Dagur - 18.09.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 18.09.1964, Blaðsíða 2
2 Spennandi knaltspyrnukeppni ANNAR leikur ÍBA í Bikar- keppni KSÍ fór fram á Akur- eyri 13. þ.m. og var það b-lið Fram sem við var að etja. Flest ir bjuggust við öruggum og sum ir stórum sigri heimaliðsins, ekki síst þegar haft var í huga að A-lið Fram berst í bökkum með að halda sæti sínu í fyrstu deild. En áhorfendur urðu fyrir vonbrigðum með frammistöðu Akureyringa, sérstaklega fram- línuna. Að vísu kom Framliðið nokkuð á óvart með getu sinni. Leikmenn þess eru ákveðnir og nokkuð leiknir, og sérstaklega sýndi markmaður þeirra góðan leik. En Akureyrarliðið sem af mörgum er talið eitt besta knatt spyrnulið landsins í dag, hefði þó ekki átt að vera í miklum vandræðum með að gera út um leikinn á venjulegum leiktíma ef baráttuvilji hefði verið fyrir hendi. Þrátt fyrir allt var leikurinn nokkuð spennandi á köflum. Steingrímur skoraði fyrir Ak- ureyri snemma í seinni hálfleik og stóð svo þar til rétt fyrir leikslok að Fram tókst að jafna og þannig endaði leikurinn. En þar sem reglur Bikar- keppninnar eru á þá leið að hrein úrslit skuli nást varð að framlengja leikinn um 30 mín. Urðu Framarar fljótari til og skoruðu. Eftir það mark, var sem Akureyringar vöknuðu af dvala, og sóttu þeir nú ákveðið að marki Fram það sem eftir var af leiktímanum. En aðeins einu sinni tókst þeim að skora - Síldarverksmiðjur (Framhald af blaðsíðu 1) að hann jafnframt því að veita leyfi til framkvæmda þeirra, er taldar eru upp í 1—4, hlutist til um að Síldarverksmiðjum rík- isins verði látin í té ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna að upphæð kr. 95.000.000,00 og jafn framt að' ráðuneytið hlutist til um það, að SR eigi kost á lánum til framkvæmdanna. Stjórn SR telur mjög nauð- sýnleg að hægt sé að hefjast handa um umræddar framkv. nú þegar með það fyrir augum, að þeim verði lokið að sem mestu leyti fyrir næstu síldar- vertíð, en það er að sjálfsögðu óframkvæmanlegt nema lánsfé sé fyrir hendi. Stjórn SR, telur æskilegt, að afköst verksmiðjunnar á Seyðis firði séu aukin um 5000 mál á sólarhring þ. e. upp í 10.000 mál á sólarhring þótt hún telji ekki ráðlegt að ráðast í þá framkv. fyrir næstu síldarvertíð af fjár- hagsástæðum og tæknilegum á- staeðum. Framangreindar tillögur skv. 1. og 2. gerir verksmiðjustjórn- in til þess að bæta úr skorti á nauðsynlegum geymslum fyrir hráefni og afurðir verksmið- anna og tillögur skv. 3. og 4. til þess að bæta að nokkru leyti úr misræmi, sem nú er milli af- kasta síldarverksmiðjanna á Austfjörðum og Raufarhöfn, miðað við aflamöguleika síld- véiðiflotans". og var Guðni þar að verki með löngu og fallegu skoti sem mark maðurinn réði ekki við. Urslit fengust því ekki með framleng ingunni því enn stóð jafnt 2:2. Eftir reglum Bikarkeppninnar skyldu nú framkvæmdar fimm vítaspyrnur á hvorn markmann. Hefir slík keppni ekki sézt á Akureyri áður. Mikil tauga- spenna ríkti bæði meðal leik- manna og áhorfenda meðan á þessari „vítakeppni" stóð. En Akureyringar unnu „taugástríð- ið“, skoyuðu úr öllum sínum vítaspyrnum, en Framarar úr KNATTSPYRNULIÐ ÍBA leik ur aftur í 1. deild næsta ár eft ir eins árs veru í 2. deild. Liðið sigraði með yfirburðum í Norð urlandsriðlinum, og lék svo úr- slitaleik við Vestmannaeyinga sem voru efstir í Suðurlandsriðli inum. Urslitaleikurinn fór fram 29. ágúst í Reykjavík. Ekki var sigur