Dagur - 06.01.1965, Page 2

Dagur - 06.01.1965, Page 2
2 Husfreyjan á Ytra-Hvarfi 50 ára r Ákureyringar taka þáit í Isiandsmófi í handknatt- leik innanhúss í fyrsta sinn Æfingar fara fram í geymsluskúr á Otlcleyri NOKKRIR leikir hafa farið fram í annarri deild íslands- mótsins í handknattleik. Sex lið eru í deildinni og meðal þeirra er eitt frá Akureyri, og mun það vera í fyrsta sinn sem Akureyringar taka þátt í ís- landsmóti í handknattleik, inn- anhúss, enda aðstæður erfiðar til æfinga í hinum þrönga sal íþróttahúss Akureyrar. En nú hafa handknattleiksmennirnir leitað annarra úrræða með æf- ingar. Hafa þeir tekið á leigu geymsluskúr sem Rafveita Ak- ureyrar á og fara æfingar þar fram 3—4 sinnum í viku undir leiðsögn Frímanns Gunnlaugs- sonar og Gísla Bjarnasonar. Að vísu er skúr þessi ekki upphit- Ármann og F. H. eru & efst í I. deild ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik karla hófst skömmu fyrir jól. Sex leikir hafa farið fram í fyrstu deild, og hafa úrslit þeirra orðið þessi: KR—Víkingur 17:17 Ármann—Fram 24:22 FH—Haukar, 32:15 (bæði félögin frá Hafnarf.) Fram:Víkingur 22:19 FH-.KR 25:17 Ármann—Haukar 20:15 FH og Ármann hafa því forust una í deildinni með 4 stig hvort TAKIÐ ÞÁTT í SKÍÐAGÖNGUNNI NORRÆNA skiðagangan hófst að nýju á Akureyri í gær. — Brautin er öll í bænum og er gengið frá íþróttahúsinu, upp í Mýrarveg, suður í Austurbyggð, niður í Þórunnarstræti hjá Elli- heimilinu og síðan norður að íþróttahúsi. Um helgar í björtu verður fólki gefinn kostur á að ganga stærri hring, þ. e. upp fyrir Lund, þaðan niður í Aust- urbyggð og að íþróttahúsi. Ef ekki viðrar til göngu í bæn um verður gangan flutt að Skíðahótelinu, en þar gefst fólki einnig kostur á að ganga um helgar. Merki göngunnar fást við rás- mark við íþróttahúsið og í bókabúð Jónasar Jóhannssonar. Ef félög eða félagasamtök óska eftir að ganga á öðrum tím um, eru viðkomandi beðnir að hafa samband við eftirtalda að- ila: Hermann Stefánsson, sími 1-13-44, Harald M. Sigurðsson, sími 1-18-80, Frímann Gunn- laugsson, sími 1-17-74 (Skíða- hótelið, sími 02) og Hermann Sigtryggsson, sími 1-27-22. Fólk er hvatt til að ljúka göngunni sem fyrst, meðan skíðafæri er gott. aður og með steingólfi, en stærð hans er sú sama og á keppnssalnum að Hálogalandi í Reykjavík þar sem fiestir leik irnir í íslandsmótinu fara fram. Er mikill munUr að fá þó þessa aðstöðu, þó ekki sé hún til fyrir myndar. Þetta dæmi sýnir enn hvað bygging nýs íþróttahúss á Akureyri er aðkallandi. Fyrstu leikir Akureyringa verða um næstu helgi, að Há- logalandi. Á laugardag leika þeir við ÍR og á sunnudag við Þrótt og Keflvíkinga, svo byrj unin verður erfið. Allir leikirn ir verða fyrir sunnan, þar sem engin keppnisaðstaða er á Ak- ureyri. Þurfa Akureyringamir fjcrar ferðir