Dagur - 25.11.1964, Side 7

Dagur - 25.11.1964, Side 7
i UNGLING vantar til að bera út blað- ið í efri hluta Glerár- hverfis. Afgreiðsla Dags Sími 1167 Parðdís og 20. öldin IÐNSKÓLANEMA vantar herbergi strax. Sími 2808. BÍLALEIGA 2940 LÖND & LEIÐIR KYRRAHAFIÐ með sínum víð áttumiklu bláu breiðum og ó- teljandi eyjum hefur jafnan ver ið álitið nokkurs konar para- dís af þeim sem ekki áttu heima þar. Þeir sem búa þar virðast hins vegar hreint ekki hafast við í himnaríki. Þeir. verða að berjast við sjúkdóma og van- næringu, og tilveran er einatt ótrygg á hinum pálmagirtu kór alströndum. í rauninni verða félagslegar og efnahagslegar framfarir að eiga sér stað á þess um eyjum, áður en' þær verða nokkuð í áttina við paradís. Stjórnarvöldin þar hafa á síð ustu árum reynt að mjókka bil ið milli ímyndunar ög veruleika og eru byrjuð að glíma við menntamál og heilbrigðismál og reyna að ráða bót á.matvæla ástandinu. Hinar ýmsu sérstofn anir Sameinuðu þjóðanna hafa lagt hönd á plóginn með því að senda á vettvang sérfræðinga. Nú hefur eyjunum enn borizt hjálp í sambandi við hina al- LAXÁRVIRKJUNIN ÚTDREGIN SKULDABRÉF Hinn 24. nóvember 1964 framkvæmdi notarins pu- blicus í Akureyrarkanpstað útdrátt á 6% skuldabréfa- láni Laxárvirkjunar, teknu 1951. Þessi bréf voru dresdn út: Litra A, nr. 44, 47, 48, 54, 55, 88, 108, 161, 165, 1.66, 168, 179, 181, 192, 513, 516, 519. Litra B, nr. 2, 9, 40, 48, 57, 74, 87, 106, 138, 146, 150, t 166, 249, 259, 260, 263, 280, 289, 311, 343, 345, 347, 348, 379, 388, 393, 406, 414, 416, 419, 454, 488, 498, 505, 507, 524, 534, 535, 586, 597, 598, 604, 607, 608, 620, 623, 635, 668, 669, 673, 675, 694, 728, 738, 740, 741, 770, 794, 802, 807, 834, 835, 836, 837, 840. Litra C, nr. 24, 25, 31, 64, 83, 97, 122, 127, 154, 155, 156, 170, 171, 175, 178, 197, 341, 348, 362, 374, 381, 384, 385, 393, 404, 413, 422, 425, 429, 440, 452, 465, 484, 493, 503, 528, 540, 543, 563. Hin útdregnu skuldabréf verða greidd í skrifstofu bæj- argjaldkerans á Akureyri hinn 1. febrúar 1965. Bæjarstjórinn á Akureyri, 24. nóvember 1964. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON. ÞYZIÍ-ISLENZKA FELAGIÐ efnir til skemmtikvölds að Hótel KEA, föstudaginn 27. nóv klukkan 8,30. TIL SKEMMTUNAR VERÐUR: Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusongvari Tvær þýzkar litkvikmyndir. Sameiginleg kaffidrykkja, bunkar af smurðu brauði, og létt hljómlist. — Félagar og velunnarar félagsins fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Tilkynnið þátttöku fýrir miðviku- dag til: Gunnars Hjartarsonar eða Harðar Svanbergssonar. Stjórnin. þjóðlegu herferð Sameinuðu þjóðannna gegn hungri í heim- inum. í sambandi við þessa her ferð, sem rekin er af Matvæla- og landbúnaðarstofnuninni (FAO) hefur verið sett upp föst fræðslumiðstöð, fyrst og fremst með tilstyrk Ástralíu, þar sem leiðtogar íbúanna eru þjálfaðir á öllum helztu svið- um nútímaþjóðfélagshátta. Á Kyrrahafssvæðinu búa 4.5 milljónir manna, rúmlega helm ingur þeirra á Nýju-Guíneu. Sums staðar hefur fólksfjölgun in verið mjög ör. Á Vestur-Sam óa hefur íbúafjöldinn fjórfald- azt á 40 árum. Fjölgunin hefði orðið jafnör annars staðar, ef ungbarnadauði væri ekki svo mikill —hann er talsvert