Dagur - 20.06.1964, Qupperneq 2
2
Reynir Hjartarson, Þór, vann 17
Lítil þátttaka og lélegir árangrar á mótinu
GREINARGERÐ
Framtalsnefndar Akureyrar varðandi
útsvarsálagningu 1964
SÍÐARI HLIJTI 17. júní-móts-
ins í frjálsum íþróttum á Akur-
eyri varð ekki rismikill að þessu
sinni, ef frá er skilinn ágætur
árangur í 100 m hlaupinu. Kepp
endur voru fáir og árangur slak
ur og hefur óhagstætt veður e.
t. v. átt einhvern þátt í því.
Þrátt fyrir lélegt „start“ í '100
m hlaupinu, náði Reynir Hjart-
arson sínum bezta tíma í hlaup-
inu, 11,0 sek., sem mun vera
annar bezti tími á landinu í ár
og aðeins 1/10 úr sek. lakari ár-
angur en Akureyrarmet Björns
Sveinssonar er, í þeirri grein.
Með þessum árangri hefur
Reynir komizt í röð beztu
'■ ", f
spretthlaupara landsins og unn-
ið sér rétt til að keppa á Meist-
aramóti Norðurlanda fyrir ung-
linga, sem fram fer í Osló 8. og
9. ágúst n. k. Með góðri þjálf-
un er Reynir líklegur til mik-
illa afreka í þessari grein, því
hann hefur marga þá kosti, sem
spretthlaupara eru nauðsynleg-
ir.
Guðm. Hermannsson
Jilaut forsetaliikariim
Á 17. JÚNÍ-MÓTUM ár hvert,
er keppt í frjálsum íþróttum
um veglegan farandbikar, sem
forseti íslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson, gaf. Hlítur sá einstak-
lingur bikarinn, sem vinnur
bezta afrekið, samkvæmt stiga-
töflu og nær keppnin yfir allt
landið.
Að þessu sinn hlaut Guð-
mundur Hermannsson KR bik-
arinn, fyrir kúluvarp 15,74 m,
sem gefa 996 stig. Annað bezta
afrekið vann Ólafur Guðmunds-
son KR í 100 m hlaupi 10,9, sem
gefur 948 stig og þriðja bezta
afrekið vann Reynir Hjartars.
Þór, einnig í 100 m hlaupi á 11,0
sem gefur 908 stig. □
Sundineistaramót ís-
lands á Akureyri
MÓTIÐ hefst kl. 2,30 e. h. í dag,
laugardag, og heldur áfram á
morgun kl. 1,30 e. h. □
K.S. OG Í.B.A. LEIKA
Á MORGUN
ANNAR knattspyrnuleikur Sigl
firðinga og Akureyringa í II.
deild verður á grasvellinum á
Akureyri á morgun, sunnudag,
kl. 4 e. h. Lið ÍBA verður skip-
að sömu mönnum og léku á
móti „öldungunum“17. júní. —
Jón Stefánsson leikur nú aftur
með og er það liðinu mikill
styrkur.
Siglfirðingar munu hafa full-
an hug á að sína að knattspyrna
þrífst víðar en hér. □
Reynir vann nú annað árið í
röð BP-bikarinn, fyrir bezta af-
REYNIR HJARTARSON.
rek mótsins í 100 m hlaupinu,
sem gefur 908 stig. Annað
bezta afrekið vann Haukur Ingi
bergsson í 100 m hlaupi 834 stig
og Sigurður V. Sigmundsson
þriðja, einnig í 100 m hlaupinu
737 stig.
Á BÆ J ARST J ÓRN ARFUNDI
á Akuteyri 16. þ. m. var kosið
í nokkrar nefndir til eins árs.
Bygginganefnd: Stefán Reykja
lín, Jón Þorvaldsson, Haukur
Árnason og Bjarni Sveinsson.
Hafnarnefnd: Stefán Reykja-
lín, Helgi Pálsson, Zophónías
Árnason og Magnús Bjarnason.
Framfærslunefnd: Ingibjörg
Halldórsdóttir, Kristbjörg Dúa-
dóttir, Jónína Steinþórsdóttir,
Laufey Stefánsdóttir og Jón
Ingimarsson.
Rafveitustjórn: Arnþór Þor-
steinsson, Magnús Kristinsson,
Árni Jónsson, Sverrir Ragnars
og Hörður Adolfsson.
17. júní-nefnd: Gunnlaugur
Búi Sveinsson, Hermann Sig-
tryggsson og Jón Ingimarsson.