suður, og verður þátttakan í mótinu því mjög kostnaðarsöm. En viðleitni þeirra til að halda uppi heiðri Akureyrar í þessari íþrótta- grein er virðingarverð. AfrekasUrá fslendinga í frjálsum íþróttum 1964 FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur tekið saman beztu afrek íslendinga í frjáls- um íþrótlum 1964. Verður skrá in birt bér í þættinum, eftir því sem rúm leyfir. Ef einhverjir hafa eitthvað við skrána að at- huga, ættu þeir að koma athuga semdum á framfæri sem fyrst. 109 m hlaup. sek. Valbjörn Þorláksson ÍR 10,7 Ólafur Guðmundsson KR 10,8 Reynir Hjartarson Þór 10,9 Einar Gíslason KR 11,0 Skafti Þorgrímsson ÍR 11,0 Haukur Ingibergson HSÞ 11,2 Þóroddur Jóhannss. UMSE 11,2 Ómar Ragnarsson ÍR 11,2 Úlfar Teitsson KR 11,2 Einar Frímannsson KR 11,3 Árni Johnsen ÍBV 11,3 Kjartan Guðjónsson ÍR 11,3 Sigurður Friðriksson HSÞ 11,4 Jón Benónýsson HSÞ 11,4 Friðrik Friðbj.s. UMSE 11,4 Guðmundur Jónsson HSK 11,4 Hrólfur Jóhannesson HSH 11,4 Sigurður Geirdal UBK 11,4 Sig. V. Sigmundss. UMSE 11,5 Þórður Þórðarson KR 11,5 Guðbjartur Gunnarss. HSH 11,5 Þorvaldur Benediktss. KR 11,5 Jón Þ. Ólafsson ÍR 11,5 200 m hlaup. sek. Valbjörn Þorláksson KR 22,3 Ólafur Guðmundsson KR 22,4 Skafti Þorgrímsson ÍR 22,9 Reynir Hjartarson Þór 23,1 Einar Gíslason KR 23,3 Þórarinn Ragnarsson KR 23,3 Kristján Mikaelsson ÍR 23,4 Ómar Ragnarsson ÍR 23,5 Kjartan Guðjónsson ÍR 23,5 Árni Johnsen ÍBV 23,6 Sigurður Geirdal UBK 24,2 Haukur Ingibergsson HSÞ 24,3 Þórarinn Arnórsson ÍR 24,3 Halldór Guðbjörnsson KR 24,4 Friðrik Friðbj.s. UMSE 24,5 Sig. V. Sigmundss. UMSE 24,6 Jón Ingi Ingvarsson USAH 24,9 Lárus Guðmundss. USAH 25,0 Guðmundur Jónsson HSK 25,0 Kristján Stefánsson ÍR 25,0 400 m hlaup. sek. Valbjörn Þorláksson KR 50,0 Ólafur Guðmundsson KR 50,2 Kristján Mikaelsson ÍR 50,9 Þórarinn Ragnarsson KR 51,0 Skafti Þorgrímsson ÍR 51,1 Einar Gíslason KR 52,1 Ómar Ragnarsson ÍR 52,7 Helgi Hólm ÍR 52,8 Þorsteinn Þorsteinsson KR 52,8 Þórarinn Arnórsson ÍR 53,0 Halldór Guðbjörnsson KR 53,1 Kjartan Guðjónsson ÍR 54,5 Guðbjartur Gunnars. HSH 54,6 Haukur Ingibergss. HSÞ 54,7 Sigurður Geirdal UBK 54,8 Marteinn Jónsson UMSE 55,0 Agnar Levy KR 55,0 Hrólfur Jóhannesson HSH 55,7 Þorvaldur Benediktss. KR 56,2 Árni Johnsen ÍBV 56,7 800 m hlaup. mín. Þórarinn Ragnarsson KR 1.56,8 Kristleifur Guðbj.s. KR 1.56,8 Halldór Guðbj.s KR 1.57,1 Agnar Levy KR 1.58,0 Þórarinn Arnórsson ÍR 1.59,2 Halldór Jóhannesson ÍR 1:59,8 Þorsteinn Þorsteinsson ÍR 2.01,7 . Helgi Hólm ÍR 2.03,6 Baldvin Þóroddsson KA 2.06,5 Sigurður Geirdal UBK 2.07,8 Vilhj. Björnsson UMSE 2.08.1 Marteinn Jónsson UMSE 2.09,0 Marino Eggertsson UNÞ '2.10,2 Jón Magnússon KR 2.10,2 Jón H. Sigurðsson HSK 2.11,9 Guðbj. Gunnarss. HSH 2.15,0 Ómar Ragnarsson ÍR 2.15,4 Bjarni Reynirsson KR 2.15,4 Þórður