Dagur - 23.05.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 23.05.1964, Blaðsíða 8
Ferðamannaslraumurinn beinisf lil norðursins Vilja Akureyringar hagnýta dýrmæta aðstöðu? í góðhestakeppninni voru margir fallegir hestar. Af al- hliða góðhestum voru þessir dæmdir beztir: Laufi Arnlióts Ottesen, Snörp Aðalsteins Magn ússonar og Glámur Valdimars Kristjánssonar í Sigluvík. Af klárhestum með tölti var Fölskvi Sigurðar O. Björnsson- ar (Sellandsrauður) talinn bezt- ur, þá Glæsir Hreins Tómasson- ar og í þriðja sæti var Blesi, Ott- ars Björnssonar. □ FYRRUM var gestrisni aðals- merki fátækra íslendinga, og hún er það enn. Én á síðustu tímum hafa ný sjónarmið í sam- bandi við ferðamenn fest rætur. Nú er rætt um ferðamannaþjón- ustu, sem atvinnugrein og um ferðamenn sem tekjulind. Ferða mannahótel, leiðsögumenn, lærð ið þjónar, ferðamannaverzlanir, já og ferðamannagjaldeyrir, eru hin nýju umræðuefni í sam- bandi við þá erlendu menn, sem land okkar vilja gista og einnig þá íslendinga, sem um land sitt ferðast. Ferðaskrifstofur þjóta upp og eru víst orðnar einar sjö talsins, ásamt útibúum og trún- aðarmönnum víðsvegar um land. Opinberar tölur sýna hverja fjárupphæð hver erlend- ur ferðamaður, sem hingað kemur, skilur eftir í landinu, til jafnaðar. Og það er hægt að setja dæmið upp á marga vegu með hliðsjón að þessum tölum, einnig að gera sér grein fyrir því, hverju megi skynsamlega til kosta til þess að nýta betur ferðamannastrauminn og auka hann. Þótt allt sé þetta gagn- stætt fornum sjónarmiðum og þjóðfélagsvenjum gestrisinnar þjóðar, er ekki hægt að loka augunum fyrir nokkrum aug- Ijósum staðreyndum, einkum í sambandi við ej'lenda ferða- menn. Þær eru m. a. þessar: Augu umheimsins hafa opnast fyrir dýrð norðursins og sérstak ur áhugi er fyrir t. d. Færeyj- um, fslandi og Grænlandi. Svalt loftslag, stórbrotið landslag, sér- kennileg náttúrufyrirbæri, svo sem hraun, hverir, fossar, jökl- ar, jafnvel landssvæði, sem ný- risin eru úr sæ, dásamlegt skóg- leysi, tært loft, grænna gras en annarsstaðar þekkist, sérkenni- legt fólk o. s. frv. Allt hefur þetta mikið aðdráttarafl, að sínu leyti eins og suðræn lönd hafa á íbúa norðursins. Talið er, að 25% fleiri útlend- ingar muni gista ísland í ár en í fyrra. Ferðaskrifstofurnar eru í vandræðum að sjá gestum fyrir viðunandi gistihúsum og öðrum nauðsynjum. Við stöndum í miðjum og ört vaxandi straumi ferðamanna og þeir menn verða stöðugt fleiri, sem skilja þýð- ingu hinnar breyttu aðstöðu, ef skynsamlega er á málum haldið, vitandi það, að mjög víða erlend is m. a. í bæjum á stærð við Ak- ureyri, eru ferðamenn jafn mikils virði og fiskigöngur að landinu eru íslendingum. Hvernig bregðast Akureyring ar við þessum málum? Hingað leggja margir leið sína því að bærinn er brennipunktur allra samgangna í þessum landshluta, og erlendir menn, sem á annað borð hafa kostað til þess tölu- verðum fjármunum að komast til íslands, vilja sjá svipmót Norðurlands. Þar eru fjölbreytt- ust náttúruundur og náttúrufeg- urð, og þar er bæði miðnætur- sól og Mývatnssveit. Reynsla undanfarinna ára sýn ir það glöggt, að þorri