Dagur - 15.04.1964, Blaðsíða 5
4
liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiMi
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Rödd úr Reykjavík
í SÍÐASTA hefti Fjármálatíðinda
(okt.—des. 1963) birtist athyglisverð
grein um merkilegt mál. Höfundur
hennar er Valdimar Kristinsson við-
skiptafræðingur og starfsmaður í
Seðlabankanum í Reykjavík, en þess
er jafnframt getið, að um efni henn-
ar hafi verið haft samráð við einn af
bankastjórum Seðlabankans, Jóhann
es Nordal. En þeir J. N. og V. k. eru
ritstjórar Fjármálatíðinda.
Samkvæmt því, sem höfundur seg-
ir í inngangi fjallar greinin um „þró
unarsvæði á Islandi og hvernig þau
gætu haft áhrif á dreifingu byggðar-
innar þannig að byggð haldist í
landshlutum án þess að hamlað sé
gegn hagvextinum."
Höfundur kemst svo að orði, að
Reykjavík beri nú „ægishjálm yfir
aðrar byggðir landsins“ og segir síð-
an: „Raunhæfust mynd af aðstöðu
hennar fæst þó, ef talað er um Stór-
Reykjavík er nái yfir Reykjavík,
Kópavog og Hafnarfjörð auk Sel-
tjarnarnes-, Garða og Bessastaða-
hreppa, að viðbættum meginhluta
af Mosfellshreppi — — — Á þessu
svæði búa nú um 95 þús. manns eða
rúmlegur lielmingur þjóðarinnar.“
Síðar segir höfundur: „Því mun
ör stækkun Reykjavíkur i framtíð-
inni ekki hafa söniu þýðingu fyrir
þjóðfélagið eins og verið hefir.“ Hér
á hann bersýnilega við það, að hing-
að til liafi vöxtur höfuðborgarinnar
verið gagnlegur, en ef hann haldi
áfram eins og verið liefur, sé um of-
vöxt að ræða.
Það kemur glögglega fram í þess-
ari grein, sem oft hefur verið bent
á hér í blaðinu, að höfuðstaður
Norðurlands og byggðir á austan-
verðu Norðurlandi sé sá landshluti,
sem, eins og sakir standa, hafi bezt
skilyrði til að hamla gegn ofvexti
höfuðborgarinnar. Valdimar Krist-
insson vill efla nýja borg á Akureyri.
Hann sér það réttilega, að mikilvægt
væri í því sainbandi, „ að koma þar
upp umdæmisstjórn í ýmsum málum
fyrir norður- og austurhluta lands-
ins.“ Minnir þetta á tillögu, sem einn
ig hefur verið rædd í Degi, um skipt-
ingu landsins í fjórðunga eða fylki.
Að öðru leyti fjallar grein V. K.
að miklu leyti um það, sem hann
nefnir „þróunarsvæði.“ Er þar átt
við þéttbýliskjarna (bæ eða fjöl-
mennt kauptún) og umhverfi hans.
Höf. gerir nokkuð ítarlega grein
fyxir nokkrum þessara þróunarsvæða
og nefnir önnur lauslega: Reykjavík-
ursvæði, Akureyrarsvæði, ísafjarðar-
svæði, Egilsstaða- og Reyðarfjarðar-
svæði, Rifssvæði (Snæfellsnes) o. s.
frv. (Fiamhald á blaðsíðu 7)
iiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiin
DAVÍÐSHÚS Á AKUREYRI
FYRIR skömmu var á Möðru-
völlum útför þjóðskáldsins
Davíðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi. Að þeirri útför má segja
að öll þjóðin stæði. Undanfarin
40 ár hafa allir ljóðelskir íslend-
ingar lesið og numið ljóð Davíðs
Stefánssonar og haft þau í
heiðri. Ljóðabækur hans eru til,
og stundum í meira en einu upp
lagi, í flestum góðum bókasöfn-
um einstakra manna á íslandi.
