Dagur - 09.12.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 09.12.1964, Blaðsíða 8
8 ■>-* VETKAKMXND frá Akureyri. (L.jósmynd: K. D.) SMÁTT OG STÓRT Ný rannsóknarstofa - Kvikmyiid - Davíðshús ENN sýndu eyfirzkir bændur áhuga á málefnum stéttar sinnar s. 1. mánudag og fylltu Hótel KEA svo út úr dyrum, að tvisvar þurfti að setjast til borðs og tvisvar þurfti að sýna hina nýju kvikmynd um íslenzkan landbúnað, sem þar var sýnd. Margir hefðu nú hug á, að allt yrði varðveitt á heimili skálds- ins, eins og hann gekk þar frá. Myndu þeir sennilega leita til þjóðarinnar allrar um fjárfram- lög til að takast mætti að koma (Framhald á blaðsíðu 5). „MANNAÞEFUR í HELLI MÍNUM“ Ef einhverjir Alþýðubanda- lagsmenn hafa gert sér vonir um, að Stalinistar, Mao-menn og harðsoðnir Moskvudýrkend- ur, eða hvað þeir nú heita allir saman, yrðu knésettir á þingi Sósíalistaflokksins, hafa þeir hinir sömu nú orðið fyrir von- brigðum. Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og slíkir, urðu sem sé ofan á þingi þessu og vörpuðu þeim upphlaupsmönn- um út úr flokksstjórninni, sem þangað komust á næsta þingi á undan að þeirra óvilja. Gömlu tröllin, sem trúa á austrið og lieimsbyltinguna, vilja engan mannaþef í helli sínum. HVAR ER NÚ FUGLINN FÖNIX? í haust fóru af því miklar sögur og komust jafnvel inn í ríkisútvarpið, að Bjöm Jónsson og fleiri væru að vinna að því hér fyrir norðan, að gera Al- þýðubandalagið að sjálfstæðum vinstri flokki og sækja til þess efnivið í Sósíalistaflokk Brynj- Bændaklúbburinn eyfirzki hafði boðað til fundar á mánu- daginn og sýndi þar hina nýju 'landbúnaðarkvikmynd, Bú er landstólpi, sem Búnaðarfélag íslands og fleiri létu taka hér á landi í fyrrasumar. Kvikmynd þessi hefur ekki áður verið sýnd á Norðurlandi Að þessu sinni voru það ekki aðeins bændur héraðsins sem fjöl- menntu, heldur einnig hús- freyjur og var það ánægjulegt. Og þótt búist væri við góðri þátttöku, varð hún svo mikil, að aðalsalur Hótel KEA rúmaði ekki fundargesti. Fyrir auglýst- an fundartíma, eða kl. 9 var hvert sæti skipað í salnum og streymdi þá fólkið að hvaðan- æfa úr héraðinu. Fundarsalur- inn er vinkillaga og gátu því ekki allir horft á kvikmyndina er í salnum voru. Var hún því sýnd á ný í fremri álmu salar- RENNDI SER A BIL ins. Og tvisvar varð að setjast til borðs. Slíkt fjölmenni er sjaldgæft, ' en bændaklúbbs- fúndirnir eyfirzku hafa þó löng- um haft'sérstöðu í þessu efni. Skólameistari kvaddi sér hljóðs. Eftir kvikmyndasýninguna kvaddi Þórarinn Björnsson sér hljóðs utan dagskrár. Oskaði hann eyfirzkUm bændum til hamingju með áhugann á fé- lagsstörfum, sem þessi sam- koma og annað bæri vott. Sjálf- ur vséri hann af bændum kom- ínn svo langt sem hann rekja kynni og væri stoltur af því að verá bóndasonur. Síðan vék hann máli sínu að húsi Davíðs skálds Stefáhssonar frá Fagra- skógi,'serh hann vonaði að bær háns', 'hérað hans og landið allt vildu varðveita til minningar um hanh. Nú h’éfði bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar keypt bókasafn hans og erfingar gefið bænum. húsnjuni skáldsins, eins ■ og haþn .gekk. þar síðast frá. Hernaðarmannvirki