Dagur - 09.12.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 09.12.1964, Blaðsíða 1
Síldveiðiflotinn er nú að veiðum þar eystra ENN er mikil síld austan við land á svipuðum slóðum og í vetur, 65 til 80 mílur út, á nokkru svæði. — Þar eru rússnesku skipin enn að veið- um í hundraða tali og þar hafa íslenzkir síldarbátar fengið ágæta veiði þegar viðrar til veiða. Og þangað hafa allmarg- ir bátar farið, sem að undan- förnum árum hafa lítið aflað af síldinni fyrir vestan land og sunnan. Gjaldeyris- og bók- haldssvik upp á 32 millj. kr.? SAKSÓKNARI ríkisins hef- ur höfðað mál á hendur tveim mönnum syðra fyrir margháttuð viðskiptasvik, bæði gjaldeyris- og bókhalds svik, er nema um 32 millj. ís- lenzkra króna. Þeir, sem til saka eru sóttir eru Harald Faaberg skipamiðlari og Ósk ar Aðalsteinn Gíslason skrif- stofustjóri. Hér er um stór- kostleg fjársvikamál að ræða, framin á árunum 1955 til 1960. Verður naumast annað sagt, en að sunnanmenn séu að verða allstórir í sniðum í hinum vafasamari viðskipt- um. □ FLUGHALKA A FJARÐARHEIÐI Seyðisfirði 7. desember. Mikil síld virðist nú vera hér úti fyr- ir, og í athugun er, að síldar- verksmiðjan taki til starfa á ný. Skálaborg er á leið til Þýzka- lands, í söluferð, með um 30 tonn af fiski. Veður hefur . verið fremur óstöðugt að undanförnu. Snjó- létt er en flughálka á akvegum. Fjarðarheiði er erfið yfirferðar. Rjúpnaveiði er ágæt þegar veður hamlar ekki. í verzlunum bæjarins má sjá að jólin eru skammt undan. Þ.J. AÐVORUN EINS og kunnugt er, eru heima tilbúnar sprengjur stórhættu- legar og hafa oft valdið slysum. Lögreglan á Akureyri vill því að gefnu tilefni minna for- eldra, og aðra er hlut eiga að máli, alvarlega á, að gæta þess vel að börn og unglingar kom- ist ekki yfir nein þau efni, sem nptuð eru til sprengjufram- leiðslu. □ Síld sú, sem veiðist fyrir austan land er hrognfyllt vor- gotssíld, svipuð að stærð og sú síld, sem veiðst. hefur á flóasvæðinu. ENN ER SÍLD FYRIR AUSTAN Neskaupstað 7. desember. Hing- að hafa borizt um 18 þúsund mál síldar, það sem af er mán- uðinum. Nokkuð er fryst af síldinni en megnið fer bræðslu. Síldarbátarnir eru úti en veiðiveður ekki gott. Vattarnes, 160 tonna bátur frá Eskifirði, hefir nýlega verið keyptur hingað og heitir Björg. Leikflokkur frá Höfn í Horria firði sýndi hér sjónleikinn Þrír skálkár um síðustu helgi og Fá- skrúðsfirðingar sýndu Logann helga. Sýningarnar þóttu tak- ast'vel. H. Ó. nu Fyrstu viðskiptavinirnir nota hverfxstigann í KKA. Umfangsmiklum I ENN ER SALTAÐ Á REYÐARFIRÐI Reyðarfirði 7. desember. Hér er bezta veður í dag og sól skín á fjallatoppa, en úr kauptúninu sér ekki til sólar frá 3. nóv. til 10. febrúar. Allir vegir eru færir en vara samir vegna hálku. Oddsskarð var opnað í morgun. Snæfugl kom hingað í fyrra- dag með 350 tunnur síldar í salt og aftur í gær með 1600 tunnur, þar af voru saltaðar um 700 tunnur. Það er yfirbyggð söltunarstöð, Katrín, sem tekur á móti síldinni og saltar fyrir Rúmeníumarkað. M. S. Ný herradeild