Sá fjölmenni hluti þjóðarinn-
ar, sem hefur mætur á skáld-
skap Davíðs Stefánssonar fylgd-
ist af áhuga og kvíða með heilsu
fari hans síðustu mánuðina, eft-
ir að vitað var, að hann var
mjög vanheill. Og við jarðarför
hans sýndi þjóðin og valdamenn
ríkis og kirkju ættingjum skálds
ins og vinum óvenjulega samúð.
Skömmu síðar birtist rit-
stjórnargrein í Degi, þar sem
vikið er að hinni miklu þýðingu
Davíðs Stefánssonar fyrir ljóð-
mennt íslendinga, og að nú færi
vel á að sýna í verki, að minn-
ing skáldsins væri í heiðri höfð.
Á Akureyri hefur tveim eldri
stórskáldum verið sýnd óvenju-
leg sæmd. Nonnahúsið og Sig-
urhæðir bera vott um, hve vel
menn á Akureyri muna andleg
stórvirki skáldanna, er dvöldu
þar. Nú leggur Dagur til, að
Davíðshús bætist í röð hinna
glæsilegu minningatákna í bók-
menntasögu landsins.
Davíð kvaddi þegar vorsólin
var að byrja að verma landið.
Hús hans er sýnilegt tákn um
starf hans og þýðingu á Akur-
eyri. Það er reist á fögrum stað
í bænum og er þar bókasafn
hans, sem er eitt hið bezta og
fullkomnasta hér á landi, lista-
verk hans og aðrir þættir þess
heimilis þar sem stórskáldið
bjó og þar sem mikið af ljóðum
hans og ritgerðum varð til og
barst síðan til nálega allra heim-
ila í landinu.
Fordæmi eru mörg í þessu
efni, bæði hér á Akureyri, þar
sem bæjarbúar hafa þegar stofn
að minningasöfn um hin miklu
skáld, Nonna og Matthías. Ef
farið er til útlanda og fyrst
komið til Noregs, þá er langt
upp í Guðbrandsdal, til búgarðs
Björnstene Björnson. Þar er
hús hans með eigum skáldsins,
listaverkum, bókum og minn-
ingargjöfum o. s. frv. í Verma-
landi er garður Selmu Lagerlöf,
jörð hennar, hús hennar og allar
jarðneskar eignir, sem tengdar
eru skáldheimili hennar. í Finn-
landi, skammt frá Helsingfors,
er húsi Rúnebergs haldið
við óbreyttu, eins og þegar
skáldið féll frá. Matthías þýddi
mikið af ljóðum hans og þegar
íslendingar koma í Rúnebergs-
hús eru þeir engan veginn í
framandi landi þó skáldið sé
horfið, því nokkuð af yndisleg-
um ljóðum hans býr í hug gest-
anna. í Óðinsvéum í Danmörku
er húsi H. C. Andersen vel við
haldið með þeim jarðnesku
munum, sém tengdir eru lífi
hans og heimili. Þar finnst gest-
unum að ævintýri séu enn að
skapast, því að blær minning-
anna fyllir húsið. í Weimar eru
hús þeirra skáldanna og vin-
anna, Goethes og Shillers.
