Dagur - 25.11.1964, Page 8

Dagur - 25.11.1964, Page 8
8 Verður Tunnuverk- smiðjan starfrækt? ENN mun allt í óvissu um, hvort tunnuverksmiðjan á Akureyri verður starfrækt í vetur, og ekkert tunnuefni er hingað komið. Um 50 manns eru sviftir vetrar- vinnu ef verksmiðjan verð- ur lokuð, og mun af því skap ast atvinnuleysi hér í bæ á þessum árstíma. Tunnubyrgðir verksmiðj- unnar frá í fyrra munu nema 70—80 þúsundum. SMÁTT OG STÓRT Smásíld veidd á Akureyrarpolli til niðurlagningar. (Ljósm: E.D.) ^?x$^xí>^xíxS>^x$k^<$xí><^^^>^><$x$kík$x$x$x$>^>^><$>^><$xSxíx8xí^x5x$><^><»<Sk r A 7. hundrað flöskum smyglað UM HELGINA fundu tollverð- ir í Reykjavík rúml. 600 flöskur af smygluðu áfengi í íslenzkum togurum, mest í Þormóði goða, 540 flöskur, sem faldar voru í skorsteini. Togar þeir, sem hér um ræðir, voru nýkomnir úr söluferðum. Mál þeta er í rannsckn. En ýmsum þykja nú „hetjur hafs- ins“ orðnir helzt til stórtækar á áfengiskaupin úti. □ Um breyfingar á jarðræktarlögunum FR AMSÓKN ARMENN flytja nú eins og í fyrra frumvarp til laga um breytingu á 5. og 11. grein jarðræktarlaganna. — í fyrra var Hjörtur E. Þórarins- son framsögumaður málsins á þingi, en nú Ágúst Þorvaldsson. Hér er gert ráð fyrir, að sú að- ferð verði upp tekin, að ríkið greiði tiltekinn hundraðshluta af framkvæmdakostnaði en ekki tiltekna upphæð í verkein- ingu eins og nú tíðkast. Hér yrði um mjög verulega hækk- un að ræða, ef frumvarpið yrði að lögum. Til girðinga er nú kr. 1,84 á metra eða nálægt 11% kostnað- ar, en verður samkv. frumv. 25% eða nálægt 5 krónum á metra. Til þurrheyshlaða er nú á m:í kr. 6,12 á steyptar hlöður, en kr. 4,59 á hlöður úr öðru efni, og er þetta talið að vera um 2,3% af kostnaði. Samkv. frumv. verður framlagið 15% eða sennilega nálægt 50 krón- um á rúmmetra. Til votheyshlaða er nú á m" kr. 33,65 eða um 8,5%, en verð- ur samkv frumv. 25% eða um 125 kr. á m:f. Til áburðargeymsla er nú m:i kr. 30,59 á áburðarhús og kr. 18,35 á haugstæði eða um 8,5% kostnaðar. Samkv. frumv. verð ur framlagið 25% eða um 50 kr. á m:i í áburðarhúsi. Til súgþurrkunarkerfa miðað við gólfflöt er nú á fermetra kr. 91,77, og er það talið vera um 10% af kostnaði við súgþurrk- unarkerfi með fasttengdum blásturstækjum. Samkv. frum- varpinu verður framlagið 40% af kostnaði. Til garðávaxtageymsla er nú á m:1 kr. 33,65 eða 8,5% kostn- aðar, en verður samkv. frumv. 15%, eða nálægt 50 krónum á Til jarðræktar er nú greitt kr. 1223,60 á ha. eða um 10% af kostnaði, en yrði samkv. frumvarpinu 25% eða rúmlega 3000 krónur á ha. Samkvæmt sérstökum lagaákvæðum er svo greitt viðbótarframlag til hinna minni túna. Gert er ráð fyrir, að framlag til landþurrkunar verði hækkað úr 65% í 85% af kostnaði. Fyrir Alþingi liggur nú frum varp til nýrra laga um laun hreppstjóra og er það stjórnar- (Framhald á blaðsíðu 7). HEITA VATNIÐ Á LAUGA- LANDI Allt frá því ungmennafélag- ar á Akureyri gerðu sér það til