Dagur - 27.05.1964, Page 7

Dagur - 27.05.1964, Page 7
7 SMÁTT OG STORT j (Framhald a£ blaðsíðu 8). álagningu þessa gjalds, og niunu dómstólarnir leggja úrskurð á það mál. ^ RÖDD SEÐLABANKANS r Daginn eftir að eldhúsumræð- unum lauk á Alþingi var árs- fundur seðlabankans haldinn í höfuðborghmi. Þessi ársfundur er í rauninni hádegisverðarboð á vegum bankans. Þar mæta ráð herrar, bankastjórnir og fleiri opinberir starfsmenn á fjármála sviðinu, en einn af bankastjór- unum flytur ársskýrslu, um efnahagsmál og störf seðla- bankans. Jóhannes Nordal bankastjóri flutti ársskýrsluna að þessu sinni, og hefir hún ver- ið birt í útvarpi og á prenti. Hann ræddi þar um „hin miklu umskipti til hins verra í efna- hagsmálum þjóðarinnar á ár- inu,“ eins og hann orðaði það, og taldi horfur ískyggilegar á þessu sviði. h VERÐBÓLGUÓTTINN r Bankastjórinn sagði m. a. að á árinu 1963 liefði átt sér stað „stóraukin notkun greiðslu- frests erlendis samfara auknum innflutningi." Um rekstur og framkvæmdir fyrirtækja sagði hann: „Mörg þeirra festu rekstr arfé sitt að verulegu leyti í ógætilegum fjárfestingum af ótta við áframhaldandi verð- liækkanir og jafnframt hækkaði rekstrarkostnaður svo að það rekstrarfé, sem eftir var, hrökk skenunra en áður. Samtímis þrengdi að í viðskiptabönkun- um, en staða þeirra gagnvart seðlabankanum versnaði mjög í júnímánuði og hélzt síðan óbreytt út árið.“ Þá taldi liann „verðbólguóttann" hafa „náð tökum á huga alls almennings.“ > SEX HUNDRUÐ Tr ~ MILLJÓNIR 1 Síðar sagði bankastjórinn: „. . . .Hefir viðskiptajöfnuður á vörum og þjónustu verið óhag- stæður á árinu um nálægt 250 millj. kr. og er það miklu lak- ari afkoma en á árinu 19G2.... I heild sýnir samanburður þess- ara tveggja ára um 600 millj. kr. versnandi afkornu út á við. Er þá lokið því stutta tímabili hag- stæðs greiðslujafnaðar, sem fs- lendingar áttu við að búa á ár- unum 1961—62 .... Opinberar lántökur voru óvenju miklar á árinu, en jafnframt jukust lán- tökur einkaaðila einnig stór- lega. .. . “ UPPLAUSNARASTAND Önnur ummæli bankastjórans (orðrétt samkv. Mbl. 15 maí): „. . . . Liggur nærri, að upplausn arástand skapist í efnahagsmál- um.“ „....Fer því vafalaust fjarri, að íslenzkir atvinnuvegir hafi þá samkeppnisaðstöðu, sem æskileg væri fyrir heilbrigða þróun þjóðarbúskaparins.“„.... Hver hrifsar til sín það, sem hann getur og reynir að forða verðmætum sínum úr eldi verð- bólgunnar. I stað skipulagðra áætlana kemur því fljótræði og fum, spákaupmennska í stað umhugsunar um eðlilega arð- semi. ... “ „GRAFSKRIFT VIÐ- REISN ARINN AR“ Hér er ekki rúm til að rekja nánar efni þessarar athyglis- verðu ræðu eða ræða það, enda skýra þau ummæli sig sjálf, sem nú hafa verið tilfærð. Út- varpshlustandi hér nyrðra kall- aði þessa ræðu „grafskrift við- reisnarinnar." Jóhannes Nordal hefur ekki verið talinn stjórnar- andstæðingur. Að sjálfsögðu Iít- ur liann á ástandið frá sjónar- hóli seðlabankans og hefir að- stöðu til að gera sér grein fyrir því, hvernig nú er