Dagur - 08.04.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 08.04.1964, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON • Prentverk Odds Björnssonar h.f. Kísilgúrverksmiðja við Mývafn RÍKISSTJÓRNIN hefur nú lagt fram á AlJjingi frumvarp um kísil- gúrverksmiðju í Mývatnssveit. Frum varpið er byggt á samningi, sem rík- isstjórnin hefur gert við hollenzkt fésýslufyrirtæki fyrir rúmum mánuði og prentað er sem fylgiskjal með frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að stofnuð verði tvö hlutafélög, auk félags, sem ann- ist undirbúning. Annað er framleiðslufélag í eigu Islendinga að meiri hluta (ríkið sjálft 51%). Hitt félagið er sölufélag í Hollandi. Þar eiga útlendingar meirihluta hlutabréfanna. Það félag á að hafa einkarétt á sölu kísilgúrs- ins frá verksmiðjunni. í samningn- um segir, að framleiðslufélagið á ís- landi og sölufelagið í Hollandi geri með sér samkomulag, „sem tryggi sanngjarna skiptingu hagnaðar félag anna“. Ráð er fyrir því gert, að ársfram- leiðsla kísilgúrsins verði 11500 tonn og söluverð kísilgúrsins, kominn í er lenda höfn, verði 4—500 kr. hvert tonn. Stofnkostnaður verksmiðjunnar er áætlaður 130 millj. kr., eða 110 millj. kr. ef reiknað er með eftirgjöf á toll- um. Búizt er við, að 50—60 manns vinni að staðaldri við verksmiðjuna, fleiri á sumrin, vegna töku leirsins úr Mývatni. Enn er ótalið, að hefja Jtarf vega- lagningu til Húsavíkur. Þá Jtarf að semja við bændur um rétt til leir- töku og bygginga. Nota á jarðhit- ann til að Jmrrka leirinn. Að sjálfsögðu myndast ofurlítill Jiéttbýlisstaður, Jtar sem verksmiðj- an verður reist og starfrækt. Kísilgúrverksmiðja við Mývatn og framleiðsla verðmætra efna til út- flutnings þaðan, hefur verið mikið áhugamál margra hér fyrir norðan, allt frá því fyrsti þingmaður Norður- landskjördæmis eystra, Karl Krist- jánsson, flutti málið á AlJjingi fyrir nokkrum árum. Að sjálfsögðu fagna menn Jieirri framvindu málsins, sem nú gefur vonir um, að framkvæmdir hefjist á næsta ári — enda J>ótt mis- smíði muni vera á undirbúningnum, eins og á mörgum J>eim málum, sem ríkisstjórnin fjallar mest um. Gert er ráð fyrir töku kísilleirsins utan netalagna í Mývatni og selji ríkið verksmiðjunni hráefnið. Ríkis- stjórninni sé einnig heimilt að nýta jarðhitasvæðið í Námaskarði tihhita- veitu til að selja verksmiðjunni jarð- hita. Nánar verður vikið að þessu máli síðar hér í blaðinu. □ HEIMSÓKN AD SAURUM (Framhald af blaðsíðu 8). inn að ganga. Þáð var hlýtt, þröngt en þrifalegt. Kolin glóðu í gömlu vélinni. Kósangasvél skartaði til hliðar. Þar sauð vatn og kaffi ilm lagði á móti manni. Á eld- húsborðinu voru kleinur (vel að merkja góðar kleinur. Að því komst ég síðar), tertur eins og mamma bjó til og fleira góð- gæti. Undir borði svaf mórauð- ur hundur og lét sig gestakom- ur engu varða. Byssa hékk á bita. í baðstofu var notalegt. Þar tillti maður sér á rúm eða gömlu kistuna. Síminn hringdi látlaust að kalla mátti. Það voru ættingjar vansvefta, því gestir hefðu ver- ið þar nóttina áður, bæði úti og