í Hvatfirði Ríkisstjórnin hefur nú opinberlega játað það í FRÉTTATILKYNNINGU frá utanríkisráðuneytinu segir svo: „Eins og áður hefur verið skýrt frá opinberlega féllst rík- isstjórnin á sínpm tíma á að fram færi athugun á byggingu olíugeyma í Hvalfirði ásamt kryggju vegna afnota geym- anna og aðstöðu fyrir legufæri skipa samkvæmt framkvæmda- áætlun Atlantshafsbandalagsins I framhaldi af þessari athugun hefur ríkisstjórnin nú leyft of- angreindar framkvæmdir. Verða byggðir í Hvalfirði fimm nýir geymar, fjórir fyrjr odíu , og einn fyrir vatn, ank af- greiðslubryggju og legufæra. - Hinir nýju geymar eru nauð- synleg endurnýjun á gömlum geymum, sem fyrir eru í Hval- firði og verður öll notkun þeirra og mannvirkjanna háð samkomulagi við ríkisstjórn ís- lands. Skipaferðir um Hval- fjörð breytast ekkert frá því, sem verið hefur í sambandi við hin nýju mannvirki og tilgang ur stöðvarinnar þar verður sá einn að geyma varabirgðir og légufæri, sem nota má ef til ófriðar kemur eða dregur. Um mannvirkin og framkvæmdirnar í Hvalfirði gilda ákvæði varnar samningsins frá 8. maí 1951.“ Svo mörg eru þau orð, og ataðfestu það, sem áður var ' "■ \ vitað um landsölur til hernað- árþurfa í Hvalfirði. Fyrst varð þetta opinbert í ágúst í fyrra. Þá mótmæltu Framsóknarmenn því kröftug- lega við utanríkisráðherran. En í þeim viðræðum viðurkenndi ráðherrann eftirfarandi: ólfs og Einars. Látið var í veðri vaka, að á flokksþinginu myndi draga til mikilla tíðinda. Þar skyldu þeir eldar tendraðir, er eytt gæti vé Moskvumanna og steypt skurðgoðum af stalli. Upp úr öskunni átti svo Alþýðu bandalagið að rísa, endurborið eins og fuglinn Fönix. En hljótt er nú um fugl þann. ÞANGAÐ FÝSIR FÁA NÚ Draumamenn Alþýðubanda- lagsins liafa rétt fyrir sér að því leyti, að flokkur — eða bandalag — sem lýtur forystu Moskvumanna, eða annarri for- ystu, hefur enga vaxtarmögu- leika hér á landi á komandi tím um. Sovétríkin eru ekki nein ófreskja í augum íslendinga, en íslenzkur flokkur „fjarstýrður“ þaðan, er í augum almennings eitthvað í ætt við gömlu Grýlu með finnntán hala og hundrað belgi á liverjum hala. Það er sýnilega dálítið erfitt að kom- ast upp úr grýlubelg þeim, sem verið var að steypa yfir höfuð sumra manna í sumar og haust og töldu sig vera að ganga í sjálfstæðan vinstri flokk, lausan við austræn áhrif. Þangað fýsir fáa nú. GRÝLA TEKUR ÓÞEKK OG HEIMSK BÖRN En menn eru ekki alltaf við- búnir að sjá við brellum þeirra, sem eru að safna í belginn sinn. Hér fyrir norðan var því haldið fast að mönnum, að með því að styðja ný Alþýðuhandalagsfé- lög með beinni þátttöku væri algjör „hreinsun“ á næsta leiti. Eftir það yrði hinn nýi flokkur, þ. e. Alþýðubahdalagið umskap að, ekki lengur orðaður við Grílu að austan. Þéssu trúðu margir og urðú harla glaðir. En vonbrigði þessara manna nú, þegar öll hjörðin kaus sér að foringjum hin gömlu goð, urðu mikil. En þeir yerða samt að viðurkenna, að gömlu Moskvu- kommúnistamir. eru sniðugir að veiða í belg sinn, ekki síður en Grýla gamla. □ UM kl. 6 s. 1. sunnudag varð umferðarslys utarlega á Byggða vegi hér í bæ. Fimm ára dreng- ur var að