verði eins heppinn með norrænan lýð háskóla á íslandi, eins og skól- ann á ítalíu. □ ÞAÐ er frægt í enskri bók- menntasögu að þegar Byron birti sitt fyrsta kvæði á prenti, þá vakti það svo mikla eftirtekt að menn sögðu að hann hefði vaknað frægur, daginn eftir að kvæðið kom út. Skáldið hlúði að þessari frægð og hún lifir góðu lífi enn í sögu ljóðskálda. En hér á fslandi gerðist afar lítið hliðstætt dæmi í útvarpinu fyrir nokkrum vikum. Þá flutti mánudagserindi bónda úr Húna vatnssýslu, Þorvarður Jónsson á Söndum í Miðfirði. Hann varð frægur af þessu hálftíma verki. Ekki er ætlun mín að endurtaka ræðu bóndans frá Söndum. Hún er miklu víðar komin og betur geymd í hugum þúsunda í land- inu heldur en hægt er að gera með stuttum útdrætti. Samt vil ég með fáum orðum minnast á þessa ræðu í lítilli blaðagrein. Ég spyr fyrst. Hversvegna vakti þessi ræða svo mikla eftirtekt. Þorvarður var áður óþekktur, en virtist vera ágætur ræðumað ur. Hann er fæddur og uppalinn í Hnappadalssýslu og gerðist á unga aldri bóndi norður í landi. Þar keypti hann hina góðfrægu jörð Sanda, sem forveri hans, Ólafur, hafði gert fræga, áður en Torfi í Ólafsdal kom með sín nýju jarðyrkjutæki. Ólafur slétt aði túnið og ræktaði það svo vel, að það varð landsfrægt, án þess að hafa nokkur áhöld önn- ur en handverkfæri og góða hirðingu. Þorvarður kaupir þessa jörð fyrir hér um bil tuttugu árum. Þar er gott tún, sem fyrr segir. Mikið og kjarn- gott land. Þar er gott að hafa sauðfé. Auk þess fylgja jörð- inni nokkur hlunnindi í Mið- fjarðará, en þó er veiðin ekki aðalatriði um gæði jarðarinnar. Hjónin á Sandi eru atorkusöm. Þau eiga mörg börn, sum upp- komin. Fjölskyldan stendur að búskapnum með lítilsháttar að- stoð vandalausra manna. I haust sem leið fór Þorvarður vestur í Dali, þar sem fé hafði fækkað vegna fjársýkinnar, og leitaði eftir vetrarmanni. Ekki tókst það, en vetrarmann fékk hann á öðrum stað úr sjóþorpi. Greinargóð skýrsla. Þorvarður vinnur mikið, en hef ur ekki nema eitt lunga, og varð að vera á sjúkrahúsi tíma í vetur. Gifta fylgir búskap fjöl- skyldunnar, þó að heilsa bónd- ans mætti vera betri. Á Sönd- um eru átta hundruð fjár og það mun vera eitt mesta sauðbú á einu býli á íslandi. Á Söndum fara saman miklir landkostir jarðarinnar og mikil búmennska fjölskyldunnar, sem gerir þenn- an garð frægan. En hin ný- fengna frægð Þorvarðar bónda á Söndum stafar nú ekki af því, að hann býr á mikilli jörð og hefur hið ágætasta sauðbú. Það vissu fáir af þeim sem heyrðu ræðuna og þótti hún hin sköru- legasta. Það sem vakti eftirtekt áheyrenda, var hin einfalda og óbrotna skýrsla bóndans um fá- ein kjarnaatriði um lífsbaráttu bændanna eins og hún er nú. Hann tók fyrst og fremst til at- hugunar léttúð þjóðarleiðtog- anna. Hann nefndi einfalt og Ijóst dæmi um mann, sem tók lán fyrir tuttugu árum í banka eða sparisjóði og keypti fyrir það hús í Reykjavík fyrir eðli- legt verð á þeim tíma. Eftir tuttugu ár selur maðurinn húsið margföldu verði. Hér eru svik í tafli, þeir sem áttu spariféð í bankanum eða sparisjóðnum, verða að þola að eign þeirra er nú ekki nema lítið brot af því, sem hún var þegar lánið var veitt. Maðurinn, sem keypti hús ið fyrir þessa sparipeninga, hef- ur nú selt það óþekktum manni og fær fjárhæðina endurgoldna í mörgum litlum krónum. Ef meðferð fjármálanna hefði ver- ið heiðarleg og framsýn, mundi fjárhæðin, sem upphaflega var tekin að láni í sparisjóðnum eða bankanum, nú vera fullgild eins og hún var fyrir tuttugu árum. MaðurinP sem fékk þetta