Dagur - 19.08.1964, Blaðsíða 4
4
S
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og óbyrgðarmaður:
ERUNGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hi.
Samstarfi hafnað
NÚVERANDI ríkisstjórn sýndi það
í veikleika sínum s.l. vetur, að ráð-
ríkishneygð hennar var þá enn
óbreytt, þrátt fyrir veikleikann.
Álíka mikil og á meðan hún taldi
sér trú um, að hún væri sterk stjóm
og gat fengið ýmsa aðra til að trúa
að svo væri.
Á miðjum vetri kom að því, sem
margir sáu fyrir, að stjórnin varð að
taka upp nýtt uppbótarkerfi fyrir
sjávarútveginn. Tekið var í lög, að
greiða 6% verðuppbót á fiskverðið,
sem ákveðið hafði verið af gerðar-
dómi sjávarútvegsins og allmikið fé
veitt til aðstoðar við rekstur vinnslu-
stöðva, ennfremur sérgreiðslur til
togaraflotans. Söluskatturinn var um
leið hækkaður úr 3% upp í, hvorki
meira né minna en 5^2%.
I»egar hér var komið lagði Fram-
sóknarflokkurinn til, að kosin yrði 8
manna nefnd úr öllum þingflokkun-
um, til að rannsaka efnahagsmál
þjóðarinnar og leita smkomulags um
aðkallandi ráðstafanir í ])eim mál-
um, með þau markmið fyrir augum,
er nánar var tilgreint í tillögunni.
En ríkisstjórnin var ekki á því, að
hér væri þörf samráðs og samkomu-
lags. Ætla mátti, að hún tæki tillög-
unni feginsamlega, eins og komið
var fyrir henni um þetta leyti. En
því fór fjarri, og lið hennar felldi
samstarfstillöguna við atkvæða-
greiðslu í þinginu.
Síðar á þinginu kom samstarfs-
tregða stjómarinnar glögglega fram í
öðru þingmáli. Framsóknarflokkur-
inn flutti tillögu um samstarf þing-
flokkanna í stórvirkjunar- og stór-
iðjumálum. Gert var ráð fyrir, að
þingið kysi 7 manna nefnd og að
stjórnin hefði þar meirihluta. Nefnd-
inni var ætlað að „kynna sér niður-
stöður þeirra rannsókna á stórvirkj-
unarmöguleikum hér á landi, sem
fram hafa farið á vegum raforku-
málastjórnarinnar, svo og athugana
stóriðjunefndar á möguleikum til
stóriðju.“ Síðan skyldi hún leggja
fram álit sitt og tillögur í þeim mál-
um.
Þessari tillögu var ekki sinnt og
fékkst hún ekki afgreidd á þinginu.
Hér er um stórmál að ræða, mjög
óvenjulegt mál. Miklu skiptir, að al-
menningur fái réttar, en ekki rangar
hugmyndir, um flókin, og að nokkru
leyti sérfræðileg viðfangsefni, sem
koma til greina við ákvarðanir í
þessu máli. En stjórnin er, þrátt fyrir
vanmátt sinn, svo lieimarík á þessu
sviði, að ekki mega aðrir en flokks-
menn hennar eða starfsmenn í þjón-
ustu hennar, koma þar nærri.
(Framhald á blaðsíðu 7).
~~~~~ HÓLMGEIR ÞORSTEINSSON. ~~~~~~
15. júní 1906
NÚ í júnímánuði eru liðin 58 ár
síðan KEA breytti verzlunar-
skipulagi sínu, að frumkvæði
Hallgríms Kristinssonar og sem
lögfest var með samþykkt nýrra
félagslaga 3. marz 1906. Með
þeim lögum voru pöntunardeild
irnar og pöntunarfyrirkomulag-
ið afnumið, sem gilt hafði frá
stofnun félagsins 1886. Þá hafði
hver félagsmaður pantað fyrir-
fram vörur til heimilisnota
handa sér einum, sem hann svo
fékk afhentar, aðallega tvisvar
á ári, haust og vor. Aðra tima
voru pöntunarvörur ekki afhent
ar nema með sérstakri undan-
þágu deildarstjóra eða fram-
kvæmdastjóra.
Nú varð sú breyting á, að
framkvæmdastjórinn pantaði
vörur fyrir alla félagsmenn sam
eiginlega, án pöntunar frá hverj
um einstökum þeirra, og vörurn
ar afhentar daglega árið um
kring í opinni sölubúð.