opnuð og hverfistiginn notaður f DAG, þriðjudaginn 8. desem- ber, má telja að lokið sé um- fangsmiklum breytingum á verzlunum Kaupfélags Eyfirð- inga í Hafnarstræti 91 og 93, þá opnaði Herradeildin á fyrstu hæð í Hafnarstræti 93 og Vefn- aðarvörudeildin tók alla aðra hæð hússins fyrir sínar vörur. Auk þess er teppasala í kjallara hússins, svo að verzlað er nú á þrem hæðum þess í björtum og rúmgóðum húsakynnum. Verzl- unarplássið í kjallara er um 80 fermetrar á fyrstu hæð um 250 og á annari hæð um 270 fermetrar. Flest öllum varningi er komið fyrir á lausum borð- um og „eyjum,“ þannig að við- skiptavinirnir eiga mjög auð- velt með að skoða hann. Teikningar af breytingunum annaðist Teiknistofa SÍS, en verkstjórn Stefán Halldórsson byggingameistari. Sameinuðu- verkstæðin Marz og Vélsmiðjan Oddi h.f. sáu um hitalagnir, en Raflagnadeild KEA um raf- lagnir. Jón A. Jónsson málara- meistari og menn hans önnuð- ust málningu, en Húsgagna- vinnustofa Ólafs Ágústssonar sá um smíði og uppsetningu verzlunarinnréttingar. Til algerar nýjungar í útbún aði verzlunar hér í bæ er hinn svonefndi hverfistigi, sem er hinn fyrsti, sem settur er upp hér á landi, utan Reykjavíkur. Stiginn er smíðaður hjá OTIS Elevacor Company í Þýzkalandi sem er eitt elzta og reyndasta fyrirtæki heims í smíði hverfi- stiga og lyftna. Stiginn er af sömu gerð og er í mörgum stærstu verzlunarhúsum megin- landsins. Hann er með full- komnum öryggisbúnaði svo að (Ljósmynd: G. P. K.) í verzlun- er nú lokið engin slysahætta er talin stafa af honum. Uppsetningu stigans annaðist Mr. W. J. Davis frá OTIS-fyrirtækinu í Englandi, en hann hefir farið víða um heim í slíkum erindum. Hverfistiginn flytur viðskipta vinina úr Herradeildinni upp í Vefnaðarvörudeildina og er (Framhald á blaðsíðu 4). Hraðírystihúsi á Skaga- strönd lokað í fyrradag lokaði verkalýðsfé- lagið á Skagaströnd Hraðfrysti húsinu Hólanesi hf. þar á staðn um vegna vanrækslu á kaup- greiðslu síðustu vikur. PÁLL Z0PH0NIASS0N verður jarðsunginn í dag í DAG fer fram útför Páls Zophoníassonar fyrrum búnað- armálastjóra og alþingismanns. Hans verður síðar getið hér í blaðinu. □ NORRÆNA SKÍÐAGANGAN hófst í Hlíðarfjalli á sunnudaginn og sjást hér fyrstu þátttakendumir leggja af stað. (Ljósm.: F. G.) Á NÝLEGA afstöðnum fundi Landssambands íslenzkra út- vegsmanna upplýsti sjávarút- vegsmálaráðherra að gera ætti tilraun með gömlu togarana til síldveiða. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkissjóður greiði tilrauna- kostnaðinn. En talið er, að það sé einkum stýrisútbúnaður tog- aranna, sem breyta þurfi á þá leið að skipin nái krappari hring og geti kastað nótinni frá Togarar þeir, sem hér um ræðir, eru einkum nýsköpunar- togararnir, sem nú eru vand- ræðaskip í útgerðinni og sumir raunar þegar seldir úr landi fyrir rúmlega brotajárnsverð. En talið er, að 25 togarar gætu á þennan hátt skipt um hlut- verk og munar um minna í síld- arflotanum — ef tilraunin heppnast Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.