Dagur - 16.05.1964, Side 1
fiiiíiiiiTiiiminiiiiíiiiiiiMiiifuiinHiiNírii'Hifi*
...... ............
Dagur
kemur út tvisvar í viku
og kostar 20 krónur á
mánuði.
«;....... ...............
Dagur
Símar:
1166 (ritstjóri)
1167 (afgreiðsla)
Þörl félagsstoinun hér í bæ
til að vimia gegn hjartasjúkdómum
Skákmeisfarar heimsóitu Húsavík
Húsavík 12. maí. Um síðustu
mánaðamót komu hingað til
Húsavíkur á vegum Skákfélags
Húsavíkur, skákmeistararnir
Helgi Olafsson og Freysteinn
Þorbergsson.
Þeir dvöldu hér í fjóra daga,
tóku þátt í ýmis konar skákmót
um og veittu tilsögn í listinni.
Miðvikudaginn 29. apríl var
háð hraðskákmót og varð efst-
ur Freysteinn Þorbergsson með
11 vinninga. Annar varð Helgi
Olafsson með 10 vinninga og
þriðji Jón A. Jónsson með 9
vinninga.
Næsta dag tefldi Helgi Ólafs-
son, sem er núverandi skák-
meistari íslends, klukkuskák á
sex borðum. Hann vann iVz
skák. Tapaði fyrir Hjálmari
Hheodórssyni og gerði jafntefli
við Kristján E. Jónsson.
Föstudag og laugardag tefldu
Helgi og Hjálmar tveggja skáka
einvígi og vann Helgi báðar
skákirnar. — Á föstudagskvöld
(Framhald á blaðsíðu 2.)
VÍÐTÆKAR
VINNUDEILUR
FLEST verkalýðsfélög á Norð-
ur- og Austurlandi hafa gefið
sameiginlegri samninganefnd
heimild til verkfallsboðunar frá
20. maí að telja. En í gær var
liðinn tími auglýsts kauptaxta
þessara félaga.
Tveir viðræðufundir á Akur-
eyri og einn í Reykjavík hafa
farið fram. Sáttasemjari ríkisins
hefur fengið málið til meðferð-
ar og var fyrsti samningafund-
ur hjá honum boðaður í gær.
Yfir standa viðræður Al-
þýðusambandsins og ríkisstjórn-
arinnar um kaupgjaldsmálin. □
NOKKRAR |
SPURNINGARI
KRANSÆÐASTÍFLA og hjarta
sjúkdómar eru mannskæðastir
sjúkdomar hér á landi um þess-
ar mundir. í Reykjavík var ný-
lega stofnað nýtt félag til að
vinna gegn þessum sjúkdómum.
Annað á Akureyri 12. þ. m.
Stofnfundurinn var í Sjálf-
stæðishúsinu og gengu 160
manns í félagið þegar í stað, en
yfir 200 manns sátu á fundi.
Ólafur Sigurðsson yfirlæknir
setti fundinn, en fundarstjóri
var Jón Sólnes og fundarritari
Jakob Frímannsson. Prófessor
Sigurður Samúelsson flutti
ræðu.
I stjórn hins nýja félags eru:
Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir,
form., Eyþór H. Tómasson gjald
keri, Jóhann Þorkelsson, ritari
og meðstjórnendur Þórarinn
Björnsson og Arnþór Þorsteins-
son.
Verkefni félagsins er að vinna
að auknum rannsóknum á
hjartasjúkdómum og skyldum
sjúkdómum, og einnig vörnum
og lækningu, svo sem slík félög
gera í öðrum löndum. □
Oddur Carl Thoraren-
sen jarðsungimi í dag
ÚTFÖR Odds Carls Thoraren-
sen lyfsala á Akureyri, hins
eldri, verður gerð frá Akureyr-
arkirkju í dag. Hann var tæp-
lega sjötugur er hann lézt, var
síðustu árin heilsuveill mjög, en
gekk þó hvern dag að störfum.
Hann rak verzlun, lyfsölu og
kvikmyndahús um fjölda ára og
var mikill fésýslumaður. Mörg
ár var hann einn af viðskipta-
vinum Dags og stóðu orð hans
jafnan, sem stafur á bók.