í pöntunarfélaginu fengu menn
vörurnar með kostnaðarverði, þ.
e. innkaupsverð þeirra að við-
bættum óhjákvæmilegum kostn
aði, sem háfður var svo lítill
sem mögulegt var. Verzlunar-
ágóðinn var því svo sáralítill að
ekki var unnt að leggja til hlið-
ar af honum sem nokkru veru-
legu nam, til tryggingar framtíð
ar félagsins. Tekjur Varasjóðs
voru 2% af innkaupsverði var-
anna og einnar krónu inntöku-
gjald hvers félagsmanns. Af
þessum litlu tekjum varð Vara-
sjóður að standa undir ýmsum
skakkaföllum, sem óhjákvæmi-
lega komu fyrir við og við. Eftir
20 ára starfsémi félagsins var
Varasjóður þess aðeins krónur
1.600,00.
Ein meginbreytingin á verzl-
unarháttunum var sú, að nú
voru vörumar verðlagðar sem
næst því sem þær kostuðu í
kaupmannaverzlunum á Akur-
eyri. Við það urðu vörurnar
nokkru dýrari til neytenda en
áður var með pöntunarfyrir-
komulaginu. Verzlunararðurinn
varð hins vegar mun meiri, sem
varið var til aukningar trygg-
ingarsjóða og endurgreiðslu til
félagsmanna við hvers árs reikn
insglo'k. Arðurinn var að hálfu
lagður í Stofnsjóð félagsmanna,
sem notaður var sem rekstursfé
félagsins.
Þessi skipulagsbreyting átti
eftir að valda aldahvörfum um
þróun og hagsæld samvinnu-
félagsskaparins á íslandi, svo
sem kunnugt er. KEA hafði for-
göngu um þessa breytingu og
varð til fyrirmyndar öðrum
kaupfélögum, sem tóku hana
upp hvert af öðru.
Um þessa breytingu segir Sig-
urður Jónsson í Ystafelli í Tíma
ritinu 1907:
„Stærsta og gagngerðasta ný-
breytnin sem fram hefir komið
í kaupfélagsskapnum hér á
landi, nú um alllangt skeið, hef-
ir átt sér stað hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga á umliðnu ári ....
Þessi fjörkyppur, sem Kaupfé-
lag Eyfirðinga hefir tekið, verð-
ur félaginu eflaust til frambúð-
arheilla ef vel er á haldið.“
í framkvæmd tók breytingin
gildi þegar verzlunarbúð KEA
var fyrst opnuð, þar sem félags-
menn og aðrir, gátu fengið vör-
ur afgreiddar dag hvern, án
undangenginnar pöntunar. Með
þessari breytingu voru mörkuð
þýðingarmikil tímamót í sögu
félagsins, og víst er að sem af-
leiðing skipulagsbreytingarinn-
HÓLMGEIR ÞORSTEINSSON.
ar 1906, er fyrsta kaupfélagsbúð
á íslandi opnuð hjá KEA, sem
að öllu leyti kom í stað pöntun-
arfyrirkomulagsins og útrýmdi
því. Þetta skeði í júnímánuði
1906. En ekki sézt í gjörðabók
félagsins, hvaða dag mánaðarins
búðin var opnuð. Er þetta þó
svo merkilegt örnefni í sögu
KEA að þess vert er, að það sé
gaumgæfilega athugað eftir því,
sem frekast eru föng til. Svo vel
vill til að ljós sönnun er fyrir
um stofndag félagsins 1886.
Væri æskilegt að geta vitað
um afmælisdag næsta áfanga 20
árum síðar. Ég álít að sá dagur
sé 13. júní 1906.
Skal nú nánar að þessu vikið.
Vorið 1906 var óvenju kalt og
snjóasamt. En um júníbyrjun
brá til betra veðurfars, og mátti
segja að úr því væri hver dag-
ur öðrum betri og blíðari.
Gróðri fór ört fram. 13. júní
heilsaði blíður og bjartur (Dag-
bók H. Þ.). Upp af sólvermdum
sverðinum svignaði nýgræðing-
urinn fyrir hægum sunnanblæ.
Þennan dag og næstu, undan og
eftir, voru bændur önnum kafn-
ir við voryrkjuna, sem hófst
með seinna móti vegna veður-
farsins í maí. Nú urðu þeir að
heyja kapphlaup við gróandann.