inni og sumir hagað sér miður vel. Þeir lágu á gluggum, príl- uðu upp á bæinn eða rápuðu ut og inn, vildu sjá disk fljúga, borð dansa og helzt af öllu sjá draug. Sumir voru komnir alla leið frá Reykjavík og þótti súrt í brotið að fá ekkert fyrir sinn snúð. En ekki stoðaði að heimta draug og þræta, því ekkert gerðist annað en það að nú voru það gestirnir, menn með holdi og blóði, sem húsum riðu svo heiftarlega og hlífðarlaust, að meira ónæði var að, en öðru sámanlögðu, sem þá hafði ýfir fólk þetta dunið. Skápurinn frægi, sem kastaðist fram á gólf, en er nú bundinn við vegginn. Gestir sitja við kaffiborðið. (Ljósmynd: E. D.) og vinir að vita hvernig liði. Frú Margrét stóð nokkra stund við símann. En þau hjónin höfðu þá ákveðið að sinna ekki fréttamönnum eða öðrum for- vitnum, fremur en orðið var, og neituðu mörgum slíkum samtöl- um á meðan við var staðið. Þú ert með segulbandið með þér, sagði bóndi við mig. Kon- an gaf því illt auga, og í hreinskilni sagt — mér líka. — Hún óttaðist að ég tæki á seg- ulbandið, það sem hún sagði í símann. Ég fullvissaði hana, og þau bæði um, að slíkt gerði ég ekki nema með þeirra leyfi. En fréttamönnum var lítt að treysta, skildist mér. Heyrði ég strax að það álit var ekki til- efnislaust, enda síðar rökstutt mjög skilmerkilega, og undir þau tekið svo hressilega af við- stöddu kunningjafólki, að tæp- lega munu fréttamenn öðru sinni hafa átt sér færri formæl- endur. FRÉTTA LEITAÐ HJÁ FEÐGUM. Undirritaður átti nú ofurlitla næðisstund með Guðmundi bónda og syni hans, Björgvin að nafni. Gerði ég grein fyrir er- indi mínu, og bað þá að segja lítilsháttar frá atburðum. Gerðu þeir það og sögðu báðir skýrt og skipulega frá atvikum, sem um var spurt. Sum þeirra hafa birzt í blöðum, en önnur ekki. Bóndi sagði, að fólk sitt væri Viltu segja mér, Guðmundur, um gestkomumar nú undan- farið? í nótt og síðustu dægur var enginn friður fyrir bílum og fólki, sem kom hér heim. Sumir fóru strax aft-ur þegar ég bað þá um það. En svo var fólk frá Reykjavík komið alla þessa leið, bæði fréttamenn og aðrir. Sum- ir skrökvuðu að okkur og sögð- ust vera aðrir en þeir eru. Það var mikið ónæði að þessu fólki. Það var hér í alla nótt. Síðustu bílarnir fóru klukkan 5 í morg- un svo við höfum nú ekki mik- ið sofið. Hann var verstur þessi frá Vísi. Já, það var legið á gluggum, jafnvel teknar mynd- ir inn um þá, og gengið uppi á bænum. Hingað kom Iíka hópur frá Sálarrannsóknarfélaginu? Já, þeir komu núna fyrir helgina með flugvél Björns Páls sonar og héldu miðilsfund hérna í baðstofunni, séra Sveinn Víkingur, Hafsteinn miðill o. fl. En þeir komu með okkar sam- þykki. Ekkert var undan þeim að kvarta. En í nótt var ég að hugsa um að biðja yfirvöldin að vernda bæinn, því svona getur þetta ekki gengið. Stuggaðir þú ekki eitthvað við gestunum? Ja, hann Björgvin minn fór nú út til þeirra. Hann talaði fyrst kurteislega við þá, og þá fóru sumir strax en aðrir ekki. Síðustu bílarnir fóru klukkan 5 í morgun. Svo var farið að berja að dyrum fyrir hádegi í dag. Enn var komið