frægðar að vinna að varmaveitu úr Glerárgili til sundlaugarinn- ar, liefur öðru hverju verið rætt um nauðsyn þess að hefja leit að miklu lieitu vatni. Á síðustu árum hefur almennur áhugi eflst mjög, enda komin tæki til varmavatnsleitar, sem ekki þekktust áður og verk- færi til djúpborunar. Sannast sagna liefur bæjar- stjórnin ekki sýnt málinu eins mikinn áhuga og búast hefði mátt við, en tók þó loks foryst- una vegna almenningsálitsins og er það vel. „SVONA TIL AÐ ÞVO IIENDUR SÍNAR“ „Hér fæst aldrei heitt vatn að neinu gagni,“ sagði einn bæjarfulltrúi nýlega „en svona til að þvo hendur sínar og fá frið fyrir eilífu rexi, var ráðist í að bora.“ Ekki er líklegt, að þessi, annars ágæti bæjarfull- trúi, hafi talað fyrir munn allr- ar bæjarstjórnarinnar, og ekki ástæða til að ætla það. Þó sýn- ist nú ýmsum vaxandi áhyggju svipur á bæjarstjóminni yfir því, að heita vatnið er farið að streyma á Laugalandi, úr fyrstu borholunni. Á þessu stigi máls- ins er þó ekki unnt að segja neilt um varmaveitu fyrir Ak- ureyri, fyrr en meira hefur ver ið borað. En nú þegar hafa skapast miklir möguleikar í sambandi við það vatn, sem þegar er fengið, þótt það væri ekki leitt til Akureyrar. Má I því sam- bandi nefna liitafrekan iðnað og garðyrkju- og gróðurhúsa- rækt. Með vatninu, sem fundið er, mætti stofna norðlenzkt Hveragerði í gróðurhúsarækt. Seldu hús sifl í Keflavík - Byggðu upp á Jökuldðl Jarðhitarannsóknir 1 SvarfsðardaS Svarfaðardal 21. nóv. Um síð- ustu helgi gerði hi-íðarskot, sem stóð í þrjá daga. Fönn kom þó ekki teljandi. Varð þá skarpt frost, 14 stig einn daginn. Nú er aftur brugðið til þíðviðris og var sex stiga hiti í dag. Á s. 1. sumri gerðu menn frá jarðhitadeild ríkisins athugun á jarðhita hér í Svarfaðardal. Jarðhitasvæðin eru aðallega 2, í laugahlíð og Hamri. Jón Jónsson jarðfræðingur, sem hafði aðallega með þessa athugun að gera telur allmikl- ar líkur á báðum þessum stöð- úm, að með borun megi fá þar meira og heitara vatn en nú er. Einkum telur hann að á Hamri séu mjög sterkar líkur fyrir allmiklu heitara vatni, enda miklum mun þægilegra að at- hafna sig við borun þar en í Laugahlíð. í fornum sögum er getið um býlið Reykjahamar í Svarfaðar dal. Bendir það heiti eindregið til þess að á þeim tíma hafi rok- ið þar úr heitum laugum. Efa- lítið er það sama býlið sem nú er nefnt Hamar. Og mætti þá ekki vona að hægt væri að ná því heita vatni aftur upp á yf- irborðið? Hins vegar hafa vonir manna staðið öllu meira til lauganna í Laugahlíð, m. a. végna þess, (Framhald á blaðsíðu 5). Klausturseli 8. nóv. Tíð er góð hér um slóðir. Auð jörð og frostlaust og því hægt að vinna að byggingaframkvæmdum. — Nokkrar hlöður og fjárhús voru í smíðum hér í sumar og virðist búskaparáhugi ekki fara minnkandi eins og víða vill við brenna í þéttbýlli og láglendari sveitum. — Eitt íbúðarhús er verið að byggja og eru það ung hjón sem •keyptu eyðijörð og reisa þar