Þeir létu því ógjarnan kaup-
staðarferðir tefja sig frá vor-
störfunum.
Framkvæmdastjóri KEA,
Hallgrímur Kristinsson, sem
jafnframt var' bóndi í Reykhús-
um, var eins og aðrir bændur
um þessar mundir kafinn bús-
önnum og dvaldi lítið á Akur-
eyri. Hann réði því til sín fast-
an starfsmann frá 1. júní 1906,
sem annaðist fyrir hann störfin
þar: vöruafgreiðslu og bókhald.
Var það bróðir hans, Jakob
Kristinsson, síðar prestur í Am-
eríku og síðar fræðslumála-
stjóri íslands. Við verzlunina
vann Jakob til hausts 1906, eða
þar til Sigurður Kristinsson,
bróðir hans, leysti hann af
hólmi. Mestöll vöruúttekt félags
manna var fyrst skrifuð í
„kladda“ og síðan innfært úr
honum í Höfuðbók. Gjaldeyri
höfðu menn sáralítinn nema í
sumarkauptíð: ull og fleira, og
í haustkauptíð: sláturfjárafurð-
ir. Af höfuðbókinni má því að
miklu leyti ráða, hvaða menn
og hvenær þeir voru staddir í
kaupstað, því allir létu skrifa
vöruúttekt sína í viðskipta-
reikning.
Seinnihluta vetrar og fram á
vorið 1906 hafði Hallgrímur
Ki-istinsson látið innrétta og
mála búð í suðurenda vöru-
geymsluhúss félagsins. í byrjun
júnímánaðar kom til félagsins
allmikið af ýmiskonar erlendum
varningi, utanbúðar og innan.
Var unnið að því að taka upp
vörurnar og raða þeim í skápa
og hillur nýju búðarinnar, til
undirbúnings opnun hennar.
Það starf hafði Jakob Kristins-
son á hendi. Jafnframt því af-
greiddi hann við og við vöru-
slatta til félagsmanna (úr kjall-
ara hússins) eftir skriflegri
ávísun, sem þeir framvísuðu frá
Hallgrími (umsögn J. Kr.).
Voru það eftirstöðvar af vor-
pöntun þeirra. Þetta var fyrir
opnun búðarinnar.
Föstudaginn 8. júní kom
stjórnarnefnd Pöntunarfélagsins
saman á fund á Akureyri. f
nefndinni voru þessir bændur:
Hallgrímur Kristinsson, bóndi
í Reykhúsum, framkvæmda-
stjóri félagsins og formaður
stj órnarnef ndarinnar,
Júlíus Ólafsson bóndi í Hóls-
húsum, varaformaður,
Stefán Jónsson bóndi á Munka
þverá,
Kristján Benjamínson bóndi
á Ytri-Tjörnum og
Einar Árnason, bóndi á Eyr-
arlandi.
Á þessum fundi var rætt um
hversu haga skyldi útsöluverði
varanna þegar búðin yrði opn-
uð. f fundargerðinni er þetta
bókað:
„Stjórn félagsins var sammála
um að heppilegast yrði að út-
söluverðið væri sem næst
lægsta útsöluverði á vörum í
bænum. Að öðru leyti fól hún
formanni að ákveða til hlýtar
söluverðið.“
Jón M. Júlíusson á Munka-
þverá var einn af seinustu
pöntunarfélags-deildarstjórun-
um. Hallgrímur Kristinsson
þekkti hann að því að vera
röskan og lipran afgreiðslu-
mann. Hallgrímur bað því Jón
að vera hjá sér við afgreiðslu í
búðinni þegar hún væri opnuð
og hét Jón því. Kveðst hann
ennþá muna vel að hafa verið
við afgreiðslu í búðinni fyrsta
daginn sem opnað var og til
kvölds næsta dags. En ekki man
hann mánaðardaginn. Sama er
að segja um Jakob Kristinsson.
En samkvæmt umsögn þeirra,
er það sannanlegt að þeir Jakob
Kristinsson og Jón M. Júlíusson
eru fyrstu búðarmenn KEA, og
báðir enn á lífi. Að kvöldi seinni
dagsins, sem Jón var við af-
greiðslu í kaupfélagsbúðinni, fer
hann heim til sín og hafði engan
varning meðferðis, enda hest-
laus í bænum.