fyrir ofan meðaltal heimsins í heild. Lífskjör á Suðurhafseyjum eru ákaflega misjöfn, segir sér- fræðingur FAO. Til eru svæði, þar sem matvæli eru kappnóg, en annarsstaðar verður fólkið að heyja harða lífsbaráttu, t.d. á Nýju-Guíneu. Þar við bætast vandamál eins og vatnsskortur, hörgull á skólum, hjúkrun og samgöngutækj um — og stafa sum þessara vandamála af því að á þessum eyjum liggur fólks straumurinn úr dreifbýlinu til þéttbýlisins, eins og annars staðar í heiminum. Það er óhjákvæmilegt, að á- standið í öðrum löndum og auk ið samband eyjaskeggja við um heiminn hafi mikil áhrif á líf þeirra og kjör. Þeir verða að laga sig eftir nýjum aðstæðum. og það verður auðveldast með því að veita þeim uppfræðslu í þeim efnum sem varða upp- byggingu núthnaþjóðfélags. Hjartans þakkir sendi ég öllum, nœr og fjcer, sem t heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum, % & blómum og hlýjum handtökum á sextugsafmcelinu 1S. % þ. m. — Lifið heil. JÓHANN G. SIGFÚSSON. £ <? □ RÚN 596411257 — Frl. Atkv.:. I.O.O.F. — 14611278V2. I. O. O. F. Rb. 2 - 11411258*/2 -I. Lögreglan of fámenn MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar nr. 198, 201, 200, 219 og 203. — B. S. LAUFÁSPRESTAKALL. — Messa á Svalbarði n. k. sunnudag 29. nóvember kl. 2 e. h. — Almennur safnaðar- fundur á eftir. — Sóknar- prestur. (Framhald af blaðsíðu 1). bandi við hann. Þegar einn mað um er á vakt, verður hann í viss um tilfellum t.d. þegar slys ber að höndum í bænum, að loka lögregluvarðstofunni og fara sjálfur á sjúkrabílnum á stað- inn. Og þó tveir menn séu á vakt í einu þá verða þeir oft á tíðum að fara báðir í útköll t.d. þegar um er að ræða óeirðir. Enginn er þá á lögreglustöðinni á meðan, og ekki svarað í síma þótt slys bæri að höndum. Þó enn hafi ekki orðið stórkostleg vandræði af þessum sökum, er sú hætta alltaf yfirvofandi með an þetta ástand varir. SUNNUDAGASKOLI Akureyr arkirkju. Kvikmyndasýning í kapellunni fyrir börn í bekkj- um 1—10 (norðan megin í kirkjunni) kl. 5 e. h. á mið- vikudag. — Sóknarprestar. Drengjadeild: Fund- ur á fimmtudagskv. kl. 8. Þriðja sveit Theodors Hallssonar sér um fundarefni. — Stjóm- in. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 29. nóvember. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Oll börn velkomin. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4 e. h. Allar konur velkomn- ar. Samkoma kl. 8,30. Allir velkomnir. KONUR úr kristilegum fél. halda sameiginlega samkomu á föstudáginn 26. þ. m. kl. 8,30 e. h. í sal Hjálpræðishersins. Allar konur hjartanlega vel- komnar. FÍLADELFÍA LUNDARGÖTU 12 — TILKYNNIR — Al- mennar samkomur eru hvert. sunnudagskvöld kl. 8,30. — Allir hjartanlega velkomnir Sunnudagaskóli kl. 1,30 e.h. hvern sunnudag. — Sauma- fundir fyrir telpur hvern mið vikudag kl. 5,30 s.d. K.A.