Dagur - 15.04.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 15.04.1964, Blaðsíða 1
f— -..... ........... Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) ■ ---------— ------------ (Ljósmynd: Viktor Guðlaugsson) Fulltrúar á ársþingi UMSE um síðustu helgi í Sólgarði í Saurbæjarlirepþi skruppu út í kaffihléi. Minnisvarði um Davíð Stefánsson EFTIRFARANDI tillaga var samþykkt samhljóða á árs- þingi Ungmennasambands Eyjafjarðar: „43. þing UMSE að Sól- garði 11. og 12. apríl 1964, sendir þá áskorun til allra félagasamtaka í héraðinu, að taka höndum saman og beita sér fyrir, að Davíð Stefáns- syni skáldi frá Fagraskógi verði reistur veglegur minn- isvarði á æskustöðvum hans að Fagraskógi. “ □ NÆR 900 UNGMENNAFUAGAR VIÐ EYJAFJORD í 15 félögum. Ársþing U.M.S.E lialdið í Sól- garði í Saurbæjarhreppi um síðustu helgi ÁRSÞING Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið í Sólgarði um s.l. helgi. Mættu alls 55 fulltrúar frá öllum sambandsfélögun- um, 15 að tölu. Samningar standa nú ytir um hús þjóðskáldsins og aðrar eignir ÞESSA DAGA fara fram viðræður milli bæjarstjórnar Ak- ureyrar og ættingja Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, um hús skáldsins og aðrar eignir þar, sem bærinn og væntanlega þjóðin (ill mun vilja láta varðveita til minningar um þjóð- skálclið. Þessum viðræðum er ekki lokið og verður fram haldið. Er það mikið gleðiefni, að málið hefur tekið þessa stefnu, og má vænta nánari frétta af máli þessu áður en langir tímar líða. □ Umf. Narfi í Hrísey átti nú í fyrsta sinni fulltrúa á þinginu, en félagið var formlega tekið í sambandið í upphafi þingsins. Forsetar voru kjörnir Hjalti Haraldsson, Eggert Jónsson og Sveinn Jónsson, en ritarar Haukur Steindórsson, Viktor Guðlaugsson og Kristján Jóns- son. Formaður sambandsins, Þór- oddur Jóhannsson, flutti starfs- skýrslu stjórnarinnar. í ljós kom, að starfið á s.l. ári hafði verið öflugt og umfangsmikið. Tveir íþróttakennarar störfuðu yfir sumarmánuðina, sambandið stóð að fjölda íþróttamóta í III IIIIMnillllllllUIIIII 1111111IIIIII It III lllllll IMMMMMMI lllllllllllllllllll Hólel KEA lekur nú ellur á móti gestum ÞANN 15. febrúar s.l. tók Kaupfélag Eyfirðinga aftur við rekstri á Hótel KEA af Brynj- ólfi Ðrynjólfssyni, veitinga- manni, sem hafði haft það á leigu í tæp 2 ár. Undanfarið hafa farið fram gagngerðar endurbætur á húsa- kynnum hótelsins, svo sem sett nýtt dansgólf í aðalveitingasal, gangar og herbergi máluð. — Dofri h.f. sá um alla trésmíði, en Jón A. Jónsson málarameist) ari um málningu. — Á s.l. hausti var lokið við að skipta um alla (Framhald á blaðsíðu 2). héraðinu svo sem í frjálsum íþróttum, sundi og knattspyrnu. Einnig í bridge og skák. Bind- indisfræðsla var aukin, m. a. heimsóttir allir barna- og ung- lingaskólar í héraðinu og rætt við börnin um skaðsemi áfeng- is. Bændahátíð var haldið í samvinnu við búnaðarsamtök héraðsins.. Unnið var að skóg- rækt og örnefnasöfnun. Fjár- hagur sambandsins er fremur slæmur og höfðu skuldir safn- ast á árinu, vegna mikils kostn- aðar við framkvæmt starfsem- innar og þess utan brugðust áætlaðir tekjuliðar. Ársrit sambandsins var gefið út og er þar m. a.' minningar- grein um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi, svo og greinar og kvæði, auk ársskýrsl unnar. Þrátt fyrir þröngan hag sambandsins, ríkti mikill áhugi | NORÐURLANDS- BORINN j ÁKVEÐIÐ ER að Norðurlands- = borinn, sem nú er í Vestmanna- I eyjum, og ljúka mun sínum [ verkefnum þar um miðjan | næsta mánuð, verði fluttur norð I ur að Laugalandi á Þelamörk og \ liefji þar borun fyrir Akureyr- | arkaupstað um mánaðamótin i maí—júní. Þá mun minni bor | verða að störfum í bæjarland- i inu á næstunni — í tilrauna- og | rannsóknarskyni. □ og eining á þinginu, til eflingar félagsskapnum. Gerðar voru margar ályktan- ir og samþykktir viðvíkjandi bindindismálum, samkomuhaldi skógrækt, íþróttum, starfsíþrótt um o. fl. Skorað var á viðkom- andi aðila, að beita sér fyrir, að reistur yrði sem allra fyrst héraðsskóli í sýslunni. Miklar vonir voru bundnar við ráðn- ingu framkvæmdastjóra, sem ætti að geta aukið starfsemi sambandsins og félaga þess. Hermann Guðmundsson fram kvæmdastjóri ÍSÍ var gestur þingsins og flutti UMSE þakkir fyrir ötult starf á sviði íþrótta- mála og gat þess, að meira væri (Framhald á blaðsíðu 2). 0 M U R L E G BYLTA JOHN GLENN, sem var frægur orrustuflugmaður og flugstjóri á þotum, sem geyst ust hraðar en hljóðið og síð- an geimfari, sem sló frægðar Ijóma á Bandaríkin, lenti fyrir nokkru í óvenjulegu slysi. Hann datt í baðkerinu heima hjá sér, fékk höfuð- högg svo illt, að hann tapaði jafnvægisskyni og getur ekki gengið óstuddur. AFLAMET SÍD AST A laugardagskvöld kom aflakóngurinn Eggert Gísla son til Sandgerðis með 96,3 tonn af þorski á skipi sínu, Sigurpáli. Afla þennan, sem var vænn þorskur, fékk hann í nót á laug- ardaginn, þar af 60 tonn fyrir hádegi, og er þetta talið afla- met. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.