í höfuðbókinni sézt að föstu-
daginn þann 15. júní 1906 tekur
Jón M. Júlíusson vörur út í fé-
laginu og bendir upphæðin til
þess að þar sé að mestu leyti
um þungavöru að ræða, þann
dag hefir hann þá hlotið að hafa
með sér hesta. Það er því mjög
líklegt, að hann hafi verið við
búðarstörfin dagana á undan,
13. og 14. júní og farið til Ak-
ureyrar daginn eftir (þann 15.
júní) til að sækja sér vörur.
Eins og áður er að vikið, voru
bændur yfirleitt önnum kafnir
við voryrkjuna fyrir og um
miðjan júní, þetta á ekki hvað
sízt um bóndann í Reykhúsum,
H. Kr., sem einmitt þetta vor,
1906, er að hefja stórfram-
kvæmdir sínar við jarðabætur í
Reykhúsum. Má nærri geta að
hann hafi þurft- að líta eftir
þeim athöfnum, og enda lagt
sjálfur hönd á plóginn. Samt
gefur hann sér tíma til að mæta
á Akureyri hinn veðurblíða 13.
dag júnímánaðar. Sama dag er
mættur á Akureyri Júlíus Ól-
afsson í Hólshúsum. Sýnilegt er,
að ekki er hann þar í verzlunar-
erinduin sérstaklega, því vöru-
úttekt hans næsta dag er að-
eins kr. 2,30. Langlíklegast er,
að báðir séu þar mættir,
Hallgrímur Kristinsson, fram-
kvæmdastjórinn, og Júlíus Ól-
afsson, varaformaðurinn, fyrir
hönd stjórnar félagsins, í tilefni
af opnun sölubúðarinnar, þó
ekki virðist hafa þótt taka því
að geta þess í gjörðabók félags-
ins.
Við athugun á innfærslum í
Höfuðbók félagsins sézt, að
þann 13. júní 1906 er vöruút-
tekt skráð hjá 11 félagsmönnum,
sem allir eru úr nærsveitum
Akureyrar, nema einn, Sigurð-
ur Sigurðsson, þáverandi for-
stjóri Ræktunarfélags Norður-
lands, aldavinur og einkajarð-
ræktarráðunautur Hallgríms
Kristinssonar. Virðast allir þess
ir menn vera staddir á Akur-
eyri þennan dag. Sé gert ráð
fyrir að þá hafi verzlunarbúðin
fyrst verið opnuð, kemur í ljós
að 13 félagsmenn eru við opnun-
ina eða þann dag að meðtöldum
búðarmönnunum, sem báðir
voru félagsmenn, þeir Jakob
Kristinsson og Jón M. Júlíusson.
Þótt hér sé ekki um marg-
menni að ræða, er þó þessi tala
allhá samanborið við tölu félags
manna, sem úttekt er skráð hjá
næstu daga á undan og eftir 13.
júní. Það virðist því augljóst að
menn hafi vitað, að þann 13.
júní stæði nokkuð sérstakt til,
og því miklum mun fleiri kom-
ið í kaupstaðinn einmitt þennan
dag fremur en aðra daga.
Þegar rennt er augunum yfir
það sem hér að framan er
greint, og þá tilraun um að
finna hvaða dag verzlunarbúð
KEA var fyrst opnuð árið 1906,
kemur í Ijós, að vissa er fyrir
því, að það er ekki fyrr en ein-
hverntíma eftir stjórnarfundinn
8. júní. Næsta dag laugardaginn
9. júní, getur það ekki verið, því
þá er ekki búið að verðleggja
vörurnar. Á mánudaginn 11.
júní er skrifuð vöruúttekt að-
eins hjá einum félagsmanni, og
þriðjudaginn engum. Trúlegt er
að þessa daga hafi vörurnar
verið verðlagðar og undirbún-
ingi til opnunar lokið á þriðju-
dagskvöld. — Föstudaginn 15.
' júní getur það heldur ekki hafa
verið, því þann dag er Jón M.
