Dagur - 08.04.1964, Blaðsíða 2
' 2
y (Framhald a£ blaösíðu 1).
hann innflutningi holdanauta.
Eiginleika holdasöfnunar hlyti
að vera hægt að rækta hjá ís-
lenzkum nautgripum.
Næstur bað um orðið Sigurð-
ur Þórisson bóndi Grænavatni.
Vék hann einkum að minnk-
andi fallþunga dilka. Taldi hann
mönnum sjást yfir tjón á beit-
argróðri vegna næturfrosta t. d.
hér í sýslu á s. 1. sumri. Þá
ræddi hann um lélega fóðrun
sem orsök og í því sambandi
háskalegan ásetning bænda og
yfirvofandi horfelli ef harðæri
kæmi. Kynbótastarfsemi að und
irlagi ráðunauta taldi hann
mjög hafa bi-ugðizt. Einstakling-
ar sem bezt þættu skapaðir
reyndust ekki gefa afurðamikil
afkvæmi. Þá deildi hann að lok
um á verðlagningu diklakjöts,
of lítill munur á beztu og lök-
ustu vörum.
Jón Sigurðsson bóndi í Ysta-
Felli mótmælti þeim fullyrðing-
um að landþrengsli væru orsök
minnkandi fallþunga. Slíkar full
yrðingar ættu ráðunautar og
forystumenn í búnaðarmálum
ekki að láta frá sér fara án þess
að þær væru studdar margföld-
um tilraunum. En þær skorti t.
d. samanburð á þingeyskum og
vestfirzkum fjárstofni.
Hermóður Guðmundsson las
uppkast að fundarályktun og
ræddi nokkuð um hana og
nauðsyn þess að bændur sner-
ust til varnar gegn árásum og
áróðri sem nú væri beint gegn
landbúnaði og bændastétt.
Ræddi hann einnig um háska-
lega verðbólguþróun sem kæmi
hart niður á landbúnaðinum.
Benti hann einnig á möguleika
sauðfjárræktarinnar til útflutn-
ingsframleiðslu, sem mætti at-
huga engu síður en væntanlega
stóriðju.
Þráinn Þórisson taldi Stefán
Aðalsteinsson hafa talað sem
vísindamann, byggt upp erindi
sitt tölulega, en Helgi Haralds-
son flutt andlegt erindi, og
þakkaði honum það. Honum
sýndist andleg verðmæti mjög
fyrir borð borin nú á dögum en
allt metíð á mælikvarða efna-
hagsmála og hagfræðinga, sem
þó gætu ekki leyst vanda efna-
hagsmálanna. — Ræðumaður
beindi svo tveimur fyrirspurn-
um til Stefán Aðalsteinssonar
um bragðgæði ísl. dilkakjöts,
á Breiðumýri
hvort þau mundu ekki tapast
við beit á ræktuðu landi og um
skipulagningu landbúnaðar með
tilliti til offramleiðslu mjólkur-
afurða. Að lokum ræddi hann
um mismunandi lánsfjárað-
stöðu landbúnaðar og sjávarút-
vegs. Um stóriðju taldi hann
vafasamt gagn hennar fyrir ís-
lendinga, ef fyrirtækin yrðu í
eigu útlendra manna.
Kaffihlé var gefið um kl. 16,
en að því loknu tók til máls
Ingi Tryggvason. Hann lýsti
efasemdum sínum í sambandi
við stóriðju. Minnti hann á trú
manna á togaraútgerð fyrstu ár-
in eftir stríðslok og hversu far-
ið hefði um þá útgerð. Beindi
hann síðan fyrirspurnum til
frummælanda St. A. Ræðumað-
ur lét í ljós ótta við að erfitt
væri fyrir bændastéttina að
framkvæma sölustöðvun. Stétt-
ina skorti fé í sameiginlegum
sjóðum til að standa straum af
kostnaði við sölustöðvun og erf-
itt að ná samstöðu allra bænda
í því máli. Að lokum ræddi I.
T. tjón bænda vegna þess hve
NÝKOMNAR
ENSKAR
HANNYRÐAVÖRUR
Verziun Ragnheiðar
0. Björnsson
STRASYKUR
hvítur og fínn.
Kr. 18.20 pr. kg.
BÆKUR!
Höfum til sölu mikið af
eldri ódýrum bókum.
Bókaverzl. Edda h.f.
Skipagötu 4, sími 1334
full greiðsla fyrir afurðir þeirra
kæmi seint.
Steingrínmr Baldvinsson taldi
bændastéttinni hvað mest um
vert að missa ekki kjarkinn í
baráttu þeirri er nú stæði yfir
um tilveru hennar. Bændur
þyrftu að ná eyrum bæjarbúa
og leiðrétta misskilning meðal
þeirra um málefni bænda.
Ræðumaður taldi framtíð
bændastéttarinnar komna undir
pólitískri samstöðu við verkalýð
í bæjum og yrði þá stefnt að
niðurgreiðslu ríkisins á land-
búnaðarvörum svo að þær
yrðu ódýrar til neyzlu.
Einar K. Sigvaldason minnt-
ist á þann möguleika að land-
auðnin yrði þess valdandi að
aðrar þjóðir vildu þá sækjast
eftir búsetu hér á landi.