lán og lét það standa í húsi langa stund meðan krónan var að falla mundi ekki hafa fengið neinn falskan gróða á verzlun sinni. Bóndinn á Söndum vék að fleiri bændamálum, sem hafa mikla þýðingu fyrir sveitina, þar á meðal áburðarverksmiðj- unni. Þar hafa orðið mikil mis- tök með framleiðsluna og verð- ur því aldrei unað til lengdar að hið góða framleiðslutæki á- burðarverksmiðjan geti ekki fullnægt kröfum bænda með fullgilda vöru. Litlu kornin frá Gufunesi og litlu krónurnar úr svikadýrtíðinni eru táknmyndir um þá sýki þjóðfélagsins, sem þjáir allt landsfólkið síðan for- ráðamenn þjóðarinnar byrjuðu að drekka sér til óheilla gull- seiði frá öðru landi. Sá góðmálm ur var hingað sendur í góðu skyni, en er nú að liða sundur hið veikbyggða þjóðfélag sem bjó að heilbrigðri undirstöðu meðan hver maður vann fyrir sínu daglega brauði, án þess að svíkja náungann. Ræða bónd- ans frá Söndum er þýðingar- mikil á margan hátt. Hún sýnir mátt orðsins þegar byggt er á þekkingu og alvöru. Þoi;varður á Söndum hefur haldið í útvarp inu, án sérstaks undirbúninga, einhverja þá beztu ráeðu sem þar hefur verið flutt í mörg ár. Hann er hraustur, sjálfmennt- aður sveitadrengur. Hefur myndað gott heimili og opnað hug sinn fyrir straum samtíðar- innar og þorað að gera tvennt í senn. Búa myndarlegu búi, en hugsa djarft, en árætnislaust um skiptin við aðrar stéttir. Nú hefur svo slæglega verið haldið á málefnum bænda und- angengin tuttugu ár, að í sveit- uná landsins érU tólf hundruð heimili þar sem ekki er eigin- kona við forstöðu heimilisins. Annaðhvort engin kona, eða þá móðir eða amma bóndans. Hér er um að ræða mikla öfugþró- un. í einni sveit á Austurlandi nærri kunnu höfuðbóli eru sjö jarðir farnar í eyði á undan- förnum árum. Túnin eru að vísu slegin, það gera nábúar, en hús og mannvirki grotna niður. Þaðan kemur enginn Þorvarður frá Söndum og segir rétt og skarpt frá ástandinu. Þjóðin flýt ur sofandi að feigðarósi. Elzti og traustasti atvinnuvegur henn ar býr við hörmulega óvissu um framtíð sína. Skylda bændastéttarinnar. Bændur landsins verða hér að taka til sinna ráða. Þeir eiga mikið í hættu, því að eignir þeirra og atvinna er í veði. Svo gálauslega er haldið á þessum málum, að landskunnir búnaðar málaleiðtogar tala á málfundum og í útvarpi um að fækka bænd um landsins um fimm þúsund.. Þó að þær orðræður séu að vísu ekki svaraverðar, þá má segja að liggi á bændastétt landsins sú beina, óhjákvæmilega skylda að ganga fram á málfundum og ritvelli blaðanna og lýsa ástand- inu eins og það er. Rannsaka málið gaumgæfilega og bera síð- an fram réttmætar og heilbrigð- ar kröfur og ljúka ekki þeim málum fyrr en landbúnaðurinn hefur aftur fengið sinn örugga sess í þjóðarframleiðslunni og verður viðurkenndur enn sem fyrr sem undirstaða allrar þró- unar og þjóðlífs í landinu. □ AUÐHILDUR FRÁ VOGI: Þá dettur henni skyndilega í hug, hvað hún eigi að spila. Það á kann- ski ekki vel við á spínet. Og auðvitað hefði það farið betur á flygl- inum í danssalnmu. En nú ætlar hún samt að leika þessi tónverk hérna. Leikandi létt og mjúkt smjúga fingur hennar gegnum fyrstu lát- lausu tónana í Elegíu eftir Massenet, og brótt hefur vinstri höndin allt lagið á valdi sinu. Síðan grípur hægri höndin lagið aftur. Fing- urnir sameinast, og samhljómarnir verða eins og ástaratlot, leysast upp í einstaka tóna og dreifast. Iðunn dregur síðasta tóninn lítið eitt og bregður síðan snöggt yfir í Crescendo eftir Lasson. Nú eru tón- arnir fyllri og djúpir eins og organtónar. Þeir