Júlíusson í kaupstáð að sækja
vörur, en hann var, sem áður
(Framhald af blaðsíðu 8).
fóru síðan suður til viðtals við
stjórnarvöldin og þingmenn
Norðlendinga. Flest hraðfrysti-
liús hér norðanlands berjast í
bökkum, og sum þeirra rnunu
bafa borið upp vandræði sín við
stjórnarvöldin syðra í vetur. —
Fyrir nokkrum árurn var greidd
verðuppbót á þann fisk, sem
dýrastur er í virinslu, en fiskur
sá er að jafnaði stór hluti af
sumaraflanum fyrir norðan og
austan. Þetta fyrirkomulag skap
aði rekstursgrundvöll fyrir
frystihúsin og var lyftistöng
fyrir sjávarútveginn. Með „við-
reisninni“ sálugu voru þessar
vinnsluuppbætur felldar niður,
og afleiðingarnar segja til sín.
Nú er „viðreisnin“ svo af sér
gengin, að vonandi má nú fara
að nefna þetta úrræði á nafn,
þótt bannfært væri á meðan
gengisbreytingin átti að vera
allra meina bót hjá útflutnings-
framleiðslunni.
ÍSLENDINGI MISSÝNIST
íslendingur hneykslaðist á
því nýlega, að Dagur hefði sagt,
að landbúnaðarráðherra stæði í
málaferlum við bændur lands-
ins. Hann sagði, að bændur
hefðu stefnt ráðherra en ráð-
lierra ekki stefnt bændum.
Þetta er nú því verra fyrir ráð-
herrann, því ef einhver er sek-
ur, þá er það ráðherrann, sem
ýmsir telja að hafi framið stjóm
arskrárbrot gegn bændastétt-
inni. Það voru ekki bændur,
sem settu hin umdeildu Iög. Það
er lítill greiði við Ingólf ráð-
herra, að minna á þetta mál
Síldarfólk á förum
Raufarhöfn 18. ágúst. Leiðinda-
veður er hér, norðaustan storm-
ur og rigning og hiti aðeins 4 til
5 stig. Bræla er á síldarmiðun-
um og liggja skipin inni á
Austfjarðahöfnum. Engin síld
hefur borizt hingað um tíma.
Bræðsla stendur enn yfir í síld-
arverksmiðj unni og lýkur ann-
aðkvöld, ef engin síld berst í
viðbót. — Færabátar hafa ekki
róið í nokkra daga vegna brælu.
Atvinna hefur nú minnkað og er
aðkomufólk að týnast burt héð-
an. H. II.
segir, afgreiðslumaður í búð-
inni, er hún er fyrst opnuð, og
næsta dag á eftir. Þá kemur
til álita mánudagurinn 18. júní.
Þann dag eru 10 félagsmenn í
kaupstaðnum, sem vöruúttekt
er skrifuð hjá, en 6 af þeim eru
úr Saurbæjarhreppi, sem sýni-
lega þá fyrst hafa gefið sér
tíma til að sækja eftirstöðvar
vorpöntunar sinnar. Eru harla
litlar líkur til að þá hafi búðin
fyrst verið opnuð, enda mjög
ósennilegt að það hafi dregist
svo lengi frá stjórnarfundinum
8. júní.
Mér finnst því að allar líkur,
ef ekki fullvissa, hnigi að því,
að fyrsta fullkomna sölubúð
kaupfélaga á íslandi hafi verið
opnuð af KEA miðvikudaginn
lj. júní 1906. (Krummi).
hans, eins og íslendingur gerði.
í því efni missýnist íslendingi.
Og Islendingi missýnist um
fleiri mál. Hann segir, að nú-
verandi stjóm hafi tryggt bænd-
um verðlagsgrundvallarverð
fyrir útfluttar afurðir. En þessa
frygginffu höfðu bændur áður,
samkvæmt Iögum og hæstarétt-
ardómi. Hann segir líka, að
stofnlánasjóðir bænda haíi ver-
ið efldir mjög. Það mun sýna
sig á sínum tíma. En staðreynd
er það, að bændur fá lán á svip-
aðan hátt og áður, en með miklu
hærri vöxtum og lánsfjárupp-
hæðin fer nálega öll í það að
greiða kostnaðarhækkanir sem
urðu vegna viðreisnardýrtíðar-
innar, og greiða auk þess láns-
fjárskatt af afurðum búa sinna.
Loks gumar íslendingur af
því, að bændur fái sömu fjöl-
skyldubætur og aðrir lands-
menn. Ekki nema það þó! Er
það nú e. t. v. sérstaklega þakk-
arvert?
