Dagur - 02.04.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1964, Blaðsíða 2
2 á ísafirði um páskana. Hug- myndin var að mótið færi fram á Norðfirði að þessu sinni, en vegna snjóleysis var það ekki framkvæmanlegt. Nægur snjór var í skíðalandi ísfirðinga, Selja landsdal, en óhagstætt veðurfar háði nokkuð framkvæmd móts- ins og árangri keppenda. T. d. reyndist ekki kleift að ljúka keppni í stórsvigi karla af þeim sökum. Aðeins átta af um 40 þátttakendum gátu hafið og lok ið keppninni, en þrátt fyrir það úrskurðaði mótsstjórnin keppn ina löglega. Þótti mörgum það hæpinn dómur. Keppendur voru írá Austurlandi, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, ísafirði og Reykjavík. Menn söknuðu nú skíðamanna frá Þingeyingum. og Fljótamönnum, sem oft hafa sett mikinn svip á þessi mót á undanförnum árum, sérstaklega í göngugreinum. Eins og búizt var við; urðu Siglfirðingar sig- ursælastir á mótinu, en þó ekki einráðir um sigrana, eins og á sl. ári. Sérstaka athygli vekur, að frámmistaða sumra Olympíu faranna er fremur slæm og urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir sér óþekktari „stjörnum11. Akureyringar sendu 7 keppend- ur til leiks að þessu sinni, og varð frammistaða þeirra betri en á mörgum undanförnum ár- um. T. d. áttu þeir 4. og 5. mann bæði í svigi og stórsvigi karla. Af Ólafsfirðingunum náði beztum árangri hinn marg- reyndi skíðakappi Svanberg Þórðarson, varð t. d. 2. í svigi. Frímann Ásmundsson, Austfirð- ingur, kom á óvart í göngu- keppninni. Mikla athygli vakti hin unga sk'íðadrottning Sigl- firðinga, Árdís Þórðardóttir, er sigraðl í öllum. kvennagreinun- um. Helztu úrslit urðu þessi: 15 km. ganga: íslandsmeistari Gunnar Guðmundsson, Siglu- firði, og 30 km. ganga íslands- meistari sami. 4x10 km. boðganga: íslands- meistarar Siglfirðingar. 10 km. ganga 17—19 ára: Sig- urvegari Þórhallur Sveinsson, Siglufirði. Stökk: íslandsmeistari Sveinn Sveinsson, Siglufirði. meistari Kristinn Benediktsson, ísafirði. Stórsvig karla: íslandsmeist- ari sami, og Alpatvíkeppni: ís- landsmeistari sami. Sveitakeppni í svigi karla: Sveit ísfirðinga sigraði. Svig kvenna: íslandsmeistari Árdís Þórðardóttir, Siglufirði. Stórsvigkvenna: íslandsmeist ari sama, og Alpatvíkeppni kvenna: íslandsmeistari sama. Einnig fór fram keppni í svigi. ogstórsyigi unglinga 13—16 ára. Skíðaþing var haldið á ísa- firði á föstudaginn langa. Einar B. Pálsson, Reykjavík, baðst undan endurkosningu sem for- maður Skíðasambandsins.- í- hans stað' var kosinn Stefán Kristjánsson, Reykjavík. Ákveðið var að skíðamót ís- lands 1965 færi fram á Akur- eyri. □ GOLFKEPPNI KYLFINGAR á Akureyri not- uðu óspart góða veðrið nú um páskana. Á laugardag og annan í páskum var háð keppniá golf- vellinum. Leiknar voru 18 hol- ur hvorn dag og var keppni á- kafléga hörð og spennandi. — HVassviðri háði nokkuð árangri á láugardaginn, en á mánudag var hið bezta „golf“-veður. For- gjöf var 3/4. Eftir 36 holur var staðan þessi: Högg 1;—2. Gunnar Berg 162 1.—2. Gunnar Konráðsson 162 3. Sævar Gunnarsson 165 4. Hérm. Ingimarsson 169 5. Þórarinn B.‘ Jónss. 169V2 6.—7. Bragi Hjartarson 171 6;—7. Háflíði Guðmundss. 