Kjörstjórn: Hallur Sigur-
björnsson, Sigurður Ringsted
og Sigurður Helgason.
Endurskoðendur bæjarreikn-
inga: Brynjólfur Sveinsson og
Páll Einarsson.
Ritarar bæjarstjórnar voru
kjörnir Sig. Óli Brynjólfsson og
Árni Jónsson.
Mörg mál voru til umræðu á
fundinum og flest þeirra af-
greidd.
Staðsetning á myndastyttu.
Samþykkt var að stvttan „Syst-
ur“ verði staðsett í hvammin-
um austan andapollsins, en hún
var gefin af Reykjavíkurborg á
100 ára afmæli bæjarins og er
gerð af Ásmundi Sveinssyni.
Ákveðið tjaldstæði. Samþykkt
júní bikarinn
Heildarúrslit urðu þessi:
100 m hlaup. sek.
Reynir Hjartarson Þór 11,0
Haukur Ingibergsson HSÞ 11,2
Sig. V. Sigmundsson UMSE 11,5
Jóhann Jónsson UMSE 11,7
Hástökk. m
Reynir Hjartarson Þór 1,65
Haukur Ingibergsson HSÞ 1,60
Kúluvarp. m
Þóroddur Jóh.son UMSE 13,00
Sig. V. Sigmundss. UMSE 10,89
Jóhann Jónsson UMSE 10,46
800 m hlaup. mín.
Vilhj. Björnsson UMSE 2:09,5
Baldvin Þóroddsson KA 2:10,5
60 m hl. (14 ára og yngri). sek.
Svavar Björnsson UMSE 8,2
(Eyjafjarðarmet).
Halldór Jónsson KA 9,0
Pálmi Matthíasson KA 9,5
4x100 m boðhlaup. sek.
UMSE 49,4
(Vilhj. Björnss., Jóh. Jónss.,
Sig. Sigmundss., Þóroddur
Jóhannss.
Þór • 51,1
(Reynir Hjartarss., Reynir
Brynjólfss., Steingrímur
Björnss., Jón Guðlaugss.,
íþróttafélagið Þór sá um fram
kvæmd mótsins. □
var að svæðið fyrir sunnan sund
laugina verði girt í sumar og
skipulagt fyrir tjaldstæði, sett
verði upp nýtt skýli og ráðinn
maður yfir mánuðina Júlí-ágúst
til þess að annast umsjón og
vörzlu svæðisins. Leiga fyrir
tjaldstæði verði kr. 25,00 yfir
sólarhringinn.
Framlag til Skolpé. Að beiðni
Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga var ákveðið að veita kr.
5.000,00 til endurbyggingar ráð-
hússins í Skolpé í Júgóslavíu,
sem hrundi í jarðskjálftunum s.
1. sumar. Er þessi fjárhæð
nokkru hærri en óskað var
eftir.
Forkaupsréttur að fasteign-
um. Bæjarstjórnin áskildi sér
forkaupsrétt að e'ftirtöldum fast-
eignum vegna skipulags: Gler-
gata 2, 2a, 2b, 4, 4a, 6, 8 og 10,
Gránufélagsgötu 15 og Strand-
götu 15.
Varaslökkviliðsstjóri ráðinn.
Jon. H. Þorvaldssyni var falið
að gegna störfum slökkviliðs-
stjóra í forföllum hans.
Akreinakerfi. Samþykktir
voru uppdrættir af akreinakerfi
á Ráðhústorgi og austurhluta
Kaupvangstrætis og einstefna
verði á Kaupvangstræti til vest-
urs frá Skipagötu a Hafnar-
stræti.
Skólagarðar. Lagt var fram
erindi frá Æskulýðsráði Akur-
eyrar til bæjarstjórnarinnar um
að hún láti fara fram athugun
(Framhald á blaðsíðu 7).
SAMKVÆMT fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs Akureyrar fyrir ár-
ið 1964 bar að jafna niður út-
svörum á árinu 1964 kr.
36.992.100,00, auk 5—10% álags
vegna vanhalda. Jafnað var nið-
ur kr. 40.412.000,00.
Gjaldendur eru alls 3072. Þar
af eru 88 félög, sem greiða alls
kr. 2.323.000,00 í útsvar. Gjald-
endum hefur fjölgað um 196 frá
1963.
Útsvörum var jafnað niður
samkvæmt lögum nr. 69/1962
um tekjustofna sveitarfélaga og
lögum nr. 16/1964 um breytingu
á þeim lögum.