auðunninn. Vestmannaey- (Framhald af blaðsíðu 1). höfn að annast framsögu um mál, er þær óskuðu eftir að rædd yrðu. En af því varð ekki að þessu sinni. Fundarstjórar á héraðsmála- fundinum voru þeir Helgi Kristj ánsson Leirhöfn og Óli Halldórs son, Gunnarsstöðum. Fundarrit arar voru Grímur Guðbjörnsson Syðra-Álandi og Þórarinn Þór- arinsson, Vogum. Þórarinn Haraldsson formað- ur Búnaðarsambands N. Þing. setti fundinn með ræðu, bauð fundarmenn velkomna og skýrði frá tilgangi fundarins og fyrir- komulagi. E.n dagskrá fundar- ins var þessi: 1. Skólamál sýslunnar. Fram- sögumaður Björn Haraldsson í Austurgörðum. 2. Verðlagsmál landbúnaðar- ins. Framsögumaður Sigurður Jónsson á Efra-Lóni. 3. Onnur landbúnaðarmál. Framsögumaður Þórarinn Krist jánsson, Holti. 4. Raforkumál. Framsögumað ur, Björn Guðmundsson í Lóni. 5. Samgöngumál. Framsögu- AFBRIGÐILEG BÖRN BARNASKÓLAR bæjarins hafa fengið dr. Matthías Jónas- son sálfræðing vegna afbrigði- legra barna á bamaskólaaldri hér í bæ. Mun sálfræðingurinn koma í næstu viku og dvelja nokkra daga. Hann rannsakar hin afbrigðilegu börn og gefur leiðbeiningar. þrem. Eitt skot þeirra fór langt yfir, en annað í þverslá. Þar með fengust úrslitin 7:5 fvrir Akureyri. Má segja að Akureyr ingar hafi unnið á óheppni hinna og er það ekki stór sigur Beztir hjá Akureyringum voru, Guðni sem var mjög góð ur, einnig Jón sem sjaldan bregst svo og Samúel markmað ur. Hjá Fram sýndi markmaður inn beztan leik. Dómari var Guð mundur Harðarson. Næsti leikur Akureyringa í Bikarkeppninni er við KR en ekki er vitað hvenær hann fer fram. í þeim leik vei’ða Akureyr ingar að leggja meira að sér, en þeir gerðu í þessum leik, ef þeir ætla sér framhald í keppninni. ingar voru harðir í horn að taka Akureyringar höfðu þó greini- lega yfirburði, en sigruðu, naum lega 2:1 og var annað mark þeirra skorað úr vítaspyrnu. Þess er að vænta að takmark Akureyringa sé efsta sætið í deildinni á næsta ári en ekki það næstneðsta. menn Þórhallur Björnsson, kaupfélagsstjóri á Kópaskeri og Eggert Ólafsson í Laxárdal. 6. Heilbrigðismál sýslunnar. Framsögumaður Þorsteinn Stein grímsson Hóli. Framsögumenn allir gerðu mjög ýtarlega og skilmerkilega grein hver fyrir því máli eða málefnum er honum höfðu ver ið falin til framsagnar, og gerði fundurinn í öllum þessum mál- um ályktanir, sem sendar munu verða þingmönnum kjördæmis ins og hlutaðeigandi stjórnar- völdum. En Dagur hefur enn ekki átt þess kost að kynna sér efni þeirra. Allir viðstaddir alþingismenn tóku til máls á fundinum, svo og formaður Búnaðarsambands S-Þing., Hermóður Guðmunds- son, sem ræddi einkum verðlags málin. Fundurinn hófst kl. 3 e.h. og stóð 7—8 stundir auk kaffihléa. Nokkrar konur voru þarna í för með bændum sínum, og var að því fundarprýði. Þyrftu konur að gera meira að því en verið hefur, að sitja fundi um almenn mál og taka þátt í störfum þeirra. Næsta kvöld, 5. september hélt Sjálfstæðisflokkurinn skemmtun á sama stað með til- heyrgndi skemmtikröftum að sunnan. Mættur var þar sjálfur landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson og flutti þar boðskap sinn, og sömuleiðis Magnús Jónsson. Sagt er, að ráðherrann hafi gjört héraðsmálafundinn mjög að umtalsefni og ályktanir hans,.en fundist fátt um. £$$$$$S$i$$í$$í$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$S$$$$$$$$$$$$$S; Ákureyrinpr aftur í fyrstu deild Unnu Vestmannaeyinga 2:1 Snorri Sigfússon átfræður ÉG SÉ HANN fyrir