Dagur - 20.06.1964, Page 8
r
i
8
Frá þingi Stórstúku islands á Akureyri.
(Ljósmynd: N. Hansen)
Stórstúkuþingið á Akureyri
SEXTUGASTA OG MÍIDJA
þing Stórstúku íslands var háð
í Oddeyrarskólanum á Akur-
eyri dagana 13.—15. júní s.l.
Þingið sátu rúmlega 60 full-
írúar víðs vegar að af landinu
og var stórtemplar, Ólafur Þ.
Kristjánsson, skólastjóri í Hafn-
arfirði, í forsæti. Hann hefur
tekið við yfirstjórn reglunnar á
íslandi við andlát Benedikts S.
Bjarklind, fögfræðings, í sept-
ember s.l. ár.
Stórstúkuþingið var háð á Ak
ureyri að þessu sinni til að minn
ast þess, að hér í bæ var reglan
stofnuð fyrir 80 árum, eins og
getið var um í blöðum fyrr á ár-
inu.
Á sunnudagl4. júní söng séra
Birgir Snæbjörnsson hátíðar-
messu í Matthíasarkirkju, en
þingfulltrúar höfðu gengið til
kirkju undir fánum reglunnar.
Gestir þingsins voru dr. Rich-
ard Beck,. prófessor og kona
hans. Flutti dr. Beck þinginu
kveðjur góðtemplara í Vestur-
heimi, bæði norskra og ís-
lenzkra. Þau hjónin færðu regl-
unni gjöf í afmælissjóð hennar.
Á mánudagskvöld efndi Þing-
stúka Akureyrar til hófs í Sjálf
stæðishúsinu. Meðal gesta í hóf-
inu voru bæjarstjórn og bæjar-
stjóri, er flutti þar ávarp. Þakk-
aði hann reglunni fyrir mikil-
væg störf hennar í bæjarfélag-
inu um 80 ára skeið, en óskaði
henni áframhaldandi vaxtar og
viðgangs. Ólafur Þ. Kristjáns-
son flutti minni reglunnar og
Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri,
minni Akureyrar. Hófinu stýrði
Stefán Ág. Kristjánsson, forstj.
Þingið samþykkti ýmsar álykt
anir, m. a. þessar:
„Stórstúkuþingið fagnar því,
að þeirn röddum fjölgar sífellt,
sem mæla gegn áfengisneyzlu,
Bændaför Eyfirðinga
SAMKVÆMT nánari fregnum
verða um 70 manns í förinni. —•
Farið verður austur um land til
Hornafjarðar og að Jökulsá á
Breiðamerkursandi. Á heimleið
verður viðkoma m. a. á Fá-
skrúðsfirði og Vopnafirði. Lagt
verður af stað í dag kl. 9 ár-
degis og komið til baka að
kveldi 27. júní. Q
og minnir á blaðagreinar og út-
varpserindi um áfengisvanda-
málin, sem vakið hafa athygli
og umtal að undanförnu. Legg-
ur stórstúkuþingið áherzlu á,
að lagðar verði með öllu niður
vínveitingar hjá opinberum
stofnunum og sýni forgöngu-
menn þjóðaxúnnar með því ein-
lægan stuðning sinn við málið.“
Þingslit fóru fram síðdegis á
mánudag, 14. júní.
Framkvæmdanefnd Stórstúk-
unnar næsta kjörtímabil er
þannig skipuð: Stórtemplar, Ól-
afur Þ. Kristjánsson, skólastjóri,
Hafnarfirði. Stórkanslar, Indriði
Indriðason, rithöfundur, Reykja
vík. Stórvaratemplar, Þórhildur
Hjaltalín, Akureyri. Stórritari,
Kjartan Ólafsson, fulltrúi, Kópa
vogi. Stórkapilán, frú Þóra Jóns
dóttir, Siglufirði. Stórgjaldkeri,
Jón Hafliðason, fulltrúi, Reykja
vík. Stórgæzlum. Ungmennast.,
Gunnar Þorláksson, Reykjavík.
Stórgæzlum. Unglingast., Sig-
urður Gunnarsson, kennari,
Reykjavík. Stórgæzlum. lög-
gjafarstarfs, Sveinn Helgason,
stórkaupm., Reykjavík. Stór-
fræðslustjóri, Jón Hjartar, skrif-
stofustj., Borgarnesi. Stórfregn-
ritari, Njáll Þórarinsson, stór-
kaupm., Reykjavík. Fyrrv. Stór-
(Framh. á bls. 7).
