Dagur - 15.04.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 15.04.1964, Blaðsíða 8
REGLUGEKÐ UM MINNINGARSJÓÐ Þrem milljónum úlhluiað til 129 lislamanna TILKYNNT hefur verið um úthlutun listamannalauna fyrir yfirstandandi ár. Breytingar eru þær helztar, að þrír menn eru færðir upp í efsta flokkinn, þeir Finnur Jónsson málari, Guðmundur Daníelsson rithöf- undur og Jakob Thorarensen skáld. Fá þeir, ásamt Ásmundi Sveinssyni, Guðmundi Hagalín, Gunnlaugi Scheving, Jóhannesi Kjarval, Jóhannesi úr Kötlum, Kristmanni Guðmundssyni, Páli ísólfssyni, Tómasi Guð- mundssyni og Þórbergi Þórðar- syni, 50 þúsund krónur. Þeir Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson eru í sér- flokki, því að Alþingi hefur veitt þeim 75 þúsund krónur, en ekki úthlutunarnefndin. í þrjátíu þúsund króna flokkn um er Guðmundur Frímann skáld á Akureyri og í átján þús und króna flokknum, Ágúst Kvaran, Bragi Sigurjónsson, Guðm. L. Friðfinnsson, Guðrún frá Lundi, Guðrún Kristinsdótt- ir, Heiðrekur Guðmundsson, Jóhann O. Haraldsson og Kristján frá Djúpalæk. í tólf þúsund króna flokknum eru m. a. Árni Jónsson Akur- eyri, Egill Jónasson Húsavík, Eyþór Stefánsson Sauðárkróki, Helgi Valtýsson og Rósberg G. Snædal. □ Aðalfundar Framsókn- arfélags Akureyrar ER I KVÖLD kl. 8,30 í húsnæði flokksins í Hafnarstræti 95. — Félagar fjölmennið. □ Frá Surfsey verður stutt á djúpmið EYJAN er um 700 m á lengd og hraunflóðið, sem runnið hef- ur nú síðast, hefur myndað var- anlega vörn að sunnan og vest- an. Hraungígurinn er orðinn 50 m hár og hraunlækirnir falla í sjó fram og stækka hina nýju eyju jafnt og þétt. Haldi hraun- gos áfram, má búast við, að hraunið renni í fleiri áttir til sjávar og verði landvörn á alla vegu. Farið er að tala um, bæði í gamni og alvöru, að frá Surts- ey verði styttra á djúpmið sunn an við land en frá nokkrum öðrum stað. Svo eru menn að geta sér til um hafnarstæði, en það er nú heldur snemmt á meðan eyjan tekur breytingum á hverjum degi! Enginn veit ennþá hvernig náttúruöflunum þóknast að skilja við eyjuna nýju, sem ris- in er úr hafi og hefur verið undrunarefni heimsins síðustu mánuði. Verði hraungos enn um sinn, „kviknar“ þráðlega líf á þessu litla eylandi, fyrst skófir og mosi, síðan fjölskrúðugri gróður, þá munu fuglar taka sér þar bólfestu og síðan mun „herra jarðarinnar“ stíga þar á land með búslóð sína. □ Jakobs Jakobssonar af ÍBA, Haukur Jakobsson, til- nefndur af ættingjum Jakobs heitins og Knútur Otterstedt, tilnefndur af KA. Framlög þau sem berast kunna í sjóðinn fyrir 20. þ. m. munu reiknast sem stofnframlög í hann, en þann dag mun hann verða stofnaður, og mun Björn Baldursson Herradéild KEA veita þeim móttöku. Tekjur sjóðsins verða ágóði af sölu minningarspjalda, sem fást í verzluninni Ásbyrgi og bókabúð Jóhanns Valdimarsson- ar, og tekjur af kappleikjum, en ráðgert er að einn kappleik- ur á sumri hverju verði háður til ágóða fyrir sjóðinn, og önn- ur framlög sem sjóðnum kunna að berast. Tilgangur sjóðsins er að vera til styrktar efnilegum íþrótta- mönnum á Akureyri. Er það mjög í anda hins látna íþrótta- manns, sem sjóðurinn er helgað- ur- .