Dagur - 19.08.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 19.08.1964, Blaðsíða 7
7 Til íngibjargar Kristjánsdóttur Eldjárn FRK. Ingibjörg Eldjárn, Þing- vallastræti 10 á Akureyri, varð áttræð 9. ágúst s.l. Um leið og Dagur sendir Ingibjörgu beztu afmæliskveðjur, hefur hann fengið leyfi til að birta með- fylgjandi drápu, sem „Álfur úr öskuhaug" sendi henni sextugri. INGIBJÖRG KR. ELDJÁRN. Hamingjuósk og hjartans [kveðju senda sextugri sæmdarkonu búálfar Tjarnar og biómálfar, hollvættir og huldusveinar úr Hraunskál og Hjöllum, Langahrygg og Lækjarósi, Þórunnarpytti og Þorláksgrund, Eyju og Álftanesi, Húsabakka og Halatúni, Guðbjargarkýl og Grafarmóum, Þorvarðarnesi og Þverós, Keldum og Kotsmýrum, Lúsakoti og Lambaklauf, Ráðsmannsrófu og Reiðholti, Stekk og Stórurétt. Sökkhólma og Svarðargröfum. Og undir taka: Svanir syngjandi, endur úandi, gaukar galandi, titlingar tístandi, krummar krunkandi. En undirspil annast velluspóar og vætukjóar, og lóur syngja sextugraddaða kveðandi kantötu: — Skattaálögurnar . .. (Framhald af blaðsíðu 1). ur að krefjast leiðréttingar þeg- ar í stað. Skattabyrgðar þær, sem laun- þegum. er nú ætlað að bera, jafngilda verulegri kauplækkun og ógna því þeim friði, sem sam- ið var um. Þess vegna óskar miðstjórn Alþýðusambandsins þegar í stað viðræðna við ríkisstjórn- ina um ráðstafanir í einhverri mynd, launþegum til kjarabóta, svo að ærlega sé staðið við griðasáttmála þann, sem gerður var, og andi hans verði í heiðri hafðui'." □ Dýrðin! Dýrðin! Dýrðin! Brosa nú um bæinn þinn bjartar minja sögur. Við allan munum ágústinn áttatíu og fjögur. Þá var frítt um fold og sæ, — fögur sólin lýsti geiminn. Þá var kátt í þessum bæ, þá kom Imba litla í heiminn. Og síðan eru sextíu ár með sól og regn og bros og tár. Og ennþá boða nýtt líf börn á Tjörn. LOKSINS SAMMÁLA FJORIR kunnir menn, tveir ráð herrar og fyrrverandi ráðherr- ar, úr sínum stjórnmálaflokki hver, lýstu skoðun sinni á skatta- og útsvarsmálum í út- varpinu í fyrrakvöld. Niðurstaða þeirra allra var m. a. sú, að nauðsyn væri að breyta lögunum í verulegum at- riðum. í því fellst viðurkenning á því, að hin mikla óánægja yfir skattaálögunum er á rök- um reist. Hinsvegar neita stjórn arflokkarnir að taka mál þessi til endurskoðunar nú. □ - „Úr dagbók lífsins“ (Framhald af blaðsíðu 5). Móttökur og fyrirgreiðsla hef ur verið með ágætum. Til marks um það, hvern hug fólkið ber til þessara mála, má geta þess, að aðeins á 6 stöðum af 24 hefur verið tekin greiðsla fyrir hús- lán og þó aðeins hálft gjald sums staðar. Eru þó mörg þess- ara húsa glæsileg félagsheim- ili og fylgdi sumum bæði að- göngumiðasala og dyravarzla. Fyrir kom að ekkert var tekið fyrir gistingu og greiða vegna málefnisins. Á öllum stöðum var skrifað í söfnunarbókina og gáfu sumir ríflegar upphæðir. Er gjafafé í heild litlu minna en aðgangs- eyrir. Á sýningarferð með bókina í vor, kom það í Ijós, að miklu færri gátu skrifað nöfn sín í hana en vildu vegna tímaskorts. Iiafa því í þess&ri'ferð alls stað- ar verið skildir eftir áskriftar- listar, sem gegna sama hlutverki og bókin, enda verða þeir síðar bundnir í bók. Eiga menn þess þannig kost að styrkja málefn- ið, ef þeir hafa hug á, með því að snúa sér til trúnaðarmanna söfnunarinnar á hverjum stað. Hér á Akureyri hefur