Fyrirspurnir tii bankaráðs
Útvegsbanka íslands
HÉR í BLAÐINU var hinn 21. maí vikið að gjaldþrota- og
bankamálum á Akureyri, svo sem lesendum er kunnugt. Þar
var m. a. sagt, að bankastjóri Utvegsbankans á Akureyri
hefði fengið fyrirmæli frá „æðri stöðum“ um enn aukin útlán
við Brynjólf Brynjólfsson veitingamann, eftir að hann
(bankastjórinn) hafði stöðvað þau.
Bankaráð Útvegsbankans, sem hvergi var að vikið í nefndri
grein, hvorki beint né óbeint, taldi sig „æðri staði“, og svaraði
þegar með yfirlýsingu hér í blaðinu 27. sama mánaðar. Það
vill svo til, með fullri virðingu fyrir bankaráði Útvegsbank-
ans, að ýmsir „æðri staðir“ eru til, a. m. k. pólitískir, og var
eins konar stikkprufa tekin á þeim vettvangi. En úr því
bankaráðið er svo ólatt til penna að svara því, sem það er
ekki um spurt, vill blaðið vænta þess, að það víki sér ekki
undan að svara spurningum, sem hér á eftir eru fyrir það
lagðar og getur það þá að sjálfsögðu stuðst við sín „skrif-
legu gögn,“ sem það minnist á í yfirlýsingu sinni frá 27.
maí:
1) Er það rétt, að 1,5 millj. kr. skuld Brynjólfs Brynjólfs-
sonar veitingamanns á Akureyri við Útvegsbankann (útibú-
ið á Akureyri) liafi árið 1961 verið tryggð með sparifjár-
innstæðu?
2) Er það rétt, að árið eftir, 1962, hafi fjórir ríkir menn
verið í ábyrgð fyrir ca. 3,5 millj. kr. skuld Br. Br. við banka-
útibúið á Akureyri? Ef svo er, hvar eru þá þessir ábyrgð-
annenn nú, við uppgjör. þrotabús Br. Br.?
3) Er það rétt, að árið 1963, þegar skuld Br. Br. við marg-
nefnt útibú var ca. 7 millj. kr„ hafi nefnd sparifjártrygging
ekki verið nefnd á nafn í bankaráði, né heldur þessir fjórir
ábyrgðarmenn?.
4) Hversu má það vera, að slíkar ábyrgðir, ef verið hafa
til, gufi upp og hverfi, án athugasemda bankastjórnar?
Og að síðustu: Ilver eða hverjir, innan bankans eða utan,
knúðu bankastjóra Útvegsbankastjórans á Akureyri til að i
opna bankann fyrir Br. Br„ eftir að bankaráð og bankastjóri
höfðu neitað frekari útlánum til nefnds veitingamanns? □
SMÁTT OG STÓRT
BREITT FYRIR GLUGGA
I HEILT ÁR
Fyrir rúniu ári lirundi nýtt og
hátimbrað verzlunarfyrirtæki,
sem stofnað yar af Sjálfstæðis-
mönnum á Akureyri til höfuðs
Kaupfélagi Eyfirðinga. Það var
til húsa í milljónahöll Sjálfstæð-
isflokksins á Akureyri, varð
fljótt gjaldþrota og lenti undir
uppboðsliamrinum. Til skamms
tíma hefur verið breitt þar fyrir
ajla glugga, þar sem þessi verzl-
ur reis og féll. Miðlungi skyn-
samir andstæðingar samvinnu-
félaga, sem óskhyggjan hljóp í
gönur með við stofnun Kjörvers
í Sjálfstæðishúsinu nýja, létu í
ljós það álit sitt, að hér væri
loksins fram kominn sá keppi-
nautur á sviði verzlunar, sem
hið gamalgróna KEA á Akur-
eyri þyldi ekki, og myndi fljót-
lega fara að braka í máttarstólp-
um þess.
Allur almenningur skilur
hinsvegar mjög vel, að það er
æskilegt að kaupfélög og ein-
staklingar keppi á hverjum stað
í verzluninni. Á þann liátt ein-
an býr fólk við hið æskilega val
milli viðskiptaforma, og á þann
hátt koma kostir og gallar sam-
vinnu- og einstaklingsframtaks
bezt í Ijós. Hrun Kjörvers var
þess vegna ekkert gleðiefni,
lieldur miklu fremur lærdóms-
ríkt dæmi um fljótfærni, ósk-
hyggju og oftrú á aðstoð vel-
viljaðra peningastofnana.
Nú hafa stærri mál skyggt á
Kjörver.