Ekkja Odds er Gunnlaug
Júlíusdóttir frá Hvassafelli. —
Börn þeirra eru þrjú og öll upp-
komin. □
VÖRUBÍLL lagði af stað
með steypta steina, kom á i
ákvörðunarstað með muln- =
ing. Einangrunarplast í bíl- i
: húsi var horfið eftir tvö ár. 1
i Þessar sögur og aðrar áþekk- \
\ ar gefa tilefni til að hugleiða i
: vöruvöndun hinna íslenzku =
i byggingarefna. Og eftirfar- i
I andi spumingum vilja marg- =
: ir fá svarað: \
Hvert er eftirlit bæjarfé- I
j laga og ríkis í framleiðslu i
i steyptra steina í húsbygging- \
\ ar? Og hverjar eru lámarks- i
j kröfur um styrkleika, og ein- 1
! angrunarhæfni, ef um er að i
j ræða steina úr vikri eða i
Í gjalli? Hvaða tryggingu, t. d. \
j vottorð frá Rannsóknarstofu i
Í Háskólans, fær kaupandi i
j þessa byggingarefnis í hend- i
j ur? Og hvert ber að leita, ef i
Í kaupanda sýnist varan ekki i
ígóð? . i
j Byggingamenn hafa veitt i
j því atliygli, að einangrunar- i
j plast það, sem flestir hús- i
j byggjendur nota nú orðið, er i
j mjög misjafnt frá hinuin i
Í ýmsu framleiðslustöðum, t. d. i
Í þyngd á m3 — Sé það i
j rétt, bendir það til þess að l
j sparað sé hrácfnið, jafnvel i
Í stórkostlega, ef blaðinu er i
j rétt frá skýrt. i
j Þess væri óskandi, að i
j hvorki sé á markaði mjög lé- i
Í legir steinar eða einangrun, i
j sem ekki er nothæf og allir j
Í húsbyggjendur nota. En hér, |
j sem í hinu fyrra atriði, þurfa i
j menn að fá svör við ýmsum i
j spurningum. Hvaða fram- i
j leiðslureglur gilda um ein- j
j angrunarplast? Ef einhverj- i
Í ar eru, auk erlendra fyrir- i
j sagna, sem liráefninu fylgja, i
j liverjar eru þær þá og liver |
j sér um að þeim sé fullnægt? j
j Þessum spurningum er i
j beint til Bygginganefndar j
j Akureyrarkaupstaðar og góð i
Í fúslega óskað eftir svari □ i
Galdra-Loftur slær öll leikhúsmet á Akureyri
Slík aðsókn hefur aldrei jiekkzt fyrr - Uppselt á allar sýningar
GALDRA-LOFTUR virðist
enn eiga vinsældum að fagna
hjá almenningi. Sjöunda sýn-
ing Leikfélags Akureyrar á
þessum sjónleik var í gær. —
Sýningum lýkur annan hvíta-
sunnudag og munu öll sæti
pöntuð allt til lokasýningar, og
er fyrirsjáanlegt að fjöldi fólks
sem leikinn vill sjá, á þess
engan kost nema sýningar
verði hafnar á ný. — Margir
sýningargestir eru langt að
komnir, t. d. komu yfir 40
manns frá Blönduósi í gær-
kveldi og von var á bíl frá
Austfjörðum með leikhúsgesti.
Guðlaugur Rosinkranz þjóð-
leikhússtjóri heiðraði frumsýn
inguna með nærveru sinni.
Jónas frá Hriflu tók sér ferð
á hendur hingað norður til að
sjá leikinn. Báðir þessir kunnu
menn áttu langar viðræður við
leikfólkið, sem auka munu
gagnkvæman skilning. — Og í
þetta sinn hafa leikhúsgestir
metið að verðleikum íslenzkt,
gamalt og gott leikrit og veitt
LA fyrstu áþreifanlegu viður-
kenninguna á 20 ára tímabili,
með hinni gígurlegu aðsókn og
frábæru undirtektum. Q
O. C. THORARENSEN.
Frá vinstri: Helgi. Ólafsson, Freysteinn Þorbergsson, Hjálmar Theodórsson, séra Björn Helgi Jóns-
son, Páll Kristjánsson og Árni Stefánsson. Tveir hinir síðast nefndu eru öldungar skákíþróttarinnar á
Húsavík og heiðursfélagar Skákfélags Ilúsavíkur. (Ljósmyndastofa Péturs Húsavík)
f lok frumsýningar. — Þjóðleikhússtjóri lengst til hægri.
(Ljósmynd: Eðv. Sig.)
DÓ” í LESTINNI
í FYRRADAG var lögreglan
beðin að fjarlægja dauða-
drukkinn landverkamann úr
flutningaskipi á Akureyrai'-
höfn. Skipið var með sem-
entsfarm og bar sjúklingur-
inn, og einnig lögregluþjón-
arnir, merki þess, á leiðinni
í fangahúsið.
Þá tók lögreglan mann
einn fastan fyrir of hraðan
akstur og annan á miðviku-
daginn fyrir meinta ölvun
við akstur. Sama dag var all
harður árekstur olíuflutn-
ingabíls og jeppa hjá
Hvammi í Arnarneshreppi.
Ekki urðu teljandi meiðsli á
mönnum.
S.l. sunnudagsnótt valt bíll
á öskuhaugum bæjarins. Þar
voru drukknir menn á ferð,
nema bílstjórinn. Á miðviku-
daginn valt bifreið í Krækl-
ingahlíð. Einn af þrem mönn-
um, sem í henni voru, var
fluttur í sjúkrahús og gert að
sárum hans.
Það var villigæs, sem skot-
in var á Skipalóni, og áður
er frá sagt, en ekki aligæs,
og leiðréttist það hér með.Q