fólk, sem vildi fá að skoða bæinn. Ég er nú orðinn kvekktur á þessu og þess vegna varð ég bara vond- ur og skipaði því að fara, sem það líka gerði. Sumt fólk, sem fær að koma hér inn, eða ryðst bara inn, vill ekki fara aftur fyrr en það hefur séð einhver ósköp, rétt eins og við séum að halda ein- hverjar sýningar, segir Guð- mundur. Hvað eruð þið mörg hebna núna? Við hjónin, Benedikt sonur okkar og Björgvin sonur okkar, sem dvelur hér um tíma, en á annars heima á Skagaströnd. Sigurborg dóttir okkar skrapp til Reykjavíkur að gamni sínu. Hún fékk frítt far með Birni Pálssyni, sem er góður kunningi okkar. Hefur borið á einhverju óvenju- legu í nótt eða dag? Nei, sem betur fer. Og við höf um ekki fengið neinar skýring- ar á því, sem hér hefur verið að gerast. Ég er ekkert hræddur við þetta. En það hefur þó slæm áhrif, af því við skiljum ekki hvað þetta er. Hefur nokkuð fleira gerst en það, sem þegar er sagt frá í fréttum? Það sem gerst hefur er í stuttu máli þetta: Borðið hérna í baðstofunni og eldhúsborðið hafa færst úr stað, skápur hef- ur dottið niður, stóll færst og brotnað og svo er mest að leir- tauinu brotið. Það sópast út af eldhúsborðinu, ef það er ekki tekið um leið, þegar búið er að borða eða drekka. Það liggur dálítil hrúga af brotum hérna frammi á hlaðinu. Ég sá eftir brauðfati, sem ég eignaðist þeg- ar ég var 16 ára. Það brotnaði núna. Hefur þú sjálfur verið viðstadd- ur, þegar borð eða annað hefur rótast? Já, þar var í gærmorgun (21. marz). Við vorum frammi í eld- húsinu. Margrét sat við eldhús- borðið og var að drekka og borða brauðsneið með. Þá hent- ist borðið frá veggnum. Ég stóð þarna skammt frá á gólfinu. Hún lagðist fram á borðið og þreif mjólkurkönnu, sem stóð á borðinu, svo að hún brotnaði ekki. Borðið færðist stutt, svona eitt fet. Það brotnaði ekkert í það skiptið. BJÖRGVIN SEGIR FRÁ SKAPNUM. Viltu segja okkur frá einu at- viki eða svo, Björgvin? Það var svona 40 mínútum eftir að Sálarrannsóknarfélagið fór héðan, að ég og móðir mín vorum stödd í verelsi hérna fyrir framan. Við vorum að tala um, að líklega sé þetta nú allt 5 (Ljósmynd: E. D.) Og nú er stofuborðið brotið. saman búið og vorum ánægð yf- ir. Rétt á eftir segir hún: Þetta er víst ekki orðið gott. Hún heyrði þá dynk. Við fórum inn í eldhúsið og þá liggur þessi skápur flatur frammi á gólfi og og hafði kastast hér um bil fram að' eldavélinni. Það hefði ekki verið hættulaust ef ein- hver hefði verið þar inni, því höggið hefur verið geysilegt. í skápnum voru föt. Hann skemmdist og við bundum hann fastan við vegginn. Það merki- lega er, að búrhilla á þilinu gegnt skápnum, sama þili og skápurinn stendur við, rótaðist ekkert, og eru þar þó glös og fleira, sem stóð tæpt. Þilið hef- ur því ekkert rótast. Ég kallaði á nágranna okkar, sem staddur var úti á hlaði, til að 'sjá-hváð gerst hafði, svo við væruin ekki ein til frásagnar, sagði Björgvin að lokum. ÞÁTTASKIL í FRÉTTUNUM. Um þessa helgi urðu þau þáttaskil að Saurum, að hafnað var algerlega samvinnu við fréttamenn. Bærinn er síðan lokaður í þessu tilliti. Síminn þagnaði lítið þessa dagsstund. En spurningunum, sumum furðu nærgöngulum og raunar ósvífnum, var svarað á einn veg: Héðan verða ekki sagðar neinar fréttir um sinn. Og þar við situr enn. Gestagangur hef- ur þorrið, og sunnanblöðin skýrðu stuttlega frá því, að kyrrð væri á komin, en því miður var kyrrðin aðeins í fréttaþjónustunni, en heima á Saurum héldu ósköpin áfram, svo sem sagt hefur verið frá áður hér í blaðinu.