Kvæði Shillers óma úr heimili,
sem er á borð við Matthíasarhús
okkar íslendinga. Goethe var
kominn af efnuðu fólki. Faðir
hans var mikils metinn lögfræð
ingur og frúin listræn og há-
menntuð. Hús þeirra, fimm hæð
ir úr steini með járngrindum
fyrir neðstu hæð, var gert að
þjóðareign. Það þótti vel henta
þjóðmenningu, að vita glögg
deili á aðstöðu hins mikla skálds
allt frá æskuárum. í síðara
heimsstríðinu var Goethehúsið
í Frankfurt sprengt upp í loft-
árás, en að stríðinu loknu var
það reist aftur eftir gömlum
teikningum, nákvæmlega í upp-
haflegri mynd, og kom þar sér
vel hin þýzka nákvæmni. En
þar sem Goethe bjó síðari hluta'
ævi sinnar, í Weimar, er höll
hans stórhýsi mikið, þrjár hæð-
ir, íbúð skáldsins og hans
miklu eignir, bæði náttúru- og
listasöfn. í svefnherbergi skálds
ins er rúm hans enn og gamla
teppið breitt yfir. Þar sagði
hann hin frægu dánarorð:
„Meira ljós.“
Næst liggur leiðin til Hollands
og Bretlands, þar sem andlát
hinna ágætustu manna bar við á
deyfðartímum. Þegar Shakesp-
eare andaðist var , frægð hans
ekki viðurkennd, enda öldudal-
ur í bókmenntum þjóðarinnar.
Síðan liðu áratugir. Þá reis
Shakespeare í allri sinni dýrð
upp úr þoku deyfðartímans. Þá
var keypt hús það í Stratford,
þar sem faðir hans bjó og þar
sem skáldið fæddist. Það hús
flutti skáldið til London þegar
efnin fóru að skána og þar and-
aðist það og var þar grafið.
Shakepsearehúsið er mikil bygg
ing eins og góðir borgarar gátu
bezt á þeirri tíð. En þegar það
var loks keypt, sem minjahús,
voru allir jarðneskir munir
skáldsins löngu horfnir. Það er
rétt með naumindum, að rit-
hönd hans er til í undirskrift-
um, en ekki skáldverkum. En
þessu húsi er nú haldið við af
ensku þjóðinni af mikilli kost-
gæfni. I nánd við það er hið
mikla Shakespeareleikhús, þar
sem leikrit hans eru leikin af
sérstökum leikflokki hvert sum-
ar frá vori til hausts. Ekki skal
því neitað, að mikils mundi
Bretum nú þykja um vert að
eiga, þó ekki væri nema einn
lítill hlutur, sem þeir vissu, að
Shakespeare hefði átt og haft
handa á milli í jarðneskri til-
veru. Þá hverfum við til Hol-
lands. Þar fæddist og starfaði
Rembrandt og er nú af sumum
talinn meistari meistaranna í
málaralist. Hann var framúr-
skarandi afkastamikill maður
og skipta listaverk hans þús-
undum. Fram eftir ævi hafði
hann miklar tekjur af sínum
góðu málverkum, en síðan sner-
ist tízkan á móti honum, svo að
hann dó í sárri fátækt, næstum
eins biturlegri og Bólu-Hjálmar.
Það lá við að gröf hans týndist.
Þegar nokkrir áratugir voru
liðnir var snilli hans viður-
kennd. Síðan hefur Rembrandt
fylgt Shakespeare á frægðar-
braut um öll lönd. Á velsældar-
dögum sínum hafði Rembrandt
eignast mikið og gott hús, sem
stendur enn, en munir hans
tvístruðust. En þar var af miklu
að taka. Nú er hús hans opið
hundruðum þúsunda gesta á
hverju ári. Þar eru teikningar
hans og málverk og húsið sjálft
segir sína sögu.
Dagur hefur gert skyldu
sína. Hann er hið gamla áhrifa-
blað Norðlendinga og hefur
(Framhald á blaðsíðu 7).
5
f
f;
jí - f
Hjúkrunarkyennalieimili byggt
á Akureyri á þessu ári
Ingibjörg Magnúsdóttir yfirhjúkrunarkona
svarar spurningum um nýtt hjúkrunarkvenna-
félag, bústað hjúkrunarkvenna hér í bæ, Hjúkr-
unarskóla íslands, hjúkrunarsystur o. fl.
ÞEGAR frk. Ingibjörg Magnús-
dóttir yfirhjúkrunarkona Fjórð
ungssjúkrahússins hringdi til
blaðsins um daginn, einhverra
erinda, var tækifærið gripið og
lagðar fyrir hana nokkrar spurn
ingar, sem hún svaraði góðfús-
lega.
