Dagur - 06.06.1964, Page 8

Dagur - 06.06.1964, Page 8
8 Gagnfræiaskóla ákureyrar slifið nýlega Nemendur voru 640 í 24 bekkjardeildum Jón Sigurðsson í Yztafelli með eitt af barnabörnum sínum. Jón bóndi í Yztafelli 75 ára HINN 4. JÚNÍ átti Jón Sigurðs- son, bóndi og rithöfundur í Ystafelli, 75 ára*”afmæli. Hann ei' borinn og barnfæddur Þing- eyingur, sonur Sigurðar Jóns- sonar bónda og ráðherra og Kristbjargar Marteinsdóttur, fæddur á Ystafelli í Köldukinn og upp alinn og síðar bóndi þar frá 1917 til þessa dags, að frá- dregnum þrem árum er hann var skólastjóri á Reykjum í Hrútafirði. Meðal ritværka Jóns, utan ótölulegs fjölda greina, sem birzt hafa í blöðum og tímarit- um, eru: Bændaförin, Land og lýður, Ferðahugleiðingar, Sam- vinnufélög í Norðurálfu, Um daginn og veginn, Helga Sörens- dóttir, Bóndinn á Stóruvöllum, Héraðslýsing S.-Þingeyj arsýslu, og út er að koma um þessar mundir Æfisaga Sigurðar Jóns- sonar ráðherra, föður hans. Fyrri hluti þeirrar bókar er byggður á dagbókum Sigurðar og er merkileg þjóðháttalýsing. í síðari hlutanum segir margt frá félagsmálum Þingeyin'ga fyr ir aldamóti og í því sambandi notaðar ýmsar frumheimildir, svo sem gjörðabækur félaga og dagbækur Snorra Jónssonar á Þverá. Jón Sigurðsson í stafelli er maður skörulegur í sjón, kunn- ur ræðumaður og ágætlega rit- fær. Hann hefur mjög starfað að félagsmálum og hefur þrek hans, áhugi og miklir vitsmun- ir gert hann færan um að inna með sóma andleg störf af hönd- um í bróðurlegri samvinnu við framkvæmdabúskap á ættaróð- ali sínu. Dagur sendir afmælis- barninu beztu hamingjuóskir.Q GAGNFRÆÐASKÓLANUM á Akureyri var slitið s.l. laugar- dag. Settur skólastjóri, Sverrir Pálsson, flutti skólaslitaræðu og gaf yrirlit yfir skólastarfið á liðnum vetri. 24 fastakennarar og 13 stunda kennarar störfuðu við skólann, og nemendur voru alls 639 í 18 bóknámsdeildum og 6 verk- námsdeildum. — Brautskráðir gagnfræðingar voru 75. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Erna María Eyland, 8,51. 2. Helga Gísladóttir, 7,75 og 3. Þóra Baldursdóttir, 7,69. Unglingaprófi luku 208, og hæstu einkunn þar hlaut Þór- halla Gísladóttir, 9,00. Hæstu einkunn í skóla hlaut Sigrún Valdemarsdóttir, 1. bekk, 9,11. Skólahúsið rúmar ekki lengur nándar nærri alla nemendurna, svo að taka varð á leigu 6 kennslustofur utan þess, þannig að almenn kennsla fór fram á 4 stöðum í bænum. Nú er hins vegar að rísa vegleg viðbótar- bygging, sem væntanlega verð- ur tekin í notkun í haust. Þar fást 8 almennar kennslustofur auk nýrrar kennarastofu og smíðastofu. 10 ára gagnfræðingar færðu skólanum að gjöf fagran verð- launabikar, sem vera á farand- gripur og veitist árlega þeim, sem hlýtur hæsta einkunn í ís- lenzku á gagnfræðaprófi ár hvert. Nú hreppti bikarinn Erna María Eyland. Gagnfræðingar frá 1953 færðu skólanum málverk af látnum bekkjarbróður, Sveini Eiríks- syni, flugmanni, málað af ein- um bekkjarbræðranna, Kristni Jóhannssyni, listmálara. Gagnfræðingar 1962 gáfu minningarskildi um tvo bekkjar bræður sína, Gylfa Stefánsson og Guðmund Ingva Arason,,er báðir létust á síðasta ári. Lionsklúbburinn Huginn veitti tvenn bókaverðlaun fyrir bezta árangur í stærðfræði, bókfærslu og vélritun á gagnfræðaprófi, og hrepptu þau Margrét Guð- mundsdóttir og Haki G. Jóhann- esson. Verðlaun frá skólanum sjálf- um hlutu Valdemar Gunnars- son, umsjónarmaður skóla, Guð mundur Kristmundsson og Gunnar Aðalsteinsson, allir í 4. bekk, fyrir vel unnin störf og trausta framkomu og Halldór Halldórsson, 3. bekk landsprófs- deildar, fyrir yfirburði í námi (10 í lesinni íslenzku og 10 í stærðfræði). í lok athafnarinnar ávarpaði settur skólastjóri nemendur nokkrum orðum, kvaddi gagn- fræðingana, þakkaði þeim góð kynni og bað þeim góðs farnað- Jakob Tryggvason söng við athöfnina. stýrði Áætlunarferðir um Sprengisand milli Reykjaíkur og Akureyrar - Hver ferð mun taka j)rjá daga - Skemmtilegt nýmæli í SUMAR á að halda uppi föst- um ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar um Sprengisand. 