-. SKYGGNILÝSING f ELD- HÚSINU. Boðið var upp á kaffi í eld- húsinu, en þar sýndist ekkert hlé á veitingum, góðu kaffi og góðu brauði, sem þegið var með þökkum. Þar sat frú Lára miðill og hafði naumast undan að skýra frá því, sem fyrir hana bar. Heimafólkið undraðist mjög, er hún lýsti gamla bæn- um og fólkinu, sem þar var alveg nákvæmlega rétt, svo og framliðnum nágrönnum, dys- inni, sem hún benti á hvar væri og gamla sjóhúsinu eða kofan- upi.og mönnum þeim, m. a. er- dendum, sem við þá staði eru tengdir og nafngreindi hún þar jn: a. útlending. Þá var gaman ,að verá vitni að því, er fram komu skilaboð, er sýnilega glöddu suma viðstadda meira en orð fá lýst. En þessi skyggni- lýsing var skyndilega rofin nokkuð harkalega. OG ENN FÓR BORÐ AF STAÐ. Síðla þennan dag sátu hin öldruðu Saurahjón í baðstof- unni, ásamt Björgvin syni sín- um og tengdadóttur og tveim Akureyringum. Fyrirbærin höfðu verið tekin af dagskrá. Þá kipptist borðið góða til, eins og því væri lyft snögglega, og um leið færðist það lítið eitt fram á gólfið. Öllum varð bilt við. Ekki fannst skýringin. En áhrifin voru af þeim toga, að sumir urðu fölir á vangann. Ak- ureyringarnir voru þau frú Lára og Steingrímur. BÆJARSTJÓRNIN á göngu- ferð? Vinsamleg tilmæli til forráðamanna Akureyrarbæj- ar. Ef svo bæri til, að næsta fundardag bæjarstjórnar yrði ekki lakara veður en verið hef ur nú um páskana, hefði ég lagt til að gefið yrði frí frá fundarstörfym og bæjarstjórn in ásamt þeim starfsmönnum hennar, sem helzt eru hafðir til ráðuneytis um útilt og skipulag, tækjust á hendur smágönguferð um bæinn. — Leið sú, sem ég hef helzt í huga, er upp Kirkjutröppur og sem leið liggur Eyrarlands veginn, allt suður að Mennta- vegi og niður hann. Þar á brekkubrúninni myndi ég á- MIKIL ÓKYRRÐ. Sýslumaðurinn á Blönduósi, hreppstjóri svéitarinnar og sóknarprestur hafa allir látið það álit sitt í Ijósi, að ekki sé um hrekki eða leikaraskap að ræða. Undrin halda áfram en hafa tekið breytingum. Myndir hafa dottið af veggjum, gólfin hreyfst kosangasdunkurinn í eldhúsinu ekki staðið kyrr, auk ókyrrðar- innar í þeim hlutum, sem áður segir frá. Gamla sporöskjulað- aða stofuborðið, sem frægt er, er nú brotið. Það hentist til hvað eftir annað og jafnvel svo harkalega, að það valt um koll og sneri upp fótum. Eitthvað hefur gengið á þá. líta að hæfilegt væri að fá sér sæti og hvílast og njóta veð- urblíðunnar og hins dásam- lega útsýnis. Þegar menn hafa livílt lúin bein og rætt af mik- illi andagift um hve umhverf- ið gefur mikla möguleika á fegrun bæjarins og hversu komandi kynslóðir muni þakka