-FÉLAGAR. K.A. efnir til skíða- og skemmtiferðar n. k. helgi. Farið verður frá Ráð- hústorgi laugardaginn 28. þ. m. kl. 2 e. h. og komið aftur sunnudaginn 29. kl. 4 e. h. — Félögum eldri en 10 ára heim il þátttaka. Tilhögun: Skíða- og gönguferðir, kvöldvaka, kvikmyndir. — Orugg farar- stjórn. — Þátttöku þarf að tilkynna fyrir fimmtudags- kvöld og liggja frammi listar hjá Siguróla Sigurðssyni, hjá J. M. J. við Ráðhústorg, og Halldóri Ólafssyni, úrsmið, Hafnarstræti 93. — Upplýs- ingar hjá framangreindum og Knut Otterstedt, sími 1164, Haraldi M. Sigurðssyni, sími 1880 og Jónasi E. Einarssyni, sími 2312. LITKVIKMYNDIN „UNDUR HOLLANDS“ fær ágæta dóma þeirra sem hafa séð hana. Hún verður sýnd með meiri skýringum n. k. laugar- dagskvöld kl. 8.30 og sunnu- dag kl. 5 e.h. Aðgangur ó- keypis. — Allir velkomnir — Börn mega koma með full- orðnum. Sjónarhæð. AUSTFIRÐIN G AFÉLAGIÐ á AKUREYRI heldur aðalfund sinn sunnudaginn 29. nóv. næstk. kl. 4 síðdegis í Varð- borg. — Venjuleg aðalfundar störf. — Félagsmenn eru beðn ir að fjölmenna og koma með nýja félaga. Stjórnin Með öryggi bæjarbúa í huga verður að gera þá kröfu til valdamanna bæjarins að þeir sjái svo um að lögreglan sé það fjölmenn, að minnst þrír menn séu á vakt í einu. ÞÓRSFÉLAGAR! Mun- ið Álfadansæfinguna næsta föstudag 27. nóv. kl. 8 e.hf í Lóni. Stjórnin. SKÍÐAKLÚBBURINN. Kvöld- vaka verður í Skíðahótelinu n. k. föstudag og hefst kl. 8,30 e. h. 1. Skíðaæfing í upplýstri brekku við Skíðahótelið (ef veður leyfir). 2. Kvikmynda- sýning (skíðamyndir frá Evr- ópu og Ameríku). 3. Kaffi. — Ath. Öllum skíðaunnendum heimil þátttaka. — Ferðir frá L }þL kl. 8 e. h. á föstudag. — Skíðaklúbburinn. ÞÝ ZK-ÍSLENZKA FÉLAGIÐ heldur afbragðsgóða skemmt- un að Hótel KEA n. k. föstu- dagskvöld. Þar skemmtir m. a. Guðmundur Jónsson óperu söngvari. — Sjáið nánar augl. SJÁLFSBJÖRG. Síð- asta félagsvist Sjálfs- bjargar fyrir jól verð- úr að Bjargi laugar- daginn 28. þ. m. kl. 8,30 e. h. — Mússik. -— Nefnd- m. SJÓSLYSASÖFNUNIN. — Frá hjónum á Akureyri kr. 250,00 — Beztu þakkir. — P. S. TIL BLINDU BARNANNA. — Frá hjónum á Akureyri kr. 250,00, H. S. 1.875,00, Mar- gréti Árnadóttur, Klængshóli Skíðadal 500,00, Eddu, Kristj- áni og Ester 200,00. — Beztu þakkir. — P. S. VESTFIRÐIN G AR AKUR- EYRI! — Aðalfundur Vest- firðingafélagsins verður í Al- þýðuhúsinu n.k. sunnudag. — Sjáið nánar augl. í blaðinu í dag. MARÍA JÓNASDÓTTIR Brúna gerði í Fnjóskadal verð 80 ára 21. þ. m. Hún bjó lengst af í Flatey með manni sínum, Guðmundi Jónssyni, sem dá- inn er fyrir nokkrum árum. Eignuðust þau 8 börn, sem öll eru á lífi. Hún dvelst nú hjá syni sínum og tengdadótt ur í Brúnagerði. I. O. G. T. ST. ÍSAFOLD — FJALLKONAN nr. 1. Fund- . ur að Bjargi fimmtudaginn 26. þ. m. kl. 8,30 e. h. — Fundarefni: Vígsla nýliða, hagnefndaratriði. — Eftir fund, kaffi bögglauppboð og dans. Hljómsveit Pólo og Erla. — Munið að gera skil í happdrættinu. — Æ. t. ENNÞÁ GETA MARGIR feng- ið happdrættismiða með sínu bílnúmeri hjá Styrktarfélagi Vangefinna. — Sjáið nánar í augl. í blaðinu í dag. - Jarðræktarlögin SLYSAVARNARKONUR AK- UREYRI. — Jólafundirnir verða í Alþýðuhúsinu mánu- daginn 7. des. n. k., fyrir yngri deild kl. 4,30 s. d., og eldri deild kl. 8,30 s. d. Mæt- ið stundvíslega og hafið með ykkur kaffi. Stjórnin. (Framhald af blaðsíðu 8). frumvarp. Um lauftakjör hrepp stjóra segir svo í frumvarpinu: „Reiknast launin þannig, að í hreppi með 100 íbúa eða færri eru þau 7500 krónur á ári, í hreppi með 101—150 íbúa 8400 krónur og svo framvegis, þann- ig, að launin hækki um 900 kr. fyrir hverja 50 íbúa“. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.