Dagur


Dagur - 03.06.1964, Qupperneq 8

Dagur - 03.06.1964, Qupperneq 8
8 Akureyrartogararnir í GÆR var Hrímbakur dreginn fram á Pollinn og akkerum hans rennt í sjóinn. Ekki er framtí^ hans enn ráðin. Kaldbakur bíð- ur klössunar. Harðbakur land- aði 149 tonnum fiskjar s.l. mánu dag. Sléttbakur landar væntan- lega á fimmtudaginn. Svalbak- ur er á veiðum. □ F YRIRSPURN DEGI barst í gær eftir farandi fyrirspurn: „Var það nú nauðsynlegt að leggja nær ryðrauðum og öldr- uðum togaragarmi á miðjum Pollinum, öllum til armæðu og leiðinda. Og það einmitt nú, er bæjarbúar keppast við að laga til og snyrta við hús sín. Skyldu þeir, sem standa fyrir þessu, virkilega ekki koma auga á eyðileggingu náttúrufegurðar- innar við Pollinn, nema að tog- arinn fái að ryðga það lengi, að hann geti þá talist vera í eðli- legum litum.“ □ MIKIÐ GRÓÐUR- SETNINGARSTARF EINS og á undanförnum árum er mikið um gróðursetningar- starf hjá Skógræktarfélagi Ey- firðinga. í vor er áætlað að gróð ursetja yfir 100 þúsund trjá- plöntur víðsvegan um héraðið, og er þegar lokið við að ganga frá um 40 þúsund þeirra. Að Miðhálsstöðum í Öxnadal er 52,3 ha. lands innan skóg- ræktargirðingar, en þar hófst gróðursetning árið 1953. Alls er búið að gróðursetja þar um 140 þúsund trjáplöntur, þar af í vor 13 þúsund. Að undanförnu hafa farið þangað vinnuflokkar á veg um félaga og skóla. Um síðustu helgi gróðursettu nemendur úr 4. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri 2500 plöntur og 60 manna flokkur á vegum UMSE sama magn. Ármann Dalmannsson fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags ins stjórnaði gróðursetningar- starfinu, □ Góð vopn í baráttnmii við illgresið eru til Agnar Guðnason ráðunautur flutti erindi um þau á aðalfundi Ivaupfélags Eyfirðinga í gær AGNAR GUÐNASON ráðu- naútur flutti fróðlegt erindi um illgresi í ræktarlöndum og nýj- ar varnir gegn því, að loknum aðalfundi KEA í gær. Illgresiseyðingarlyfið Stam, sem er nýtt, hefur verið reynt á Hvanneyri og fengist af því svo góð reynsla, að sjálfsagt er fyrir bændur landsins að kynna sér meðferð þess sem bezt hjá ráðunautum sínum. í stuttu viðtali við Agnar, gaf hann m. a. eftirfarandi ráð- leggingar: Viku til tíu dögum eftir nið- ursetningu í kartöflugarðana fara grösin að koma upp. Viku til hálfum mánuði síðar er kom- inn tími til að úða með Stam- lyfinu. Á ha. er hæfilegt að nota um 4 lítra. Á hundrað fermetra lands þarf því ekki nema 40 ml. Ef árangur á að verða góður með Stam, er nauðsynlegt að úða áður en illgresið verður há- vaxið. Stam drepur flestar teg- undir illgresis, ef því er úðað skömmu eftir að illgresisfræið spírar. Ef ein úðun dugar ekki til að hreinsa garðinn, má endur taka hana 2—3 vikum síðar, en þá má heldur ekki nota meira af lyfinu en hálfan líter á ha. Fjóra lítra af Stam á að blanda í 4—800 1. af vatni. Úða skal í þurru veðri. Ráðunauturinn mælti eindreg ið með hinu nýja illgresislyfi, Húsavík, 2. júní. Helgi Fló- ventsson kom kl. 8 í gær- kveldi með 900 tunnur af stórri og feitri síld, sem hann veiddi um 75 mílur norðaust ur af Langanesi. Er það fyrsta Norðurlandssíldin á þessu sumri. 