Hvenær stofnuðu hjúkrunar-
konur á Akureyri félag sitt?
Hinn 11. nóvember s.l. haust.
Tilefnið var það, að okkur lang-
aði til að koma saman, hjúkrun
arkonunum, bæði okkur, sem
vinnum í Fjórðungssjúkrahús-
inu, og þeim sem ekki eru í
hjúkrunarstarfi — og ræða okk-
ar áhugamál.
Hvað vinna margar hjúkrun-
arkonur á sjúkrahúsinu?
Við erum 24, en alls eru um
40 í félaginu. Nemum er leyfi-
legt að sækja fundi okkar. Við
höfum 13 nema núna á sjúkra-
húsinu og þær sækja fundina
vel. Tilgangur félagsins er sá,
að efla kynni innan stéttarinn-
ar. Við komum saman mánaðar-
lega, drekkum kaffi og ræðum
ýmis mál. Guðmundur Karl
Pétursson yfirlæknir var fyrsti
fyrirlesarinn okkar og ræddi
um sögu svæfinganna í mjög
fróðlegu erindi. Við reynum að
hafa eitthvað fróðlegt og
skemmtilegt líka.
Hverjar eru í stjórn þessa fé-
lags?
Auður Eiríksdóttir varafor-
maður, Ragnheiður Árnadóttir
gjaldkeri, Elsa Þorsteinsdóttir
ritari, Helga Svanlaugsdóttir
meðstjórnandi og ég er formað-
ur.
Vinna margar hjúkrunarkon-
ur, sem orðnar eru húsmæður?
Við höfum núna þó nokkuð
margar giftar konur, líklega
einar 10 í þessum 24. hjúkrunar
kvennahópi. Þær skipta sumar
með sér vöktum, bæði kvöld-
og næturvöktum. Svona er
hægt að fleyta þessu áfram.
Vantar Iijúkrunarkonur?
Eins og er höfum við fulla
tölu á sjúkrahúsinu, og það þyk-
ir víst gott á síðustu tímum, og
ekki öll sjúkrahús, sem hafa þá
sögu að segja. Hjúkrunarkvenna
skorturinn er minni í Reykja-
Ingibjörg Magnúsdóttir,
yfirhjúkrunarkona.
vík, en úti á landi. Á Landakoti
eru það t. d. nunnurnar, sem
leysa það mál hjá sér.
Já, þær hlaupa ekki burtu
þar til að gifta sig.
Nei, þær þurfa ekki að hugsa
um heimili. En ég er nú heldur
á móti því fyrirkomulagi og ef-
ast um að karlmönnum finnist
það heppilegt. En það hefur
töluvert komið til tals núna und
anfarið, að stofna nýja stétt:
hjálparstúlkur eða hjúkrunar-
systur. Þetta yrði eins konar
millistétt á milli starfsstúlkna
og hjúkrunarkvenna. Þessar
hjálparstúlkur yrðu við hjúkr-
unarnám í nokkra mánuði og
gætu annast margs konar
vandaminni hjúkrunarstörf og
bætt úr brýnni þörf. Þessar
stúlkur myndu_ öðlast viss, en
takmörkuð réttindi til starfa.
Ymsar hjúkrunarkonur hafa
ekki verið hlynntar skóla fyrir
hina nýju stétt ennþá, óttast að
þessar stúlkur myndu vinna of
vandasöm störf í samanburði
við menntun. En ýmsum finnst
þetta knýjandi nauðsyn, eins og
málum er komið. Skipuð hefur
verið nefnd til að fjalla um
málið.
Þið eruð að fá nýjan bústað
við Fjórðungssjúkrahúsið?