renna sér á pappa- ,, spjaldi í bröttum stíg, sem ligg- ur milli Ásvegar og Byggða- vegar. Var þar flughálka, og í eitt skiptið þegar drengurinn fór á fleygiferð niður stíginn lenti hann aftan til á bifreið, sem fór niður götuna. Hlaut drengunrinn meiðsli og mun ' hafa fengið snert af heilahrist- ing. Hann var fluttur í sjúkra- hús og var þar enn í gær. Það er algeng sjón að sjá börn fara ógætilega á sleðum . og öðru slíku yfir fjölfarnar götur, og má áreiðanlega oft á tíðum teljast hrein tilviljun að tekizt hefir að forða sorglegum slysum. Ættu foreldrar að hvetja börn sín til meiri var- færni í umferðinni, en þaú sýna yfirleitt. □ KARLAKÓR AKUREYRAR hefur æft ötullega síðan um inlðjan'‘októbér og hefur nú undirbúið samsöng. Verður •sungið í Samkomuhúsi bæjar- ins, á: fimmtudag 10 og föstudag .flúþ. ' m. ;k,l. 8,30 hvort kvöld. Þar er styrktarfélögum og gest- um æt!að að vera en þó eitt- hva'ð selt úf aagöngumioum við innganginnö Síðán verður sung- ið í Akureyrarkirkju fyrir al- jnanhing á. súnnudag kl. 5 e. h. en þá'TítiÍIega breytt söngskrá. Lueiu-hátíðin, síðasti hluti sam- söngsins er hér áður þekkt og vinsæl, en dagur heilagrar Luciu (hér nefnd Glódís hin góða er einmitt 13. desember (sunnudag). Söngstjóri Karlakórs Akur- eyrar er Áskell Jónsson. Undir- leikari er Guðmundur Jóhanns- son. í gervi heilagrar Luciu ,er frú Halla Árnadcttir, er jafnframt syr.gur einsöng, Maríuvers eft- ir Áskel Jónsson. Aðrir ein- söngvarar með kórnum eru Eiríkur Stefánsson, Jóhann Dan íelsson og Jóhann Konráðsson. Kórmenn eru nálægt 40 talsins og með Luciu eru átta fylgdar- meyjar. — Söngskráin er bæði fjö:breytt og mikil. Þá syngur þarna nýr kvartett líka, þó aðeins 2—3 lög að þessu sinni. Hér eru kórmenn á ferð- inni, sem á þessu hausti byrj- uðu að æfa saman við undirleik og leiðsögn Guðmundar Jó- hannssonar. Karlakór Akureyrar er 35 ára á þessum vetri. □ 1. Stóra olíubirgðastöð og hef ur verið ráðgert að byggðir verði hið fyrsta 25—28 geimar. 2. Hafskipabryggju eða bryggjur, þar sem stór skip geti bæði landað olíu og tekið olíu. 3. Legufæri, sem verði steypt í- botn fjarðarins, en Nato mun ekki fá að nota nema með sér- 1 (Framhald á blaðsíðu 4). ísienzkir báfar BÁTARNIR Jörundur II. og Jörundur III. eru farnir áleiðis til Noregs. Þar verða þeir gerð- ir út á síld og aflinn lagður upp í Kristiansand og Egersund,.en veiðarnar eiga að fara fram í Skagerak. Bátarnir nota sömu nætur og hér heima. Það er væn millisíld, sem veiðist og út- HÁTT FISKVERÐ ENN helzt ágætt verð á fiski í Bretlandi. Tveir togarar ÚA seldu í Grimsby í vikunni. — Slétíbakur soldi á mánudag 127 tonn fyrir 12.499 pund og Harð- bakur í gær 124 tonn fyrir 11.949 pund. Er þetta hátt á 12. krónu fyrir hvert kíló. Svalbakur er nýkominn úr siglingu og fer á veiðar í dag. □ eiða við Noreg gerðin fær 40—50% meira fyrir hverja tunnu síldar, en hér á landi er greitt. Hlutaskipti eru hin sömu.. Eigandi bátanna, Guðmundur Jörundsson, mun á förum til Noregs til þess að ann- ast ýmis konar viðskipti vegna útgerðarinnar, sem vissulega er athyglisverð. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.