Dagur - 23.01.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 23.01.1965, Blaðsíða 1
Dagur Símai: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) Ný framlialdssaga EIRÍKUR HAMAR Fylgizt með frá byrjnn. ----------. ------ Lenfi í snjóflðði í Húsavíkuríj Húsavík 22. janúar. — Síðdegis í fyrradag varð það slys hér að ungur piltur frá Siglufirði Snæ björn Sveinsson sem var gest- 'komandi í bænum, varð fyrir því, að á hann féll snjóskriðá, þar sem hann var á skíðum í Húsavíkurfjalli. Hann var einn á ferð í svonefndri Dagmálalá í fjallinu, þegar skriðan féll á hann og dró hann með sér nið ur hlíðina. Honum tókst af eig- in rammleik að losa sig úr skrið uni og komast til Húsavíkur. Var hann á aðra klukkustund að komast þá leið sem er um hálf- ur km. Hefir það verið mikil þrekraun, því í ljós kom að pilturinn var mikið meiddur. Karlakór Ak. 35 ára KARLAKÓR Akureyrar er 35 ára um þessar mundir og minn ist kórinn afmælis síns með hófi í Sjálfstæðishúsinu 30. þ.m. For maður kórsins er Jónar Jónsson kennari og söngstjóri Áskell Jónsson. Um kvöldið kom svo sjúkraflug vél Tryggva Helgasonar á Akur eyri og flutti hann á sjúkrahús- ið á Akureyri. Þar var piltur- inn skorinn upp vegna innvort- is meiðsla. Ágætt veður er hér í dag, sunnan andvari og tveggja stiga hiti. Snjór var orðinn mikill, en hefir nú sjatnað nókkuð. Búið er að hreinsa snjó af aðalgötun- um, en hálka er mikil. Færð á vegum í héraðinu hef ir verið mjög slæm. Þó hafa mjólkurbílarnir úr næstu sveit um reynt að brjótast hingað flesta daga. Ef tíð spillist ekki aftur, mun verða farið að moka vegina í héraðinu. Kvenfélag Húsavíkur verður 70 ára 13. febrúar n.k. og mun minnast þeirra tímamóta þann dag, í samkomuhúsi bæjarins. Febrúar er venjulega árshátíða mánuður félaga hér á Húsavík. Árshátíð starfsmanna K.Þ. er fyrirhuguð 20. febrúar og Rot- arý-klúbbsins 27 s.m. Þ.J. í DaviOshusi hinn 21. janúar. (Ljósmynd: E. D.) shús opið írasn á sunn Stórbruni á Keldulandi Frostastöðum 22. janúar. — Um klukkan 9 í mprgun brann íbúð arhúsið á Keldulandi í Akra- hreppi í Skagafirði til ösku. Fólk var í fjósi er eldurinn losnaði og var bærinn alelda er það varð eldsins vart. En álíka snemma barst hjálp frá næstu bæjum, en ekki var hægt að bjarga bæjarhúsum, sem voru úr timbri og asbesti og brann allt til ösku er brunnið gat. Vindur var af austri og flýtti hann brunanum. Hins vegar var hægt, vegna þessarar vindáttar, að bjarga fjósi og heyi, er nærri stóðu. Á Keldulandi búa ung hjón ásamt börnum sínum, Stefán Hrólfsson og Hildigunnur Þor- steinsdóttir kona hans. Þótt hús og innbú væri vátryggt, er tjón ið mjög tilfinnanlegt, því öll bú slóð brann utan sá fatnaður fólksins, er það stóð í. Talið er líklegt að kviknað hafi í frá olíukyndingu. M. G. DAVÍÐSHÚS við Bjarkarstíg var opnað almenningi á sjötug- asta afmælisdegi þjóðskáldsins, Davíðs heitins Stefánssonar frá Fagraskógi hinn 21. þ.m. Þang að komu þann fyrsta dag hátt á annað hundrað manns, sam- kvæmt gestabók, sem þar ligg- ur frammi og verður geymd. Þegar húsið var opnað og all margt manna hafði þar safnast sarnan kvaddi Þórarinn Björns son skólameistari sér hljóðs, bauð gesti velkomna og minntist skáldsins hlýlega og virðulega í örstuttu ávarpi. Hann sagði, að andlegir höfðingjar helguðu þá jörð er þeir gengju á, Davíð hefði helgað þennan stað. Hver hlutur í þessu húsi angaði af lífi og ilmi af persónu skáldsins, þótt hann væri sjálfur horfinn. Eg hef aldrei verið sannfærðari um það en á þessari stund, að þetta hús ber okkur að varð- Háflðasýning í Leikhiísi Akureyrar Munkarnir á Möðruvöllum sýndir á afmælis- degi þjóðskáldsins frá Fagraskógi HINN 21. janúar, á sjötugasta afmælisdegi Þjóðskóldsins, Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi hafði Leikfélag Akureyrar há- tíðasýningu á Munkunum á Aflaleysi í Hrísey FRÉTTAMAÐUR