Já, hann er ætlaður fyrir tólf
hjúkrunarkonur. Þetta eru eig-
inlega tvö hús. Annað fyrir átta
stúlkur, einhleypar, og þær
hafa sitt herbergið hver og sam
eiginlega dagstofu, eldhús, böð,
þvottaherbergi o. fl. Hitt húsið
er ætlað fyrir fjórar hjúkrunar-
konur, — deildarhjúkrunarkon-
ur — og má segja að þetta séu
fjórar litlar íbúðir.
Þama er karlmönnum ekki
ætlað að vera?
Nei, en konurnar geta haft
með sér börn, ef þær vilja. Þess
ar íbúðir eru góðar fyrir eina,
og þær eiga að vera tilbúnar í
júní. Það er Haukur Árnason,
sem sér um bygginguna, og
hann hefur svo góðan skilning
á þörfinni, að það bregzt ekki,
enda á það treyst. Þessi bústað-
ur er til þess fallinn, einnig, að
auðvelda stofnuninni að fá
hjúkrunarkonur til starfa
Vill ekki verða sukksamt á
svona stöðum?
Hjúkrunarkonurnar verða að
hafa sitt frelsi. Ég sé aðeins um
þær í vinnunni, en svo eiga þær
sitt prífatlíf.
Hvað segirðu um hjúkrunar-
ncmana?
Þær eru skemmtilegar í
starfi og áhugasamar, og það er
ákaflega gott að hafa þær. Þær
hafa yfirleitt mjög góð áhrif á
sjúklingana og eru venjulega
mjög fúsar að vinna fyrir þá.
Hvaða aklurstakmark er við
inngöngu í Hjúkrunarskóla fs-
lands?
Það er miðað við 18 ára ald-
ur og skólatíminn er þrjú ár og
tíu vikur. Hjúkrunarnemarnir
þurfa að hafa tekið landspróf
eða gagnfræðapróf og hafa feng
ið a. m. k. 6 í íslenzku,
dönsku og reikningi. Vinnutími
hjúkrunarkvenna er nú 44
stundir á viku og störf þeirra
eru vel launuð. Reglusamar
stúlkur geta fleytt sér í gegn
um námið, án stuðnings fjár-
hagslega. Hjúkrunarskólinn
tekur nemendur tvisvar á ári,
svona 22 nemendur í einu. Að-
sókn þangað er svo mikil,
að stúlkurnar verða að bíða
upp í tvö ár. Annars er skólinn
í byggingu. Nú eru í honum
um 120 nemendur. Alltaf eru
nokkuð margir nemendur skól-
ans á sjúkrahúsum úti á landi.
Við höfum t. d. 13 nema. Námið
er baeði verklegt og bóklegt.
Reykja læknar og hjúkrunar-
konur minna upp á síðkastið?
Já, á því hefur orðíð töluverð
breyting. Læknar hafa farið yf-
ir í pípuna og þó nokkrar
hjúkrunarkonur hætt að reykja.
Ég tel það kost, að hjúkrunar-
konur reyki ekki, en þeim er
ekki bannað það. Reykingar
geta verið hvimleiðar. En hjá
okkur eru það vissir staðir, þar
sem reykingar eru leyfðar, og
reglur um þetta eiga að nægja.
Blaðið þakkar yfirlrjúkrunar-
konunni, ungfrú Ingibjörgu
Magnúsdóttur, svörin og óskar
þess, að lán fylgi líknarstörfum
stéttarinnar. □
Síðari hluti harmleiks-
ins á Barðstúni
JÆJA — þá er það fengið,
byggð skulu íbúðarhús á Barðs-
túni, hvað sem hver segir. Ég
hefi átt tal um þetta mál við
fjölda manna og af þeim hópi
voru aðeins tveir, sem lýstu sig
samþykka þessum ráðstöfunum
(þeir voru báðir í ábyrgðar-
stöðum hjá bænum) og rökin,
sem þeir færðu fram, voru þau,
að nóg væri af þessum óræktar-
blettum hingað og þangað um
bæinn.