leita stöðugt upp á við, hærra og hærra, og tónarnir verða styrkari og magnþrungnari með stgandinni. Þetta eru tónar fæddir í ofsalegri ástarþrá. Þeir steypa sér yfir áheyrendur með frystandi kulda og i eldheitum bylgjum. Þeir ná fullri hæð með ægilegu magni og sigurvissu, en skilja þig siðan eftir í svæfandi hugtöfrandi sælu. Þig langar ekkert til að rísa upp, heldur aðeins að liggja og blunda inn í dreymandi eilífð. Þegar síðustu tónarnir hverfa frá fingrum Iðunnar, rís frú Gilde úr sæti og gengur fram til hennar. Hún styður sig við spínetið með mjúkri hreyfingu, lyftir hátt höfði, og er sem hún líti yfir allan gestahópinn. Síðan mælir hún fram nokkrar línur eftir Aukrust: l Þú ert svo fjarri, svo fjarri mér. Þú þekkir mig ekki né veizt hver ég er. Ég brenn í angist, ég brenn í þrá, — þú veizt alls ekki, hvað veldur mér ama. Um garðinn tifar þú til og frá og vökvar blómum, — um mig er þér sama. Ég klíf í fjöllum á fuglaveiðum, unz fram kemst hvorki né til baka, — ég hangi stundum á veikri grein. Og knýtta hnefa mót himni skaka hamrar og flug í beltum breiðum, og sólin brennir mig heit og hrein! Þér gleymi ég aldrei, méyjan mæta! — Hví spretta blómin í brekku og dal í sólaryl — fyrst allt deyja skal! Frú Gilde drýpur lítið eitt höfði til gestanna og tekur svo i hönd Iðunnar. — Þér voruð dásamlega falleg, og svo dugleg og leikin, þegar þér spiluðuð fyrir okkur, segir hún hálf hátt, og gestirnir klappa ákaft. Iðunn verður eldheit í kinnum. Æ, að frú Gilde skyldi nú ekki getað látið þetta vera! Auðvitað meinar hún þetta vel, en samt gerir hún mann hálf-feiminn. Frú Gilde gerir hljómsveitinni aðvart. Iðunn fann kaldsvita spretta á enni sér, er hún gekk í dansinn á ný með Haraldi Gilde. Hljómsveitin var ágæt. Leikinn var ástarsöng- GULLNA BORGIN (Á » V. • ur Glucks, og sumir tóku undir í orðum. Haraldur Gilde raulaði lágt rétt við enni hennar: „Frá þvi er fyrst ég sá þig.. . “ Iðunn þekkir ekki sjálfa sig í kvöld. Allt virðist draumur og sæla. Hún skynjar aðeins hljómleikinn og manninn, sem heldur henni fast að sér í dansinum. En .senn vaknar hún upp í grænu skrautljósi og flöktandi bliki óteljandi síkvikra lifandi kertaljósa. Nú hafa þau Haraldur og Iðunn dansað aftur út á garðsvalirnar og síðan ofan lágu þrepin og fram á milli garðbeðanna. Síðan dansa þau yfir döggvaða grængresissléttuna umhverfis vatnið litla. — En hvað er orðið af hljóðfæraslættinum? Hann fjarlægist — og hverfur. — Æ, það er gott að hvíla sig á hvíta bekknum undir limgirðing- unni. Er það armur Haralds, sem heldur utan um hana? Iðunn vill ekki líta við og rjúfa drauminn. Er það raunverulega höndin hans, sem strýkur um hár hennar og beygir sig ofan að henni? Er þetta raunverulegt? Já, það er Haraldur Gilde. — En nú blikar á hvítt skyrtubrjóst uppi á garðsvölunum. Og grönn rödd rýfur drauminn og kyrrðina: — Haraldur. — Ertu þarna? er kallað. — Það er farið að kólna úti! Haraldur Gilde stendur snöggt upp án þess að kyssa Iðunni. Hún fann aðeins létta snertingu af vörum hans. — Það er Villi! segir hann, og svipur hans breytist. — Jæja? segir hún hikandi. — Já, segir hann og verður órólegur. — Rossí stendur þarna uppi og bíður eftir okkur. Við verðum víst að fara. Iðunn fylgist með honum. Þau ganga samhliða upp tröppuþrepin eins og tvær ókunnugar mannverur. Rossí lítur á þau stórum augum. — Hvar hefirðu verið? segir hann við Harald Gilde. — Nú er ég hérna, segir hann og tekur upp vindling. — Ég hefi verið að leita að þér alls staðar. Ég þurfti að tala við