Stefán Aðalsteinsson svaraði
því næst fyrirspurnum fundar-
manna. Taldi hann þær raunar
efni í 1 til 2 framsöguerindi og
yrðu menn því allavega fyrir
vonbrigðum. Enda skorti mjög
tölulegar upplýsingar að byggja
svör á. M. a. skýrði ræðumaður
frá tilraunum Ný-Sjálendinga
að vöxtur holdanautakálfa virt-
ist fara að mestu eftir mjólkur-
magni því sem þeir sugu úr
mæðrum sínum. Sama hefði
virzt koma í ljós með lömb á
fjárbúinu á Hesti. Annars kom
ræðuniaður víða, um sauð-
fjárrækt, beit á ræktað land,
bragðgæði kjöts, lit á fé, mjólk-
urlagni o. fl. enda voru fundar-
menn ósparir að beina spurning
um til hans.
- Félagsmálanámskeið
(Framhald af blaðsíðu 8).
stefnu og Jón Baldvin Hanni-
balsson ræðir um starfshætti og
skipulag verklýðshreyfingarinn-
ar á Norðurlöndum.
Reynt verður að stilla þátt-
tökugjöldum mjög í hóf en
væntanlegir þátttakendur þurfa
að hafa samband við Skrifstofu
verkalýðsfélaganna, sími 1503
eða Skrifstofu Iðju, sími 1544,
sem fyrst. □
íbúðarhúsalóðir
Eftirtaldar ibúðarhúsalóðir eru lausar til umsóknar:
Einbýlishúsalóðir:
Áshlíð 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9,40, 11, 12 og 13.
Lögmannshlíð 8 og 10.
Langholt 23.
Tvíbýlishúsalóðir:
Áshlíð 15, 17, 19 og 21.
Lögmannshlíð 5, 9 og 11.
Skarðshlíð 4 lóðir.
Þórunnarstræti 115, 117, 123, 125, 127, 129 og 131.
Stórholt 14.
í sumar er ráðgert að úthluta nokkrum einbýlis-
húsalóðum við nýjar götur á svæðinu vestan Mýrar-
vegar, norðan Þingvallastrætis.
Byggingafulltrúi gefur nánari upplýsingar um lóðir
þessar.
Lóðarumsóknir sendist Bygginganefnd Akureyrar-
bæjar.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 6. apríl 1964.
MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON.
FREYVANGUR:
GIMBILL
Gestaþraut í 3 þáttum eftir „YÐAR EINÆCtAN"
Sýning fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 9 e. h.
Aðgöngumiðasala í Bókabúð Jóhanns Valdemarssonar
og við innganginn.
Síðustu sýningar um næstu helgi.
LEIKFÉLAG ÖNGULSSTAÐAHREPPS.
Kærkomnar fermingargjafir!
VINDSÆNGUR - TJÖLD - BAKPOKAR
SVEFNPOKAR
SVEFNPOKAR, sem má breyta í teppi
VEIÐISTENGUR, sett - VEIÐIHJÓL
MYNDAVÉLAR - MYNDAALBÚM
SJÁLFBLEKUNGAR, margar gerðír
Enn fremur mjög góð PENNASETT í öskjum
ÐíAGON 6*30
L.. .. ..... 8* -> 0.—
SJÓNAUKAR - JAPANSKIR
Gjörið svo vel og athugið úrvalið lijá oss.
JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD
NÝKOMIÐ!
TELPUBUXUR „STRETCH44
TELPUPEYSUR
VEFNAÐARVÖRUDEILD
NÝTT! - NÝTT!
HERRAJAKKAR,
nýtízku snið,
falleg efni
STAKAR BUXUR
(Terylene)
SPORTSKYRTUR,
nylon og perlon
Hollenzkar
SKYRTUR (nylon)
hvítar og röndóttar,
koma næstu daga.
Hagkvæmt verð.
KLÆÐAVERZLUN
SIG. GUÐMUNDSSONAR
TIL SÖLU:
Pedegree barnavagn og
barnaburðarrúm.
Uppl- í síma 2651.
SAUMAVÉL
til sölu. Tækifærisverð.
Uppl. í síma 2218.
TIL SÖLU:
Sófi með fallegu þrílitu
áklæði. Mjög ódýrt.
Einnig farangursgrind
fyrir fólksvagn.
Uppl. í síma 1799.
ÚTSÆÐIS-
KARTÖFLUR:
Binté, rauðar ísl. (Ólafs-
rauður).
Kristinn Arnarlióli.
TIL SÖLU:
Barnarúm, kerra, burðar-
rúm, borð, stólar, skápur
o, fl.
í Löngumýri 24,
Sími 1515-
TAN SAD barnavagn
til sötlu, með lausri körfu.
Hægt að leggja hann sam-
an. Má eins hafa sem
kerru. Verð kr. 2.600.00.
Uppl. í síma 1231.
SEGULBANDSTÆKI
Radionett, til sölu.
Sími 2091.
BARNAGÆZLA
Vil taka að mér barna-
gæzlu og heimilisstörf í
sumar.
Sími 1446,
KVENMANNSÚR
tapaðist í miðbænum sl.
sunnudag. Finnandi vin-
samlega skili því í Aðal-
stræti 13, eða láti vita á
afgr. Dags.
GÓÐ AUGLÝSING -
GEFUR GÓÐAN ARÐ