Dagur


Dagur - 26.09.1964, Qupperneq 1

Dagur - 26.09.1964, Qupperneq 1
Dagui kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur XLVn. árg. — Akureyri, laugardagir.n 26. september 1984 — 71. tbl. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) Ylikil síld fyrir austaii & Yfir 40 skip stunda enn síldveiðarnar þar í SAMTALI við Jakob Jakobs- son, síðdegis í gær, sagði hann að fyrir austan væri mjög mik- il síld og veiðihorfur góðar ef sæmilega viðrar. Yfir 40 skip stunda enn síldveiðarnar. Flest hafa fengið mikinn afla af sæmi lega góðri síld. Eg held að á aðalveiðisvæðinu sé mestur hluti norska síldarstofnsins, sagði Jakob. Þarna eru 2—300 rússnesk skip sem veiða í rek- net. Fanney hefur leiðbeint ís- lenzku síldarskipunum og vaiið auð svæði fyrir þau á milli rek- netabátanna. Ég er ánægður yfir því, sagði Jakob, að svona mörg skip eru þó 'eftir til að veiða þá síld, sem ég vonaði að unnt yrði að veiða í haust. Fréttin um 80 m þykkar síldartorfur, sagði fiskifræðing- urinn væri aðeins fyrir land- krabbana og engin nýjung, svo mikið væri síldarmagnið, saman komið á tiltölulega litlu svæði. Kornskurði er að liúka á HéraS Egilsstaðir, 25. seþt. Kornskurði * er að Ijúka og var kornland á Héraði 120—130 ha. Þar af á Eg-ilsstöðum 60 ha. Uppskeran varð betri en í fyrra. Korn- þurrkarinn á Egilsstöðum var BÚIÐ AÐ BRÆÐA 350 ÞÚS. MÁL Raufarhöfn 25. sept. Fyrr í vik- unni komu hingað fjórir bátar með um 3 þús. mál síldar, sem fór mest í bræðslu. Ekki er útlit fyrir að síld berist hingað, eins og nú horfir, því veiðisvæðið er mikið austar. í sumar er búið að bræða hér rúmlega 350 þús. mál og saltað hefir verið í um 66 þús. tunnur. Aðkomufólk er nú flest farið. Afli hefur verið tregur hjá færabátum og ógæftir hafa einn ig . hamlað veiðum. Að undan- förnu hefir verið hér norðan og norðaustan strekkingur. II. H. endurbættur og hafði undan að þurrka kornið Kartöfluspretta er í melalagi, þar sem bezt er, en víða lítil. Hreindýraskyttum gengur illa í ár. Nokkrir leiðangrar voru farnir en dýrin eru mjög stygg, vegir erfiðir og sennilega hefur dýrunum fækkað. Sauðfjárslátrun stendur yfir og verður lógað 35—40 þúsund fjár á Héraði, mest hjá kaup- félagi Héraðsbúa um 30 þúsund en 6—-8 þúsund hjá Verzlunar félagi Austurlands. Bændur eiga nú mikið af vel verkuðum heyjum og munu setja allmikið á af lömbum að þessu sinni. V’S. Fjallasvanir seldir Alltaf fjölgar útflutningsvörun- um. Síðustu árin hafa íslenzkir fjallasvanir verið seldir til Eng- lands og Bandaríkjanna fyrir gott verð. Svanir þessir eru fangaðir ungir og ófleygir. □ SÍÐAST í ágúst úthlutaði stjórn Fegrunarfélags Akureyrar verð launum og viðurkenningum fyr- ir skrúðgarða bæjarins á þessu sumri. Aðeins tveir garðar hlutu verðlaun að þessu sinni. Byggða vegur 132 eigendur Anna Hall- grímsdóttir og Ingólfur Árna- son og Ásabyggð 3, eigendur Lísbet Malmquist og Jóhann Malmquist. Verðlaunin voru inn rammaðar gamlar myndir af Ak ureyri. Viðurkenningu hlaut TREG VEIÐI AFLI hefur verið fremur treg- ur hjá Akureyrartogurunum síð ustu vikurnar. — Sléttbakur landaði 21. þ. m. 126 tonnum eftir 14 daga útivist og Harð- bakur 23. þ. m. 117 tonnum eftir 12. daga. Svalbakur er á veið- um. — Afli togaranna er allur unninn á Hraðfrystihúsi Ú. A. Hér er ærm B'etta með lömbin sm þr u, rvo iiruta senr eru 55 og 56 kg. og gimbur, sem er 42 kg. Sjálf er Bletta, sem er 6 vetra, 92 kg, og hefur hún verið þrílembd þriú síðustu árin. Ærin er af þingeysku kyni, afburða góðu. Eigrndi er Sigurjón bústjóri á Lundi. Ljósm. E. D. Síldardælan getur sparað veiði- flotaiiuni ferðir til lands Og hún getur e. t. v. leyst verksmiðjuvandræðin Tveir skrúðgarðar hluiu verðlaun Landsbanki íslands fyrir frá- gang á lóð sinni. Jón Kristjánsson formaður Fegrunarfélagsins afhenti þess- ar