Dagur - 13.01.1965, Side 6

Dagur - 13.01.1965, Side 6
'G A FJALLA- OG ÐALA- SLÓÐUM Sagnaþættir og endurminningar eftir PÁL GUÐMUNDSSON frá Rjúpnafelli Bílstjórasögur ÞEGAR KONURNAR UMKRINGDU REFINN ÁÐUR var ferðast á hestum, nú á bifreiðum. Hestamenn og ferðamenn yfirleitt kunnu frá mörgu að segja úr kaupstaða- ferðum, skreiðarferðum og póst ferðum. Nú segja bílstjórar frá og víst hafa þeir frá mörgu að segja, ekki síður en aðrir ferða menn fyrr og síðar. Hér í blaðinu verða birtir nokkrir smáþættir, sem skráðir eru eftir frásögn þeirra sjálfra. Fyrst segir Gunnar Jónsson bif Gunnar Jónsson, bifreiðastjóri. reiðastjóri á Dalvík frá nokkr- um atvikum. Ein hann hefur ver ið bifreiðastjóri í meira en tvo áratugi á ýmsum leiðum, en um fjölmörg ár var hann í för um milli Reykjavíkur og Akur eyrar. Nú gefum við Gunnari orðið: Fyrir mörgum árum flutti ég námsmeyjar Kvennaskólans á Blönduósi suður til Hvanneyr- ar í Borgarfirði. Það var snemma vors. Frá þeirri ferð er mér minnisstæðast atvik, er fyr ir kom á heimleiðinni. Við vor ,um stödd skammt frá Brú í Hrútafirði, þegar ég sá tófu nið ur við ána. Eg spurði námsmeyj arnar hvort þær vildu athuga þá lágfættu betur og játtu þær því. Stöðvaði ég þá bílinn og kvennaskarinn þusti út og stefndi í áttina að lágfótu grey inu, sem hopaði niður að ánni þegar leiðin til heiðarinnar var lokuð af hinum forvitnu og fríðu áhorfendum, sem slógu þegar hálfhring um sýningar- gripinn. Er skemmst af því að segja, að brátt var þéttur hring ur sleginn um tófuna, því hún hikaði við að fara í ána, sem var þó auðveldust undankomu leið, en ekki fær án þess að vökna. Námsmeyjamar sem voru um 40 talsins höfðu gaman af þessu atviki. Enginn var í vígahug. Þegar tæfa sá, að vonlaust var að sleppa, settist hún á rassinn og gjóaði á okkur augum sitt á hvað. Því miður mundi víst / enginn eftir myndavélinni á meðan á þessu stóð. Þegar stúlk urnar höfðu virt hið villta dýr fyrir sér um stund, rufu þær hringinn og tófan tók til fót- anna. Hún hentist burt á ógnar hraða í áttina til heiðarinnar og _ hvarf hún þar sjónum okkar. SMAHREKKIR BÍLSTJÓRANNA VETRARFERÐIR milli Reykja víkur og Akureyrar voru oft erfiðar og eru það enn. En oft gerðist eitthvað skemmtilegt og stundum vorum við bílstjórar að glettast hver við annan. Einu sinni sem oftar vorum við á leið norður, við Agnar Stefánsson, sem var bílstjóri hjá Pétri og Valdimar. Þriðji bíl- stjórinn í þessari ferð var Tryggvi Gunnlaugsson frá Stefni. Það var skínandi færi, svell í hjólförum en vegurinn að öðru leyti auður og frosinn. Glamp andi tunglskin var á og lá vel á okkur. Agnar ók fyrstur og var eitthvert ólag á ljósunum hjá honum. En vegna birtunnar sakaði það ekki. Þegar kom á Norðurbraut námum við staðar og Agnar fór að lagfæra ljósin. En á meðan hann var að bogra við þetta batt ég stóran járn- bjálka, sem við veginn lá, aftan í bílinn hjá honum. Svo héldum við áfram. Járnið drógst eftir frosnum veginum og urðu þarna miklar eldglæringar og skemmtum við okkur hið bezta við að horfa á þetta. Þegar kom í lægðina við Neðra-Vatnshorn stoppar Agnar, vindur sér út og klæðir sig í slopp. Er nokkuð að hjá þér Agnar minn, spurðum við sakleysislega og vorum þá alveg að rifna af hlátri. Að, sagði Agnar, það er svo hrylli- legur hávaði í bílnum að ég hef ekki heyrt annað eins. Þetta byrjaði þegar við fórum frá Norðurbraut. Svo fór Agnar undir bílinn og skoðar allt sem bezt en finnur ekkert athuga- vert. Við Tryggvi lágum í vegar kantinum á meðan. Við vorum að vona, að Agnar færi ekki aftur fyrir bílinn. En okkur varð ekki að þeirri ósk og rak hann fótinn í járnið. Hann varð fyrst alveg orðlaus, horfir síðan á mig stundai'korn og kenndi þar hinn seka. Nokkru síðar vorum við Agn ar staddir í Reykjavík. Það hafði sprungið dekk hjá mér