ferða- manna tyllir hér aðeins niður tá. Ferðamennirnir eru nefnilega ekki að fara til Akureyrar, held ur koma hér við á leið sinni til „hinna fyrirheitnu landa“ í ná- grannasýslunum. Líklegt er að það sé, a. m. k. að nokkru á valdi Akureyringa að hagnýta aðstöðuna í sam- bandi við ferðamennina, en fyrst og fremst þurfa ráðandi menn í bænum og þeir, sem mestra hagsmuna eiga að gæta í þessu efni, að ráða það við sig, (Framhald á blaðsíðu 7). „Sumarfargjöld“ F. f. HINN 1. júní ganga í gildi sér- stök sumarfargjöld á þeim flug- leiðum Flugfélags íslands, þar sem að staðaldri er hægt að koma við stórum og afkasta- miklum flugvélum, en það er á leiðunum milli Reykjavíkur, Akureyrar og Egilsstaða. Sumarfargjöldin verða um 20% lægri en venjuleg fargjöld á fx-amangreindum leiðum og vei’ða sem hér segir: Reykjavík —Akureyri—Reykjavík krónur 1145,00. Reykjavík—Egilstaðir Reykjavík krónur 1610,00. Ak- ureyri — Egilstaðir — Akureyri ki-ónur 600,00. Til þess að geta hagnýtt sér sumai-fai’gjöld félagsins, þarf að (Framhald á bls. 2). Þar voru reyndir og sýndir 39 hestar og þrjár konur sýndu söðulreið HINAR árlegu kappreiðar hesta mannafélagsins Léttis á Akui’- eyri fóru fram á skeiðvelli fé- lagsins á bökkum Eyjafjai’ðarár, skammt fi’aman við flugvöllinn. Veður var hið ákjósanlegasta, 21 góðhestur sýndur, 18 hestar látnir spreyta sig á hlaupa- bi-autinni og þrjár frúr sýndu söðulreið á gæðingum sínum. — Vallarstjóri var Ái’ni Magnús- son, núverandi formaður Léttis, ritari var Hai-aldur Jónsson og dómnefnd skipuðu Sigux’ður UMFERÐARSLYS varð hér í bænum um hádeg- isbilið í gær. Fólksbifreið og maður um sjötugt á í’eiðhjóli lentu ^aman á mótum Norðui’- götu og Gi’ænugötu, með þeim afleiðingum, að maðui’inn á reið hjólinu kastaðist á götuna og hlaut áverka á höfði. Var hann fluttur í sjúkrahús, en meiðsli hans eru ekki talin hættuleg. □ Haraldsson, Steingrímur Ósk- ai’sson, Steingx’ímur Níelsson, Páll Jónsson, Bjöi-n Jónsson og Hjalti Jósepsson. — Veðbanka- stjóri var Hugi Ki-istinsson. Á fimmta hundi-að manns voru samankomin við skeiðvöll- inn er fylgdust af áhuga með því, sem fram fór. í 250 m folahlaupi ui-ðu úrslit- in þessi: Gola, eig. Pétur Stein- dórsson á Krossastöðum. Tími 19.6 sek. Sama tíma hafði Vaka Jóns Fi’iðrikssonar. Stjai’ni vai’ð þriðji í röðinni. Tími 20 sek. Eig’ andi Bjai-ni Aðalsteinsson. Á 300 m stökki sigraði Snekkja Svexris Svei’rissonar á 23,1 sek. Næstur varð Gustur Einars Eggertssonar á 23,3 sek. og þriðji Framar Ásdísar Bjöi’ns dóttur á 23,6 sek. Stökk 350 m. Þar sigi’aði Haukur, Péturs Steindói-ssonar á 26,4 sek. Næstur vax’ð Þytur Valdimars Ki’istjánssonar á 26.7 sek. og þriðji Ljóska, Huga Kristinssonar á 28,9 sek. AKUREYRINGAR munu kappkosta að fegra bæ sinn fyrir 17. júní. — 1 áður umgetinni ferð með Fegrunarfélaginu voru þessar myndir teknar og sýna þær staði, þar sem umgengni þarf að bæta. (Ljósmynd: E. D.) KappreiSar Léffis við Eyjafjarðará SAUÐBURÐURINN stendur nú sem hæst víða í sveitum landsins. Góður sauðgróður er hvar- vetna kominn og allt fé vel fram gengið. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.