Svo er nú ekki nóg með það,
— á sama tíma sem svo til allt
gatnakerfi bæjarins hrópar á
viðhald og nýbyggingar, er sam-
þykkt að veita 75 þús., kr. til
einkavegar á Barðstúni (líklega
álíka margar krónur og holurn-
ar í gatnakerfinu).
Að lokum er tvennt, sem fróð-
legt væri að fá upplýsingar um,
— er hér verið að vinna eftir
því heildarskipulagi, sem talað
var um í sambandi við 100 ára
afmæli bæjarins, eða er þetta
bara eitthvert auka skipulag?
Og í öðru lagi, hvar og hvenær
voru umræddar íbúðarhúsalóð-
ir á Barðstúni auglýstar til um-
sóknar?
Með beztu kveðjum.
Dúi Bjömsson.
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
GULLNA BORGIN
En ég ég held það nú samt.
Svo fórum við aftur um borð í skipið þitt og áttum aðra nótt
í klefanum þínum. Þriðja morguninn vaknaði ég fyrst við hliðnia
á þér. Eg reis upp við olnboga og virti nákvæmlega fyrir mér elsku'
andlitið þitt. Þú varðst dálítið órólegur í svefni, af því ég var að
horfa á þig, og þá lagðist ég útaf aftur og lokaði augunum. Ég vildi
að þú skyldir vakna fyrst og vekja mig með kossi. Og hugsanir
mínar smugu víst inn í drauma þína, því eftir skamma stund fann
ég að þú kysstir mig.
Ég vafði mig fast að þér. Ég varð allt í einu svo hrædd um að
missa þig. Þú hafðir sagt mér, að nú væri skipið þitt senn tilbúið.
Og ég var alltaf að búast við, að þú segðir eitthvað ákveðið, bind-
andi orð í samræmi við það, sem þú hafðir hvíslað að mér þessar
heitu nætur okkar. Þú sagðir mér samt ekkert. Þú þrýstir mér
bara fast að þér eins og áður. Þú ætlaðist víst til, að helgin sú
arna hefði sýnt og sannað, að þér þætti vænt um mig, að við
værum sameinuð um aldur og ævi! En nú, Eyvindur, nú nægir
þetta ekki lengur. Nú er krafist meira en áður. Nú getur ást okkar
ekki verið aðeins leyndarmál okkar á milli. Nú verða bæði guð og
góðir menn að fá að vita allt um okkur tvö. Við verðum að gifta
okkur sem allra fyrst. Ég finn nú að tíminn síðan um hvítasunnu
hefir reynt talsvert á kraftana mína. Eyvindur, þú veizt ekki, hvað
slík óvissa er. Og þú veizt ekki, að ég ber nú þitt barn undir brjósti.
Þetta fékk ég að vita í dag. Og í dag skalt þú líka fá að vita það.
Æ-svei, hvers vegna eiga nú þessi heimskulegu tárin að eyðileggja
þetta allt fyrir okkur? Hvers vegna verður mér hugsað til þín,
mamma! Gæti ég nú aðeins verið hjá þér dálitla stund, þangað til
ég fer til Eyvindar. —
Björg sá nú ekki borgina lengur. Tárin blinduðu alveg augu
hennar. Hún þuklar eftir vasaklút í tösku sinni. — Æ, mamma,
mamma! Guð minn góður!
Björg heldur aftur heim á leið. Fáeinar klukkustundir höfðu
liðið. Hún lagði sig útaf. Hún vildi ekki hugsa, bara sofna dálitla
stund. En hugsanirnar komu óbeðnar: Var þá svo voðalegt að
eignast barn? Það væri þó ekkert furðulegt, þegar hún væri gift
Eyvindi. Tilfinningar tókust á í huga hennar. Væri hún viðbúin
því að giftast og eignast börn? Vildi hún ekki fyrst njóta dýrlegrar
æskunnar í borgarlífinu? En var þá Eyvindur henni ekki nægileg
hamingja? Jú, hún elskaði hann fram úr öllu hófi. Já, já, þetta er
allt satt og rétt. En hún hefði ætlað að gera svo margt annað,
áður en hún yrði eiginkona og móðir. Móðir! Hún sem enn á heilt
ár eftir af hársnyrtingarnáminu!
