Dagur - 08.04.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 08.04.1964, Blaðsíða 8
8 Starfsfræðsludagurinn í Oddeyr- arskólanum á sunnudapn Leiðbeinendur verða bO—70 talsins og búizt við mikilli aðsókn ungra manna og kvenna í eldhúsinu. Lára og tveir aðrir gestir. Borðið að tarna er búið að fara margar ferðimar uni eldhúsið, nú að undanfömu. (Ljósmynd: E. D.) HEIMSÓKN AÐ SAURUM VIÐ ÓKUM FJÓRIR eins og leið liggur frá Skagaströnd út að Saurum. Marzsólin var að þessu sinni bæði heit og björt, vegur- inn góður, tún farin að grænka, fugl kominn í björg, svanir á tjarnir og framundan heimsókn á þann bæ, sem af óvenjulegri skyndingu hafði komist á dagskrá blaða og útvarps og á hvers manns varir um land allt. I ■ Og þarna stóð bærinn, drjúg- an spöl frá þjóðveginum, alveg niður við sjóinn. Lágreistur bær úr torfi og timbri, rétt ofan við mikinn og sjóþveginn malar- kambinn. Undirlendi er þarna mikið og breitt og sjóndeildar- hringurinn víður, allt vestur til hrikalegra Strandafjalla. )• Upphlaðinn bílvegur af aðal- vegi endar allt í einu í túnfæt- inum, nokkuð til hliðar við bæ- inn, stutt frá sjónum og svo að segja á bakka Laxár, ársprænu, sem ekki kafnar þó alveg undir nafni þótt lítil sé og myndar of- urlítið lón ofan við fjörukamb- inn. Bíllinn spólar þegar hann kemur á raklent túnið, enda að- eins til hressingar, eftir langa setu, að ganga heim að bænum. Beint framan við bæinn eru stór sker, þar sem skarfarnir sitja, fattir og föngulegir. Ein- hver nefndi skarfasósu, og e. t. v. er hún góð. Hitt er auðsætt að fæturnir eru aftarlega á þess- um myndarlegu fuglum, og þess ’ vegna sitja þeir eða standa svona „déskoti beinir.“ Fyrstan manna á Saurum EF það er rétt að hér á landi húi 1000—1200 bændur konu- lausir, þar af 400 án allrar kvenlegrar aðstoðar, en hinir með mæðrum sínum eða systi'- um, gefur það auga leið um framtíð býlanna. Upp úr síðari heimsstyrjöld- inni fluttu margar þýzkar kon- ur til íslands og skipa nú virðu- legan sess eiginkvenna og hús- mæðra í dreifbýli landsins. Nú hefur aðstaða breytzt á þann veg í ættlandi þeirra, að ólíklegt Hrauiiflóð í Surtsey NÚ liafa orðið hraungos mikil í Surtsey. Þegar skyggja tekur bjarmar af bráðnu hraunflóð- inu, sem rennur í sjó fram. Með hrauni því, sem nú renn- ur, í stað ösku og lausra berg- tegunda áður, verður Surtsey varanleg eyja. Q sjáum við Steingrím Sigursteins son bílstj. og frú Láru Ágústs- dóttur miðil. Svo var fólk sunn- an við bæ, fólk utan við bæ og eitthvert fólk á leiðinni aðra leið en við komum. Heimafólkið á Saurum vissi um komu okkar og hafði veitt okkur vinsamlegt leyfi til heim- sóknarinnar. Ég lagði frá mér segulbandið og myndavélina undir bæjarveggnum, og virti fyrir mér ofurlítinn blómagarð, sem var undir baðstofugluggan- um. Þar hafði vor í marz vakið blóm af dvala. Mannþyrping stóð við útidyr. Gestir að heilsa. Heimafólk að bjóða gestunum í bæinn. Hár maður um þrítugt, úlpu- klæddur og ósofinn, gekk fyrir baðstofuhornið. Það var Bene- dikt bóndasonur. Hann tók lítt kveðju minni, og svaraði engu gestahjali um góða veðrið og blómin í garðýium. SVO VAR GENGIÐ I BÆINN. Svo var þá fólkið gengið í bæ- inn og einhver góður maðui' kallaði á mig, kynnti mig þar er, að sú saga endurtaki sig í stórum stíl. Hinsvegar eru ár- lega miklir og stöðugir fólks- flutningar frá Hollandi, vegna ógurlegra landþrengsla. og það er yfirleitt ungt og vel mennt- að fólk, sem þar hlýtur að yfir- gefa ættland sitt og leita gæf- unnar í öðrum löndum og heims álfum. Með það í huga, sem að fram- an er sagt um íslenzka einbúa í sveitum, væri ekki úr vegi að koma á kynnum milli þeirra og kvenna hins þrautræktaða og litla Hollands, sem ekki get- ur búið öllum börnum sínum framtíð heimafyrir. Að sjálf- sögðu með hjónabönd fyrir augum og búsetu í hinum dreifðu byggðum íslands. Hversu sem þessum málum væri fyrir komið í framkvæmd, væri hugmyndin e. t. v. þess virði að gefa henni gaum. Q á hlaðinu fyrir bóndanum, Guð- mundi Einarssyni, rúmlega sjö- tugum manni, og frú Mar- grétu konu hans. Þau buðu mér (Framhald á blaðsíðu 4). BALDUR bóndi Baldvinsson á Ófeigsstöðum í Kinn er nýlega kominn heim úr nokkurra vikna boðsferð til Þýzkalands. Blaðið hringdi til hans í fyrra- dag og