ÝMSUM YFIRSÉST
Hinir árlegu aðalfundir KEA
eru oftast friðsamir og átaka-
litlir. Þykir ýmsum það miður,
er gaman hafa af kappræðum
og hávaða á fundum. En það er
þó öllum samvinnumönnum
fagnaðarefni, að þessir fundir
hafa jafnan sýnt áþreyfanlega
hið þróttmikla og fjölbreytta
starf félagsins, sem rekið er í
heild, á mjög traustum grunni.
Að sjálfsögðu er gagnrýni bæði
nauðsynleg og sjálfsögð, og e. t.
v. er henni ábótavant. Ilinu má
heldur ekki gleyma að vopna-
gleði einstakra manna . getur
veikt hina mikilvægu samstöðu.
Fólk er orðið svo vant frétt-
um af sæmilega góðri afkomu
og ýmsum framförum ár eftir
ár, frá aðalfundum KEA, að
mörgum sést yfir mikilvægi
starfseminnar fyrir lífsafkomu
þúsundanna á félagssvæðinu.
MERKILEGAR SAM-
ÞYKKTIR
Á aðalfundi KEA var samþykkt
að verðjafna flutningskostnað
mjólkur af samlagssvæðinu tU
mjólkurstöðvarinnar á Akur-
eyri, sem verið hefur mjög mis-
munandi vegna staðhátta. Þótt
slík samþykkt væri ekki gerð
einum rómi, voru þeir menn
nógu margir, sem vildu fórna
ofurlitlum fjármunum til hags-
bóta fyrir þá mörgu, sem í þessu
efni hafa erfiðasta aðstöðu til að
koma mjólk á vinnslu- og mark-
aðsstað. Er þetta eftirtektarvert.
Þá var samþykkt að verja
nokkru fé til rannsóknarstofu
landbúnaðarins, sem ætlað er
að rísi á hér Akureyri innan
skamms. í samþykkt þessari
felst víðsýni, sem þakkarverð
er. Einkum er það eftirtektar-
vert, að enginn bæjarmaður
hreyfði mótmælum við þá ráð-
stöfun fjármuna af óskiptum
lilut. Þessar tvær samþykktir
síðasta aðalfundar KEA, eru e.
t. v. þær merkustu, sem þar
voru gerðar, án þess að lítið sé
úr öðrum samþykktum gert.
GLEYMA AÐ TAKA OFAN
Almennri háttvísi og siðmann
legum umgengnisvenjum okkar
íslendinga er í mörgu áfátt.
Ungt fólk, sem ekki vill vamm
sitt vita, kemst oft í vanda, af
því er viðteknar venjur skortir.
Það veit ekki hvað við á í hin-
um ýmsu tilvikum og geldur
þess því miður oft.
Starfsmaður í sendiráði fs-
lands erlendis hefur sagt, efnis-
lega: fslenzka námsfólkið hér í
borg er myndarlegt, vel gefið
og vel klætt — miðað við aðra.
Er það kemur hingað, ásamt
(Framhald á blaðsíðu 7).
Skólaslif a Húsmæðrðskól-
anum á Laugalandi
HUSMÆÐRASKÓLANUM á
Sy.ðra- Laugalandi var slitið
þann 13. þ. m. Hófst athöfnin
með guðsþjónustu er sóknar-
presturinn, séra Benjamín Ei-
ríksson flutti, en því næst ávarp-
áði forstöðukonan, frk. Lena
Hallgrímsdóttir, brautskráðar
námsmeyjar og afhenti próf-
skírteini.
Alls stunduðu 40 stúlkur nám
í skólanum á liðnum vetri, víðs
vegar að af landinu, en af þeim
luku 33 burtfararprófi. Hæstar
einkunnir á burtfararprdfi hlutu
Auður Kinberg úr Reykjavík,
9,10 í aðaleinkunn, og Þorgerð
ur Septína Guðmundsdóttir frá
Akureyri, sem fékk 9,07.
Dvalarkostnaður varð krónur
36,00 á dag.
'Sýning á handavinnu náms-
meyja var sunnudaginn 7. júní,
fjölsótt að vanda.
Við skólaslitin var mættur
hópur eldri nemenda, einkum
20 og 10 ára námsmeyjar. —
Færðu 20 ára hópurinn skólan-
um að gjöf borðbúnað úr stáli,
en 10 ára námsmeyjar gáfu
skuggamyndavél. Forstöðukon -
an þakkaði þessar veglegu gjaf-
ir og hinn mikla hlýhug eldri
nemenda í garð skólans. Eldri
nemendur dvöldu í skólanum
til miðnættis við góðan fagn-
að. q