blaðsins í Hrísey, Jóhannes Kristjánsson, útibússtjóri, sagði blaðinu í gær, að frá því í miðjum nóvem bermánuði hefði nálega ekkert fengizt úr sjó, bæði vegna ó- gæfta og aflatrer;ðu. Á sama tíma hefði mátt heita atvinnu- laust í eynni. Nú hefði aðeins verið farið á sjó, en sáralítið fengizt. Snjór er óhemjumikil . Möðruvöllum, er hann skrifaði fyrst leikrita sinna. Ágúst Kvar an setti leikinn á svið. Áður en hátíðasýningin hófst í leikhúsinu, gekk varaformað- ur Leikfélagsins, Björn Þórðar- son, fram á sviðið, bauð gesti velkomna og lýsti þeirri sam- þykkt félagsins að leggja fram 10 þúsund krónur til kaupa á Davíðshúsi við Bjarkarstig. Bað hann síðan Þórarinn Björnsson skólameistara að veita þessari fjárhæð viðtöku. Skólámeistari þakkaði gjöfina og flutti ræðu þá, sem birtist hér í blaðinu á öðrum stað. Síðan hófst leiksýn ingin. úamkomuhúsið var troðfullt Og fjöldi manns, er vildi vera á veita eins og það er, sagði skóla meistari. Hér má engu sundra eða tvístra, sagði hann. Síðan tók frú Þóra Stefáns- dóttir, systir þjóðskáldsins til þessari hátíðarsýningu, varð frá að hverfa. Leikurinn fékk mjög góðar viðtökur og ef að líkum lætur verður hann vel sóttur, einkum ef bílfært verður um nágranna sveitir. Sjónleikurinn, Munkarnir á Möðruvöllum, gerist á Möðru- völlum í Hörgárdal fyrr á öld- um og er byggður á sögulegum heimildum um munkaklaustrið þar, sem brann á 13 öld. Höf- undurinn bregður upp svipmikl um myndum af munkalífinu og baráttu hinna ýmsu munka inn an klaustursveggjanna. Eink- um þó baráttu príórsins fyrir fé og völdum og hinsvegar bar áttu hins unga manns, Óttars. Ungi maðurinn verður að velja milli þess, að taka sér stöðu innan þykkra veggja klausturs (Framhald á blaðsíðu 2). Frú Þóra Stefánsdóttir. flytur ávarp sitt. máls og þakkaði þá vinsemd og virðingu, sem bróður sínum hefði verið sýnd fyrr og síðar. Hingaðkoman þessu sinni væri blönduð sorg, en einnig gleði yfir því, sem hann hefði gefið þjóð sinni. Að lokum bað hún þessum stað, bæ og héraði og öllu því sem bróður sínum hefði hjartkærast verið, guðs blessun ar. Það var auðséð á gestum þeim, sem hús skáldsins heim- sóttu á fimmtudaginn, að þeir nutu þess að koma á þennan stað — og að þeim fannst þeir vera á helgum stað. Flestir töluðu í lágum hljóðum og marg ir drógu skó af fótum sér er þeir skoðuðu hina fágætu muni og listaverk, og hið mikla og vandaða bókasafn. Þeir fundu, að andi hins djúpvitra skálds og sérstæðu persónutöfrar, svífa þar ennþá yfir vötnunum. Upplýsingar frá Landssímanum GUNNAR Schram símastjóri á Akureyri minnir á eftirfar andi. Leiðarvísi þann, sem öllum símnotendum á Akureyri er sendur og er um notkun sjálfvirka símakerfisins þurfa menn að kynna sér sem bezt. Þá geta símnotendur fengið lása á símann, sem útiloka símtöl við aðrar stöðvar en hindrar ekki innanbæjarsam bandið. Þá lætur símastjóri þess get ið, að bilanir og truflanir á símanum hér að undanfömu, stafi af breytingum þeim, er óhjákvæmilega hafi þurft að gera og verði þær brátt úr Skafiarnir náSu upp að þakskeggi Dalvík, 22. jan. Snjór varð mik- ill hér um slóðir, jafnvel svo, að hæstu skaflarnir náðu upp að þakskeggi og á stöku stað jafnháir húsum. Og öðru hverju var hörkuveður. Sam- göngur á landi hafa verið erfið- ar, en mjólkin úr Svarfaðardal var flutt á trukkbílum, sem voru stundum 8 klst. á leiðinni frá Dalvík til Akureyrar og enn meiri erfiðleikar voru á að safna mjólkinni saman í sveitinni, áð- ur en lagt var af stað til Akur- eyrar. Eins og er, er mjólkin flutt sjóleiðis frá Dalvík til Ak ureyrar vegna ófærðar á veg- um. Skipin Loftur Baldvinsson, Bjarmi 2. og Hannes Hafstein fóru austur fyrir land á síldveið ar um áramótin og er þar enn. Héðan fara þrír bátar suður á vertíð: Baldur, Baldvin Þor- valdsson og Bjarmi. Óg (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.