Dagur - 06.01.1965, Page 1

Dagur - 06.01.1965, Page 1
Dagur Símar: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) f— ' ' ".....—..... S | Ný framlialdssaga EIRÍKUR HAMAR hefst í þessu blaði. Fylgizt með frá byrjun. é ...... -v Norðurlandsborinn að Glerárgili í FYRRADAG mætti vinnu- flokkur sá til starfa, er vinnur að jarðhitaleit með Norður- landsbornum fyrir Akureyrar- kaupstað. í gaer voru svo framkvæmd- ar hitaránnsóknir á Laugalandi í hinni velheppnuðu borholu. Skera þær rannsóknir úr um það hvort borað verður dýpra á þeim stað. Borhola sú er 810 metrar og þar streyma 12—13 lítrar á sekúndu af hinu heita vatni. En næsta borun verður gerð á laugasvæðinu við Glerá. Þang að er búið að leggja akveg, en undirstöðu borsins á eftir að steypa, og það verður gert strax og veður leyfir, að því bæjar- verkfræðingur tjáði blaðinu. ^ • Fjórir Brelar fluttir í fangahúsið Voru færðir þangað eftir slagsmál á dansleik ÞAÐ bar við á dansleik í Sjálf stæðishúsinu á Akureyri síðast liðið laugardagskvöld, að sex enskir togarasjómenn frá Grims by af togaranum Lord Fraser sóttu dansleikinn. Lentu þeir brátt í illdeilum sín í milli og hófu slagsmál. „FÍSKUR Á HVERJUM ÖNGLI“ ÞAÐ ER haft eftir starfs- manni á skrifstofu „skattalög- reglunnar“, þar sem Guð- mundur Skaftason ræður ríkjum og neitar blöðum um fréttir, að þar sé fiskur á hverjum öngli. Meira fékkst liann ekki til að segja um rannsókn skattsvikanna. Áramótavínið tafðist Ólafsfirði, 5. janúar. — Ulviðra- tíð hefir verið hér um jól og nýár, og á gamlársdag geysaði iðulaus stórhríð. Allar götur urðu ófærar bílum en nú er verið að ryðja þær. Vegurinn fram í sveitina er ófær með öllu. Bátar hafa ekkert róið síðan fyrir jól, enda slæmar gæftir og fiskveið ekki komið. Friður og spekt ríkti hér manna á milli um jól og nýár. Drangur var væntanlegur hingað méð áramótaglaðningin á gamlársdag, frá Siglufirði, en vegna óveðurs tepptist hann á leiðinni og kom ekki fyrr en á nýársdag. — B. S. NYTT SKIPAFELAG ENN eitt skipafélag, Sjóleiðir hf. hefur verið stofnað í Reykja vík. Aðaleigendur þess eru Al- bert Guðmundsson stórkaup- maður og Kol og Salt hf. Félag þetta er að semja um kaup á sínu fyrsta skipi, Elsu Daníelsen sem er 1240 tonn. Lögreglan var kvödd á stað- inn og járnaði fjóra óróasegg- ina og flutti í fangageymslu en tvo um borð, þar sem húsnæði var þrotið í „Steininum“. Sjómenn þessir beittu mót- þróa svo sem geta þeirra leyfði, en lögreglan var handfljót við sitt verk. Allir voru sjómenn þessir ölv aðir, en börðust þó knálega þar til lögreglan skakkaði leikinn. Hinir erlendu gertir brutu boi'ð o.fl. er þeir voru að gera upp sínar sakir. En ekki sýndu þeir heimamönnum ókurteisi, utan lögreglumönnum. Togaraaflinn glæðist VEIÐI hefir nokkuð glæðst hjá Akureyrartogurunum að undan förnu, og er siglt með aflann, því enn er hátt verð á fiski a. m. k. í Englandi. SVALBAKUR seldi 30. desember í Grymsby, 113 tonn fyrir 11.629 pund, sem er nokkuð á 13. krónu fyrir hvert kíló Togarinn fór á veið ar í gær. HARÐBAKUR fór ó- leiðis til Englands 2. janúar og selur þar væntanlga 8. janúar um 140 tonn. SLÉTTBAKUR er einnig á leið þangað með svip- að magn og er ráðgert að hann selji þar 11. janúar. Allir vegir f rá Akureyri lokuðnst vegna fannkomu og MIKILIj illviðrakafli hefir ver- ið að undanförnu á öllu land- inu. Þriðjudaginn 29. desember gerði norðan livassviðri nreð snjókomu um nær allt land, en víðast stytti nokkuð upp á gaml