171 8. Ragnar Steinbergsson 172 9. Gestur Mágnússon 174 10. Haukur Jákobsson 175 11. Jákob Gíslason 181 12. Tryggvi Georgsson 183 13. Hörður Steinbergsson 185 Gísli Jónsson, Jón Guðmunds- son, Ólafur Stefánsson og Svav- ar Haraldsson hættu keppni. Gunnar Berg og Gunnar Kon ráðsson léku eftir hádegi á mánudag 18 holur um 1. og 2. sæti og lyktaði keppni þeirra höggi. Greinargerð frá Sjúkrasamlaginu SAMKV. augl. í blaðinu í dag, hækka iðgjöld til samlagsins verulega eða verða kr. 85.00 á mánuði. Ymsum kann að virð- ast þetta mikil hækkun, en sjúkrasamlagsstjórn taldi þó ó- umflýjanlegt að láta hækkunina taka gildi nú eða þrem mánuð- um seinna en í Reykjavík, svo árgjaldið verður nokkru lægra en þax', eða 60 kx'ónum. Það sem aðallega veldur þessari hækkun er daggjald til sjúkrahúsa, sem hækkaði um áramótin úr kr. 210.00 í kr. 300.00. Er þó athygl- isvert; að árið 1957 var daggjald sjúkrahúsa kr. 100.00 og sam- lagsiðgjald þá kr. 40.00, en nú með kr. 300.00 daggjaldi er ið- gjald samlagsmanna kr. 85.00, svo hlutfallið er samlagsmönn- um mikið í vil. Ekki er að efa að sjúki-ahúsunum veitir ekki af sínu daggjaldi til að standast aukinn kostnað. Sjúkradagpen- ingar valda líka allmiklu til hækkunai’, enda skylt að gi'eiða þá ef með þarf um árstímabil, en var áður 6 mánuðir. □ (Framhald af blaðsíðu 8). um Norðurlands, ef Árni vildi skrifa blaðinu frá Noregi við og við, því hann hefur mai'gt að segja. Við flugum frá Noregi suður á bóginn í glampandi sólskini og blíðskaparveðri. Oslófjörður lá beint niðri undir, örmjór á köflum, og til beggja handa syðstu fylki Noregs, Austfold og Vestfold. Síðan tekur við á vinstri hönd strönd Svíþjóðar en til hægri opið haf, Kattegat og Skagerak, þangað til lág strönd Jótlands birtist í fjarska. SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst sunnudaginn, 5. apríl n.k. Hún verður fjölbreytt' að vanda, og verða þar ýmis skemmtiatriði, sem.ætla má að allír hafi.eitt- hvað gaman af. Leikfélág Sauð- árkróks sýnir gamanleikinn Fædd í gær, eftir Garson Kanin. Leikstjóri er Kári Jíhsson, en aðalhlútverk eru í höndum Helgu Hannesdóttur, Kristjáns Skarphéðinssonar og Hauks Þor steinssenar. Leikritið verður sýnt á hverju kvöldi. Ungmenna félagið Tíndástóll verður með fjölbi-eyttan kabarett, er þar úr- val af rléttu skemmtiefni, sem án efa vekur mikla kátínu. Sauðár króksbíó sýnir úrvals kvikmynd ir á hverjum degi. Bíóið hefur nú fengið nýjar, fullkomnar sýn ingavélar fýrir breiðtjald, ásamt nýju hljómkex-fi, og hefur því aðstaða bíógesta batnað mjög frá því, sem áður var. Dansleikir verða flest kvöld vikunai’, og er ekki vafi á að þar ríki hið venjulega Sæluviku fjör. Karlakórinn Heimir heldur samsöng á föstudag, en kórinn hefur æft mikið í vetur og hef- ur fr. Ingibjörg Steingrímsdóttir annazt kennslu. Karlakór Ból- staðax-hlíðax-hrepps mun sýna Æfintýri á gönguför á þriðju- dag, þann dag syngur Karlakór- inn Feykir og Karlakór Bólstað- arhlíðarhrepps. Ingibjörg Stein- grímsdóttir hefur einnig þjálfað báða þessa kóra. Mánudagurinn verður sérstak lega helgaður börnunum, sýnd- ar verða kvikmyndir við barna- hæfi, kabarett Ungmennafélags- ins verður þá einnig á skemmti- skránni, svo og barnasýning á „Fædd í gær“. Um kvöldið vei’ð ur svo barnadansleikui’, en þeir hafa vei-ið mjög vinsælir und- anfai'nar Sæluvikur. Dansað vei'ður í tveimur hús- SIGIN GRÁSLEPPA REYKTUR RAUÐMAGI NÝJA-KJÖTBÚÐIN OG ÚTIBÚ um, Bifröst, en þar leikur fyrir dansi Petit kvintett, ásamt söngv urum, og Alþýðuhúsinu, en þar leikur Rómó-kvartett með söngvurum. Miklar endurbætur hafa farið fram á Félagsheimilinu Bifröst í vetur, hefur húsið verið mál- að, settur nýr hljófnsveitarpall- ur, ný lýsing hefur vei’ið sett, nýtt hátalarakerfi í allt húsið, léiksvið lágfært, ný teppi í and- dyri og stiga o. fl. Fólki er bent á, að vegna þrengsla síðustu daga Sælúvik- unnar, er heppilegra að koma fyrr í vikunni, ef það ætlar að tryggja sér aðgang að þeim skemmtunum, sem í boði eru. Sæluvikunni lýkur svo sunnu daginn 12. apríl. □ FERMINGARBORN í Akureyrarkirkju siuinudaginn 5. apríl 1964. Stúlkur: Aðalbjörg Áskelsd. Þingv. 