viðurkenningar, en dómnefnd skipuðu, Helgi Steinar, Árni Jónsson og Jón Rögnvaldsson. í FRÉTTUM hefur verið frá því sagt hvernig nýtt tæki, síldar- dælan, hefur verið notað við að losa síld úr skipum á hafi úti í flutningaskip. Það var Einar Guðfinnsson í Bolungarvík, sem þessa síldardælu keypti fyrstur manna hér á landi og fyrstur manna í Evrópu. Dælan er bandarísk, framleidd í Kali- forníu, er fyrirferðalítið verk- færi, sem sogar síldina gegn um víðar gúmmíslöngur. Hún hefur þegar verið notuð með góðum árangri við að taka síld úr síld- veiðiskipum á miðunum, í flutn- ingaskipið Þyril, sem síðan hef- ur flutt síldina til Bolungarvík- ur. Það liggur í augum uppi, að ef síldardælan er eins góð og af er látið, getur hún og síldarflutn ingaskip, sparað síldveiðiflotan- um ferðir til lands með aflann og er það út af fyrir sig breyting í síldveiðunum. Einnig virðist Ijóst, að auð- veldara yrði að nýta betur síld- arverksmiðjurnar en nú er, þar sem síldarflutningaskipin ættu hægara með að miðla aflanum milli þeirra, en hin einstöku síldveiðiskip. Að sjálfsögðu þurfa íslending- ar að nýta síldina betur en gert hefur verið til þessa. En á með- an nýtingin er á jafn „lágu plani“ og raun ber vitni, virðist síldardælan hið hentugasta hjálpartæki, e. t. v. ekki ómerk- ' ara en kraftblökkin var á sínum tíma. Norðmenn hafa þegar pantað margar síldardælur, og ætla þær sérstaklega til notkunar í þau flutningaskip sín, sem flytja síld af íslandsmiðum. □ „Hljóðlát byltin skógrækt Evrópu ÁTT hefur sér stað hljóðlát bylt- faldaðist. Búizt er við, að neyzl- ENN ERU 40—50 skip á síld- veiðum fyrir austan, sem veiða vel þegar gefur. í gær- morgun var vitað um 34 skip, sem fengið höfðu rúmlega 39 þús. mál þá um nóttina. Síldin veiðist 60—65 sjó- rnílur ASA frá Gerpi og er hún sæmileg til soltunar. Hinsvegar gengur söltun seint í land vegna fóllis- fæðar. Ægir fann síld í fyrra- dag norðar og austar en á fyrrnefndu veiðisvæði og virtist hún á hraðri leið suð- ur. Síldin stendur djúpt á daginn en kemur upp á kvöld in og heldur sig á 8—10 faðma dýpi þar til birtir. Miðað við stærð veiðiflot- ans má afli teljast góður, þeg ar veöur leyfir. □ ing að því er varðar nýtinguna á skógum Evrópu. Upp úr senni heimsstyrjöld fór minna en einn fimmti hluti af öllu höggnu tré til framleiðslu á trjákvoðu og pappír. Árið 1960 var þessi hluti orðinn einn fjórði, segir í skýrslu, sem nýlega er komin út á vegum Matvæla- og landbún- aðarstofnunar • SÞ (FAO) og Efnahagsnefndar SÞ fyrir Evr- ópu (ECE). Þetta merkir ekki, að notkun á venjulegu söguðu timbri hafi minnkað, heldur að neyzlan á trjákvoðu og pappírsvörum hafi aukizt hraðar. Skýrslan (European Timber Trends and Prospects — a New Appraisal 1950—1957) gengur út frá því, að hin almenna þró- un í Evrópu eftir styrjöldina muni halda áfram til 1975 og lengur. Neyzlan á trjákvoðu og pappír tvöfaldaðist á árunum 1950 til 1960, og neyzla á skóg- arafurðum eins og krossviði og venjulegu byggingatimbri þre- an muni enn tvöfaldast og vel það fram til 1975. Neyzlan á söguðu timbri, sem jókst um einn þriðja á tímabilinu 1950 til 1960, mun varla aukast um (Framhald á blaðsíðu 2). Rithöfundur í göngum Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Göngur voru fremur erfiðar að þessu sinni, snjór og illt veður. Með okkur var að þessu sinni blaðamaður og rithöfundurinn, Baldur Óskarsson. Hann dugði vel, og er duglegur ferða- og gangnamaður. Nú er fimmti slátrunardagur á Þórshöfn og vigta dilkar 15 kg., eða svipað og í fyrra. Alls verður lógað 13000 fjár. Heyfengur er í meðallagi þótt tíð hafi verið leiðinleg frá því um miðjan ágúst. Snjór lá dög- um saman í byggð. Veðurfar var ekki ólíkt og sumarið 1917, á undan frostavetrinum. Ó.H.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.