Dagur - 08.04.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 08.04.1964, Blaðsíða 1
Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 8. apríl 1964 — 29. tbl. Smygluðu þeir 1300 vínflöskum? Skipsmenn á Drangajökli yfirheyrðir stöðugt FYRIR nokkru var því veitt at- hygli á Akureyri, að tollverðir frá Reykjavík komu hingað norður til að rannsaka Dranga- Jökul, sem grunur lék á að hefði mikið mágn af smygluðu áfengi innan borðs. í skipinu fannst þó ekkert hér en áður voru fundnar í því á annað hundrað flöskur - f sömu ferðinni — og nokkurt magn af sígarettum. Þrátt fyrir ýtarlega leit, fannst ekki neitt meira, og skipið fór síðan utan. En yfirvöldin eru enn á þeirri skoðun, að 1300 flöskur af áfengi hafi komið með skipinu hingað til lands. Nú er Drangajökull kominn úr utanför sinni. Yfirvöldin biðu ekki boðanna og settu þeg- ar sjö skipverja í varðhald, og nú standa yfirheyrzlur yfir og enn er gerð nákvæm leit í skip- inu. Leitin hafði ekki borið ár- ÞESSIR tveir 20 tonna fiskibátar, seni verið hafa í smíðum hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri, verða tilbúnir um miðjan mánuðinn. Þeir heita Venus EA 16 og eru eigendur Guðmundur Bene- diktsson og synir á Litla Árskógssandi, og Farsæll II. EA 130, eigendur Gunnar og Sigmar Jó- hannessynir o. fl. í Hrísey. Þessir bátar eru 99. og 100. bátur Skipasmíðast. KEA. (Ljósm: E.D.) BÆNDAFUNDUR A BREIÐUMÝRI BÚNAÐARSAMBAND Suður-Þingeyinga boðaði til umræðu- fundar á Breiðumýri 5. apríl 1964, og var umræðuefnið „Framtíð- armöguleikar íslenzks landbúnaðar.“ Frummælendur voru Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur og Helgi Haraldsson ,bóndi Hrafn- kelsstöðum, Árnessýslu. Fundurinn var mjög fjölsóttur, um 200 bændur sóttu hann, og stóðu umræður frá kl. 13 fram til kl. 20 um kvöldið. ELÍAS B. HALLDORSSON. NÝJAR MYNDIR í CAFE SCANDIA UNGUR listamaður, Elías B. Halldórsson, ættaður úr Borg- arfirði eystra, sýnir 11 myndir, flest teikningar, í veitingasal templara, Café Scandia, og verða þær til sýnis og sölu í þrjár vikur. Elías stundaði nám í 3 ár í Handíðaskólanum, síðan við akademíuna í Stuttgart og Kon- unglegu akademíuna í Kaup- mannahöfn. Hann hefur haft sýningar í Bogasalnum og víð- ar. Elías hefur nú list sína í hjá- verkum, en stundar plastfram- leiðslu um þessar mundir á Sauðárkróki. □ angur siðdegis í gær, þegar síð- ast fréttist. □ Bændaklúbbsfundur verður að Hótel KEA mánudags kvöldið 13. þ. m. og hefst kl. 9. Ráðunautar Búnaðarfélags íslands, Björn Bjarnason og Jóbannes Eiríksson, mæta á fundinum og bafa framsögu. Aðal umræðuefni verður kálfa- uppeldi og árangur tilrauna í Laugardælum. □ Mótmæla kjaradómi ALMENNUR fundur B.S.R.Ð. í Reykjavík mótmælti 6. þ. m. einróma úrskurði kjaradóms og taldi hann vítaverðan sam- kvæmt skýlausum ákvæðum laga. □ Slökkvilið kallað að Kristneshæli Þar hafði kviknað í ketilhúsi. Tjón varð lítið KI. 12,30 á laugardaginn var slökkvilið Akureyrar kallað að Kristneshæli. Eldur var laus í ketilhúsinu og var allmikill. Slökkviliðsmenn kæfðu hann með háþrýstiúða og varð tjón lítið af vatni og reyk. Eldurinn var kominn í skilrúm milli ket- ilhússi og frystiklefa, er hann var giftusamlega yfirunninn. Þessi atburður minnir á, að of lítið vatn er í hælinu, ef skjótt þarf til að taka og nota mikið af því. Byggja þai-f vatns- geymi til öryggis ef eldsvoða