þig. — Kveiktu í vindlingnum mínum. Hvers vegna fórstu ofan í garðinn? Voru fleiri þar, fyrst þú þurftir endilega að fara þangað? Þetta kom eins og buna út úr Rossí. Haraldur mætti augum Iðunnar og blikaði snöggt til hennar. ---Sei-sei, já, auðvitað fullt af fólki í öllum áttum garðsins. — Ég skil ekkert í, hvað það vill út í garði, segir Rossí stuttur í spuna og snýr sér til að fara inn aftur. — Komdu nú líka! segir hann og tekur i handlegginn á Haraldi. Iðunn laumast í burtu frá þeim. Og hún varð fegin, þegar einhver býður henni strax í dansinn. Hún var þegar búin að átta sig í höfð- inu. Hvað í heimi átti þetta annars að þýða? Að Rossí skuli haga sér svona eins og, — já, eins og bráðskotin, afbrýðisöm kona. Eða þá eins og önugur, mislyndur krakki. — Iðunn var alveg rugluð i þessu öllu saman. Hvað hafði annars komið yfir hana niðri x grænlýstum garðinum? Ætlaði hún að kyssa Harald Gilde í fyrsta skipti sem hún hitti hann? Láta græna Ijósið ginna sig! Mild maíkvöld geta svo sem verið nógu hættuleg! — Eða var það kannski ekki græna ljósinu að kenna? Hvers vegna er hún að blekkja sjálfa sig? Hérna inni í salnum í hávaða og hlátri langar hana aftur út i garðinn. Hana langar til að láta Harald Gilde kyssa sig. — En hún yrði samt að skella skuldinni á þessa töfrastemningu næturinnar. Þetta eru eins og álög á henni. Hún litast um á dansgólfinu og í hverju horni herbergjanna. Ast- riður Rein er farin. Já, hún þurfti hvorki neinn krók né kima hér. Húsið, sem hún býr í, hefir nóg herbergi og klefa til að fela í ljósfælna kærleikann hennar og mannsins, sem sér henni fyrir lífs- framfæri og skrauti. — Iðunn gengur út af dansgólfinu, þegar dátlítið hlé verður hjá hljóðfæraleikurunum. Hún sér Harald Gilde og Rossí bregða fyrir inni í borðstofunni. Þar standa þeir reykjandi. En hvar er frú Gilde? Iðunn litast um og finnur hana í litlu mið-stofunni, þar sem hún og einn af yngri leikurum bæjarins sitja að drykkju. Þau fagna Iðunni hávært, er hún kemur i dyrnar. Þau eru með ærsl og hávaða og hlátrasköll, tilefnislaust út í bláinn. Iðunn ætlar að þakka fyrir sig og kveðja. — Núna, undir eins? Frú Gilde hrópar upp yfir sig. — Nei, vitið þér nú hvað, ungfrú Falk, við getum ekki sleppt yður svona snemma! Þér fáið ekki að fara, skiljið þér! Hún hlær og bullar inn á milli með góðri aðstoð leikarans. Hann þrífur í Iðunni og ætlar að láta hana setjast hjá sér. Hún losar sig gætilega og hlæj- andi, og læzt ekki taka eítir því, að þau eru bæði ofurölvi, og allt tal þeirra ósæmilegt bull og þvaður. Loksins getur Iðunn þó náð að þakka fyrir sig og smá-smeygja sér út, brosandi og kinkandi kolli til þeirra á víxl. Uti i fatageymsl- unni rekst hún á þá Harald Gilde og Rossí. — Höfðuð þér blátt áfram ætlað yður að strjúka frá okkur, ung- frú Falk? segir Haraldur Gilde glettnislega. En Iðunn sér alvöruna í augum hans. Og það vekur dálitla forvitni hjá henni. — Nú getið þér fengið að vera með okkur, segir Rossí við Ið- unni og lagfærir hár sitt. — Þökk fyrir, segir Iðunn og brosir til Haralds að baki Rossí. Hann brosir á móti og opnaði síðan útihurðina fyrir þeim út í grænu ævitýraljósin í garðinum, sem enn loguðu. En nú voru þáu ekki lengur eins mögnuð og töfrandi. — Nú var komin afturelding og nýr dagur að renna. Smáfugl söng morgunljóð sín einhvers staðar í garðinum. Sólin roðaði þegar himinhvolfið og máði senn út töfra næturinnar. Iðunn brosir ofurlítið, er hún kveður Harald Gilde og þakkar kvöldið. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.