1 þesum ferðum verða notaðir þrír fjallabílar, og ætti að vera hægt að flytja um 50 manns í einu. Ferðin tekur 3 daga. Ferðunum verður þannig hátt að, að fólk kaupir farmiða, sem gildit' frá Reykjavík til Akur- eyrár og aftur til Reykjavíkur, eða fi'á Akureyri til Reykjavík- ur og norður aftur. Leiðin liggur yfir Tungnaá á Samb. norðlenzkra kvenna 50 ára Á ÞESSU VORI eru liðin 50 ár siðan SNK var stofnað hér á Akureyri. Fundurinn stóð í 5 daga og sátu hann oftast 60—70 konur. — Aðkomukonur voru 40—50 og var þeim fengin gist- ing og verustaður ókeypis hjá bæjarbúum þessa daga. Við konur minnumst þessa viðburðar neð nokkrum hátíða- höldum hér á Akurgyri um þessar mundir. Höldum 51. fund okkar uppi í Skíðahóteli dagana 9. og 10. júní. — Þangað eru konur velkomnar, eins og jafn- an hefur tíðkazt um fundi SNK. En mánudaginn 8. júní höldum við hátíðlegan hér í bænum: Göngum fyrst í kirkju kl. 10 að morgninum. Þá í Lystigarð bæjarins. Síðan þiggjum við hádegisboð Kaupfélagsins. Þat'- næst verður ekið út að Bjargi og skoðuð sýning og opnuð. En þar hefur verið komið fyrir handavinnusýningu frá kvenna- skólunum á sambandssvæðinu. Þar sem ekki var kvennaskólum til að dreifa: Strandasýsla og Norður-Þingeyjarsýsla, verða sýndir gamlir handunnir munir. Sýningin verður opin almenn- ingi þennan dag og þá tvo næstu. (Inngángseyrir krónur 10,00). Eftir að sýningin hefur verið skoðuð, verður heimsótt Prjónastofan Hekla, þar sem mikið er framleitt af prjónlesi úl' íslenzkri ull. Svo verður far- ið upp í Skíðahótelið kl. 8,30 á mánudagskvöldið. Samband Norðlenzkra kvenna hefur beitt sér fyrir mörgum framfaramálum á sambands- svæði sínu þessi 50 ár. Átt þátt í mörgum þeirra, bæði beint og óbeint t. d. heilbrigðismálum og (Framhald á blaðsíðu 7). Tangavaði, yfir Sprengisand og niður í Eyjafjörð við Hólafjall, þegar norður er farið, og er sú leið greiðfærari heldur en niður í Bárðardal, en þar er einnig hægt að komast niður. STORAR EN STRJÁL- AR TORFUR LAUSLEGAR fregnir liermdu kl. 7 í gærkvöldi, að eitt og eitt skip hefði fengið nolikra veiði. Síldaríorfurnar eru stórar en strjálar og síldin er stygg. Hér mun vera um norska síld að ræða. Hún er slór og allt að 20% feit og í henni er mikil rauðáta. Norðmennirnir eru ekki komn ir á miðin ennþá. Síldarleitar- skipin munu nú vera um það hil að koma á síldarmið þau, sem nú veiðist á, nema Ægir, sem kannar Húnaflóasvæðið í nótt og á morgun. Hvarvetna er verið að undir- búa síldarskip, síldarsöltunar- stöðvar og síldarbræðslur, enda gelur oltið á miklu, að missa ekki af fyrstu aflahrotunni. — Um leyfi til síldarsöltunar cr enn allt í óvissu, en síldin, sem nú veiðist er góð til söltunar. □ Bílaleigan Bíllin ætlar að halda uppi þessum ferðum. Væntanlega hefjast ferðirnar nú seinni partinn í júní, þegar leiðin er orðin nægilega þurr, en fararstjóri verður Halldór Eyj- ólfsson á Rauðalæk, þaulvanur fjallamaður. Q HATIÐAHOLDIN A SJÓMANNADAGINN SJÓMANNADAGSRÁÐ Akur- eyrar gengst fyrir fjölbreyttum hátíðahöldum um helgina. Til- högun verður þessi: Laugardaginn 6. júní: Kl. 8 e. h. Kappróður við höfnina. 1. Sveitir drengja frá ÆFAK. 2. Sveitir landmanna. 3. Sveitir sjómanna frá Greni- vík, Árskógsströnd, Dalvík og Akureyri. —- Veðbanki verður starfræktur. Kl. 10 e. h. verður dansleikur í Sjálfstæðishúsinu og gömlu dansarnir í Alþýðuhúsinu. Sunnudaginn 7. júní: Kl. 8 f. h. Fánar dregnir að hún. Kl. 9. f. h. Sala merkja og Sjómannablaðsins hefst. Kl. 10,30 f. h. Messa í Akur- eyrarkirkju. Sr. Pétur Sigur- geirsson. Kl. 1,30 e. h. Útisamkoma við sundlaugina. Lúðrasveit Akur- eyrar leikur. Sr. Pétur Sigur- geirsson flytur ávarp. Björgun- arsund. Smárakvartettinn syng- ur. Stakkasund. Boðsund. Sjó- menn heiðraðir og verðlaunaaf- hending. Björgun með þyrlu verður sýnd við höfnina. Dansleikir verða um kvöldið að Hótel KEA og í Sjálfstæðis- húsinu. Allur ágóði rennur til Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna. Jörundur III., nýtt fiskiskip Guðmundar Jörundssonar, koni í fyrradag ineð fyrsta afla sinn af Norðurlandsmiðum til Eyjafjarð- arhafna — 2200 tunntir síldar — og er það jafnframt fyrsta síld sumarsins, sem til Eyjafjarðar berst á þessu sumri. Hér er Jörund- ur III. að leggjast að löndunarbryggjunni í Krossanesi. (Ljm.: E.D.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.