Dagur - 02.04.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 02.04.1964, Blaðsíða 8
8 A%4 I. jL.'á , 1^»* V’ '’jfc " ,*í K.v , ú «•* ■* ; . v f • ;• >-■■ *** ■ i.. r. **' 4 *i*?r .... LáaE ****"• : , ..'s ». „’.i Klæðaverzlun Sigurð- ar Guðmundssonar í auknu húsnæði 'i0toé Ilraundrangar 1 Oxnadal og til vinstri er lunn sögufrægi bær, Hraun (Ljosm. E. D.). KLÆÐAVERZLUN Sigurðar Guðmundssonar í Hafnarstræti '^fv' ; i If- 96 (París), sem stofnuð var fyr- ir tæpum áratug og hefur smám saman vaxið fiskur um hrygg, er nú flutt á efri hæð hússins og býður viðskiptamönnum hin vistlegustu húsakynni og fjöl- breyttan, tilbúinn fatnað. Neðri hæðin verður áfram notuð í þágu verzlunarinnar, þ. e. sýningargluggar og ennfrem- ur verður sett þar upp sérdeild. Stigi upp á hina nýju verzlun- ax’hæð. er skreyttur blómum og speglum. Verzlunin selur hvers konar fatnað fyrir konur og karla á öllum aldri, og getur án efa boðið betri þjónustu en áð- ur, vegna bættrar aðstöðu. Aðalgeir og Viðar önnuðust breytingarnar á húsinu en Á- gúst Jónsson gerði innréttingar. AÐ LOIÍINNI NOREGSFÖR SÍÐASTI pistill minn frá Nor- egi endaði svo stuttaralega að ég verð að bæta við nokkrum setningum að endingu. Smávægilegar prentvillur hafa slæðzt inn í greinar mínar hér og þar, en flestar eru þær ósaknæmar. Þó stendur á ein- um stað að útflutningskostnað- ur sauðfjár sé greiddur niður af ríkinu og hann jafnaður út. Þarna átti að standa að flutn- ingskostnaður sláturfjár til slát- urhúsanna væri greiddur niður o. s. frv. Hér má bæta við að xikið greiðir líka hluta af flutn- ingskostnaði búfjár til afréttar- landa. T. d. heimsóttum við bónda, sem sagðist aka öllu sínu fé á vorin 4Q0 km. norður í land. Flutningurinn fram og til baka á kind kostar 8 krónur norskar, þ. e. 48 íslenzkar, en helminginn fær hann endur- greiddan af ríkinu. Yfirleitt fá norskir bændur nú margháttaöa beina styrki frá ríkinu, en ég hafði ekki líma til að setja mig inn í þau mál, því þau eru næsta flókin. En einn stærsti lið urinn er niðurgreiðsla á tilbún- um áburði. Tilgangux-inn er auð- Réraðakeppni í bridge UNGMENNASAMBAND Eyja- fjarðar bauð Héraðssambandi S.-Þingeyinga til bridge-keppni 26. marz sl. Var það fyrsta bridge-keppnin milli þessara staða. Þátttakendur voi’U víðs- vegar að úr Eyjafjarðar- og S.-Þingeyjarsýslum. Sex fjög- urra manna sveitir frá hvorum aðila spiluðu, og lauk keppni þannig, að Þingeyingar unnu á fjórum borðum en Eyfirðingar á tveim. Lokastigatalan varð 20 gegn 16, Þingeyingum í vil. Keppni þessi þótti góð ný- breytni í samskiptum þessara nágrannahéraða. Keppnin fór fram á Akureyri og henni stjórn aði Baldur Árnason, Akureyri. vitað sá fyrst og fremst að halda niðri söluverði landbúnaðai’vara innanlands. Læt ég nú brátt lokið þessum ferðaþáttum. í Oslóborg lentum við á árshátíð íslendingafélags- ins. Það var nokkurs konar síð- borið þorrablót með sviðum og hákarli. Þar voru saman komn- ir nokkrir tugir landa, þar á meðal Eyfirðingar. Þar var Árni Kárason af Akureyri og Sig- hvatur Snæbjörnsson frá Grund, báðir verðandi dýra- læknar. Þar var Jón Þorsteins- son kennari á Akureyri og kona hans, og þar var Ólafur læknir Hallgrímsson Einarsson- ar ljósmyndara frá Akureyri. En formaður félagsins nú er Árni G. Eylands. Hann er nú landbúnaðarráðunautur við sendiráð okkar í Noregi. Ég geri ráð fyrir, að hann sé sá maður, sem samanlagt veit mest allra manna um landbúnaðax-- mál íslands og Noregs, því jafn- framt því sem hann hefur um langan aldur helgað krafta sína íslenzkum búnaðarmálum, hef- ur hann jafnan haft náin tengsl við Noreg, einkum á sviði land- búnaðarins, og þekkir persónu- lega marga helztu búnaðarfi’öm uði þar, a. m. k. af eldri kyn- slóðinni. Honum eigum við hjón það rnest að þakka, að þetta ein- staka tækifæri bauðzt til Noregs farar, svo og Stéttasambandi bænda, sem hafði hönd í bagga með hverjum var boðið að fara förina. Það væri fengur í því fyrir lesendur Dags, ekki sízt í sveit- (Framhald á blaðsíðu 2.) KJARADOMUR, sem setið hef- ur á fundum að