■ □ REGLUGERÐ um minningar- sjóð Jakobs Jakobssonar hefur nú hlotið staðfestingu stjórnar- valda og hefur stjórn hans nú verið skipuð eftirtöldum mönn- um: Björn Bldursson, tilnefndur Bæjarstjórn bauð starfsfólki o£ fréttamönnum til kaffidrykkju á Hótel KEA að lokinni starfs- fræðslu. Frá vinstri: Ólafur Gunnarsson sálfræðingur, Magnús E. Guðjóns'son bæjarstjóri, Eirik- ur Sigurðsson skólastjóri, Brynjólfur Sveinsson formaður fræðsluráðs og Ingibjörg Magnúsdótt- ir yfirhjúkrunarkona. (Ljósmynd: E. D.) Ilrafnhildur flugfreyja — og e. t. v. tvær verðandi flugfreyjur. (Ljósmynd: E. D.) Ýmsir góðborgarar og leiðbeinendur starfsfræðslunnar. (Ljósmynd: E. D.) eyri síðastliðinn sunnudag Þangað sóttu á 5. liundrað unglingar fræðslu Á SUNNUDAGINN efndu templarar á Akureyri til fjórða starfsfræðsludagsins, og var hann til húsa í Oddeyrarskólan- um. Fór þar vel um leiðbeinend ur og nemendur, enda öll hin miklu og vönduðu húsakynni skólans undir þessa starfsemi lögð. í undirbúningsnefndinni voru: Adolf Ingimarsson, Eiríkur Sig- urðsson, Guðmundur Magnús- son, Gústaf Júlíusson og Hörð- ur Adolfsson. Brynjólfur Sveinsson formað- ur fræðsluráðs Akureyrar og Olafur Gunnarsson sálfræðing- ur, sem var leiðbeinandi starfs- fræðsludagsins, fluttu í upphafi starfsfræðslunnar stutt ávörp til leiðbeinenda og barnakór Oddeyrarskólans söng undir stjórn Jóhanns Daníelssonar kennara. Leiðbeinendur, utanbæjar, voru sjö: Hrafnhildur Schram flugfreyja, Björn Th. Björnsson listfræðingur, Geirharður Þor- steinsson arkitekt, Guðmundur Snorrason yfirmaður flugum- sjónar F. f., Jón Hannibalsson hagfræðingur, Ólafur Gunnars- son sálfræðingur og Vilhjálmur Einarsson kennari Bifröst. Meðal gesta voru 27 unglingar frá Dalvík og 65 frá Ólafsfirði. Leiðbeinendur voru 75 og kynntu þeir 125 starfsgreinar og stofnanir. Yms fyrirtæki í bænum voru opin og var ung- mennum gefinn kostur á að skoða þau. Alls komu 470 manns til að leita fræðslu. Fræðsludeild SÍS sýndi tvö skipslíkön og stóra mynd af skipi. Nokkrir munir voru sýndir úr járniðnaðinum, þ. á. m. bobbingur (botnvaltra) og ný kryddhrærivél, sem nota á við síldarsöltun. UM HVAÐ VAR MEST SPURT? Hér verður skýrt frá nokkr- um greinum, sem mest var spurt eftir: Nefndar verða fyrst nokkrar þær greinar, sem eink- um voru fyrir stúlkur: Hjúkrun arkona 62, ljósmóðir 12, flug- freyja 66, hárgreiðsla 39, fóstra 20, húsmæðrafræðsla 28, talsíma kona 4. Minna var spúrt um iðngrein- er en vænta mátti. Hér eru (Framh. á bls. 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.