SKEYTIN MISSA MARKS
Þeim, sem lesa Vísi, Morgun-
blaðið og ísafold, gæti dottið í
hug, að Ijóti draumurinn hans
Braga Sigurjónssonar um tví-
flokkakerfi og Framsóknar-
flokkinn sem vinstri flokkinn í
því kerfi, væri þegar fram
kominn. Ótti íhaldsins við Fram
sóknarflokkinn hefur sýnilega
magnast mjög í seinni tíð. —
Þangað er stórskotaliríðinni
beint jafnt og þétt, eins og þegar
hættulegir óvinir nálgast.
En það er um íhaldshlöðin
eins og oft vill henda þá, sem
slegnir eru ótta, — skeytin
missa marks. Til dæmis var
reynt að koma því inn hjá les-
endum íhaldsblaðanna, að Fram
sóknarmenn einir væru óánægð
ir með skattaálagningarnar í
Reykjavík í sumar. En þegar
Vísir sagði að menn væru
„ánægðir með skattana sína,“
var mörgum nóg boðið. Stjórnin
réð ekki við sína eigin menn.
Þeir tóku, sumir hverjir, að
lýsa því yfir hástöfum í Alþýðu
blaðinu og Morgunblaðinu, hve
skattarnir væru háir og ranglát-
ir og mikil ólga út af því meðal
almennings í borginni. Og nú
segist stjórnin ætla að endur-
skoða lögin. Q
SMÁTT og stórt
iiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliimiitiiiii
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: ..
11111111111111111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIVIIIIIIII
ÁgústLré f til Dags
1. MARGT gengur vel i land-
inu. Sumsstaðar vaða síld, þorsk
ur og hvalur að landi. Gras-
spretta í betra Iagi. Sólin hefur
að lokum af náðinni gefið hey-
þurrk og ferðaveður. Hugsan-
legt að kartöflur verði útflutn-
ingsvara.
2. Tvennt amar að í sveitun-
um. Fólkið fær of lítið verð
fyrir framleiðsluna og getur
ekki keppt um kaupafólk við
atvinnurekendur í kaupstöðum.
1 öðru lagi þykir mörgum of
dauft. Heimilin eru fámenn.
Eitthvað vantar.
3. Bezta skýring undangeng-
ins árs um þetta efni er saga
Indriða G. Þorsteinssonar, Land
og synir. Þar er listræn, glögg
og hlutlaus Iýsing á þessu fyrir-
bæri. Engin áróður eða dómur
lagður á vandamálið.
4. Meðan ekki er annað að
gert í þessu efni, ættu starfslið
Búnaðarfélagsins, bændasamtak
anna og héraðanna, að safna
skýrslum um landauðnina og
birta þær. Segja frá tölu eyði-
jarða og á hve mörgum sveita-
heimilum eru karlmenn ein-
göngu, heimilisfastir. Annar lið-
ur mætíi vera skrá um sveita-
heimili, þar sem gamlar konur,
mæður eða systur bændanna,
annast bústörfin.
5. Nefna mætti innflutning er-
lendra kvenna til ráðskonu-
starfa. Hingað komu margar
röskar þýzkar stúlkur, sem urðu
landnánisfólk og gáfust vel. Nú
væri líklegast að sækjast eftir
hollenzkum eða írskum stúlk-
um til Islands. Nokkur útflutn-
ingur er úr báðum þessum lönd-
um, einkum frlandi. Sýnilega er
meira ættarmót með íslending-
um og frum, heldur en með
Norðmönnum og íslendingum.
frar eru söngmenn, sögumenn
og glaðværir í lund. Sennilega
er ljóðgáfa íslendinga frá fr-
landi komin.
6. Nú vilja mæður fá héraðs-
skóla í sveit fyrir börn sín.
Bæirnir hafa nóg með sitt. Síð-
ustu 15 árin heíur enginn hér-
aðsskóli verið byggður. Menn
voru að hugsa um annað.
7. Eyfirzkar konur hafa byrj-
að samskot í siim skóla. Skag-
firðingar eiga land, jarðhita,
húsgrunn og sundlaug á Reyltj-
arhóli. Norður-Þingeyingar eru
að byrja ungmennaskóla í
Skúlagarði. Þar er von um jarð-
hita. Gott skólahús á þeim forn-
fræga stað yrði um leið vinsæll
og tekjumikill gististaður. Þang
að gætu ferðamenn sótt og eytt
vikulöngu sumarleyfi við Ás-
byrgi, Jökulsá, Hljóðakletta,
Hólmatungur og Dettifoss. Þar
æíti að verða þjóðgarður.