34. Ágústa Kristjánsd. Oddag. 11. Álfhildur Vilhjálmsd: Þingv. 33 Anna Lárusd. Goðabyggð 10 Dýrléif Steindórsd. Lækjarg. 3 Elísabet Hjörléifsd. Lynghóli Gúnnh. Baldvinsd. Hólábr. 18 Hjördís Ingvad. Hamarsstíg 39 Hólmfríður Davíðsd. Reyniv. 2 Inga Guðmundsd. Býggða. lOld Ingibj. Siglaugsd. Löngum. 9 Jóna Ákadóttir Ægisgötu 8 Mai’grét Einarsd. Ki'inglum. 20 Miriam Thorarensen Gleráre. 6 Ragna Þói'arinsd. Hólabi-aut 19 Sigrún Guðmundsd. Grænug. 10 Sólveig Adamsd. Mýi-arv. 120. Steinunn Eggertsd. Norðui'g. 52 Vigdís Skarph.d. Hamarsstíg 34 Þoi-bjöi'g Traustad. Hamax's. 30 Þórdís Þórhallsd. Norðurg. 6 Drengir: Einar Sveinbjörnss. Strandg. 29 Garðar Lárusson Víðimýxi 14 Gestur Jónasson Vanabyggð 2F Hákon Antonsson Eiðsvallag. 5 Jóhann Jóhannss. Ásvegi 23 Jóhann Guðjónss. Þingv.str. 35 Kr'istján Jóhanness. Helgam. 44 Kristján Júlíuss. Gránufélg. 16 Magnús Gautason Hamars. 6 Magnús Olafss. Nastum IV Ragnar Ái-mannss. Norðui'g. 51 Sigfús Jóhanness. Gránuf. 41A Sigui'ður Ananíass. Vanab. 13 Þorsteinn Þorsteinss. Byggða 92 Næsta dag flugum við yfir þvera Danmöx'k og síðan Norð- ursjóinn til Skotlands. Þaðan beinustu leið til Reykjavíkur, yfir hrjóstrugan Reykjaness- skagan og nærsveitir höfuðstað- ai'ins. Þá, og þá fyrst, blöstu við augum iðgræn tún og síðar, þeg ar inn í borgina var komið, hálf laufguð tré. Það er í senn dásamlegt og ó- eðlilegt. Þar með var lokið hálfsmán- aðar ferð, skemmtilegri og lær- dómsríkri, þótt árstíminn væri ekki sem heppilegastur. Noregur er stórbrotið land frá náttúrunnar hendi og svipmót fólksins minnii' á landið. Norð- menn hafa skapað fyrii'myndar þjóðfélag, það veit allur heim- ur, enda dylst það varla neinum sem sækir þá heim og lítur í kringum sig. Þangað höfum við líka sótt fyrirmyndir að mörgu því, sem bezt er hjá okkur. Jafnvel á sviði landbúnaðar get- um við lært sitthvað af Norð- mönnum, enda þótt land þeirra sé yfirleitt ekki vel fallið til nú- tíma landbxinaðar. Þó hafa tiltölulega fáir ís- lenzkir bændur komið'til Nor- egs og sízt þeir yngri. E-r fjarstæða að hugsa sér að norðlenzkir bændur gætu farið hópferð til Noregs eitthvert vor ið eða haustið,' áður en langt um líður? Mér er sagt, að hún- vetnskir bændur ætli til Skot- lands í vor. Því geta þá ekki Eýfirðingar eða Þíngeyingar farið til Noregs? Ég held við hefðum allir mjög gott af því. H. E. Þórarinsson, Tjörn. Jarðskjálftamir miklu (Framhald af blaðsíðu 1).. hreindýrahornum og bjarnar- hausum negldúm á veggina. — Og nú er þessi „Kvistur Samú- els frænda“ orðinn eitt verðmæt asta fylki Bandaríkjanna. (Sbr. Aláska-sögu frú Mary Lee Da- vis: „Uncle Sám’s Attic“, glæsi- lég bók, 402 bls.). Það var á suðurströnd Alaska (Anchorage-svæðinu?) sem Jón Ólafsson „Alaskafari“ (skáld, ritstj. og alþingismaður) athug- aði á sínum tíma landnámsskil- yrði fyrir íslendinga, er síðar leiddi til vesturferðanna. Orti hann þá m. a.: Fór ég hálfan hnöttinn kring / hingað kom þó aftur, / átti bara eitt þai’flegt þing / og það var góður kjaftur. Nú síðan Alaska-járnbraut- inni miklu (Alaska Highway) var lokið, sem tengir megin- hluta Alaska Bandaríkjunum og Kanada, er svo um mælt: „Héðan af er Alaska ómetan- lega mikilvægur hluti Banda- ríkjanna. Járnbrautin mikla tengir nú Bandaríkin þessu auð uga og hernaðarlega mikilvæga landsvæði á leiðinni gegnum Kanada til endastöðva hennar í Alaska!“ v.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.