hinum framsýnu ráða- mönnum bæjarins á seinni hluta 20. aldarinnar fyrir það að hafa ekki eyðlagt þessa möguleika, er rölt af stað að nýju og haldið niður á Hafn- arstræti og rakleiðis suður á Höepfnersbryggju, en þar yrðu fyrir meðlimir úr sjó- ferðafélagi Akureyrar með nokkra af bátum sínum og HVAÐ SEGIR LÁRA? s Aðspurð segir frú Lára Ágústs' dóttir: „Ég sá strax af hverju þessi órói stafar. Það er í gegn- um tvær manneskjur á heimil- inu. Ég hef ekki séð neins stað- ar rætt um það rétta gagnvart þessu og finnst mér það ein- kennilegt. En ég álít samt að vissara sé að kynna sér betur en gert er, ýmislegt á Saurum, aður en það er of seins.“ Að öðru leyti vísar frúin til fyrri ummæla sinna um dýpri rætur fyrirbæranna. (Tíminn 25. marz). Og látum svo staðar numið í frásögn frá Saurum á Skaga. myndu þeir taka að sér að' flytja hópinn norður á Torfu- nefsbryggju og fara mjög ró- lega til þess, að mönnum gef- ist rækilegt tækifæri til ró- legrar íhugunar. Svo mikið traust ber ég til þeirra ágætu manr.a, er við höfum valið til þess að ráða fram úr vanda- málum okkar bæjarfélags, að ég held að einhvers misskiln- ings gæti, þegar blöðin segja fr því að samþykkt hafi verið að leyfa byggingu íbúðarhúsa á svonefndu Barðstúni, nú — öllum getur yfirsézt og það hlýtur að vera hægt að leið- rétta þessi mistök, ef rétt er frá skýrt. Með beztu kveðju. Dúi Björnsson. AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN — Og hvað er nú á kreiki? Liggur hún þá ekki hérna og er að bera þá saman, Jörund og Harald Gilde! — Annars er kannski ekkert að furða sig á því. En hún getur samt ekki hugsað um Jörund í dag. Myndin af honum þarna á borðinu er eins og hver annar skrautmun- ur. Hugsanir hennar hverfa frá honum og sveima umhverfis Harald Gilde. — Er hún þá skotin í honum? Nei, það er hún ekki. Hún finn- ur ekkert til þess. Hún getur aðeins ekki úthýst honum úr huga sín- um. Þegar hún vaknar síðdegis, er henni ekki ljóst, hvort hún hefur sofið eða ekki. Símahringing hefur vakið hana. Nú hringir aftur. Hún þrífur heyrnartækið í skyndi. Rödd frú Gilde talar í símanum. Iðunn þakkar fyrir í gær. Frú Gilde vill fá hana með sér í bílferð. Aðeins spölkorn út á slétt- lendið. Haraldur fari með þeim, — og auðvitað Rossí líka. — Iðunn þakkar henni kærlega fyrir boðið. I dag gæti ekkert verið skemmti- legra en einmitt þetta! Iðunn klæðir sig í skyndi í ljósgráa göngubúning sinn og ísbláu silkiblússuna. Hún er löngu tilbúin, þegar bíllinn nemur staðar fyrir utan dyr Stofnunarinnar. Haraldur Gilde brosir ofurlítið, þegar hún kemur ofan, og liggur við að hún roðni. — Viljið þér sitjá framí hjá mér eða afturí hjá mömmu? segir hann og lítur rólega á hana. — Sitjið þér bara framí, ungfrú Falk, segir frú Gilde og brosir vingjarnlega. — Svo hef ég Rossí hérna hjá méf. Iðunn brosir í laumi og sezt við hliðina á Haraldi. Hún er þakklát frú Gilde fyrir hugulsemina. Það verður dálítil bið eftir Rossí. Og x dag brosir hann til þeirra allra, þegar hann loksins kemur. Iðunni þykir dásamlegt að setjast í