8. Það vantar héraðsskóla
fyrir syðri sveitir Múlasýslna og
Austur Skafíafellssýslu. Bjarn-
arnes er einn af þeim stöðum,
sem talinn er vænlegur skóla-
staður. Þar fer saman sveitar-
gæði, náttúrufegurð og sögu-
frægð. Q
* » r * r*« b Tirmrr- r*" mz v:~ * <r
Eiríkur Stefánsson (t. v.) og ðlagnús Sigurðsson. (Ljósm.: E. D.)
„Úr dagbók lífsins”
Sýningarferð þeirra Magnúsar Sigurðssonar
og Eiríks Stefánssonar er að ljúka
HIN sérstæða kvikmynd, „Úr
dagbók lífsins,“ sem áður hefur
verið kynnt hér í blaðinu, vek-
ur hvarvetna athygli — og
verðskuldaða.
Þeir Magnús Sigurðsson, sem
lét gera kvikmyndina, og Eirík-
Tamningastöð í Torfagarði
Frostastöðum 12. ágúst. Nýlega
er hætt störfum tamningastöð,
sem hestamannafélagið Stígandi
í Skagafirði rak um tveggja mán
aða skeið í vor og sumar, eða
mánuðina júní og júlí. Var
stöðin staðsett í Torfagarði í
Seyluhreppi, en félagið keypti
það býli fyrir nokkrum árum.
Alls voru um 45 hestar á
stöðinni, allir lítt eða ekki
tamdir áður utan hvað sumir
voru eitthvað taumvanir. Tamn-
ingamenn voru þrír: Jón Bald-
vinsson, Dæli, Jónas Sigurjóns-
son, Syðra-Skörðugili og Friðrik
Stefánsson, Glæsibæ. Svo var
til ætlast, að hestamir fengju
tveggja mánaða tamningu, en
heimilt var eigendum að skipta
um hesta á tímabilinu, ef þeir
óskuðu þess. Lítið mun þó hafa
verið um slík tilmæli og voru
flest hrossin á stöðinni átta vik-
urnar út. Tamningagjald á hross
var kr. 800,00 á mánuði. Mikil
eftirspurn var eftir að koma
hrossum á stöðina og fengu
færri en vildu, enda ómissandi
fyrir hestaeigendur að fá hross
sín tamin en fæstir þeirra hafa
aðstöðu til þess að sinna slíkum
störfum sjálfir. Er því rekstur
tamningastöðvarinnar hin þarf-
asta starfsemi og vonandi sér
Stígandi sér fært að halda henni
áfram.
S.l. vetur var einnig rekin
tamningastöð á Sauðárkróki og
var hún á vegum hestamanna-
félagsins Léttfeta. Á stöðinni
voru 15 hestar og stóð tamning-
in yfir í 2\z mánuð. ’Jamninga-
maður var Hallur Jóhannesson.
Þá voru og Hólasveinar með
hross í tamningu s.l. vetur. mhg
ur Stefánsson, eru að Ijúka sýn-
ingarferð, og hafa þá sýnt mynd
ina á 24 stöðum. Ræddu þeir
við blaðamenn á Akureyri í gær
og gáfu þá eftirfarandi upplýs-
ingar:
„Fyrsta sýning var í Öræfum
18. júlí. Þaðan var haldið aust-
ur og norður allt hingað til
Eyjafjarðar. — Sýningar voru í
öllum kaupstöðum og þorpum á
þessari leið, en auk þess í nokkr
um félagsheimilum í sveitum. —
Alls hafa verið sýningar á 24.
stöðurh, síðast í Laugarborg í
gærkvöldi. Eftir er að sýna í
Hrísey og Dalvík.
Myndinni hefur allsstaðar ver
ið vel tekið, og hefur aðsókn víð
ast hvar verið mjög góð — hús-
fyllir á mörgum stöðum.
Þar sem aðsókn var minni,
svo sem í Stöðvarfirði og á
Raufarhöfn, var ástæðan sú, að
söltunarsíld hafði borizt þann
dag, og var unnið langt fram á
kvöld. En miðað við þær ástæð-
ur, mátti kalla góða aðsókn á
þessum stöðum báðum.
Fyrir kom einnig að góður
heyþurrkur dró úr aðsókn. Á
Egilsstöðum og Húsavík var yf-
irfullt hús.
(Framhald á blaðsíðu 7).