Ólafsson USVH 2.18,6 Guðm. Guðjónsson ÍR 2.21,3 HINN 2. janúar, 1915 fæddist á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal stúlkubarn, sem í skírninni hlaut nöfnin Friðrika Vigdís, og á því hálfrar aldar afmæli um þessi áramót. Foreldrar hennar voru búandi hjón þar, þau Anna Jóhannesdóttir og Haraldur Stefánsson. Var Anna dóttir þeirra merku Hæringsstaða- hjóna Jónu Jónsdóttur frá Göngustöðum og Jóhannesar Sigurðssonar frá Auðnum, en feður þeirra Hæringsstaða- hjóna voru bræður, synir hinna mannkostaríku Hreiðarstaða- kots-hjóna, Steinunnar og Sig- urðar, sem þar bjuggu alllengi á fyrri hluta 19. aldar. Eru af komendur þeirra orðnir marg- ir og hafa í hvívetna reynzt hin ir nýtustu þjóðfélagsþegnar. Har aldur var sonarsonur síra Bald- vins á Upsum, en móðir Harald ar og amma Rikku á Ytra- Hvarfi var Kristín Jónsdóttir frá Hrísum. Má með sanni segja, að það hafi verið kjarnakvistir bæði í föður og móðurætt Haraldar, svo langt sem rakið verður. Sex ára gömul fluttist Rikka með foreldrum og systkinum að Ytra-Hvarfi. Hér gæti það ekki síður átt við allan systkinahóp- inn, sem sagt var við Jóhannes bróðir hennar á sínum tíma að: Ungur þú fluttist ofan í sveit unaðar fannst þar nýjan reit í Garðshorn ckst góðum vagni. Og þegar þú aldur áttir til öllu þá vildir gera skil, er miðaði að góðu gagni“. Allir, sem til þekktu — og þeir voru margir — vissu að svo samvalin voru systkinin að efla glaðværð á heimilinu og gera það aðlaðandi, að næstum ó- venjulegt má kalla. í þessu un- aðslega andrúmslofti ólst Rikka upp, og þegar hún, ásamt syst- kinum sínum, hafði aldur og þroska til, var U. M. F. „Þor- steinn Svörfuður“, aðal vettvang urinn utan heimilis. Og þannig liðu árin, og má með sanni segja eins og kom fram í afmælis- kveðju, þegar ungmennafélagið var 25 ára að: „Oft var ljúft um liðna æfidaga í leik og starfi, það mun réttust saga.“ Að vinna að ýmsum félags- Spanskflugan sýnd á Svalbarðsströnd og víðar SÁ vinsæli gamanleikur hefur að undanförnu verið leikinn af ungmennafélaginu Æskan á Svalbarðsströnd, bæði hér heima og í næsta nágrenni. Gamanleikur þessi er í þrem þáttum, en er eins og margir vita eftir Arnold & Back. Ung mennafélagið réði sér leikstjóra frá Akureyri Júlíus Oddsson, sem margir hafa eflaust séð á leiksviði. Ekki veit sá, er þetta skrifar hvort Júlíus er vanur leikstjóri, en ef svo er ekki, virðist hann ekki byrja illa, því siíka alúð hefur hann lagt í vinnu sína með þessu áhuga- fólki að mjög er rómað. Tilgang ur minn með þessum fáu línum var ekki sá að skrifa hér neinn leikdóm, því slíkt er ávalt nokk uð erfitt verk, en staðhæft get ég að engum mun leiðast er sýn inguna sér. Eg held að ekki verði komist hjá að benda á, að einstaka leikarar gera sínum hlutverkum verulega góð skil og vil