og létum við það nýviðgert upp á toppinn. Eg var að byrja að festa það þegar bíllinn rann af stað. Agnar hafði sezt undir stýri. Hélt hann nú í miðbæinn ók eins greitt og hægt var, en ég ríghélt mér í dekkið. Vakti þessi ferð okkar mikla athygli og sá ég útundan mér hve margir gláptu á þennan bíl og var mörgum skemmt. Eftir að hafa ekið um bæinn fram og aft ur lagði Agnar bílnum við Hafn arhúsið. Þegar hann steig út, sagði hann: Jæja, nú er ég bú- inn að aka þér álíka vegalengd og þú lést mig draga staurinn. Merkileg filraun í síldarflufningum ! í FISKVEIÐITÍMARITINU „ÆGIR“ 15. des. er greinargerð frá verkfræðingunum Haraldi Ásgeirssyni og Hjalta Éinars- syni um tilraunir, sem gerðar hafa verið með síldardælu og síldarflutninga undir umsjá þeirra. Tilraunirnar hafa verið ’ gerðar í sambandi við ný- byggða síldarverksmiðju í Bol- ungarvík í eigu Einars Guð- finnssonar útgerðarmanns. Arið 1963 var gerð tilraun til að dæla síld úr nót upp í skip og var notuð 10 þumlunga norsk „Myras“-fiskidælá. Sú til raun þótti ekki gefast vel og telja verkfræðingarnir að af- köstin geti „varla keppt við hina miklu háfunartækni, sem flotinn býr yfir.“ Á síðasta sumri var hins veg- ar gerð tilraun til að dæla síld úr veiðiskipum yfir í olíuflutn- ingaskipið Þyril, sem flutti síld ina að austan til Bolungarvíkur. Þyrill fór þrjár ferðir með síld og flutti alls um 20 þús. mál til Bolungarvíkur. í fyrstu ferðinni virtist hann hafa tekið mést af síldinni úr skipum á Seyðisfirði, en einnig nokkuð úr skipi, sem hann hitti á Þistil- firði á vesturleið. Farmur Þyr- ils var þá rúmlega 6 þús. mál og talinn fullfermi. í annarri ferð voru tekin 2 þús. mál á á miðunum. í þriðju ferðinni fylgdi Þyrill síldveiðiflotanum út, eftir ótíðarkafla. Var síld- inni dælt milli skipa 80 sjómíl- ur á hafi úti, austur af Langa- nesi og tók það 23 klst. að fylla skipið. í síðustu ferðinni var síldin tekin 30 mílur austur af Dalatanga og í mynni Seyðis- fjarðar og henni dælt úr veiði« skipum. Þesar tilraunir stóðu yfir í 46 daga. Sá tími skiptist þannig, að 19 daga lá skipið um kyrrt vegna ills veðurs, í 6 daga var unnið að því að koma síld milli skipa, siglt í 11 daga og unnið að löndum í 10 daga. Verkfræðingarnir telja gang- hraða og burðarmagn Þyrils of lítið til flutninganna, segja lönd unartímann á Bolungarvík lengri en þyrfti að vera og að veðurtafir hafa verið meiri á tilraunatímanum en ástæða sé til að gera ráð fyrir að jafnaði. Þeir gera ráð fyrir, að kostnað- ur við rekstur skipsins og tækj- anna sé 25 þús. kr. á sólarhring og segja, að flutningskostnaður hafi verið kr. 57.50 á mál eða 36% af verði síldarinar til bræðslu upp úr sjó. Þeir gera ráð fyri, að reksturskostnaður hentugs skips og stærra yrði 35 þús. kr. á sólarhring og að það gæti flutt 40 þús. mál til Bolungarvíkur á 46 dögum. Kostnaður yrði 'þá kr. 40.35 á mál eða 22% af bræðslusíldar- verðinu. Auðvitað yrði hann minni ef skemmra væri flutt en. (Framhald á blaðsíðu 7). Verð kr. 240.00 (án sölusk.) Um sagnaþælti þá, sem bók þessi hcfur að geyma, ritar liöfundur meðal annars í formála: „ . . . Sumt hef ég cftir foreldrunrmínum, sem bæði voru minnug og höfðu frásagnaigáfu, og ýmislegt heyrði ég talað um í bernsku eða á unglingsárum mínum . . . . Þá er þess að geta, að þáttinn um Möðru- dal gerði ég að áeggjan forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, sem var mér samtíma um sumar í Möðrudal og dvaldi þar í fleiri suniur á skólaárum sínum. Er liér um 59 ára gatnlar endurminningar að ræða, því lítt hafði ég samband við það heimili eftir að ég fluttist til Vesturlieims. Ætla ég að þar fari ckki margt á miíli inála . . .“ Hér er á ferðinni bók með skemmtilegum og fróðlegum sagnaþáttum í þjóðlegum stíl BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.