nýbýli og þessi ungi bóndi og faðir hans seldu hús í Keflavík til að byggja upp á Jökuldal og fyrir viku fluttu inn í sveitina hjón með þrjú ung börn og seldu þau hús í Reykjavík nú i haust og kaupa svo hér bústofn og ætla að setjast að í sveit. Þetta þykir okkur hér gleðilegt og mæla með sauðfjárbúskapn- um, því þessir menn hafa báðir haft góða atvinnu, sem hefur skapað þeim háar tekjur og Þetta vatn myndi líka nægja til að hita nýjan iðnaðarmannabæ við hugsanlega aluniiniumverk smiðju lijá Gæsum eða Dag- verðareyri. En bollaleggingar um notkun heita vatnsins eru e. t. v. of snemma á ferðinni, því aðstaða öll getur breyzt á einu dægri. GÖTUIIEITI OG HÚSNÚMER I GLERÁRHVERFI Mikil og vaxandi byggð er í Glerárhverfi, margar nýjar göt- ur og íbúðir. Nýjum götum liafa verið gefin nöfn, en hvergi eru þau sjáanleg þar, né lieldur liúsnúmer. Yfir þessu er kvart- að og er þeim kvörtunuin liér með komið á framfæri. Brjóstmynd af Birni Guðmimdssyhi fyrrv. skólastjóra á Núpi FYRIR nokkrum árum gerði Ríkharður Jónsson myndhöggv- ari gipsmynd af Birni Guð- mundssyni fyrrverandi skóla- stjóra á Núpi. bjóðum við þetta fólk hjartan- lega velkomið í bændastéttina og í okkar sveit. Forðagæzlumaður er nýbúinn að fara um og setja á og eru hey bæði mikil og góð og hef- ur víða verið sett á töluvert mikið af gimbrum og svo hafa margir keypt ær úr öðrum sveitum, þar sem menn hafa verið að hætta og mun nær sanni að hver ær, sem farga átti hjá K. H. B. og var líft, hafi verið keypt og eru það að- allega bændur á Jökuldal og Jökulsárhlíð, sem hafa áhuga á kindakaupum. í sumar var fullgerð íbúð fyr ir skólastjóra við heimavistar- barnaskólann í sveitinni, svo að rými í sjálfu skólahúsinu verð- ur meira, enda veitir ekki af því börnum fer hér fjölgandi á sama tíma og önnur byggðarlög fara í eyði. Hér eru 70 börn innan 16 ára aldurs. G. A. Björn Guðmundsson. Nú hefur verið ákveðið að Héraðssamband Vestur ísfirð- inga, gamlir nemendur Björns og aðrir velunnarar láti gera bronsafsteypu af myndinni, er verði afhent Núpsskóla til eign ar og geymd þar á sama hátt og mynd Sigtryggs Guðlaugs- sonar. Skrifstofur Dags munu fús- lega taka við fjárframlögum til að standast kostnað við gerð bronssteypunnar. Q SAMKOMUR ungra Framsóknar- manna í Eyjafirði UM NÆSTU HELGI halda ung ir Framsóknarmenn í Eyjafjarð arsýslu tvær skemmtisamkom- ur í héraðinu. Sú fyrri verður í Freyvangi 28. nóvember, en hin síðari á Melum sunnudaginn 29. nóvem ber. Samkomurnar hefjast kl. 9 e. h. báða dagana. Til skemmt unar á samkomum þessum verður sýnd .sænska kvikmynd in „Hönd styður hendi“, sem talin er mjög góð mynd með ís- lenzku tali og hefur ekki verið sýnd hér áður. Valtýr Kristjáns son flytur stutt ávarp, Guð- mundur Gunnlaugsson frá Skógum syngur og Aðalsteinn Karlsson frá Húsavík sýnir töfrabrögð. Að þéssum atriðum loknum verður stiginn dans. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.