ég alveg sérstaklega nefna frú Guðbjörgu Kortsdótt ir, Kristján Benediktsson og Guðmund Haraldsson. Heyrst hefur að óskað hafi verið eftir að leikritið yrði sýnt mjög víða í nærliggjandi sveitum. Ljúka vil ég þessum fáu línum með þakklæti til leikstjóra og leik- aranna allra fyrir ánægjulega stund. Skúli Jónasson. málum með þeim Ytra-Garðs- hornssystkinum, var sérstaklega ánægjulegt og gleymist ekki. Það yrði of langt mál að rekja þá sögu nánar hér, og læt ég því staðar numið, um þau efni. Það mun hafa verið 1950, sem Rikka flytur að Ytra-Hvarfi og giftist Ólafi Tryggvasyni fjöl- hæfum dugnaðarbónda og ágæt is dreng. Um alllangt skeið hef- ur Ólafur annast kirkjusöng í tveimur og oft þremur kirkjum í prestakallinu, með sínum bú- störfum. Hefur konan staðið við hlið hans í því starfi, þegar heim ilisástæður hafa leift, enda eru þau hjón bæði unnendur söngs og tóna, einkum kirkjusöngs. Nú er mér tjáð, að Jóhann son ur þeirra sé mjög efnilegur tón listai'nemandi í barnaskólanum og má því segja, að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. Tel ég víst, að hin börnin séu líka gædd góðum tónlistarhæfileik- um, að meira eða minna leyti. En nú er bezt að slá sem fyrst botn í þetta, sem aðeins átti að vera stutt afmæliskveðja. Eg vil svo að lokum senda húsfreyj- uni á Ytra-Hverfi og fjölskyldu hennar mínar beztu árnaðarósk ir með afmælið og farsælan framtíðarhag. Magnús Gunnlaugsson. - Ný bók Elinborgar (Framhald af blaðsíðu 7). um tilfellum eflt hina skáldlegu innsýn, svo að persónusköpun- in sé við hæfi. Það er að vísu nokkuð örð- ugt viðfangsefni að gera slíkar ættarsögur, sem ná yfir langt tímabil og hafa reyndar engan endi. Sagan rís á breiðum grunni, fjöldamargt fólk kemur við sögu eins og hjá höfundum íslendingasagna, og af sögusvið- inu liggja vegir í allar áttir. En þetta er eins og lífið er sjálft. Vandinn liggur í því að gæða persónurnar lífi og hafa tilfinn- ingu fyrir aldarfarinu, en það krefst skyggni og þekkingar um örlög horfinna kynslóða. Frú Elinborg þekkir sitt fólk og sér það Ijóslifandi fyrir sér. Þess vegna verður saga hennar litrík og kraftmikil, jafnframt sem hún hefur þann tilgang að gera grein fyrir þeim eðliskost- um, sem gerðu þjóðinni það unnt, að lifa af eitt erfiðasta tímabil þjóðarsögunnar, þegar einokun og hallæri krepptu fast ast að. Saga hennar verður því mik- ill minnisvarði yfir íslenzka bændamenningu. Söguhetjur hennar gleymast ekki. Frú Elin borg hefur skrifað bókmennta- verk, sem lengi verður lesið. Benjamín Kristjánsor'.. Frjálsíjjróttaæfingar ÆFINGAR innanhúss hjá F rj álsíþró ttar áði Akureyrar hefjast í íþróttahúsinu í kvöld kl. 18 og verða þar fyrst um sinn á miðvikudögum. Aðalkennari verður Kjartan Guðjónsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.