bíl á ný. Hún hefði gjarnan viljað taka sjálf við stjórninni. En nú var langt síðan hún hafði ekið bílnurn fyrir pabba sinn, þegar hann fór í sjúkravitjanir. En í kvöld ætlaði hún að skrifa þeim um ferðina þé arna, — hafi hún annars tíma til þess. En foreldrar hennar búast við bréfi frá henni í hverri viku. Bíllinn rann stillt og létt út úr malbikaðri bæjargötunni og út á malborinn þjóðveginn. Engjarnar skipta litum í ótal grænum litbrigð- um eftir því sem sól og vindur leika í grasinu. Þau aka út að strönd- inni eftir mjóum og bugðóttum sveitavegum. Á bæjunum á báða vegu ganga hænsn og gæsir út um allt og víkja ekki úr vegi fyrir neinum. Fáeinar kýr nasla i vegbrúnunum, og bíllinn ekur hægt fram hjá þeim til þess að styggja þær ekki. Skammt burtu klingja fleiri bjöll- ur, þar situr kona og mjólkar kú, og ofurlítið fjær situr ung stúlka og mjólkar aðra kú. Telpa á fermingaraldri snýr sér við og horfir á bilinn og segir síðan eitthvað við mjaltakonurnar. Iðunn teygir sig út og veifar hendi og brosir. Það var þá hún Sigríður, unga stúlkan, sem var að mjólka þarna! — Þarna er ungfrú Sigríður! segir hún við Rossí. Hann kinkar kolli og veifar líka sem snöggvast. Sigriður brosti, en sneri sér óðar aftur að mjöltunum og lítur ekki framar í áttina til bílsins, þótt hann aki afar hægt framhjá. Iðunni dettur í hug, að Sigríður muni alls ekki vilja heilsa þeim. Hin mjaltakonan var móðir hennar. Iðunni langar helzt til að nema staðar og heilsa mæðgunum, en heldur samt, að Sigríði kunni að mislíka þetta, og hættir því við það. — Hún skyldi þó aldrei vera svo barnaleg að fyrirverða sig af sveitamennskunni? — Bíllinn var nú farinn að nálgast borgina á ný. Hér var alls staðar flatt eins og stofugólf. Tvö allstór vötn höfðu verið tæmd og þurrkuð og breytt í akur og engi. Nú blikaði á rönd af firðinum, og þangað stýrði nú Haraldur bílnum. Hann nemur staðar fyrir utan lága og stóra einnar hæðar byggingu. Þetta er veitingahús, sem nefnist Te- húsið. Iðunn hafði heyrt einhvern nefna það í samtali við annan. Það var ungur norsk-ameríkani, sem tekið hafði að sér reksturinn fyrir nokkrum árum. Þau gengu inn í veitingasalinn. Hann var stór og sneri út að firðinum. Flísagólfið var tviskipt, og var annar helmingurinn tveim þrepum hærri en hinn. Haraldur gaf þeim merki um að setjast við éitt lágu borðanna. Iðunn settist og samþykkti óðar matseðilinn, sem þeim hafði komið saman um. Hún veitti því eftirtekt, að Rossí leit alltaf öðru hverju í vissa átt í salnum. Hún leit því lítið eitt til hlið- ar. Ungur mðaur stóð og hallaði sér upp að dyrastaf annarrar gler- hurðarinnar. Hann virtist í svip horfa áhugalaust út á f jörðinn. Hann var afar hár vexti og óvenju fínt klæddur. Hárið var brúnt og gljá- andi, og ennið hátt. Grá sumarfötin sátu alveg á beini. Á fótum hafði hann hvíta, támjóa skó. Nú sneri hann sér í áttina að borði þeirra. Iðunn leit beint í augu honum, en hann virtist ekki veita því eftirtekt. Augu hans viku áhugalaust framhjá henni og staðnæmdust við Rossí. Lá við, að Iðunn