undanförnu, hef ur nú kveðið upp þann úrskurð varðandi kröfur opinberra starfsmanna um 15% launa- hækkun, að kröfunni sé hafnað. í kjaradómi eiga sæti: Svein- björn Jónsson hrl., form., Bene- dikt Sigurjónsson hrl., og Svav- ar Pálsson endurskoðandi, til- nefndir af Hæstarétti, Eyjólfur Jónson lögfræðingur, tilnefndur af BSRB og Jóhannes Nordal, bankastjóri, tilnefndur af x-íkis- stjórninni. Tveir dómarar skilúðu sér- áliti, þeir Benedikt Sigurjóns- son, sem vildi taka kröfurnar til greina að nokkru, og Eyjólfur Jónsson, sem taldi, að fallast skyldi á 15% hækkun launa. Kjaradómurinn er stofnaður með lögum um samningsrétt op- inberra starfsmanna. Úrskurður hans mun sæta gagnrýni, bæði ILLA LEIKIÐ ÚTI6Ú Á Páskadagsmorgunn bar Útibú Kaupfélags Svalbarðs eyrar við Vaglaskóg þess merki, að þar hafði ill heim- sókn orðið. Ellefu rúður voru brotnar svo og ljósa- kúppullinn yfir útidyrum, og útidyrahurðin sjálf bar þess vott, að við hana hafi ver- ið rjálað nokkuð og fremur ó mjúkt þótt liún léti ekki und an. Mun hér hafa verið gerð tilraun til innbrots, og e. t. v. einhverju náð með því að seilast inn um brotna glugga. Þetta vinsæla útibú, sem fjölmargir ferðamenn verzla í á sumrin, er opið tvo daga í viku á vetriun. Eru þar því ávallt nokkrar vörur, sem freistað geta ófrómra og öl- óðra manna. Ekki hefut1 spellvirkinn fundizt ennþá. □ Námskeið í vélritun Kjaradómur hafnaði 15% kaup- hækkun opinberra starfsmanna vegna þess, að hann gengur í berhögg við 7. gr. samningsrétt- arlaganna, sem átti að tryggja opinberum starfsmönnum launa hækkun í samræmi við aðrar launahækkanir í landinu. Síðan dómurinn var uppkveð- inn í kjaramálum opinberra starfsmanna 3. júlí sl. hefur vísi tala framfærslukostnaðar hækk að urn 19.7 stig og almennar kauphækkanir orðið í landinu. NÚ Á TÍMUM þykir engan veg inn nægilegt að vera sæmilega skrifandi, heldur þurfa menn einnig að kunna að fara með rit- vél. Það er ótrúlegt, en satt, að þótt vélritun sé kennd í skólum og ritvélin sé hið viðurkennda verkfæri, sem að miklu leyti hefur leyst pennann af hólmi, er vélritunarkunnátta manna fyrir neðan allar hellur. Það er mikil vöntun á fólki, sem kann vélrit- un. Hingað er komin til bæjarins kona ein, að nafni Cecilía C. Helgason, dóttir Jóns heitins Helgasonar biskups, og ætlar að halda eitt stutt vélritunarnám- skeið á Akureyri. Hún lærði á sínum tíma vélritun í Englandi, vann síðan á skrifstofu tveggja biskupa, í stjórnarráðinu og víð ar og er mjög fær í sinni grein. Eflaúst geta margir haft þess Loðna veiðisl á Pollinum ANNAN páskadag veiddist fyrsta loðnan hér um slóðir, um 30 tunnur. Sumt var veitt á aust anverðum Pollinum, en einnig gekk loðna inn í bátadokkina við gömlu Höepfnersbryggju og var tekin þar í nót. Loðnan er seld til beitu á 280 krónur tunn- an í norðlenzkar verstöðvar. Eitthvað mun liafa gengið af þorski í fjörðinn, ásamt loðn- unni. En ennþá er aflaleysi við Norðurland, að því er fréttarit- arar blaðsins skýra frá. En gæft ir hafa verið með eindæmum góðar. □ not, ef þeir bregða fljótt við, er þetta ágæta tækifæri býðst. Q „Gimbill“ í Freyvangi í GÆRKVELDI átti að frum- sýna sjónleikinn Gimbil í Frey- vangi í Ongulsstaðahreppi, und- ir leikstjói-n Guðmundar Gunn- arssonar frá Akureyri. Gimbill er þýddur leikur, var nokkuð' umtalaður þegar hann var svið- settur í höfuðborginni á sinni tíð. Leikendur eru 8. Fi-eyvangur mun taka um 250' manns í sæti. Það var Leikfélag Ongulsstaðahrepps, sem tók Gimbil upp á arma sína. Næstu sýningar vei ða n. k. laugardags- og sunnudagskvöld. Q Góður kirkjugripur VIÐ fjölsótta guðsþjónustu á páskadagsmojgun í Möðruvalla kirkju í Hörgárdal, var kirkj- unni afhentur fagur hátíða- messuhökull, gefinn af vígslu- biskupshjónunum, Séra Sigurði Stefánssyni og Maríu Ágústs- dóttur. Hökullin er gerður í Englandi, hvítur að lit og fagur- lega útsaumaður. f Séra Birgir Snæbjörnsson, er flutti guðsþjónustu þennan dag, á Möðruvöllum, mælti þakkar- orð fyrir kirkju og söfnuð. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.