Hún leggst aftur útaf. Nú verður hún að sofna. Hún verður að
vera úthvíld, þegar hún hittir Eyvind. Hún blundar víst lauslega
um hríð. Hún er alveg rugluð, þegar hún vaknar. — Einhver hefir
komið inn til hennar meðan hún svaf. Það hlaut að hafa verið
Iðunn. Á borðinu stóð kaffibakki með margvíslegu góðgæti fallega
framreiddu. Tárin losna á ný: Elsku góða Iðunn! Hvað skyldi
Iðunn hugsa, þegar hún fær að vita þetta?
Björg kroppar ofurlítið í matinn. En hún getvjr ekki borðað í
dag. Henni býður við öllu. Enn er langt þangað til hún getur
farið yfir um með ferjunni. Hún hefir snurfusað sig og vandað
allt útlit sitt, eins og hún hefir verið vön, þegan hún hefir ætlað
að finna Eyvind. En í dag er hann ekki á bryggjunni.
Hún gengur hratt yfir eyjuna að vinnustöðinni og biður.strákling
þar að róa sig yfir að skipunum á dráttarstöðinni. Hann er fús til
þess, og hún borgar honum eitthvað smávegis fyrir. Nú er hún
einsömul.
Hún klifrar upp kaðalstigann, og hræðslan í sveiflandi stiganum
hverfur algerlega í skugga hins. Hún hugsar eiginlega ekki neitt.
Hún gleymdi að líta niður í djúpið á milli skipanna, og hún hleypur
yfir mjóu brýrnar á milli þeirra. — En ef Eyvindur væri nú alls
ekki heima! Henni verður bilt við hugsunina. Hún opnar hurð
stýrimannsklefans. Jú, hamingjunni sé lof! Eyvindur liggur sofandi
í rekkju sinni.
Björg horfir á hann um stund. Allt verður svo miklu auðveldara.
þegan hún er hjá Eyvindi. Nú finnst henni alveg ótrúlegt, að hún
skuli hafa farið einsömul hingað, yfir öll skipin. Það er eins og
hún hafi sloppið úr hættu. En nú verður hún að vekja hann. Hún
gengur til hans og leggur kinnina að vanga hans og hvíslar nafnið
hans. Hann losar smám saman svefninn og opnar loks augun. Hann
starir á Björgu eins og óvænta furðusjón. Síðan rís hann upp við
dogg.
— Björg! segir hann undrandi. — Ert þú komin?.
— Já, segir hún og brosir ofurlítið. Hún verður fyrst að tala um
eitthvað annað, fresta erindínu dálitla stund. Hann vaknar nú alveg,
og augnsvipur hans fær nú þann fallega blæ, sem Björgu þykir svo
vænt um. Hann hlær og lyftir henni upp til sín.
— En varstu ekki hrædd að koma hingað einsömul? segir hann
og nær sér í vindling.
— Jú, ég var víst það. En ég mundi ekki eftir því. Björg
fléttar fingur órólega. Nú verður hún að segja þetta. Hún verður
að ljúka þessu. Sðan geta þau skemmt sér saman, eins og þau eru
vön. Hve það verður annars erfitt að sgja honum þetta, þegar hann
horfir á hana og reykir, eins og ekkert væri að. En nú gerir hún
það samt.
— Heyrðu, Eyvindur, segir hún fyrst, og síðan segir hún honum
allt, sem hún hefir átt við að stríða og óttast síðan á hvítasunnu
fram til þessa dags, og það sem hún hefir fengið vitneskju um.