hrykki við undan þesu augnaráði. Var sem hrollur færi um hana. — Þetta er eiganda Tehússins, ungfrú Falk, hvíslaði frú Gilde. Hún hélt víst, að Iðunn væri að velta þessu fyrir sér. — Jæja, sagði Iðunn lágt. — Jæja, sagði Rossí. — Þá er hann líka norsk-ameríkani! Eða er hann það ekki? — Jú, hann er það Iíka auðsjáanlega. Lítið þið bara á skóna hans, hvislaði frú Gilde. —- Þá hefði mig langað mjög til að hafa tal af honum, sagði Rossí og skotraði augum til mannsins. — Við verðum víst að fara af stað núna, sagði Haraldur allt í einu. — Þú kærir þig víst heldur ekkert sérstaklega um að hafa tal af manninum, Villi? Haraldur leit fast í augu Rossí. — En hann er Ameríkani. — Það er þó alltaf nokkuð, and- mælti Rossí dauflega. Iðunn fylgdi augum hans yfir til mannsins í dyrunum. — Hvað segið þér, ungfrú Falk? Eruð þér ekki sammála því, að við förum af stað núna? Haraldur sneri sér til hennar. — Jú, og nú langar mig til að aka, segir Iðunn og heldur augum hans föstum um augnabliks stund og furðar sig á því, að þau virðast skynja vilja hvors annars með augnatillitinu einu. Tehúseigandinn hneigir sig framúrskarandi kurteislega, er þau ganga framhjá honum. En Rossí nemur snöggvast staðar í dyrun- um, eins og honum sé ekki fyllilega sjálfrátt. Hinn brosti dulið. Hann gleypti Rossí með augunum, um Ieið og hann áttaði sig og leit undan sterku augnaráði Haralds. En það var eins og þögul skipun. Iðunni fannst eins og hrollur gangtæki sig. Hugur hennar hafði lent hér í eins konar villu, sem hún getur ekki áttað sig á, og hefir varpað skugga á alla fegurð tilverunnar í hennar augum. Seint um kvöldið situr Sigríður í troðfullri lestinni á leið til borgarinnar aftur. Hún sá ekki fegurð sólarlagsins, eða gaf því ekki gaum. Hún var ákaflega leið út af því, sem skeð hafði um kvöldið, -— að sitja þarna undir beljunni og vera að mjólka einmitt rétt í því bíllinn fór framhjá! Æ-svei! Auðvitað þurfti svo Iðunn að benda þeim hinum á hana þarna. Mikið hefði hún viljað gefa til þess að hafa sloppið við þetta. En hve Felke-stelpan er heppin! Nú var hún komin þarna í bilinn hjá Gelda listmálarar! Annars var henni sama um allt saman. Bara að hún hefði ekki setið hjá bannsettri beljunni í kvöld! — En svona var það að ætla að fara að hjálpa þeim heima. Hún hefði kennt í brjósti um mömmu að þurfa ein- sömul að mjólka allar beljurnar á sunnudegi. Karlmannsnefnurná’r lágu bara heima í leti og ómennsku og veltu sér á legubekkjunum og hugsuðu ekkert um að hpálpa mömmu minnstu vitund! En nú skyldu þau svei mér verða að komast af án hennar um helgarnar. Og að minnsta kosti skyldi hún aldrei framar mjólka beljur rétt við þjóðveginn! XIII. Þennan júnímorgun getur Björg ekki áttað sig á sjálfri sér. Hita- flog fara um hana alla, og eftir á slær kuldasvita út um hana. Og henni finnst hún ætli að kasta upp. Hún verður heit og ringluð, og henni finnst hún geti ekki áttað sig á neinu umhverfis sig. Það er eins og þoka vefjist um hana í hitaköstunum. Framhald. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.