Dagur


Dagur - 26.09.1964, Qupperneq 8

Dagur - 26.09.1964, Qupperneq 8
8 Fó!ksfjö’pnln er geigvænlegf heinrsvanílamá Einkum vcgna offjölgunar í borgunum SMÁTT OG STÓRT í fréttabréfi frá Sameinuðu þjóðunum segir svo: HINN stríði fólksstraumur frá sveitum til borga og bæja í van þróuðum löndum getur haft geigvænlegar afleiðingar eftir 10 eða 20 ár. í iðnaðarlöndunum eru menn þegar farnir að líta mjög alvarlegum augum á sam- þjöppun manna, verksmiðja, íbúðarhúsa og bíla í stórborgun- um. Þrýstingur fólksfjölgunar- innar eykst með degi hverjum. Næst vandamáli heimsfriðarins er skipulagning borga ef til vill erfiðasta einstakt vandamál, sem mannkynið á við að stríða á seinni helmingi 20. aldar. Hópur sérfræðinga frá Al- þ j óðahe ilbrigðismálastof nuninn i (WHO) hefur nýlega haldið fyrstu ráðstefnu sína í Genf um heilbrigðismálahliðina á skipu- lagningu borga. Meðal efna sem fjallað er um í þessu sambandi má nefna vatnsskort, spillingu andrúmsloftsins, slys — og á hitabeltissvæðunum: ófullnægj- andi heilbrigðiseftirlit, vannær- ingu og smithættu. Búizt er við að fjöldi jarðar- búa hafi tvöfaldast kringum ár- ið 2000. Það merkir, að hann Kjö) á útsöfu ÍSLENZK húsmóðir, búsett í Álasundi í Noregi, hefur frá því sagt, að nýlega hafi útsala verið á norsku kindakjöti til að rýma fyrir nýju. Þóttust menn þar gera kjarakaup því kjötið kost- aði aðeins 75 krónur (umreikn- að í ísl. krónur) og var þá auð- vitað selt á niðursettu verði. Þá sagði húsmóðirin, að íslenzkt saltkjöt fengist stöku sinnum þar í borg en hyrfi jafnóðum. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að ríkið og Háskólinn reisi í sameiningu byggingu í Reykjavík, þar sem í fyrsta lagi er gert ráð fyrir húsrými handa Handritastofn- un íslands, og í öðru lagi fyrir ýmsa starfsemi Háskólans, svo sem kennslustofur og lestrar- sali, sem fyrst og fremst eru ætlaðir stúdentum í íslenzk- um fræðum. Gert er ráð fyrir verður þá kominn upp í rúm- lega 6000 milljónir. Eftir því sem skynvæðingu í landbúnaði miðar áfram, er búizt við, að einungis einn tíundi hluti jarð- arbúa lifi á landbúnaði um næstu aldamót. Það þýðir, að flestir þeirra 3000 milljón jarð- arbúa sem bætast í hópinn á næstu 35 árum verða borgar- búar. Einnig í vanþróuðu löndunum fjölgar borgarbúum mun örar en sveitafólki. í Tananarive á Madagaskar hefur íbúunum fjölgað um 5.000 á ári, í Leopold- ville í Kangó um 13.000 á ári, í Caracas í Venezuela um 50.000, í Sao Paulo í Brazilíu um FERÐASKRIFSTOFAN SAGA á Akureyri undibýr nú hóp-< ferð til Surtseyjar. Flogið verð- ur frá Akureyrarflugvelli laug- ardaginn 3. okíóber kl. 17.30 og Surtsey skoðuð í ljósaskiptun- um, en síðan verður lent í Rvík kl. 20.30 Heim verður svo hald- ið á sunnudaginn, frá Reykja- víkurflugvelli kl. 13.00. Fargjald ið kostar 1750 krónur. Ferða- skrifstofan pantar liótelherbergi fyrir þá sem óska. Og farseðill- inn gildir í viku. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir mánaðamót. Eflaust hafa margir Norðlend- ingar hug á því að sjá Surtsey. Til gamans má geta þess um eyna, samkvæmt viðtali við Sig- urð Þórarinsson jarðfræðing í gær, að Surtsey er nú mjög girnileg til fróðleiks og ekki lík- legt að nokkru sinni verði þar svo margt að sjá, þótt eyjan að kennsla í íslenzkum fræðum fari þar fram að mestu. Enn- fremur kemur til mála að Orða- bók Háskólans fái þar húsnæði. Húsi þessu er ætlaður staður milli Nýja stúdentagarðsins og aðalbyggingar Háskólans. Jóhannes Nordal hefur verið skipaður formaður bygginga- nefndar. Q 100.000 og í Kalkútta í Indlandi um 300.000 á ári. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigð ismálastofnunarinnar mæltu með ráðstöfunum á ýmsum sviðum. Vegna spillingar and- rúmsloftsins mæltu þeir með sjálfstæðum útborgum, þar sem ekki væri notað eldsneyti er ylli óhreinindum; ennfremur með grænum svæðum og stór- um torgum sem drægju úr óhreina loftinu og ryfu það; fjarstýrðum hitaveitum; tak- mörkun á umferð til þéttbýlla svæða; og sérstökum ráðstöfun- um til að draga úr óhreinindum af völdum bílvéla. Mikilvægt er að staðsetja verksmiðjur á rétt- an hátt til að draga úr óhrein- indum af völdum iðnaðar. □ kunni enn að taka breytingum. Surtsey er 173 metrar á hæð og hefur ekki bætt við hæð sína að undanförnu. En flatarmál hennar stækkar stöðugt. Hún er mynduð af dyngjugosi, líkt og Bláfjall og Herðubreið, þar sem hraunflóð rennur yfir gjall, ösku cg vikur. Surtsey myndaðist fyrst af hinum lausu