ber að höndum þar aftur. Talið er, að slökkviliðið geti lítið sem ekkert gert til bjargar vegna vatnsskorts, ef kviknaði í þaki eða rishæð. En slíkt gerir ekki boð á undan sér. Til er gömul vatnsþró, en langtum of lítil til að samsvara þeim tækjum, sem nota má með góðum árangri, þar sem nægilegt vatn er fyrir hendi. □ Á SUNNUDAGINN var aðal- fundur Starfsmannafélags Ak- ureyrarbæjar haldinn. Uni 100 manns er í félaginu. — Eftir venjuleg aðalfundarstörf fóru fram kosningar. Stjórnina skipa nú: Ingólfur Kristinsson fonnaður. Kr. Ilelgi Sveinsson ritari, Ilarald- ur Sigurgeirsson gjaldkeri, Erlingur Pálniason varaform. Fyrri frummælandi, Stefán Aðalsteinsson, ræddi einkum aðstöðu sauðfjárræktar á ís- landi, sem útflutningsatvinnu- vegar. Taldi hann, að sauðfjár- ræktin væri sízt lakar til þess STEFÁN AÐALSTEINSSON. og Rögnvaldur Rögnvaldsson meðstjórnandi. Fulltrúar á bandalagsþingið voru kjörnir: Ingólfur Krist- insson, Björn Guðmundsson og Rögnvaldur Rögnvaldsson. Er ljóst af þessum kosning- um, að Sjálfstæðismenn hafa mjög tapað fylgi í liinu stóra starfsmannafélagi Akureyrar- bæjar. □ fallin en t. d. stóriðja, að afla gjaldeyris fyrir útflutningsvör- ur. Bar hann m. a. saman hverra tekna mætti vænta, ef jafnmikil fjárfestins væri gerð í sauðfjárrækt eins og vænta má að þurfi til aluminiumverk- smiðju. Ræðumaður lagði mikla álierzlu á, að íslenzkar sauð- fjárafurðir, sérstaklega ull, væru sérstæðar vörur, sem ekki fengjust annars staðar í heim- inum, og þyrftum við því ekki svo mjög að óttast samkeppni annarra fjölmennari þjóða á mörkuðunum. Annar frummælandi, Helgi Haraldsson, sagði dæmisögu af norskum bónda á dögum Har- alds harðráða, er heldur vildi vera æðstur meðal jafningja sinna, en lægst settur meðal lendra manna. Taldi hann r.auðsynlegt, að íslenzkir bænd- ur ættu þennan metnað fyrir sína hönd og stéttar sinnar, en á það skorti e. t. v. allmjög nú um þessar mundir. Einnig ræddi hann um fólksfækkun einstakra landshluta og þær hættur er væru henni samfara. Benti hann að lokum á hlutverk bændastéttarinnar í menningu fslendinga, en því gleymdu þeir menn, er íæiknuðu í verðlaus- um krónum og teldu bænda- stéttina og landbúnaðinn fánýt- an á þann mælikvarða metið. Hermóður Guðmundsson þakk aði frummælendum ræður þeirra og gaf orðið laust til frjálsra umræðna. Fyrstur tók til máls Ketill Indriðason, bóndi Ytra-Fjalli. Ræddi hann einkum hve ísl. bændur hefðu hingað til staðið höllum fæti í kjarabaráttu, mið- að við aðrar stéttir, og yrðu þeir í framtíðinni að grípa þar til róttækari ráða, t. d. sölu- stöðvunar. ÍHALDINU Ýn TIL HLIÐAR HELGI HARALDSSON. AKURE SKÁKÞING Akureyrar hófst s.l. mánudagskvöld. Þátttakend- ur eru 13, þar af 8 í meistara- flokki og 5 í I. og II. flokki. Úrslit í fyrstu umferð voru þessi: Júlíus Bogason vann Hauk Jónsson. Jón Ingimarsson vann Randver Karlesson. Jafntefli gerðu: Helgi Jónsson og Mar- geir Steingrímsson, Anton Magnússon og Jón Björgvins- son. Næsta umferð verður tefld á fimmtudag í Verzlunarmanna- húsinu. ' □ Helgi Hjálmarsson bóndi Ljótsstöðum, Laxái'dal, tók þá til máls. Taldi hann kynbætur sauðfjár hefðu verið á villugöt- um að leggja eingöngu áherzlu á holdarfar. Mjólkurlagni fjárs- ins og ullargæði þyrfti einnig að hafa í huga. Einnig andmælti Tramhald á blaðsíðu 2.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.