mér í ræðu stól, þar sem hann ræðir menn ingarmál þjóðar sinnar og sið- rænt uppeldi hennar. Það neist ar af orðum hans — áhuginn er logandi. Honum er ekkert óvið komandi í samtíð sinni. Hann finnur til í „stormum sinnar tíð ar“. Hann heitir á áheyrendur að stuðla að bættu þjóðarupp- eldi á grundvelli kristinnar trú ar — stuðla að því að æska landsins öðlist manndóm til að .byggja upp þetta fagra og gjöf ula land. Þannig hef ég oft séð Snorra Sigfússon, og þegar ég nú vil minnast hans með nokkrum orð um í sambandi við áttræðisaf- mæli hans þann 31. ágúst sl., þá kemur mér þessi mynd í hug. Hér verða ekki rakin æviatr- iði Snorra Sigfússonar. En örfá atriði úr merkri starfssögu, skal aðeins drepið á. Snorri Sigfússon er fæddur á Brekku í Svarfaðardal 31. ágúst 1884. Hann hefur ávallt haldið tryggð við þessa heimabyggð sína. Hann brauzt til menríta, þrátt fyrir lítil efni. Fyrst á Gagn- fræðaskólann á Akureyri, svo til Noregs. Þar var hann á lýð- háskólanum á Voss og hefur síðan ávallt unnað lýðháskóla- hugsjóninni. Hann lauk kennara prófi frá Storð 1909. Ævistarfinu hér heima skipti hann milli tveggja staða, sem báðir eru honum kærir. Hann var skólastjóri á Flateyri við Önundarfjörð í 17 ár og önnur 17 ár skólastjóri við Barnaskóla Akureyrar. Því næst námsstjóri í allmörg ár á Norðurlandi. Skóla- og uppeldismálin gerði hann að aðalævistarfi sínu. En utan skólanna hefur Snorri Sigfússon lagt mörgum góðum málum lið. Og það munar ávallt um liðsinni hans. Hann er sam vinnumaður að lífsskoðun og bindindismaður. —Hefur starf að mikið í Góðtemþlarareglunni Fáa hef ég heyrt tala eins skyn samlega um bindindismál við ungt fólk og hann. Eftir að hann hætti störfum fyrir aldur sakir, beitti hann sér fyrir því, að koma á fót sparifjársöfnun skólabarna hér á landi. Mun það vera eins dæmi, að maður á hans aldri hafi orðið brautryðjandi merki- legs máls. En það sýnir bezt orku hans og áhuga. Ég gæti haldið áfram svipuð- um upptalningum. En þar sem Snorra hefur verið rækilega minnst annars staðar, skal hér staðar numið. Það hlýtur að vera ánægju- legt að ná háum aldri og halda sig eins vel og Snorri bæði and- lega og líkamlega. Hann er enn beinn í baki og léttur í spori. Og hann fylgist með lífi og sál með öllum hræringum þjóðlífs ins og lætur sig einnig skipta það, sem gerist úti í hinum stóra heimi. Það sem einkenndi Snorra sem skólamann, þegar hann var hér á Akureyri var lifandi á- hugi, sem glæddi vilja okkar samstarfsmanna hans. Við vor- um ávallt fúsir til starfa þegar Snorri hafði rætt við okkur, því að þá fundum við, að þessi störf þurfti að vinna. Þá hef ég engan þekkt, sem betur -kann að tala við börn og .ungt'.fólk en hann. Fjör hans og áhugi hreif unga fólkið og börnin. Þess munu margir nemendur hans minnast. Ég vil með þessum fátæklegu orðum flytja Snorra Sigfússyni kveðjur og árnaðaróskir frá okkur fyrrverandi samstarfs- mönnum hans hér á Akureyri og skólunum í bænum. Við sam gleðjumst honum á þessum tímamótum með dáðríkt ævi- starf. Ég er þess fullviss, að Snorri Sigfússon mun talinn einn af merkustu skólamönnum landsins er tímar líða. Við sendum honum og konu hans hlýjar kveðjur suður yfir fjöllin. Eiríkur Sigurðsson. ■wmm VIL KAUPA Borðstofuskáp (skenk) eik Uppl. í síma 2297. DRENGJAFÖT, verð frá kr. 870.00 STAKKAR, ódýrir REGNGALLAR, kr. 420.00 REGNÚLPUR, kr. 314.00 HERRADEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.