ársdag, samt liefir nokkuð snió að öðru hvoru síðan. Rlikill snjó setti niður og frétíir liermdu að flesíir bílvegir landsins hefðu orðið ófærir. Á Akureyri er nú meiri snjór á götunum en komið hefir í einu, mörg undanfarin ár. Einn dag mátti heita að allar götur væru ófærar bílum. Á gamlárs- dag voru margar götur ruddar, en ennþá er víðast þung færð í bænum og nokkrar götur alveg ófærar. Flugsamgöngur hafa verið stopular og lá innanlandsflug niðri tvo síðustu daga ársins. Um 40 sm. snjólag var á flug- vellinum hér og var mikið verk að hreinsa hann. í fyrradag var óveðurs um áramótin Reykj avíkurfiugvöllur lokaður vegna veðurs og í gær blðu nær 200 manns á Akureyri eftir flug fari til Reykjavíkur. Hcita mátti að allir vegir hér aðsins lokuðust, en þó mun einna minnstur snjór vera í Hrafnagilshreppi. Mjólkurflutn ingar til bæjarins hafa gengið mjög illa undanfarna daga en þó hefur aldrei verið mjólkur skortur í bænum. Margir mjólk urbílstjórarnir hafa brotist á- fram nótt og dag á trukkum með drif á öllum hjólum. Samkvæmt því sem Guðmund ur Benediktsson vegaverkstjóri tjáði blaðinu, eru allir vegir frá Akureyri ófærir eða þungfær- ir fyrir alla bíla, nema þá sem eru með drifi, bæði á fram- og afturhjclum. Snjór er jafnfall- inn, en þó víða þykkir skaflar og alltaf skefur í slóðir. Vega- (Framhald á blaðsíðu 7). 83 BANASLYS Á SÍÐASTA ÁRI Á SÍÐASTA ári urðu 83 bana- slys hér á landi. Banaslys í um- ferð urðu 27 en 33 drukknuðu og 23 létust af voðaskotum, eitri, bruna og byltum. Einn maður beið bana í flugslysi. — Banaslys árið 1963 urðu 105 talsins. Á síðasta ári var 177 manns bjargað frá drukknun og úr eldsvoða. Héldu jólin á sfrandstað Fiskverðið ókomið - Sáttafundur í gær Bátaflotinn liggur bundinn vegna sjómannaverkfallsins, er liófst syðra 1. janúar og 5. janúar á Akureyri. Verkfallið nær til allra veiða bátaflotans í Reykjavík,, Ilafnarfirði, Kefla- vík, Akranesi og Grindavík. Á Akureyri nær verkfallið ekki til síldveiðibáta, og eru nokkrir bátar þaðan farnir til síld veiða eystra. Ákvörðun yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins hafði ekki komið fram er blaðið siðast frétti í gær. En sáttafundur var þá boðaður. Slitnað hefur upp úr samningsviðræðum um kaup og kjör sjómanna á Vestfjarðabátum. Raufarhöfn, 5. janúar. — Mikill snjór er hér og er jeppum og stórum bílum aðeins fært um nágrennið, en vegirnir til Húsa víkur og Þórshafnar eru lokað- ir. Jól og áramct voru haldin á friðsaman hátt. Frá því á Þorláksdag hefur Björgun h.f. úr Reykjavík unn ið að björgun þýzka skipsins Súsanna Reith af strandstaðn- um á Kotfiúð. Eru notaðir tveir kraftmiklir trukkbílar við björg unina. Á jóladag tókst að færa skipið um 2—3 metra á flúð- inni og í gærkveldi tókst enn að þoka því til. Virðist það nú aðeins fast að framan og talið líklegt að það losni alveg við næstu tilraun. í dag er unnið við að steypa í rifur á skipinu þar, sem sjór flæðir inn. Þegar því verki er lokið, á að draga skipið af flúðinni og upp á sandgrynn- ingar, austan til við höfnina, þar sem bráðabirgðaviðgerð fari fram. — Áhöfn skipsins er enn um borð og hefur unnið að björg unarstarfinu. H. H. NY FRAMHALDS- SAGA í BLAÐINU f DAG hefst norsk fram- haldssaga í blaðinu í þýð- íngu Helga Valtýssonar. Á 8. blaðsíðu er höfundurinn kynntur. En þeim, sem fylgj- ast vilja með sögunni er ráð- lagt að gera það frá byrjun svo þeir njóti hennar sem bezt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.