spurði hann frétta. Hann sagðist hafa farið með Gullfossi báðai' leiðir og þótti harla gott. Sex • borgir heimsótti hann í Vestur-Þýzkalandi og ferðaðist nokkuð um landið. Auk þess skrapp hann austur fyrir ,tjald! og kom þaðan óskotinn, sagði hann. En þar eru minnismerki um marga þeirra, sem reyndu að komast yfir, en komust ekki og voru skotnir á staðnum. Þegar ég fór kaldur í vasa mína eftir lausri smámynt, sá ég auðjöfra og mektarmenn taka upp pyngju sína með var- úð, erí engan mann hafa aurana lausa í vösunum. Þá kom mér það einkennilega fyrir sjónir, að í stórum verzlunarhúsum, þar sem t. d. afgreiddu á ann- að hundrað stúlkur, sást engin japla tyggigúmmí. En hér á landi kemur það fyrir, að af- greiðsludömur blása út úr sér gúmbelgjum, svö að segja fram an í mann, eða velta tyggjóinu uppi í sér með smjatti og smell um. Þetta fannst mér hvort tveggja til fyrirmyndar hjá þýzkum, segir bóndi. F élagsmálanámskeið Á VEGUM verkalýðsfélaganna á Akureyri hefst námskeið um félagsmál n. k. laugardag kl. 15,30 í Alþýðuhúsinu. Aðalkenn ari námskeiðsins verður Jón Baldvin Hannibalsson hagfræð- ingur og verður lögð áherzla á kennslu í fundarstjórn, fundar- reglum, mælskulist og væntan- lega undirstöðuatriði bókhalds. Þá verða flutt á námskeiðinu þrjú erindi: Þórir Daníelsson ræðir um frumatriði vinnuhag- ræðingar og vinnurannsókna, Rósberg G. Snædal ræðir um einkarekstur og sameignar- (Framhald á blaðsíðu 2.) Á SUNNUDAGINN verður 4. starfsfræðsludagurinn haldinn á Akureyri og að þessu sinni í Oddeyrarskólanum. Æskulýðsheimili templara gengst fyrir starfsfraeðslunni, eins og áður og er hún undir- búin af fimm manna fram- kvæmdaráði. Formaður þess er Eiríkur Sigurðsson skólastjóri og með honum Adolf Ingimars- son, Guðmundur Magnússon, Gústaf Júlíusson og Hörður Adolfsson. Setningarathöfn fyrir leiðbein endur hefst kl. 1,30 og flytur Nokkuð sérstakt erindi, Bald- ur, spyr blaðið. Jú, ég fór til að kynna mér harðindin úti. Hvern dag var frost í Þýzkalandi og næstum hvern dag hiti á sama sama tíma hér heima. Q Illiómar - HLJÓMSVEIT þessi leikur í Sjálfstæðishúsinu á föstudags- kvöldið, ásamt hljómsveit M. A., á dansleik í Laugarborg á laug- ardag og á árshátíð K. A. á sunnudaginn. formaður fræðsluráðs Akureyr- ar, Brynjólfur Sveinsson, ávarp. Starfsfræðslan sjálf hefst svo kl. 2 og stendur til kl. 4. Börn innan 12 ára eru talin of ung til að njóta starffræðslunnar. Kennslu annast 60—70 manns, flest Akureyringar, en einnig nokkrir menn að sunnan, svo sem Benedikt Gunnarsson, sem kynnir Handíða- og myndlistar- skólann og Skúli Norðdahl arkitekt. Nokkur iðn- og framleiðslu- fyrirtæki verða opin þennan dag og kvikmyndir sýndar. Meðal fyrirtækja, sem opin verða, eru Gefjun og Iðunn, Hraðfrystihúsið, Oddi og Val- björk. Ólafur Gunnarsson sálfræð- ingur er ráðgjafi og annast skipulagningu þessa starfs- fræðsludags, eins og áður. Á síðasta starfsfræðsludegi á Akureyri var nær 500 ungling- um veitt fræðsla um meira en 100 starfsgreinar. Vonandi verð- ur aðsókn ekki minni nú. Q Það er knattspyrnufélag Ak- ureyrar, sem fengið hefur hljómsveitina Hljóma hingað norður. Forsala aðgöngumiða í Sjálfstæðishúsinu 8. og 9. apríl kl. 4—7 e. h. i Nokkur hundruð ráðskonur? Baldur kom óskotinn til baka Fór þó austur fyrir járntjaldið mikla Gera þarf Akureyri að borg UMMMÆLI Eysteins Jóns- sonar í Sameinuðu Alþingi 20. marz. „.... I þessu sambandi hef ir það komið fram, að það sem beinast lægi við varð- andi uppbyggingu borga á fs- landi, væri að gera stórátök á næstunni til þess, að Akur- eyri gæti raunverulega orð- ið borg og síðan vitaskuld samhliða því myndast þétt- býlissvæðin öflugri en nú eru í öðrum landshlutum líka. En þeirri hugmynd, að vinna kröftuglega að því að gera Akureyri að borg, sem geti stutt byggðina og það myndi styðja byggðina á öllu Norð- urlandi og ég mundi vilja segja líka í raun og veru á Austurlandi og Vesturlandi. Það mundi vera eitthvað hið allra stærsta skref, sem hægt væri að stíga í þá átt að forða frá þeirri öfugþróun, sem orðið hefur nú um langt skeið, að nálega öll þjóðin virðist sækja í það að taka sér bólfestu í liöfuðborginni einni og hennar nánasta þétt býli. .. .“ Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.