efnum, sem sjór og vindar eyða fljótt, og var þá tvísýnt um tilveru henn- ar. Hlé var á gosunum frá því í apríl og þar til 9. júlí. Þá hófst hraungos, sem síðan hafa hald- VITLAUSIR MENN I FLUGVÉLUM Nýlega tók hópur ríkisstarfs- manna sér far frá Akureyri til Reykjavíkur. Á flugvelli Akur- eyrar keypti fararstjórinn far- miða fyrir allan hópinn. Margir í þessum hópi voru ölvaðir. Á leiðinni suður upphófust slags- mál. Varð að beita þá „vitlaus- ustu“ hörðu, til að ekki hlytist verra af. En þarna reyndust nægilega margir með fullu viti, til að afstýra frekari vandræð- um, með því móti þó að láta afls mun ráða, þar sem fortölur dúgðu ekki til. Reynt var að þagga þetta niður af ótta við al- menningsálitið. En hér er sann- arlega svo alvarlegt mál á ferð, að fyrr eða síðar verður að taka það fastari tökum en gert hefur verið. Og það er skynsamiegt að gera það áður en verri at- burðir neyða F. f. til sérstakra ráðstafana. Ölvaðir farþegar hafa reynzt hættulegir á flug- leiðum, þótt hér verði ekki nefnd dæmi um slys af þeirra völdum. Ekki þykir forsvaranlegt, né er leyft, að flytja geðsjúklinga með flugvélum án gæzlumanna. En livað um hina ölvuðu, sem hafa drukkið frá sér vitið? Þeir eru alveg eins hættulegir. Almenningi væri greiði gerð- ur ef F. f. vildi skýra frá því, hvaða reglur gilda í þessu efni. ist stöðugt. Um helmingur eyjar innar er nú þakinn hrauni. Þar með hefur hin rúmlega 10 mán- aða gamla eyja tryggt sér sess meðal íslenzkra eyja um aldur og 'ævi. Sigurður Þórarinsson giskar á, að hinn glóandi hraun- straumur, sem nú rennur dag óg nótt, sé um 15 rúmmetrar á sekúndu. Rennsli hraunsins er breytilegt en rennur þó allt til suðurs um þessar mundir, en kvíslast stundum og rennur jafnvel í lokuðum göngum með þunnri hraunhúð yfir. Spreng- ingar eru tíðar, þar sem hraun- (Framhald á blaðsíðu 7). Vonandi eru þær á þá lund, og einnig í framkvæmd, að hinn almenni farþegi geti treyst því að verða ekki fyrir líkamsárás- um ölóðra manna í flugferðum. GÓÐUR STAÐUR. Um leið og vakið er máls á viðkvæmu efni, varðandi flugið, og til þess ætlazt að því sé svar- að, vill blaðið láta í ljósi ánægju yfir því hve gott er að koma á Akureyrarflugvöll. Flugstöðin er bæði björt og hlý, og þar geta ferðamenn fengið góðar veitingar. Þetta styttir biðtím- ann og bætir skapið. Hitt er verra, en stendur eflaust til bóta, að farþegar skuli þurfa að leita kringum flugstöðvarhúsið að farangri sínum, og að enginn skuli afgreiða hann. HINAR GÓÐU SAMGÖNGUR. Akureyri er mjög vel sett livað flugsamgöngur sneríir. Þó er áætlað að enn fjölgi ferðum strax á næsta sumri milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur. Og þá verður hraðfleyga, nýja flugvél- in, búin hinum fullkomnustu þægindum, notuð á þessari flug leið og öðrum mikilvægustu flugleiðunum innanlands. FLEIRI FERÐAMENN EN AÐUR. Flugfélag íslands hefur, það sem af er þessu ári, flutt fleiri farþega innanlands en nokkru sinni áður. Mun sú aukning nema 15—20%. Útlendir ferða- menn eru verulegur hluti þess mikla fólksfjölcía, sem um Ak- ureyrarflugvöll fer. Allir munu þeir sakna þess, og íslenzkir ferðamenn einnig, að flugstöðin hér skuli ekki eiga bæklinga eða upplýsingapésa um Akur- eyri og nágrenni. Akureyrar- kaupstaður, Flugfélag íslands, liinar ýmsu ferðaskrifstofur og e. t. v. fleiri aðilar þurfa að bæta úr þessu hið allra fyrsta, þótt slíkt kosti nokkurt fé. □ SÍLDARVERKSMIÐJA Á ÞÓRSIIÖFN Kjördæmisþ. á Lapgum vakti máls á því, að komið yrði upp síldarverksmiðju á Þórshöfn á Langanesi. Þórshöfn er talin liggja álíka vel við síldarmið- um nú og Raufarhöfn og Vopna fjörður. Þar liefur flest ár í seinni tíð verið söltuð síld, en aldrei mikið, enda vantar þar verksmiðju til að taka við síld sem ekki er söltunarhæf og úr- gangi frá söltunarstöðvum. Á Þórshöfn hefur verið unnið að hafnargcrð undanfarin ár og landrými er þar nóg. íbúar þorpsins eru hálft fimmta hundr að og því töluverður vinnukraft ur-þar heimafyrir til að vinna síld á sumrin. Ileimamenn þar munu hafa áhuga fyrir 2000— 2500 mála verksmiðju, og telja að hún myndi reynast mikils- verður stuðningur fyrir atvinnu líf staðarins, við hliðina á smá- bátaútgerðinni, sem þar er fyr ir. Þar gætu þeir, sem yfir ríkis- eða einkafjármagni ráða, trú lega látið það bera gðan ávöxt. Nýtt hús fyrir Hand r itastofnunina Surtseyj arferð frá Ákureyri „Saga“ efnir til hópferðar þangað 3. október

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.