Það varð dauðahljóð í klefanum, er Björg hafði sagt Eyvindi
þetta. Armtak hans utan um hana losnaði. Hann reis snöggt upp
úr rekkjunni og gekk fram á gólfið og slökkti vandlega í vind-
lingnum í öskuskálinni. Loks sneri hann sér aftur að Björgu og
horfðist í augu við hana.
— Þetta var leiðinlegt, sagði hann lágt og strauk hönd sinni
lauslega um hárið.
— Leiðinlegt? Björg renndi sér ofan úr rekkjunni, hallaði sér
upp að borðröndinni og horfðist í augu við hann.
Hann reikaði lítið eitt fram og aftur um gólf klefans.
— Þetta er skollans leiðinlegt! — Ég hefði ekki viljað valda
þér þessu, Björg, skilurðu.
— En — Björgu hitnaði í hamsi. — Hvað áttu við, Eyvindur?
sagði hún og hvessti röddina.
— Björg, sagði hann og gekk fast að hlið hennar. — Ég get
ekki kvænst þér, skilurðu. Hann varð lítið eitt æstur. Ég á stúlku
heima í bænum mínum. Við ætlum að gifta okkur, þegar ég kem
heim í júlílokin. Hann lækkaði róminn: Við verðum að gifta
okkur.
— Nú er úti um mig! flaug sem elding gegnum Björgu. Nú er ég
búin að vera! Æ, mamma! Örlítið kjökurhljóð kafnaði í hálsi
hennar. Síðan hljóp hún í skyndi út úr klefanum án þess að mæta
augum hans. Klefahurðin skall aftur. Hún stóð úti á þilfarinu.
— Guð minn góður! Er það ég, sem stend hérna! stundi hún
hvíslandi. Hún grét öll innvortis, svo henni fannst hún hlyti að
springa. En augu hennar voru þurr, afskaplega þurr. Eins og í
svefni gekk hún að fyrstu brúnni á milli skipanna. Hún þreif eftir
stuðningi í skjólborð skipsins. Hún studdi handleggjunum ofan á
öldustokkinn og lófunum á brennheitar kinnar sínar.
Allt í einu varð hún þess vör, að hún starði niður í sædjúpið
á milli skipanna. Sjórinn var svartur og gljáandi og seytlaði mjúk-
lega meðfram skipshliðunum. Hún heyrði sjávargjálpið ginnandi
og tælandi fyrir eyrum sér. Það var ekki breitt á milli skipanna
þarna niðri. En nógu breitt til að.... Nei! Æ, Guð minn góður!
Björg seig niður á þilfarið. Hún hélt dauðahaldi, hvar sem hún
gat hönd á fest. Svart gljáandi sædýpið þarna niðri vildi draga
hana til sín. Hún var alveg á brúninni. Það tælir hana og ginnir,
kúgar hana. Hún spyrnir á móti.
— Eyvindur! hrópar hún í skelfingu. Röddin er bæld og lág. En
Eyvindur heyrir hana samt. Hann kemur og lyftir henni upp, ber
hana inn í klefa sinn og lætur aftur hurðina.
— Björg, segir hann og leggur hana gætilega upp í rekkjuna. —
Mér finnst ég vera argasti þorpari. Þú trúir því víst ekki, en —•
Ég hefði ekl^i viljað að litla ævintýrið okkar skyldi enda þannig.
Björg finnur nú, að hugsanir hennar taka að skýrast og skerpast.
Gráturinn innra með henni smá-hjaðnar. Hann situr fastur eins og
verkur fyrir brjóstinu. Hún heyrir Eyvind segja hitt og þetta. Hún
sér hann reika fram og aftur um gólfið og setjast niður á milli. En
orð hans berast framhjá henni og vekja enga athygli hjá henni. Hana
hríðverkjar í gagnaugun, eins og höfuðið ætli að springa. Framhald.