Útsvarsskyldar tekjur eru
hreinar tekjur til skatts sam-
kvæmt lögum og reglugerð um
tekju- og eignaskatt, að frá-
dregnu:
1) útsvari álögðu 1963, enda
hafi það verið greitt að fullu
til bæjarsjóðs fyrir árslok
1963,
2) persónufrádrætti samkvæmt
6. gr. laga nr. 16/1964 þ. e.
kr. 25.000,00 fyrir hvern ein-
stakling, kr. 35.000,00 fyrir
hjón og kr. .5.000,00 fyrir
hvert bam undir 16 ára
aldri,
3) öllum bótum almannatrygg-
inga og sérlífeyrissjóða, þó
ekki af umframellilífeyri eða
eftirlaunum umfram almenn-
an lífeyri frá Tryggingastofn-
un ríkisins,
4) veikindakostnaði,
5) menntunarkostnaði eftir
matsreglum framtalsnefnd-
ai’.
Lagt var á útsvarsskyldar
tekjur samkvæmt framan-
greindu samkvæmt útsvai-sstiga
7. gr. laga nr. 16/1964, en sam-
kvæmt honum gi’eiða einstak-
lingar og hjón 20% af fyrstu
40.000,00 kr. og 30% af tekjum
þar fram yfir. Síðan vom öll út-
svör lækkuð um 5% frá þessum
útsvarsstiga.
SKRA YFIR HÆSTU DTSYARSGREIÐENÐUR
Á AKUREYRI ÁRIÐ 1964
Einstaklingar: (yfir kr. 60.000,00).
Tryggvi Gunnarsson, Víðimýri 10...................kr. 127.000,00
Eyþór H. Tómasson, Ásvegi 32......................kr. 126.400,00
Guðm. Karl Pétursson, Eyrarlandsvegi 22...........kr. 93.700,00
Helgi Skúlason, Möðruvallastræti 2............. kr. 80.100,00
Baldur Ingimarsson, Hafnarstræti 107 B............kr. 78.800,00
Jóhann Þorkelsson, Ránargötu 19 ..................kr. 70.300,00
Baldvin Þorsteinsson, Langamýri 10................kr. 67.400,00
Ólafur Guðbjöi-nsson, Grænugötu 8.................kr. 66.100,00
Sigurður Ólason, Munkaþverárstræti 31.............kr. 65.800,00
Snorri Kristjánsson, Strandgötu 37............... kr. 64.600,00
Bjarni Rafnar, Ásabyggð 5 ........................kr. 62.800,00
Jónas H. Traustason, Ásvegi 29....................kr. 62.200,00
Þorsteinn Magnússon, Byggðavegi 92................kr. 61.200,00
Friðrik Magnússon, Aðalstræti 15 .................kr. 60.500,00
Félög: (yfir kr. 100.000,00).
Fatagerðin Burkni h.f.............................kr. 105.200,00
Slippstöðin h.f...................................kr. 395.100,00
Kaupfélag Eyfii’ðinga............................ kr. 273.800,00
Amaro h.f.........................................kr. 182.500,00
Jafnframt útsvarsskrá var lögð fram skrá um aðstöðugjöld í Ak~
ureyraxkaupstað 1964.
Lagt var á 449 gjaldendur:
309 einstaklinga .................................kr. 1.394.000,00
140 félög ........................................ kr. 8.676.600,00
Samtals kr. 10.070.600,00
Hæstu einstaklingar: (yfir 60.000,00).
Valgarður Stefánsson, Oddeyrargötu 28.............kr. 158.900,00-
Brynjólfur Brynjólfsson, Hrafnagilsstræti 34......kr. 125.000,00
Valtýr Þorsteinsson, Fjólugötu 18.................kr. 92.600,00
Hæstu félög: (yfir 100.000,00).
Kaupfélag Eyfirðinga .............................kr. 2.513.700,00
Samband íslenzkra Samvinnufélaga..................kr. 1.500.000,00
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.....................kr. 533.500,00
Bílasalan h.f.....................................kr. 217.200,00
Amaro h.f.........................................kr. 208.000,00
Súkkulagiverksmiðjan Linda h.f........•..........kr. 170.900,00
Slippstöðin h.f...................................kr. 166.200,00
Þórshamar h.f.......................,............kr. 138.600,00
Kaffibrennsla Akureyrar ..........................kr. 134.600,00
Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. .. kr. 127.000,00
Bólstruð Húsgögn h.f..............................kr. 102.500,00
Kaupfélag Verkamanna ............................ kr. 101.200,00
Valbjörk h.f......................................kr. 100.600,00
Frá fundi bæjarstjórnar