komið. VERÐTRYGGING Að lokum ræddi bankastjór- inn nokkuð um úrræði til að komast út úr öngþveitinu. Hann lýsti sig, að því er virðist, hlynnt an tvennskonar verðtryggingu: Verðtryggingu kaupgjalds og „verðtryggingu í peningasamn- ingum“ en í þessu á sjálfsagt að felast verðtrygging sparifjár. Til skamms tíma vildu núverandi stjórnarvöld ekki ljá því eyra, að slíkar ráðstafanir kæmu til greina, en Framsóknarmenn hafa oftar en einu sinni hreyft því máli á undanförnum árurn. □ *-»>-©-»-^©->-i!W-©'>-*->-©-^r^©.MS>-©-^íiM-©-H!:-»*-©'HpV®'í-SW-©-**-'!-©**'*© Beztu þakkir scndi ég öllum þeim mörgu vinum f. miniim, sem glöddu mig á margvíslegan hátt á áttatiu $ ára afmœlisdegi minum og gerðu mér hann ógleym- T anlegan. t $ JÓHANNA SIGURGEIRSDÓTTIR, J T Móbergi, Hrisey. § F Hjartkær faðir minn, sonur og bróðir okkar JON JÓNASSON andaðist að heimili sínu Lögbergsgötu 1 þann 23. maí. Tarðarförin fer fram frá Sjónarhæð lausardaeinn 30. itnaí kl. 1.30 e. lr. Helga Jónsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Vigdís Jónasdóttir, Guðrún Jónasdóttir. TIL SOLU: Mjög vandað hjónarúm ásamt náttborðum. Tækifærisverð. Uppl. í síma 1789. TIL SÖLU vegna brottflutnings í Vanabyggð 4 E: Þottapottur, eldavél, 2 armstólar, sófaborð, saumavél, bamarúm, ryksuga. TIL SÖLU: Vel með farinn BARNAVAGN Verð kr. 2.000.00. Uppl. í Oddeyrargötu 32, efstu hæð. PEDEGREE BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 1311. GOÐ SKELLINAÐRA TIL SÖLU. Sími 1668. NYBORIN KYR TIL SÖLU. Jónas Aðalsteinsson, Grjótgarði. TIL SOLU: Trommusett, barnavagn og eldavél. Selst ódýrt. Uppl. í Strandgötu 49 (uppi, yfir Odda). TRILLA TIL SÖLU frambyggð, 2!/2 tonn, með 20 hestafla Uni- versal-vél. Uppl. í síma 1754, (* Aktíreyri,; kl. 8—9 e. ír. og Engililíð, pr. Hofsós. H L J Ó Ð F Æ R I TIL SÖLU: Tenor-saxofónn og víbrafónn til sölu nú ]>eg ar (ódýrt). Haraldur Jóhannesson, Hjarðarhól 4, sími 97, Húsavík. I.O.O.F. Rb. 2 — 1145278% - I.O.O.F. 1465298% MESSA fellur niður í Akureyr- arkirkju n. k. sunnudag vegna fermingarbarnamótsins á Dal- vík. — Sóknarprestar. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudagur 31. maí. Sam- koma kl. 8,30 e. h. — Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Allir velkomnir. ♦LIONSKLÚBBUR AK- UREYRAR. — Kvöld- fundur í Sjálfstæðishús- inu fimmtudaginn 28. þ. m. Húsið opnað kl. 19,30. Fundur hefst stundvíslega kl. 20,15. — Stjórnin. BRÉFASKIPTI. 18 ára japansk- ur menntaskólanemi óskar eft ir bréfaskiptum við íslenzka pilta og stúlkur á svipuðu reki. Heimilisfang hans og nafn er: Akio Matsushima, 2457 Kaminowari, Chuji-cho Minami-ku, Nagoya, JAPAN. — Tungumál: Enska. BARNAHEIMILI I.O.G.T., að Böggvisstöðum, tekur til starfa 20. júní n. k. Dvalartím- inn er tveir mánuðir. Heimil- ið tekur við um 40 börnum og er enn hægt að veita nokkr- um börnum viðtöku. Forstöðu maður verður Arnar Jónsson og matráðskona Valrós Árna- dóttir. Allar upplýsingar veitt ar í síma 2131. (Frá barna- heimilisnefnd). I.O.G.T. Stúkan fsafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur að Bjargi fimmtudaginn 28. maí kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Vígsla ný- liða, önnur mál, hagnefndar- atriði. — Eftir fund: Kaffi og félagsvist. — Æ. t. FRA U.M.S.E. Frjáls- íþróttafólk. Munið vor- mótið á Laugalandi 28. þ. m. kl. 8,30 e. h. Félagaph Gróðursatningardag- úi- sambandsins er sunnudág- urinn 31. þ. m. og hefst vinn- an kl. 2 e. h. Skorað er á fé- laga að fjölmenna. HJÁLPRÆÐISHERINN! — Fimmtudaginn 28. maí stjórn- ar major Driverklepp sam- komu í sal Hjálpræðishersins kl. 8,30. Einnig er hér frú Jensen, áður leutnant Thom- sen, frá Danmörku, sem starf- aði hér fyrir rúmum 30 árum, og mun nú ásamt major Ingi- björgu Jónsdóttur taka þátt í þessari samkomu. Verið vel- komin. SKYGGNILÝSINGAR þefur frú Lára Ágústsdóttir í Al- þýðuhúsinu á Akureyri n. k. fimmtudag kl. 8,30 e. h. Hús- ið opnað kl. 8. ORÐSENDING til fermingar- barna í Akureyrarprestakalli vorið 1964. — Fermingar- barnamót verður haldið á Dalvík sunnudaginn 31. maí. Farið verður frá Akureyrar- kirkju kl. 8 um morguninn og komið heim kl. 11 að kvöldi sama dags. Æskilegt er að fermingarbörnin séu þannig klædd, — að þau geti tekið þátt í útileikjum og íþróttum. Þátttakendur hafi með sér Nýja-Testamentið. Einnig nesti til dagsins, en mjólk fá þeir á mótsstað. — Þátttökugjald verður kr. 30, en fargjald kr. 50. Geti ein- hver fermingarbörn, sem skrifuðu sig á þátttökulistana eigi farið, eru þau beðin að tilkynna það prestunum. Eins láti þau, sem eigi höfðu skráð sig, en ætla að fara, sömu að- ila vita. — Sóknarprestar. RAKARASTOFAN Hafnarstr. 105 verður lokuð frá hádegi föstudaginn 29. maí til hádeg- is mánudaginn 1. júní. MATTHÍASARSAFN opið alla daga, nema laugardaga, kl. 2—4 e. h. frá og með 31. maí n. k. FOTBOLTAR No. 5 og iio. 4. Járn- og glervörudeild hollenzku komnir aftur. STRIGAEFNI, rauð, svört, mosagræn. MARKAÐURINN Verkefni í liafnamáluin (Framhald af blaðsíðu 4). er búið að vera í athugun hjá ríkisstjórninni síðan haustið 1961. Þar mun hafa verið gert ráð fyrir svipaðri hækkun ríkisframlags og í tillögu Framsóknarmanna á Alþingi nú. A það má benda í þessu sambandi, að landshafnir svonefndar, í Reykjavík og á Rifi á Snæfellsnesi, eru byggðar fyrir ríkisfé ein- göngu og að ríkið stendur þar straum af lánum að því leyti sem árlegar tekjur hafnanna lirökkva ekki til slíkra greiðslna. Lán hafnasjóðanna eru yf- irleitt tekin með ríkisábyrgð samkvæmt lögum. Ríkissjóð- ur hefir á liðnum tímum greitt allmikið fé í vexti og afborganir af slíkum lánum. Fyrir skömmu var sá hátt- ur upp tekinn að semja um greiðslu vanskilaskulda, er þannig liöfðu safnast. Voru sveitafélög látin borga með undirskrift nýrra skulda- bréfa. Af þeirri ráðstöfun er varla mikils að vænta. Eðli- legra sýnist að hækka ríkis- framlagið og standa skil á því jafnóðum. Aukast þá möguleikar hafnasjóða til að standa straum af því, sem í þeirra hlut kemur. □ GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.