106 tunnur fóru í frystingu, og hitt í bræðslu. Tveir þilfarsbátar stunda og að sjálfsögðu veita ráðu- nautar búnaðarsamtakanna all- ar nánari upplýsingar um þessi lyf og önnur, sem að haldi mega koma í baráttunni við illgresið. ufsaveiðar og hafa fengið all góðan afla í nót. Landsþing Sjálfsbjargar var haldið á Húsavík og lauk því á sunnudaginn. Fulltrúar voru 33 og sátu þeir hádeg- isverðarboð bæjarstjórnar og á sunnudagskvöldið hóf fé- lags Sjálfsbjargar á Húsa- vík. □ Í55555555S555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555Í I Fyrsfa Norðurlandssíldin ■m ÞESSI MYND frá Slippstöðinni h.f. á Akureyri, átti að fylgja viðtali við Skafta Áskelsson um daginn og birtist nú, þótt seint sé. — Skip þau, sem sjást á myndinni, munu nú flest vera farin til síldveiða fyrir Norðurlandi. (Ljósmynd: E. D.)» Fyi’stu verkalýðsmálaráðst efnu Framsóknarfl. lokið Hím var lialdin á Akureyri um síðastl. helgi Fulltrúar voru víðsvegar að af landinu LAUGARDAGINN 30. maí s.l. var fyrsta verkalýðsmálaráð- stefna Framsóknarflokksins sett að Hótel KEA.Voru þá mættir um 80 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Það var Jón D. Guðmundsson, Reykjavík, sem setti ráðstefn- una, fyrir hönd Verkalýðsmála- nefndar Framsóknarflokksins. Rakti hann í stórum dráttum afskipti Framsóknarflokksins af verkalýðsmálum, bauð fulltrúa velkomna, og óskaði ráðstefn- unni heilla í störfum. Fundar- stjórar voru kjörnir þeir Sigurð- ur Jóhannesson, Akureyri, og til vara Daði Ólafsson, Reykjavík og Guðbrandur Guðbjartsson, Ólafsvík. Ritarar voru kjörnin Kristján H. Sveinsson, Akur- eyrj og Baldur Halldórsson, Akureyri, og til vara Ingólfur Sverrisson, Akureyri. Eftirtalin erindi voru flutt á laugardaginn: Stéttaskifting og viðhorf í verkalýðsmálum fyrr og nú, flutt af Ingvari Gíslasyni lög- fræðingi. Húsnæðismál, fiutt af Hann- esi Pálssyni fulltrúa. Nýjar stefnur í kjaramálum, flutt af Halldóri E. Sigurðssyni sveitarstjóra. Launamál, flutt af Guðmundi Björrtssyni formanni verkalýðs- félagsins á Stöðvarfirði. Að loknum erindum frum- mælenda voru fyrirspurnir og frjálsar umræður og tóku marg- ir til máls. Þegar fundi lauk á laugardag- inn, var fulltrúum boðið í hring ferð fram Eyjafjörð, og voru þeir leiðsögumenn Ketill Guð- jónsson, Finnastöðum, og Jón Hjálmarsson, Villingadal. Síðan var kvöldverður snæddur í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli, í boði Framsóknarfélaganna á Ak ureyri og Kjördæmasambands Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra. Á sunnudagsmorgunn hófst fundur klukkan níu, og .voru þá mættir á annað hundrað full- trúar. Flutti þá Eysteinn Jóns- son, formaður Framsóknar- flokksins, erindi.um Framsókn- arflokkinn og verkalýðsmálin. Síðasta framsöguerindið, um ákvæðisvinnu o. fl. flutti Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. — Að loknum erindum frummæl- endanna, urðu allmiklar um- ræður, og voru bornar fram ýmsar fyrirspurnir til frum- mælendanna. Ráðstefnunni var slitið um kl. hálf eitt á sunnudaginn, og var það samhljóða álit allra fulltrú- anna, að ráðstefnan hefði tekizt mjög vel og árangur hennar orðið góður. Þarna voru rædd mörg þau mál, sem nú eru efst á baugi meðal launþeganna, svo sem yfirstandandi kjara- samningar, orlofsmál, lög um vinnuvernd, lífeyrissjóð allra landsmanna, vinnuhagræðingu, svo eitthvað sé nefnt. Verður unnið að því, að Verkalýðsmála nefnd Framsóknarflokksins haldi aðra slíka ráðstefnu fljót- lega. (Framhald á blaðsíðu 7). NYJA LOFTLEIÐAFLUGVELIN TEKUR 160 MANNS FLUGVÉL sú hin nýja, sem Loftleiðir keyptu og kom til landsins 29. maí, kostar 200 milljónir og rúmar 160 far- þega. Flugið frá New York til Reykjavíkur tekur aðeins sex og hálfa klukkustund. Loftleiðir fá aðra slíka inn- an skamms og eru þetta dýr- ustu farartæki, sem íslend- ingar hafa eignast til þessa. Áhöfn hinnar nýju flugvél- ar, sem heitir Leifur Eiríks- son, er 10 manns. Vélin get- ur ekki lent hér á landi, nema á Keflavíkurflugvelli, og e. t. v. Reykjavíkurflug- velli. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.