frk. Sesselja Eldjárn, Eiríkur Sig- urðsson skólastjóri og Tryggvi Þorsteinsson yfirkennari, þessa söfnunarlista.11 En þú átt þennan dag. Með þökk og gleðibrag við syngjum þér sólarljóð systir vor góð. Þá húrra og klappa, af hrifningu stappa búfé allt og bröndur úr læk síðustu sextíu ára. Álfur úr Oskuhaug. - Sannleikurinn ... (Framhald af blaðsíðu 1). skuldirnar við útlönd í árslok 1958 og 1963. Inneignir bank- anna í viðskiptareikningum hafa vaxið mikið, en föstu lánin erlendis, að viðbættum lausum skuldum utan við bankana, hafa aukizt mun meira. Af þessu stafar ekki nein sérstök hætta fyrir þjóðina. Skuldirnar út á við eru ekki það miklar, að frádregnum inneignum, að ástæða til að hafa áhyggjur af þeim. En þaðan af síður var ástæða sé til að hafa áhyggjur af slíku, þegar vinstri stjórnin fór frá, því að þá voru skuld- irnar talsvert minni. Það skal tekið fram, að upphæðirnar frá 1958 eru hér að sjálfsögðu um- reiknaðar á núverandi gengi. En hvað hafa þá ráðherrann og stjórnarblöðin fram að færa í þesu sambandi? í fyrsta lagi að ekki eigi að taka árslokin 1958 til samanburðar heldur árslokin 1959. „Núverandi stjórn arflokkar tóku við völdum í árslok 1959,“ segir Gylfi Þ. Gíslason, og blöð Sjálfstæðis- manna taka það upp eftir hon- um. Var þá engin stjórn í land- inu frá árslokum 1958 til árs- loka 1959, eða í heilt ár? Er Gylfi Þ. Gíslason búinn að gleyma stjórn Emils Jónssonar, sem studd var af Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum og stóð fyrir kjördæmabylting- unni sællar minningar? Vissu- lega fóru núverandi stjórnar- flokkar með völd það ár og bera sameiginlega fulla ábyrgð á því, sem þá gerðist. Þótt Gylfi ráðherra vilji reyn ast vinum sínum vel, getur hann ekki flutt alla ábyrgðina á því ári yfir á veikar herðar Alþýðuflokksins. í öðru lagi vilja þeir stjórnmálamenn helzt ekki tala um annað en „gjald- eyrisstöðu bankanna." En skuld- irnar við útlönd bæði 1958 og 1963 voru allar utan við „gjald- eyrisstöðuna." Bankarnir áttu inni í útlöndum bæði árin. Voru það þá inneignir, sem Ólafur Thors og hans menn sögðust vera hræddir við um árið? Onei, það voru skuldir, og samanburð urinn á skuldunum er eins og skýrt er frá hér að framan. □ Húsgögn frá EINI eru hornsteinn lieimilisins MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 10,30 f. h. Sálmar nr. 534, 131, 356, 318 og 207. — B. S. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag- kl. 2 e. h. Sálmar nr. 572, 131, 23, 318 og 207. — Bílferð verð- ur úr Glerárhverfi. — B. S. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. — Messað á Möðruvöllum sunnudaginn 23. ágúst kl. 2 e. h. — Sóknar- prestur. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Kristniboðssamkoma verður haldin í húsinu n. k. sunnu- dag kl. 8,30 e. h. — Halla Bachman kristniboði og Skúli Svavarsson kristniboðsnemi tala. — Tekið verður á móti samskotum í lok samkomunn- ar, Allir velkomnir. FRAMSÓKNARFÓLK Á AK- UREYRI! Munið fund Fram- sóknarfélagsins í skrifstofu flokksins í kvöld (miðviku- dag) kl. 8,30. Þar verða m. a. kosnir fulltrúar á kjördæmis- þingið, sem verður að Laug- um 29 og 30. þ. m. IÐJA, félag verksmiðjufólks, efnir til berjaferðar að Nesi í Aðaldal n. k. sunnudag. Far- gjaldi stillt í hóf. Nánari upp- lýsingar á vinnustöðum. — Nefndin. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu ti'úlofun sína ungfrú Anna Jónsdóttir frá Reykja- vík og Þorsteinn Sigurjónsson sjómaðui' frá Akureyri. HJÚSKAPUR. Laugardaginn 15. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju eftirtalin brúðhjón: Ungfrú Ellen Sigríður Svavarsdóttir og Börkur Eiríksson skrif- stofumaður. Heimili þeirra verður að Möðruvallastræti 9 Akureyri. — Ungfrú Ragn- heiður Sigfúsdóttir og Óttar Baldvinsson iðnnemi. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Hólabraut 18 Akureyri. I.O.G.T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1. — Fundur að Bjargi fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8,30 e. h. — Fundarefni: Vígsla nýliða, tvísöngur, kvik mynd. — Kaffi eftir fund. — Æ. t. LEIÐRÉTTING. í Degi 12. ág- úst var sagt frá Aðalfundi FUF í Suður-Þingeyjarsýslu. Síðasta málsgreinin átti að vera á þessa leið: Ennfremur voru kjörnin 7 fulltrúar á landsþing Sambands ungra Framsóknarmanna á Blöndu- ósi og 7 fulltrúar til að mæta á kjördæmisþingi Framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem haldið verð ur að Laugum 29. og 30. ágúst. MATTHÍASARSAFN. Opið á sunnudögum kl. 2—4 e. h. MINJASAFNIÐ! Opið frá 1,30 til 4 e. h., alla daga, nema mánudaga. Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomu lagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. NONNAHÚSIÐ opið kl. 2—4 síðdegis, daglega. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið almenningi á sunnudög- um kl. 2—4 e. h. Sími safn- varðar er 2983. JWtsbnkasafmð er opið alla virka daga, nema laugar- daga, kl. 4—7 e. h. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 1563. SAMSTARFI HAFNAÐ (Framhald af blaðsíðu 4). Þessvegna hvílir nú leynd yfir því, sem í þessum mál- um gerist á bak við tjöldin. Helzt lítur út fyrir, að stjórn arþingmönnum hér úr Norð- urlandskjördæmi eystra hafi verið bannað að hafa nokk- urt samráð við aðra þing- menn kjördæmisins í þessu máli, og þeim sagt, að með slíku væru þeir að rjúfa „trúnað" sinn við ríkisstjórn- ina! Eins og nú er komið fyrir ríkisstjórninni, má segja, að ráðríkishneygð hennar farin að verða dálítið brosleg. Hér er þó jafnframt alvara á ferð. Fyrir veika stjórn er hollast að hafna ekki því samstarfi, sem hún á kost á, þegar leysa þarf vandamál, sem hún ræður ekki við sjálf. □ Skrá um vinninga í r Happdrætti H. I. í 8. flokki 1964. AKUREYRARUMBOÐ 10.000,00 kr. vinning hlutu nr.: 7017, 59765. 5.000,00 kr. vinning hlutu nr.: 7513, 8280, 9754,11988, 19010, 21739, 22741, 23250, 30544, 51721. 1000,00 kr. vinning hlutu nr.: 209, 219, 221, 1164, 1617, 2126, 2660, 2927, 3583, 3963, 4332, 5217, 5387, 7378, 8047, 8515, 9069, 9757,11989,12095, 12194, 12551, Í2554, 12560, 13957, 14445,14793,14794, 14882, 14884, 16063, 16584, 17463,17464, 17643, 17851, 17935, 18459, 19362, 19368, 19427, 19583, 19908,19920, 20716, 23553, 23597, 23865, 24758, 25939, 26313, 28700, 29313, 31581, 33184, 35064, 35590, 36453, 36489, 37006, 37026, 41790, 42601, 44834, 46806, 46807, 46992, 48266, 48294, 49090, 49214, 49225, 52599, 53207, 53953, 54055, 54078, 54736, 56212, 56219, 58009, 58011, 58042, 59575, 59596. (Birt ár ábyrgðar). □ NÝTTSKATTHOL TIL SÖLU. Uppl. í síma 2534. Notað MÓTATIMBUR TIL SÖLU. Sími 1661. GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.